Morgunblaðið - 17.09.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.09.1998, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Fjórir þing- menn stofna Þingflokk óháðra Þingflokkur óháðra var stofnaður í gær af þremur fyrrverandi þingmönnum Alþýðu- bandalagsins og óháðra og einum þing- manni sem kjörinn var á þing fyrir hönd Kvennalista í síðustu alþingiskosningum. FRETTIR Morgunblaðið/Ásdís MEÐLIMIR hins nýja þingflokks kynntu stofnun hans á blaðamannafundi í gær. í BRÉFI til forseta Alþingis í gær segja fjórmenningarnir að þessi ákvörðun tengist breyttum að- stæðum í íslenskum stjórnmálum, þar sem þeir flokkar sem þeir hafí boðið sig fram fyrir eða í samstarfi við, hafi nú horfið frá því að efna til framboðs í eigin nafni og á grund- velli eigin stefnu í komandi alþingis- kosningum. Þingmennirnir hafi því ákveðið að starfa saman í þingflokki og sé þessi ákvörðun tekin í samráði við varamenn þeirra. Þeir þingmenn sem um ræðir eru Hjörleifur Guttormsson, 4. þing- maður Austurlands, Kristín Ást- geirsdóttir, 14. þingmaður Reykja- víkur, Steingrímur J. Sigfússon, 4. þingmaður Norðurlands eystra, og Ógmundur Jónasson, 17. þingmað- ur Reykjavíkur. Auk þeirra voru á stofnfundinum í gær Guðrún Helgadóttir, varaþingmaður í Reykjavík, Þuríður Backman, vara- þingmaður á Austurlandi, Árni Steinar Jóhannsson, varaþingmað- ur í Norðurlandi eystra, og Svan- hildur Kaaber, varaþingmaður í Reykjavík. Þingflokkurinn hefur ekki skipt með sér verkum, en það verður gert innan tíðar. Hjörleifur Guttormsson stýrði fundinum í gær sem aldurs- forseti hópsins. Hann sagði að á stofnfundinum hefði verið farið yfir þau mál sem augljóslega væru framundan hjá þingflokki í stjórn- arandstöðu, eins og skipan í nefndir og annað slíkt, sem ganga þyrfti frá áður en til þings kæmi innan hálfs mánaðar, í samvinnu við aðra flokka í stjórnarandstöðu. Þá hefði einnig verið farið yfir efni sem tengdust þingmálum og undirbúningi þing- starfa. „Við erum mjög bjartsýn með starfið framundan í þessum HÁHYRNINGURINN Keikó er nú farinn að éta 60 kíló af fiski á dag og er búist við því að hann muni verða farinn að éta allt að 75 kíló þegar sjórinn í Klettsvík fer að kólna fyrir alvöru. Fylgst er náið með hvalnum og sagði Beveriy Hughes, stjórn- andi Keikó-stofnunarinnar, að hegð- un hans hefði breyst mjög frá því sem var í sædýrasafninu í Newport í Oregon. „Honum gengur vel að laga sig að nýju umhverfi, matarlystin er góð, hann kannar kvína og hér eru allir ánægðir," sagði Hughes. „Fyrsta daginn hafði hann - fastað og skammturinn hefur smám saman verið aukinn. Nú étur hann 60 kíló.“ Að sögn hennar eru nánar gætur hafðar á hvalnum og meðal annars fylgst með honum 20 mínútur á klukkustund fjóra tíma á hverjum degi. „Hann er farinn að gera hluti, sem við höfum aldrei séð áður, og við þurfum að bæta nýjum orðum í orðasafnið hjá okkur,“ sagði Hug- hes. „Áður varði hann miklum tíma í að horfa á fólk í gegnum glugga, en nú eru engir gluggar og eyðir nýja þingflokki og væntum þess að við látum nokkuð að okkur kveða á komandi þingi,“ sagði Hjörleifur rið þetta tækifæri. Ákvörðun um framboð óháð stofnun þingflokksins Aðspurður hvort í þessari ákvörð- un um stofnun þingflokksins fælist ákvörðun um samstarf að framboðs- málum fyrir Alþingiskosningamar í vor, sagði Steingrímur J. Sigfússon að ákvörðun þar að lútandi væri al- gjörlega óháð stofnun þingflokks- ins. Stofnun hans lyti að skipulagn- ingu starfa í þinginu, en það væri sjálfstætt mál hvers og eins hvað hann gerði varðandi þær hræringar sem væru í stjómmálum út í þjóðfé- laginu og því hverjir yrðu með í væntanlegri stofnun nýrrar hreyf- ingar, vinstri hreyfingar. Steingrímur sagði að þingflokk- arnir væru mjög mikilvæg grunn- eining í öllu starfi og skipulagi þingsins og það væri fullkomlega eðlilegt og sjálfsagt mál að hópur þingmanna, sem væru eins settir, skipulegði sín störf saman. „Það fylgja þessu ekki neinar skuldbind- ingar um þátttöku í neinu öðra. Hitt er svo annað mál að við teljum okk- ur munu eiga auðvelt með að ná saman um allt sem snýr að störfun- um hér og höfum auðvitað farið vel yfir það. Við erum allt þingmenn í stjórnarandstöðu og þar af leiðandi sömu megin meginvíglínunnar í stjórnmálabaráttunni sem skiptir stjórn og stjórnarandstöðu og við erum öll eins sett hvað það snertir að við höfum sagt skilið við okkar flokka. Við ætlum ekki með í þann sambræðing sem verið er að reyna að mynda og höfum þar af leiðandi sjálfstæða eða óháða stöðu í stjórn- hann því miklu meiri tíma dýpra í kvínni, í að synda um kvína og er minna með starfsfólkinu uppi á yfir- borðinu og meira með sjálfum sér. Hann er ekki hættur að virða starfsmenn viðlits, en leitar dýpra í kvína.