Morgunblaðið - 17.09.1998, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1998 33
LISTIR
og fengu mjög jákvæða umsögn í
Times Literary Supplement, sem
var mikill áfangi i sjálfu sér fyrir
íslenskar bókmenntir í heild og
auðvitað bókina sérstaklega. Salan
á þeim jókst umtalsvert í
kjölfarið."
Allard segir tvær meginástæður
fyrir auknum áhuga á íslenskum
bókmenntum í Bretlandi. „Annars
vegar stafar hann af auknum
áhuga okkar sem getum og viljum
þýða úr íslensku. Við höfum á und-
anförnum árum lagt okk-
ur fram við að kynna ís-
lenskar bókmenntir með
ýmsum hætti á enskri
grund. Hins vegar er
skýringin fólgin í því að
íslenskar bókmenntir
hafa blómstrað með svo
ótrúlegum hætti undanfarna tvo
áratugi. Að mínu mati urðu
ákveðin kaflaskipti í íslenskum
bókmenntum í upphafí 9. áratugar-
ins og fram hafa komið höfundar
sem gaman er að þýða og kynna
fyrir þreskum bókmenntaunnend-
um. Ahuginn fer sannarlega vax-
andi.“
Allard hefur að undanförnu
sökkt sér í lestur nýútkominnar
samræmdrar þýðingar á ensku á
Islendinga sögum. „Ég er senni-
lega einn af fáum sem hef lesið þær
allar ennþá,“ segir hann og bætir
því við að honum hafi verið falið af
ýmsum blöðum og tímaritum að
rita umsagnir um útgáfuna. „Ég
álít þessa útgáfu mikið stórvirki og
fæ ekki betur séð en vel hafí tekist
til með samræmingu og ritstjórn
verksins. Eina aðfínnslan sem ég
hef er að þýðingarnar hafa verið
samræmdar að því marki að þær
eru kannski fullíkar hver annarri í
stíl og málfari. Þetta er í fyrsta
sinn sem allar Islendinga sögur
eru aðgengilegar á ensku og var
löngu tímabært, því ég dreg ekki
dul á þá skoðun mína að íslendinga
sögurnar standa öðram sagnabók-
menntum heimsins fyllilega á
sporði,“ segir Joe Allard.
Halda í framandleikann
„Ég hef mest fengist við þýðing-
ar og umsjón með heildarútgáfu á
verkum Halldórs Laxness fyrir
Steidl bókaforlagið í Göttingen,"
segir Hubert Seelow prófessor í
norrænum fræðum við Erlangen-
Nurnberg háskólann í Erlangen í
Þýskalandi. „Til þessa
hafa komið út ellefu
bindi og þar af hef ég
þýtt 6 skáldsögur Hall-
dórs. Síðast kom
Brekkukotsannáll út og
ég er nýlega byrjaður á
þýðingu á Heimsljósi."
Seelow hefur einnig þýtt Grettis
sögu og nú síðast skáldsögurnar
Meðan nóttin líður eftir Fríðu Á.
Sigurðardóttur (þýdd í samvinnu
við Ingolf Kaspar) og Svaninn eftir
Guðberg Bergsson, en þær eru
nýkomnar út hjá Steidl-forlaginu.
Seelow segir róðurinn hafa verið
nokkuð þungan að fá Steidl til að
gefa út yngri höfunda en Laxness.
„Það er fyrst núna sem aðrir ís-
lenskir höfundar fá athygli og bæk-
ur þeirra komast í almenna dreif-
ingu. I Þýskalandi er mikill áhugi
fyi'ir Norðurlandabókmenntum og
þar er ísland alls ekki undanskilið.
Ónnur forlög hafa gefíð út bækur
Einars Más Guðmundssonar,
Vigdísar Grímsdóttur, Ólafs Gunn-
arssonar, Álfrúnar Gunnlaugsdótt-
ur og Einars Kárasonar og bækur
Steinunnar Sigurðardóttur hafa
komið út á þýsku hjá svissnesku
forlagi."
