Morgunblaðið - 17.09.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.09.1998, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR HVERNIG byi-jaði þetta samstarf ykkar? Harry: „Við kynntumst í Tón- listarakademíunni í tengslum við stúdentafélagið og félagslífið. Það var ekki fyrr en eftir að við höfðum lokið náminu að Olafur kom til mín með sínar hugmyndir um verkefni fyrir hljómsveit og sagði mér frá upptökum sem hann hafði gert á íslandi. Við stofnuðum hljómsveit- ina með það sérstaklega fyrir aug- um að fara út í upptökur því Olafur hafði í sínu farteski útbúnaðinn sem þarf til að gera vandaðar upp- tökur fyrir geisladiska. Það var líka mjög góð beita til að ná til okk- ar góðum ungum tónlistarmönn- um.“ Ólafur: „Ég sótti stíft að fá að vinna með Harry því hann er mjög hæfileikaríkur hljómlistarmaður. Tónlistarakademían tekur ekki inn nema tvo hljómsveitarstjóra á ári, samkeppnin er gríðarleg og bara að komast þar inn er afrek útaf fyrir sig og hann bætti um betur, vann nokkrar samkeppnir á náms- ferlinum og stjómaði meðal annars Lundúnasinfóníunni sem fulltrúi Royal Academy." Náið samstarf Hvaða kostir fylgja svona sam- starfi? Harry: „Það er óvenju ánægju- legt fyrir mig sem hljómsveitar- stjóra að geta unnið svona náið með píanóleikaranum, venjulega mæta þeir bara á nokkrar æfingar og spila síðan meira eða minna eft- ir sínu nefi á tónleikunum, en sam- starf okkar Ólafs gekk mun lengra en það, og gátum við virkilega skipst á hugmyndum og fínpússað okkar túlkun á tónverkunum. Það gilti reyndar um alla hljómsveitina því við gerðum upptökur á æfíng- um og gátum síðan unnið út frá þeim og með þessu móti var það ekki ýkja stórt skref fyrir okkur að fara í hljóðver og taka upp fyrir geisladisk. Það er líka frekar sjaldgæft fyr- ir hljómsveitarstjóra að fá að taka svona mikinn þátt í hljóðvinnsl- unni, og það er ómetanlegt að fá að fylgja sinni listrænu hugsun eftir alla leið. Með stafrænni tækni gát- um við skeytt saman bestu tökum- ar og valið úr þá kafla sem hentuðu okkar tónlistarstefnu best.“ Hafið þið haldið marga tónleika? Ólafur: „Þónokkra á Lundúna- svæðinu. Við byrjuðum á því að halda nokkra tónleika og fengum fljótlega útfrá því styrk til að drífa í geisladisksupptöku. Núna erum við búnir með fyrstu upptökumar og stöndum í viðræðum við útgáfur hér í London sem hafa áhuga á að ráða okkur í upptökur. Það er mik- il samkeppni um athygli hér í London, stærstu hljómsveitirnar fylla ekki sína sali á tónleikum og það hefði verið mjög erfitt fyrir okkur að keppa á þeim markaði, en okkur fannst að með geislaplötunni væri mun auðveldara að koma okk- ur á framfæri. Þetta er bara fyrsta skrefið og markmið okkar með út- gáfu þessa disks er að sýna fram á hvað við emm færir um.