Morgunblaðið - 17.09.1998, Page 12

Morgunblaðið - 17.09.1998, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ HANNES Hlífar Stefánsson (t.h.) að tafli gegn Simon Agdestein. Svæðamdt Norðurlanda í skák Jafntefli varð á öllum borðum SKAK FYRRI skákin í þriðju umferð á svæðamóti Norðurlanda í skák var tefld í gær í Munkebo á Fjóni í Danmörku. Nú eru að- eins sex keppendur eftir á mót- inu og komast sigurvegararnir í þeim þremur einvígjum, sem nú standa yfír, beint í úrslitamót heimsmeistarakeppninnar. Sú keppni fer fram í borg spilavít- anna, Las Vegas í Bandan'kjun- um. Heimsmeistai’arkeppnin í skák hefur tekið miklum breyt- ingum síðan Kasparov og Short kluíú sig frá Alþjóðaskáksam- bandinu árið 1993 og tefldu heimsmeistaraeinvígi undir merkjum atvinnumannasam- bands skákmanna. Af þeim sök- um eru nú tveir heimsmeistai-ar í skák, hjá Alþjóðaskáksam- bandinu ríkir Anatólíj Karpov, en hjá atvinnusambandinu Garry Kasparov. Mótið á Fjóni er eitt undanrásamótanna, þar sem teflt verður um titilinn, sem Karpov heldur núna. Hannes Hlífar Stefánsson stórmeistari er eini íslending- urinn sem eftir er á svæðamót- inu í Danmörku. Fimm íslenskir stórmeistarar hófu keppni á mótinu en svo óheppilega tókst til að þeir hafa teflt mikið sam- an. I fyrstu umferð vann Mar- geir Pétursson Þröst Þórhalls- son, 3-1, Hannes Hlífar Stef- ánsson vann Helga Ass Grét- arsson, ÍÁ-Á, og Helgi Ólafs- son vann John Rödgaard frá Færeyjum, 2Á-1Á. I annarri umferð vann Hannes Hlífar Helga Ólafsson, 3-1, en Mar- geir tapaði fyrir Svíanum Ralf Ákesson, Á-IÁ. Hannes Hlífar tefldi í gær fyrri skák þriðju umferðar við norska stórmeistarann Rune Djurhuus og hafði svart. Hann- es tefldi af miklu öryggi og var jafntefli samið eftir 32 leiki. Norski stónneistarinn hefur teflt mjög vel á mótinu, hann sló sigahæsta mann mótsins, Dan- ann Curt Hansen, út úr keppn- inni í fyrstu umferð, með 2-0. Hinar tvær skákimar í 3. um- ferð urðu einnig jafntefli, Ein- arGausel, Noregi - Ralf Ákes- son, Svíþjóð, og Peter Heine Nielsen, Danmörku - Tom Wedberg, Svíþjóð. Það var sam- merkt öllum skákunum í gær að teflt var af mikilli varfærni. Við skulum nú sjá fyni skák Hannesar Hlífars og Runes Dj- urhuus. Hvítt: Rune Djurhuus Svart: Hannes Hlífar Stef- ánsson Italski leikurinn 1. e4 - e5 2. Re3 - Rf6 3. Bc4 - Rc6 4. d3 - Bb4 5. Rf3 - d5 6. exd5 - Rxd5 7. 0-0 - Bxc3 Það hefði verið hættulegt fyrir svart að taka peðið á c3, t.d. 7. — Rxc3 8. bxc3 - Bxc3 9. Ba3!? - Bxal 10. Dxal - f6 11. Hel, með hótuninni 12. d4, og svartur lendir í erfiðleikum, vegna þess að hann getur ekki forðað kónginum af miðborðinu með því að hróka stutt. 8. bxc3 - 0-0 Ekki er gott fyrir svart að leika 8.— Rxc3 9. Del ásamt 10. Rxe5 o.s.frv. 9. h3 - Kh8 10. Hel - f6 11. Bd2 - Be6 12. Bb3 - Bf7 13. d4 - exd4 14. cxd4 - Rb6! a b c d • l g h Hannes hefur mjög góð tök á stöðunni og með síðasta leik sínum tryggir hann sér yfírráð yfír hvítu reitunum, d5 og c4. 15. Bf4 - Dd7 16. c3 - Ra5 17. Bxf7 - Dxf7 18. Dc2 - Hfe8 19. Rd2 - Rac4 20. Db3 - c6 21. a4 - Dd5 22. Hxe8+ - Hxe8 23. Rxc4 - Dxc4 24. Dxc4 - Rxc4 25. a5 - g5 26. Bc7 - Kg7 27. g4 - Hc8 28. Bg3 - c5 29. a6 - bxa6 Svartur má ekki gefa hvíta peðinu á a6 líf, vegna þess að í því tilviki verður svarti hrókur- inn bundinn við að koma í veg fyrir að hvítur leiki B-b8 og Bxa7. 