Seelow segist hafa velt því fyrir
sér hvort ekki sé rétt að halda í
vissan framandleika í þýðingum á
íslenskum texta. „Þjóðvei'jar hafa
gjarnan dálítið dulúðuga mynd í
kollinum af íslandi. og það er
spui'ning hvoi’t þýðendur ættu ekki
að reyna að endurspegla hana í
þýðingum sínum, eftir því sem
tækifæri er til.“
Skortur á þýðendum
Rasa Ruseckiené er kennari í
nox-rænum fræðum við háskólann í
Vilnius í Litháen. Hún segist ekki
hafa þann tíma til þýðinga sem
hún vildi en hefur þó þýtt á und-
anförnum árum Engla alheimsins
eftir Einar Má Guðmundsson, sem
hlaut mjög góðar viðtökur í Lit-
háen, „. . . og ég hef nýlokið við
þýðingu á Gunnlaðar sögu eftir
Svövu Jakobsdóttur. Þá þýddi ég
13 ljóð eftir Jóhann Hjálmai'sson,
sem komu út í vor í non-ænu ljóða-
safni.“ Rasa er eini þýðandinn
sem þýðir úr íslensku yfir á lit-
háísku, „. . . en það stendur von-
andi til bóta því tveir af nemend-
um mínum eru efnilegir þýðendur
og ei-u að byrja að fást við slíkt,“
segir hún.
Rasa segir mjög mikinn áhuga
fyrir íslenskum bókmenntum og
menningu í Litháen. „Litháar bera
mjög sérstakar og hlýjar tilfínn-
ingar í bx-jósti til Islendinga eftir
dyggan stuðning í sjálfstæðis-
baráttu okkar. Til skamms tíma
hafa mjög fáar íslenskar bækur
vei'ið til í litháískum þýðingum.
Nokkrar af bókum Laxness voi-u
þýddar á sjöunda áratugnum en þá
yfirleitt úr öði'um tungumálum en
íslensku. Egils saga kom út á átt-
unda áratugnum en aðrar íslend-
inga sögur hafa ekki verið þýddar.
Það sem háir okkur fyrst og
fremst er skortur á þýðendum því
áhuginn er íyrir hendi.“ Rasa seg-
ist vera að undii'búa sig fyrir það
stórvirki að þýða Snorra-Eddu.
„Það verður tímafrekt verkefni en
ég hlakka samt mjög til að takast á
við það.
Góðum
þýðendum
fjölgar smátt
og smátt
Norræn goðafræði
á kínversku
Peking. Morgnnblaðið.
BOK um norræna
goðafræði er komin
út í Kína og er
höfundur hennar Lin
Hua, fyrrum starfs-
maður sendji'áða
Kínver ja á íslandi og
í Danmöi'ku.
Það er erfitt að
gera sér í hugar-
lund, þegar menn
hitta Lin Hua, að
hann sé kominn á
sjötugasta og annað
aldursárið. Hann er
kvikur og hress og
brosti breitt, þegar
hann mætti til funda,
fyrst í íslenzka sendiráðinu og
svo því danska, í tilefni af út-
komu bókar sinnar um norræna
goðafræði. Þetta er falleg bók
upp á 400 blaðsíður, mynd-
skreytt og kostar í kínverskum
bókabúðum jafnvirði 210 króna
íslenzkra.
Tengsl Lin Hua við Norður-
löndin eru sterk. Hann starfaði
sem menningarfullti'úi við
sendiráð Kína, fyrst í Kaup-
mannahöfn og síðar í Reykja-
vík og hefur að Ioknum starfs-
ferli þýtt bækur, einkum
danskar, á kínversku og skrif-
að fjöldann allan af greinuin
um norræn málefni í kínversk
blöð og tímarit.
Meðal danskra rithöfunda,
sem hann hefur kynnt kínversk-
um lesendum, eru Mai-tin And-
ersen Nexo, Cecil
Bodker og Johannes
V. Jensen. En nafn-
togaðasta verk hans
eru ævintýri H. C.
Andersen, sem komu
út í fjórum bindum á
síðasta ári og var
það fyrsta útgáfa
allra ævintýranna í
þýðingu af frummál-
inu. Fyrir það fram-
tak sænxdi Margrét
Danadrottning Lin
Hua Dannebr-
ogsorðunni.
Og nú hefur hann
sent frá sér bók um
norræna goðafræði, ekki bara
þýðingar heldur hefur hann
sjálfur samið yfirlit um sögu og
siði norrænna manna.
Hann segist rekinn áfram af
löngun til þess að landsmenn
hans kynnist Norðurlöndunum
betur. Og einhvers konar ást er
þetta, því ekki verður hann rík-
ur maður af ritlaununum! Og
ekki lætur hann heldur deigan
síga, því hann er kominn á kaf í
þýðingar á verkum Karen Bl-
ixen og vonast til, að það verk
líti dagsins ljós á 50 ára afmæli
sljórnmálasambands Kína og
Danmerkur, sem verður 11. mai
árið 2000.
Danski A.P.Moller-sjóðurinn
og menntamálaráðuneytið ís-
lenzka styrktu útkomu norrænu
goðafræðinnar.
Lin Hua
' ■ ;
immm
wXmÉ
Mikið úrval