“ Hvaðan kom styrkurinn sem þið hlutuð fyrir útgáfunni? Harry: „Það var einkaaðili sem Harry Curtis og Ólafur Elíasson. Morgunblaðið/Dagur Gunnarsson „Erum ekki að tapa okkur í væntingum“ / Olafur Elíasson og Harry Curtis eru framtaks- samir ungir tónlistarmenn sem reka sinfóníu- hljómsveitina London Chamber Group sem gef- ur nú út sinn fyrsta geisladisk. Þeir hafa báðir stundað nám í Konunglegu Tónlistarakademí- unni í Lundúnum, Olafur lauk einleikaraprófi í píanóleik og Harry Curtis er með próf í hljóm- sveitarstjórn. Dagur Gunnarsson ræddi við þá um útgáfustarfsemina og hljómsveitina. heyrði til okkar á tónleikum og hjálpaði okkur fjárhagslega gegn því skilyrði að hann fengi að njóta nafnleyndar." Mozart og Schubert Hvaða verk era á disknum? Ólafur: „Það era tveir píanó- konsertar eftir Mozart; annar er í F-dúr og er númer 11 (K413) og hinn sem er númer 12 (K414) er í A-dúr og svo er sinfónía númer 5 eftir Schubert." Hvers vegna völduð þið Mozart? Harry: „Það er mjög gaman að vinna með tónlist Mozarts, þar er eitthvað fyrir alla, allir finna ein- hverja tengingu eða túlkun sem snertir þá. Um leið er mjög erfitt að vinna með tónlistina hans, hann er eins og falleg kona sem maður reynir af veikum mætti að daðra aðeins við, það er eitthvað sem allir halda að þeir geti, en þegar á hólm- inn er komið er það mjög erfítt og auðvelt að glutra niður. Við nálguð- umst þessa konserta af mikilli al- vöru, æfðum þá miskunnarlaust og ég held að við höfum náð heiðarleg- um tökum á þeim. Samvinna okkar Ólafs hefur verið mjög góð og náin og eitt af því sem ég hef lært af honum er að sjá hlutina í víðara samhengi, breskar hljómsveitir vilja t.d. gjarnan æfa sem minnst, rétt til að geta komist í gegnum prógrammið kinnroðalaust og fara snemma heim, en Ólafur hvatti okkur til að fara aðra leið og sýndi okkur fram á að með miskunnar- lausum æfingum og undirbúnings- vinnu getur maður náð svo góðum tökum á verkunum að þau verða nánast sjálfsagður hluti af rnanni." Leynast einhverjar framtíðar stórstjömur í hljómsveitinni? Ólafur: „Við veljum í hljómsveit- ina afburðanemendur sem hafa út- skrifast úr þremur bestu skólunum hér í London, þetta eru tónlistar- menn sem eiga án efa flestir eftir að ná langt, en okkar vinna gengur miklu frekar út á auðmýkt gagn- vart tónlistinni og henni verður ekki náð með einstaklingsdýrkun." Harry: „Fólk kemur ekki til með að kaupa diskinn okkar út á fræg nöfn (kannski af þeirri einföldu ástæðu að við erum ekki ennþá orð- in fræg, hvort sem það verður nokkum tíma), við vonum að það sé tónlistin sem selji okkur. Ég hug- leiddi þann möguleika að fá ein- hvem frægan einleikara til liðs við okkur, en valdi frekar að nota unga listamenn sem hafa engu að tapa og eru ekki hræddir við að prófa sig áfram og taka áhættur. Ég ákvað líka að fara þá leið til að geta betur stjóraað þeirri tilfinningu og þeim hljómi sem ég vildi koma til skila, ég vildi forðast fræga einleik- ara sem nota hljómsveitina einung- is sem undirleik og hlustuðu ekki á ungan hvolp eins og mig.“ Ölafur: „Það er nánast ómögu- legt að setja í orð þau hughrif sem tónlist skapar og mjög erfitt að lýsa „áferð“ eða gæðum tónlistar, ekki síst þegar maður lýsir eigin verkum, en eitt af því sem ég vona að skili sér á diskinum er ákveðinn ferskleiki, sem við vonum að komi fram í leik hljómsveitarinnar en hún hefur það fram yfir margar. aðrar hljómsveitir að vera aðallega skipuð ungu tónlistarfólki.