Morgunblaðið - 17.09.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.09.1998, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÉG ER farin, góða, ég vil enga kratabletti í fínu kjólana mína . . . Hreindýr Vaðbrekku, Jökuldal. Morgunblaðið. ÞAÐ er tilkomumikil sjón þegar stór hreindýrahjörð rennur fyrir í skotfæri og gaman að fylgjast með dýrunum fara bítandi yfir og lieyra baulið í þeim. í þetta skiptið var skyttan aðeins vopnuð mynda- Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson í skotfæri vél og festi hópinn á filmu þar sem hann fór bítandi yfir í Svartöldu við Aðalbólsveg á Fljótsdalsheiði. Þessi mynd átti að birtast á bls. 2 í gær en vegna mistaka birtist röng mynd. Kavli kavíar, Kavli kavíar, mix, 140 g mildur, 250 g 7_...__________ i't fig®» Snickers, 4 í pakka 159» •5-fT !?"2SB Homeblest, blátt ^ 7S- 89- Korni flatbrauð 300 o I tlEIM • UM LAND ALLT Aðalfundur Evrópusamtaka ritara Hinn dæmi- gerði ritari er að hverfa NYLEGA lauk aðal- fundi og árlegri ráð- stefnu Evrópusam- taka ritara í Madrid. Alls sóttu 16 íslenskir félags- menn fundinn en 38 eiga aðild að samtökunum á Is- landi. Margrét Óskarsdótt- ir er kynningarfulltrúi Is- landsdeildar samtakanna. „Ai'lega er haldin ráð- stefna og aðalfundur sam- takanna og félagar í þeim 19 löndum sem aðild eiga að samtökunum skiptast á að skipuleggja og halda þessa fundi. Að þessu sinni hitt- umst við í Madrid." Mar- grét segir að þema ráð- stefnunnar hafi verið Sveigjanlegt vinnuum- hverfi. - Hefur vinnuumhverfí ritara verið að breytast? „Já, það hafa orðið miklar breytingar á vinnuumhverfi okk- ar því hinn dæmigerði ritari er að hverfa, tæknin hefur tekið við starfi ritara eins og það var. Nú eru framkvæmdastjórar og for- stjórar farnir að skrifa sín bréf á tölvu og notfæra sér rafpóst, myndsendingar og Netið í aukn- um mæli.“ Margrét segir að því hafi ritarar orðið að aðlaga sig þessum breytingum. „Nafnið rit- ari þykir heldur ekki vinsælt né lýsandi íyrir störf okkar í dag því við erum í auknum mæli að sinna stjómunarstörfum, erum nokkurskonar aðstoðai'menn framkvæmdastjóra eða for- stjóra." - Kom margt athyglisvert fram á ráðstefnunni? „Ymsh' fluttu áhugaverða fyr- irlestra um þær breytingar sem hafa orðið á starfi okkar sem eru mismunandi eftir löndum. Það er einmitt eitt það skemmtileg- asta við alþjóðlegt samstarf sem þetta að kynnast ólíkum viðhorf- um og siðum. Við höfum líka myndað tengsl og stuðlað að samvinnu milli landa og jafnvel komið á gagnlegum viðskipta- samböndum." Margrét segir að á aðalfundin- um hafi komið fram óánægja með heiti samtakanna sem er European association of pro- fessional secretaries eða Evr- ópusamtök ritara. Nafnið þykir virka neikvætt á fólk, félags- mönnum hefur fækkað en þeir eru nú um 1.800 talsins og hluti ástæðunnar er talin vera úrelt nafn á samtökunum. Því var ákveðið að finna nýtt nafn.“ - Hvaða nafn __________ fengu samtökin? „Við gerðum skoð- anakönnun fyrir fundinn og komumst að þvi að tvö nöfn stóðu uppúr. Um þau var kosið á aðalfundinum og niðurstaðan varð sú að heiti þeirra í dag er European management ass- istants. í byrjun næsta árs verð- ur farið að nota þetta heiti opin- berlega. Við erum ekki enn bún- ar að finna nýtt íslenskt heiti á samtökin.“ Samtökin gefa út blað fjórum sinnum á ári og var kosið um nýtt nafn á það, Pro-active. Mörg aðildarlandanna gefa út sitt eigið blað og var einnig kosið um sameiginlegt nafn á þau. Þau fengu heitið Impetus, moving forward." Margrét Óskarsdóttir ►Margrét Óskarsdóttir er fædd á Hellu árið 1949. Hún starfaði sem ritari hjá Morgunblaðinu um skeið og vann svo hjá Landsvirkjun í 24 ár uns hún fór að vinna hjá Reykjafelli hf. þar sem hún starfar nú sem að- stoðarmaður framkvæmda- stjóra. Margrét lauk viðskipta- og rekstrarfræðinámi frá Endur- menntunarstofnun Háskóla Is- lands árið 1997 og hefur setið í stjórn Evrópusamtaka ritara frá árinu 1997. Hún er kynning- arfulltrúi Islandsdeildar sam- takanna. Margrét á einn son. -Eru nokkrir karlmenn í þessum samtökum? „Þeir eni fáir og einungis einn karlmaður sat ráðstefnuna í Ma- drid en hann er kynningarfull- trúi samtakanna í Frakklandi. Karlmönnum kann þó að fjölga á næstunni því starfið er að breyt- ast og verða mun áhugaverðara en áður. I framtíðinni munu því aðstoðarmenn framkvæmda- stjóra eða forstjóra og skrif- stofustjórar verða félagar í þess- um samtökum svo eitthvað sé nefnt." - Finnast ekki enn forstjórar sem vilja bara hafa sinn gamal- dags einkaritara? „Eflaust, en þeir verða að að- lagast nýjum aðstæðum líka og breyta viðhorfum sínum til rit- arastarfsins." - Hvaða menntun hafa félags- menn íþessum samtökum? „Það er allur gangur á því. Margir eru viðskiptafræðingar _________ eða með háskólapróf í öðrum greinum sem tengjast fyrirtækja- rekstri.“ _________ -Ráðstefna og að- alfundur samtakanna verður hér á landi næsta ár? „Já þá verður einnig haldið upp á 25 ára afmæli samtak- anna, nýtt nafn formlega kynnt og einkennismerki samtakanna. Þemað verður þá Knowledge is power eða Þekking er vald og við höfum þegar fengið til liðs við okkur marga góða íslenska fyrirlesara. Mikill áhugi er með- al félagsmanna að koma til ís- lands og við megum eiga von á 250-300 manns.“ Margrét bendir þeim á sem vilja afla sér nánari vitneskju um samtökin að kíkja á netslóðina sem er www.eaps-net.org. Einn karl- maður sat fundinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.