Morgunblaðið - 17.09.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.09.1998, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Listamaðurinn sem kom ekki inn úr kuldanum MYMILIST Menningarmiðstöðin Gerðubergi og Gallerí Sævars Karls KLÖiMDUU TÆKIVI KRISTINiM G. IIAKDAKSOIM Til 25. október í Gerðubergi/Til 30. september hjá Sævari Karli. Aðgangur ókeypis. ENN eitt Sjónþingið var haldið laugardaginn 5. september í Gerðubergi að viðstöddu fullu húsi gesta. Að þessu sinni var Kristinn Guðbrandur Harðarson látinn rekja úr sér garnirnar í hálfan annan tíma undir lágværu mali litskyggnuvélarinnar. A pall- borði sátu þau Ingólfur Arnars- son myndlistarmaður, Hildur Helga Sigurðardóttir blaðamaður, Kristinn G. Harðarson, listamað- ur hins ellefta Sjónþings, og Aðal- steinn Ingólfsson listfræðingur. Aldrei þessu vant var Hannes Sigurðsson, stjórnandi Sjónþing- anna í Gerðubergi, á áhorfenda- bekkjunum en Hildur Helga tók sæti hans sem stjórnandi umræð- unnar. Þetta var sérdeilis heppileg til- högun því hún kom að málinu með ákveðnum ferskleik sem sá einn getur sem ekki þarf að endurtaka leikinn oftsinnis. Að vísu hefur Hannes Sigurðsson hingað til sýnt þann hæfileika að vera aldrei eins frá einu þinginu til annars. Hann hefur getað brugðið sér í óh'kustu gervi sem spyrill og stjórnandi (en það getur líka undið upp á sig með þeim hætti að menn forðist að vera eins, einungis af hræðslu við að endurtaka sig). Að „bjóða út“ stjómunina og fá til hennar jafná- gætan leikmann og Hildi Helgu markar því allnokkur tímamót í þróunarsögu Sjónþinganna og gerir þau snöggtum áhugaverðari fyrir vikið. Strax í upphafi mátti kenna meginþræðina í þinginu, enda var sem allt legðist á eitt um að upp- lýsa og botna þann ásetning lista- mannsins að brjóta í bága við hefðbundnar leiðir í myndlist. Kristinn Guðbrandur komst oft í bobba á þessu stigi málsins vegna þess að hann hafði einfaldlega ekki - fremur en mýmargir kollegar hans - sett sig niður við að skoða listina frá sjónarhóli hins almenna leikmanns. Það vill nefnilega oftar en ekki brenna við að almenningi sé legið á hálsi fyrir að skilja ekki fram- gang listarinnar. Sjaldnast er tal- að um misskilning listamanna í garð almennings. þinginu mátti glöggt finna fyrir þessum ágreiningi sem svo mjög heftir framgang íslenskrar listar. Hann er fólginn í þvi gagn- kvæma skilningsleysi sem hvor auðsýnir hin- um, almenningur og listamenn. Meðan fyrr- nefndi hópurinn bíður þess í ofvæni að lista- maðurinn skili sér heim úr háskalegri æv- intýraferð sinni um lendur ímyndun- araflsins er listamaður- inn alltaf að líta um öxl til að vita hvort al- menningur fylgi honum ekki gegnum frum- skógarþykknið. Allir þekkja misgengi upplýsingaþjóðfélags- ins. Hafi menn brennandi áhuga á einhverju ákveðnu viðfangsefni halda þeim engin bönd. Þeir skjóta einfaldlega öllum aftur fyr- ir sig með fítonskrafti sínum, áræði og forvitni. Hinir sem hafa ögn minni áhuga verða að reiða sig eilítið meir á þá hefð sem skapast hefur í viðkomandi fagi. Þeir sem hafa lítinn sem engan áhuga eru ofurseldir hefðinni eins og hver sá sem nemur staðar við utanbókarlærdóminn. Slíka menn skortir alla tilfinningu fyrir því frjómagni sem felst í faginu og sjá þar af leiðandi ekkert nema óskapnað í nýjabi-uminu sem það gefur af sér. Hver óvænt grein og hvert óvænt blað er til þess eins að flækja fyrir þeim málið, sem þeir hafa hvort sem er aldrei skil- ið vegna þess að þá skortir allan áhuga á að skilja það. Spurningin sem lögð er fyrir listamanninn og hljómar eitthvað á þessa leið: „Hví þarftu endilega að brjóta svona í bága við hefð- ina?“ - er álíka uppörvandi og ef fjallgöngumaður væri spurður hví hann gæti ómögulega haldið sig við jafnsléttuna. Fyrir Kristinn er spurningin fáránleg því hví skyldi nokkur leggja sig niður við iðkun myndlistar ef ekki má finna á henni nýjan flöt? Reyndar fór hrollur um listamanninn þegar hann beindi huganum að ástandi þar sem listin stendur í stað. Sá hrollur er ekki ósvipaður þeim og sækir að hinum fullkomna leik- manni sem ekkert botnar í fram- vindu listarinnar; finnst allt orðið breytt og kannast ekki lengur við neitt. Þessar öndverðu kenndir lágu einhvern veginn í loftinu út allt þingið án þess að orðum væri beinlínis komið að þeim. Senni- lega þarf sérstakt þing um þann ágreining sem ivíkir milli lista- manna og almennings; þeiiTar til- finningar leiða og ládeyðu að ekk- ert bifist og hinnar að allt þyrlist upp í óhöndlanlegan skýstrokk firringar og ókunnugleika. Og þó reyndu bæði listamaður og fyiir- spyrjendur að opna áhorfendum