“ Forvitinn og áhugasamur Hún sagði að Keikó virtist forvit- inn og það væri ánægjulegt að hann væri svona áhugasamur um kvína. Að sögn Hughes hafa þrisvar málunum um þessar mundir, eins og nafn þingflokksins ber með sér,“ sagði Steingrímur. Aðspurður hvort gera megi ráð fyrir að þingflokkurinn móti sam- eiginlega afstöðu til mála, sagði Steingrímur að það yrði væntanlega unnið með mjög svipuðu sniði og gert væri. Farið yrði yfir mál og þau mál rædd sem menn hygðust flytja og strengirnir stilltir saman eftir því sem við ætti. „Auðvitað eru aðstæðurnar að sumu leyti óvenju- legar, en ég hef ekki nokkrar minnstu áhyggjur af því að okkur gangi verr í þeim efnum en oft og komið önnur sjávarspendýr að kvínni. Á þriðjudag hefði hnísa komið að henni og væri talið að þessi dýr væra einfaldlega vön að leita í Klettsvíkina, fremur en að þau kæmu vegna háhymingsins. „Það er ekki víst að Keikó nái sambandi við þessi dýr,“ sagði hún. „Hann gefur frá sér hljóð þegar dýr er í nágrenninu, en það er ekki hægt að segja til um það hvort sam- skipti eigi sér stað.“ Á öryggismyndavélum, sem not- iðulega hefur verið um þingflokka," sagði Steingn'mur ennfremur. Ekki í framboð næsta vor Kristín Ástgeirsdóttir segist ekki vera á leið í nýjan vinstriflokk og að hún muni að öllu óbreyttu hætta á þingi í vor. „Ég er fyrst og fremst að ganga til samstarfs við þingmenn sem eru lentir í sömu stöðu og ég; að vera utan flokka. Við erum að leggja saman okkar atkvæðamagn til þess að tryggja stöðu okkar í þingnefndum og aðkomu að stjórn þingsins og þeim upplýsingum sem þingmenn þurfa nauðsynlega að fá. aðar eru til að fylgjast með ferðum Keikós í kvínni, hefur komið fram að fiskar og ýmsar lífverur hafsins hafa farið í gegnum kvína. „Við vitum að hann hefur elt fiska í kvínni, en við höfum ekki séð hann veiða fisk og éta hann,“ sagði hún. „Nú sjáum við ekki jafnvel til hans og í lauginni í Newport þar sem voru gluggar, þannig að það er erfitt að segja til um það.“ Kostnaður samkvæmt áætlun Að sögn Beverly Hughes, for- stjóra Frelsið Willy Keikó-stofnun- arinnar, var gert ráð fyrir því að kostnaður við flutninginn yrði tvær milljónir dollara (um 140 milljónir króna) að öllu meðtöldu, þar á með- al smíði kvíarinnar, og hefði sú áætlun staðist. Kostnaður við flutn- inginn með C-17 flutningavél bandaríska sjóhersins hefði verið 300 þúsund dollarar og hefði það ekkert breyst þótt vélin hefði bilað og þurft að standa í nokkra daga á flugvellinum í Vestmannaeyjum. Það hefði alfarið verið á ábyrgð flughersins að sögn Hughes, sem sá um bókhaldið vegna flutningsins. Ég rak mig á það sjálf í fyrra að ég var nokkuð utangátta þannig að í þeirri stöðu sem upp er komin finnst mér ástæða til þess að við nýtum okkur þessa stöðu. Við erum ekki að binda okkur á nokkurn hátt málefnalega. Við eigum eflaust sam- leið í ýmsum málum og öðram ekki. Það verður bara að koma í ljós,“ segir Kristín. Kristín segir aðspurð að eins og staðan sé í dag þá sjái hún ekki fram á að vera í framboði fyrir næstu þingkosningar og að mikið megi breytast til þess að svo verði. Herjólfur fari hægar FERJAN Herjólfur mun fram- vegis hægja á ferðinni þegar siglt er fram hjá Klettsvík til hafnar í Vestmannaeyjum og frá vegna háhyrningsins Keikós. Sævaldur Elíasson, skip- stjóri á Herjólfí, sagði í gær að borist hefðu tilmæli í gærmorg- un um að hægja á ferðinni og orðið yrði við þeim. Ekki hefði verið nefndur ákveðinn há- markshraði, en venjulega hefði hann siglt ferjunni fram hjá víkinni á um tólf mílna hraða og sennilega yrði framvegis faiáð framhjá henni á átta til níu mílna hraða. Þegar Herjólfur siglir hjá Klettsvík verður nokkur öldu- gangur og gengur kvíin, sem Keikó er geymdur í, þá öll til. Hefur aðstandendum Keikó- stofnunarinnar sennilega þótt nóg um. Keikó farinn að éta 60 kfló á dag Breytt hegð- un í nýju umhverfí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.