“ Atvinnuhljómsveit Hvert er næsta skref? Ólafur: „Þessi geislaplata er okkar allra fyrsta stóra verkefni, við erum rétt að taka fyrstu skref- in, en við vonumst til að þessi hljómsveit geti á nokkrum árum vaxið upp í alvöru atvinnuhljóm- sveit, þ.e. að við getum borgað mannsæmandi laun og haft nóg af verkefnum. Við erum engu að síð- ur með báða fætur á jörðinni og við vitum vel hvað markaðurinn er erf- iður, við ímyndum okkur að helstu möguleikar okkar liggi í að vinna sem stúdíóhljómsveit. Við erum byrjaðir að vinna í þessum málum og það er nú þegar einn aðili sem vill hefja viðræður um að taka upp tónlist frá klassíska tímabilinu; Mozart eða Haydn. Við erum að sjálfsögðu mjög spenntir að sjá hvað kemur út úr þeim viðræðum, án þess þó að við séum neitt að tapa okkur í væntingum, það er alls ekkert víst að það komi neitt út úr þessu, en þetta er það sem við viljum gera. Við Harry höfum mikla ástriðu fyrir klassíska tíma- bilinu, sérstaklega Mozart og við munum ekki hafa áhuga á að taka að okkur verkefni sem falla ekki í kramið hjá okkur.“ Halda ótrauðir áfram Eruð þið ánægðir með árangur- inn? Ilarry: „Já, já, en þar sem þetta er okkar fyrsti diskur gerum við okkur fulla grein fyrir að það er langt í fullkomnunina. Við höldum þess vegna ótrauð áfram og erum núna að undirbúa annan Mozart- konsert fyrir næsta disk og erum almennt að leggja drögin að þessu, við liggjum yfir nótunum á píanó- konsert númer 23 eftir Mozart og erum að kíkja á nokkrar sinfóníur eftir Mozart og einnig er líklegt að við tökum upp nokkra hljómborðs- konserta eftir Bach, sennilega næsta haust.“ Verður disknum dreift víða? Ólafur: „Diskurinn fer í sölu í Tower Records og vonandi víðar hér í Englandi, síðan verður hann einnig seldur hjá Skref útgáfunni á Islandi. Ég vona auðvitað að ís- lendingar sýni mér þann stuðning, við þetta hálf-íslenska verkefni, að kaupa diskinn og styðja við bakið á hljómsveitinni en ágóðinn af sölu hans mun renna til frekari verk- efna hennar." Eruð þið með einhverjar áætlan- ir um að halda tónleika á Islandi? Ólafur: „Nei, því miður, það er of dýrt fyrir okkur að hugsa út í slíkt ævintýr, eða veistu um ein- hvem sem á pening?“ faber-Lastell Kynni ng á myndi i starvörum Fii rmTnnmttundlaigg klL II 4~ 17 ILaiiiygærdlagi teli.. t ©- 14 i uer gsuort; r rnyna: s sxai Kona a staðnum og sýmr notkun þurr-pas.tel s, kola, graphi c- b: ýanta nta ásamt nýrra pastel - bl ýanta og v i og rut inHiQ, i ^ðsmáið 7-r Selló- og orgelleikur á Norðurlandi INGA Rós Ingólfsdóttir selló- leikari og Hörður Áskelsson orgelleikari halda tvenna tón- leika í kirkjunum á Siglufirði og Ólafsfirði um næstu helgi. Á Siglufirði laugardaginn 19. september og á Ólafsfirði sunnudaginn 20. september. Báða dagana kl. 17. Á efnisskránni eru verk eftir Bach, Vivaldi, Saint-Saens, Rheinberger, Pál Isólfsson og Áskel Jónsson. Tónleikarnir eru þáttur í samstarfsverkefni F.Í.T. og skipuleggjenda tón- leika á landsbyggðinni. Inga Rós Ingólfsdóttir er meðlimur í Sinfóníuhljómsveit Islands en hefur jafnframt ver- ið virk sem einleikari og kamm- ertónlistarmaður, einkum með Kammersveit Reykjavíkur. Hörður Áskelsson er org- anisti Hallgri'mskirkju í Reykja- vík og er virkur bæði sem ein- leikari og kórstjóri. Hörður nýtur nú starfslauna lista- manna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.