30. Hxa6 - cxd4 31. Hxa7+ - Kg6 32. cxd4 - Hd8 og kepp- endur sömdu um jafntefli, því að það er eftir litlu að sækjast, t.d. 34.Ha4 - Hxd4 35. Kh2 - Rd2 36.Hxd4 - Rf3+ 37. Kg2 - Rxd4 o.s.frv. Bragi Kristjánsson Vilja auka flugsamgöngur milli Grænlands og Islands Morgunblaðið/Kristinn PETER Gronvold Samuelsen, ráðherra samgöngu-, ferða- og Ijar- skiptamála, vonast til að íslensk flugfélög taki þátt í aukinni sam- keppni um millilandaflug til Grænlands í nánustu framtíð. RÍKISSTJÓRNIR íslands og Grænlands vilja efla flugsam- göngur milli landanna og auka samstarf á vettvangi ferðamála. Mestur áhugi er fyrir því að skiptast á reynslu, upplýsingum og þekkingu á sviði upplýsinga- tækni í sambandi við ferðamál. Þetta er meðal þess sem kom fram í viðræðum Halldórs Blön- dals samgönguráðherra og Pet- ers Grönvolds Samuelsens, sam- göngu-, ferða- og fjarskiptamála- ráðherra Grænlands, sem er staddur í þriggja daga opinberri heimsókn hér á landi. „Markmið okkar er að ná auknum fjölda farþega sem ferð- ast til Islands og áfram til Græn- lands. Við viljum byggja upp flug á milli landanna þannig að ferða- mönnum sem hingað koma verði gefinn kostur á að halda áfram til Grænlands,“ sagði Halldór Blöndal samgönguráðherra á blaðamannafundi þar sem kynnt var hvað ráðherrunum hefði far- ið á milli. Einokun á flugi til Grænlands afnumin . Gronvold Samuelsen lýsti því einnig yfir að hann vildi auka flugumferð milli landanna. Hann sagðist óska þess að íslensk flug- félög kæmu í auknum mæli inn í samkeppni um millilandaflug á Grænlandi. Áratuga einokun í millilandaflugi hefði í langan tíma haldið verðinu háu. Undan- farið hefði þó rofað til þar sem einokun flugfélagsins SAS á millilandaflugi til Grænlands var afnumin nýlega. „Við viljum lækka verð á flugi til og innan Grænlands og með aukinni sam- keppni í flugsamgöngum mun það takast. Við vonumst því til að þróunin haldi áfram í rétta átt og er næsta skref að fylgja í kjölfar pólitískra samstarfssamninga," sagði Gronvold Samuelsen á fundinum í gær og vísaði þar í SAMIK-samninginn sem er í gildi um samstarf landanna á vett- vangi ferðamála. Sagði Gronvold Samuelsen að Grænlendingar væru háðir flug- samgöngum. Tveir nýir flugvellir yrðu fljótlega opnaðir á vestur- strönd Grænlands og hefðu þeir miklar jákvæðar breytingar í för með sér, en Grænland hefur unn- ið mikið að eflingu ferðaþjónustu í landinu. , Morgunblaðið/Kristinn RAGNHEIÐUR Olafsdóttir, umhverfisstjóri Landsvirkjunar, stingur nýjum rafbíl fyrirtækisins í samband. Landsvirkjun festir kaup á rafbíl * Ihuga kaup á tveim- ur rafmagnsj eppum LANDSVIRKJUN heíúr fest kaup á litlum raftnagnsbíl til notkunar í inn- anbæjarakstri og íhugai- jafnframt kaup á tveimur litlum rafmagnsjepp- um til staðbundinnar notkunar í grennd við virkjanir. Smábíllinn er af gerðinni Peugeot 106 og er sá fjórði sem keyptur er hingað til lands. Hinir þrír eru í eigu Rafmagnsveitu Reykjavíkur, Raf- magnsveitu Akureyrar og Landssím- ans. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsinga- fúlltrúi Landsvii’lqunai', segir að bíll- inn hafí verið ívið dýrari en bensínbíl- ar af sömu gerð og jafnframt þurfí að kaupa í hann rafgeyma sem kosta um 600 þúsund krónur, en endast jafnt og bíllinn. „Okkur reiknast til að raf- magn í bílinn kosti um 150 krónur fyrir 100 kílómetra, þannig að aukinn stofnkostnaður miðað við bensínbíl jafnast út á nokkrum árum.“ Þorsteinn segir að bíllinn endist til um 80 kílómetra aksturs áðui- en þarf að endurhlaða hann. Full hleðsla tek- ur heila nótt. Bíllinn verðm- notaður í venjuleg- um bæjarakstri, en jafnframt í kynn- ingarskyni. „Við hugsum okkur til dæmis að starfsmenn fari á honum þegar þeii' halda erindi á ráðstefnum, taka á móti gestum, á fundi með stjómvöldum og við fleiri tækifæri. Við viljum ganga á undan með það að sýna að það geti verið skynsamlegt að nota svona bíla í ákveðnum til- gangi." Þorsteinn segir að rannsóknir hafi sýnt að yfirleitt gildi það um fyinr- tælqabíla í innanbæjarakstri og um annan bíl á heimili að þeir eru ekki keyrðir meira en um 50 kílómetra á dag og því geti rafbílar tekið þau hlutverk að sér. Landsvh’kjun hefur kannað mögu- leika á kaupum á tveimur litlum raf- magnsjeppum af gerðinni Toyota Rav, en Þorsteinn segir að þar sem þeir séu ekki fjöldaframleiddir geti biðin eftir þeim orðið 1-2 ár. Jepp- amir kosta rúmar tvær milljónir ki’óna hver og við bætast kaup á raf- geymum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.