sýn inn í leyndardómsfullan heim Kristins G. Harðarsonar. Allir voru allir af vilja gerðir og því fannst mörgum sem þeir gengju upplýstari af vettvangi eftir hátt í þriggja klukkustunda viðkynn- ingu. Sýningar Kristins G. í Gerðu- bergi og hjá Sævari Karli ein- skorðuðust að vísu við tvívíð verk á vegg og er það ef til vill nokkur synd að ekki skyldi bóla á einu einasta höggverki innan um öll málverkin. Höggmyndirnar leystu Kristin þó úr viðjum einu stóru kreppunnar sem orðið hef- ur á vegi hans sem listamanns. Þá er einnig bagalegt að ekkert af útsaumsverkum hans skuli hanga á sýningunum en þau op- inbera ef til vill betur en nokkur önnur verk dirfsku Kristins í efn- isvali og aðferðum. Það er ekki einasta að útsaumur hans sé merkilegur sem slíkur heldur hitt að hann skuli voga sér að teygja sig yfir á svið kvenlegra hannyrða og bjóða hinu kyninu - því undir- okaða - dús með svo kumpánleg- um hætti. En Guði sé lof fyrir allan þann fjölda frábærra verka í Gerðu- bergi frá 1978 til 1983 sem sýna svo rækilega hvílíkur múrbrjótur Kristinn var á þeim árum þegar bókstafleg hugmyndlist var að sigla í strand. Eins og ávallt þegar fágunin hótar að kyrkja allan frumkraft koma riddarar hrámet- is og geðþótta og rífa sjálfsprott- inn tjáningarmáta úr glatkistunni. Jarðvegurinn var að sjálfsögðu nýja málverkið, en Kristinn hljóp ekki í faðm þess með gagnrýnis- lausa glýju í augum heldur nýtti sér til fullnustu smugur þess og útúrdúra. Ekkert lýsir betur ferðalagi listamannsins - Kristins og kollega hans - en pastelmynd af tveim grænum hægindastólum í stofuhorni við lítið borð líkt og fengnum úr myndaskrýtlu eftir Cosper. Túskmálaðir froskkafar- ar synda aftur úr öðrum stólnum, í áttina út úr ferhyrndum ramma myndarinnar. Ævintýrin í listinni eru eins og sálnaflakk. Þótt ekk- ert virðist gerast á yfirborði til- verunnar á heill rannsóknarleið- angur sér stað í fylgsnum hug- ans. Ef til vill var samsetning þess- arar myndar tilviljun ein. A þing- inu varaði Kristinn áhorfendur við að taka samsetningum sínum sem yfirveguðum táknmyndum. Þó eru ákveðin hugsanatengsl óhjákvæmileg þegar myndir hans eru annars vegar. Það væri býsna mikil einföldun að líta á þær sem fullkomnar tilviljanir þótt þær séu fjarri því að vera rökrænar táknmyndir. Þær dvelja yfirleitt við ákveðið sjón- arhorn - tæknilegt eða hug- myndalegt - þar sem dagleg til- vera er rannsökuð í bak og fyrir. Þetta sést vel á sýningunni hjá Sævari Karli, en þar eru myndraðir í fyrirrúmi. Hversdagslegur heimur Krist- ins er þó ætíð síbreytilegur eins og tilveran sjálf enda er aðferða- fræði hans sprottin af síbreyti- legum áherslum og tækni. Stund- um er hún ritræn, ljóðræn eða litræn, stundum er hún teygð, toguð og tætt, stundum abstrakt og stundum fígúratíf, svona nokkurn veginn eins og tilveran sem hvert og eitt okkar lifir frá degi til dags. A stundum eru veg- ir lífsins órannsakanlegir, en jafnoft rofar til og þá virðist allt gangverkið liggja í augum uppi. Eitt er þó með öllu óútreiknan- legt og það er hvaða stefnu list Kristins tekur á næstunni. Það er engu líkara en hann njóti þess að halda til úti í kuldanum. Að minnsta kosti lætur hann sér ekki til hugar koma að fórna oln- bogarýminu fyrir hlýjuna. Halldór Björn Runólfsson Morgunblaðið/Árni Sæberg KURAN Swing: Szymon Kuran fiðluleikari, Björn Thoroddsen og Ólafur Þórðarson gítarleikarar og Bjarni Sveinbjörnsson kontrabassaleikari. Kuran Swing í Kaffíleikhúsinu HLJÓMSVEIT Kuran Swing held- ur tónleika í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum fimmtudagskvöldið 17. september kl. 20.30. Sérstakur gestur tónleikanna er Magnús Ei- ríksson. Kuran Swing er skipað þeim Szymoni Kuran fiðluleikara, Birni Thoroddsen gítarleikara, Ólafi Þórðarsyni gítarleikara og Bjarna Sveinbjörnssyni kontrabassaleik- ara. A efnisskránni eru m.a. lög eftir þá félaga og ýmsir þekktir djass- standardar. Kuran Swing er eini kvartettinn á Islandi, sem leikur tónlist í anda Stephane Grappelli og Django Reinhard, segir í frétta- tilkynningu. Þá flytja Kuran Swing og Magn- ús Eiríksson nokkur af lögum Magnúsar og frumflytja eitt lag eftir hann. Kuran Swing var stofnað í janú- ar 1989 til þess að leika í eitt skipti, en þeir félagar hafa haldið hópinn ög leikið víða, m.a. hefur Kuran Swing leikið í Finnlandi og Kanada, komið fram í sjónvarpi og útvarpi og gefið út eina geislaplötu. Tónlist Kuran Swing er í ætt við Django Reinhard-sígaunasveifluna, enda hljóðfæraskipan lík. Tveir kassagítarar, kontrabassi og fiðla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.