Morgunblaðið - 30.10.1998, Qupperneq 6
6 FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Náttúruverndarráð skorar á ríkisstjórn fslands að endurskoða virkjanaáform
„Fela í sér umskipti á nátt-
úru sem aldrei verða bætt“
NÁTTÚRUVERNDARRÁÐ skorar á ríkisstjóm
Islands að beita sér fyrir endurskoðun virkjanaá-
forma og að leita leiða til að virkja vatnsföll og
beisla orku, sem miða að verndun ósnortinna við-
erna og náttúrugersema landsins.
Náttúruverndarráð sendi forsætisráðherra
fyrir skömmu ályktun og áskorun þar sem skorað
er á hann, og ríkisstjórnina alla, að móta heild-
stæða stefnu í virkjana- og umhverfismálum, með
heill náttúru landsins að leiðarljósi. I greinargerð
sem fylgir áskoruninni segir að nú þegar hafi
vatnafari landsins verið breytt verulega án þess
að vistfræðilegar langtímarannsóknir hafi verið
gerðar á áhrifum breytinganna á náttúrufar
landsins. Litið hafi verið fram hjá neikvæðri
reynslu annarra þjóða af uppistöðulónum og stífl-
um, og fáir Islendingar geri sér grein fyrir alvöru
slíkra framkvæmda í vistfræðilegum og hagræn-
um skilningi.
Villandi að segja virkjanir vistvænar
„Fyrirhugaðar virkjanaáætlanir Landsvirkjun-
ar og annarra orkufyrirtækja sem byggja á uppi-
stöðu- og miðlunarlónum fela í sér stórkostleg um-
skipti á náttúru íslands, vatnafari og vistkerfi,
sem aldrei verða bætt. Alþjóðleg umræða um um-
hverfismál og stóraukin vitneskja um gildi ósnort-
innar náttúru er í hámæli víða um heim. Aukinn
skilningur og mikil áhersla á að vernda villt,
ósnortin víðerni sem óvíða finnast lengur munu
gefa náttúru á hálendi íslands hnattrænt gildi,
skapa fjölmörg störf og auka verðmæti þess fyrii'
íslendinga,“ segir í greinargerðinni.
NáttúruverndaiTáð bendir á að stjómvöld hafi
það í hendi sér hvort uppistöðulón sökkvi ómetan-
legum náttúruauðlindum og hvort vatnafari ís-
lands verði breytt frekar án fyrirhyggju. Stjórn-
málamönnum beri skylda til að tryggja að nátt-
úruverðmæti spillist ekki að óþörfu og ráðið telji
villandi að halda því fram að vatnsaflsvirkjanir
sem byggi á eyðileggingu vistkerfa, landslags-
heilda og ósnortinna víðerna með ófyrirsjáanleg-
um afleiðingum, séu vistvænar.
Stjórnvöld móti nýja stefnu
Ráðið leggur áherslu á að „nú þegar verði vernd-
un helstu náttúrugersema þjóðarinnar ti-yggð til
frambúðai'. Núverandi virkjanaáform ógna Þjórs-
árverum, Langasjó, Eyjabökkum, Dimmugljúfrum
við Kái-ahnúka, Amardal, Jökulsá á Fjöllum og
Dettifossi. Því er það knýjandi nauðsyn að skoða
valkosti til langs tíma svo sambúð okkai' við náttúru
landsins verði sem best borgið. Þai' verðm' að gilda
jafnræði á milli verndar og nýtingar sem nú er ekki
fyrir hendi.
Náttúruverndarráð treystir því að ríkisstjórn
Islands finni sig knúna til að móta nýja stefnu
gagnvart náttúruauðlindum Islendinga. Leitað
verði nýrra leiða við orkuöflun sem byggja á vin-
samlegu og skynsamlegu langtímaviðhorfi til
náttúrufars landsins. Sérkenni íslenskrar nátt-
úru, fjölbreytileiki lífríkis og landslags sem eru
undirstaða vistkei'fis og ómetanleg atvinnu- og
menningarverðmæti lands og þjóðar verði vernd-
að.“
Hlutverk Náttúruverndarráðs er samkvæmt
12. gr. laga um náttúruvernd að stuðla að al-
mennri náttúruvernd og fjalla um hvaðeina sem
lýtur að náttúruvernd á íslandi. Ráðið er um-
hverfisráðherra til ráðgjafar um náttúruvernd-
armál og veitir Náttúruvernd ríkisins faglega
ráðgjöf. Ráðið skal jafnframt taka mið af þró-
un náttúruverndar á alþjóðavettvangi í störfum
sínum. Níu menn skulu skipaðir í ráðið og skip-
ar umhverfisráðherra sex þeirra, fimm að fengn-
um tillögum Náttúrufræðistofnunar íslands, Há-
skóla íslands, Bændasamtaka íslands, Ferða-
málaráðs og skipulagsstjóra ríkisins. Einn er
skipaður án tilnefningar og skal hann vera for-
maður ráðsins.
Ljósmynda-
sýningin
Landið og
orkan opnuð
LJÓSMYNDASÝNINGIN Landið
og orkan, verður opnuð á 2. hæð
Kringlunnar í dag. Myndirnar tók
Ragnar Axelsson, ljósmyndari
Morgunblaðsins, og er sýningin
opnuð samhliða World Press
Photo-ljósmyndasýningunni sem
haldin hefur verið undanfarin ár í
Kringlunni.
Myndir Ragnars á sýningunni
eru af svæðum sem hróflað mun
verða við ef fyrirhugaðar virkjun-
arframkvæmdir á hálendi Islands
ná fram að ganga. Um er að ræða
svæði eins og Dimmugljúfur, Arn-
ardal, fossana Dynk og Dettifoss,
og votlendisvinjarnar Þjórsárver
og Eyjabakka. Myndirnar tók
Ragnar í sumar á ferðum sínum
um svæðin við undirbúning
greinaflokksins Landið og orkan,
sem birst hefur undanfarna
sunnudaga í Morgunblaðinu.
Á sýningunni eru 16 myndir og
hafa þær verið stækkaðar tölu-
vert, eru flestar um 120 sm á
breidd og á bilinu 45-120 sm á
hæð.
Sýningin stendur til sunnudags-
ins 8. nóvember nk.
Félag íslenskra
hjúkrunarfræðinga
Fyrirvari
á rekstrar-
sérleyfi
í UMSÖGN Félags íslenskra hjúkr-
unarfræðinga um frumvarp til laga
um miðlægan gagnagrunn á heil-
brigðissviði, segir að félagið geti fall-
ist á gerð gagnagrunnsins með viss-
um skilyrðum. Virkt eftirlit verði
haft með að vísindasiðfræðilegum
skilyrðum við rannsóknir á gagna-
grunninum sé fullnægt.
Þá skuli leita heimildar Tölvu-
nefndar fyrir samkeyrslu miðlægs
gagnagrunns við aðra gagnagrunna,
óheimilt verði að samkeyra miðlæg-
an gagnagrunn við aðra óskylda
gagnagrunna, s.s. um félagslegar
eða fjárhagslegar aðstæður, saka-
skrá eða skrár tryggingafélaga. Sett
verði ítarlegri skilgreining á því hvað
séu heilsufarsupplýsingar og til-
greint verði hvaða heilsufarsupplýs-
ingar verða færðar í gagnagrunninn.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga
setur allan fyrirvara á hugmyndir um
sérleyfi til reksturs gagnagrunns.
Félagið telur að tryggja verði aðgang
vísindamanna á heilbrigðisstofnunum
svo og menntastofnunum þeim tengd-
um að gögnum gagnagrunnsins.
Morgunblaðið/ÁRNI Sæberg
Framboðsmál samfylkingar A-flokkanna og Kvennalistans f Reykjavík
Samkomulag um
jafnræði milli flokka
SAMKOMULAG hefúr náðst milli
fulltrúa A-flokkanna og Kvennalist-
ans um að ákveðið jafnræði skuli
ríkja milli flokkanna við röðun í örugg
sæti á framboðslista samfylkingar-
innar í Reykjavík fyrir alþingiskosn-
ingarnar í vor. Að sögn talsmanna
Kvennalistans er með jafnræði átt við
það að hver flokkur geti verið sáttur
við sinn hlut og túlka þeir það sem
svo að vilji sé til þess að Kvennalist-
inn fái tvö þingsæti á listanum. Enn
hefur ekki náðst sátt mOli flokkanna
um hvaða leið verði farin til að velja
fulltrúa á framboðslista samfylking-
arinnar. Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins er þó annars vegar
rætt um að flokkamir fái úthlutað
ákveðnum sætum á listanum og að
þeir ákveði síðan sjálfir hvemig þeir
kjósi að velja í þau sæti. Hins vegar
er rætt um að efna til prófkjörs milli
flokka og einstaklinga með svipuðum
leikreglum og notaðar vora við val á
framboðslista Reykjavikurlistans fyr-
ir síðustu borgarstjómarkosningar.
Galopið prófkjör í Reykjavík, án leik-
reglna, kemur á hinn bóginn alls ekki
til greina, að sögn heimildarmanna
Morgunblaðsins.
Samkomulagið um að jafnræði
skuli ríkja milli flokkanna náðist á
fundi níu manna nefndar flokkanna
þriggja í Reykjavíkurkjördæmi á
miðvikudagskvöld. Hulda Ólafsdóttir,
einn þriggja fulltrúa Kvennalistans í
nefndinni, segir að með samkomulag-
inu verði hægt að koma með ákveðna
tryggingu um hlut Kvennalistans í
Reykjavík inn á landsfund Kvenna-
listans um helgina, en þar er ætlunin
að taka endanlega ákvörðun um hvort
Kvennalistinn taki þátt í sameigin-
legu framboði. „Það skiptir miklu
máli fyrir okkur, fulltrúa Kvennalist-
ans í nefndinni, að geta sagt við okkar
konur á landsfundinum að við höfum
eitthvað fast í hendi,“ segir hún.
Hulda ítrekar hins vegai- að um
munnlegt samkomulag hafi verið að
ræða en telur að þrátt fyrir það verði
hægt að treysta því að það standi.
Steinunn V. Óskarsdóttii’, sem
einnig er fulltrúi Kvennalistans í
nefndinni, leggur áherslu á að um
heiðursmannasamkomulag sé að
ræða og að það snúist um að hlutur
allra flokkanna sem taki þátt í sam-
eiginlegu framboð verði tryggður í
Reykjavík. „Þegar talað er um jafn-
ræði er ekki átt við að allir flokkar
eigi að vera með jafnmörg þingsæti á
listanum heldur er átt við það að allir
flokkar geti verið sáttir við sinn hlut.
Það er auðvitað misjafnt hvað flokk-
arnir geta sætt sig við,“ segir hún.
Þegar Steinunn er spurð að því hvað
Kvennalistinn geti sætt sig við segir
hún: „Kvennalistinn hefur tvo þing-
menn frá Reykjavíkurkjördæmi í
dag og við viljum ekki færri en það.
En við gætum líka hugsanlega viljað
fleiri.“
Landsfundur Kvennalistans
Landsfundur Kvennalistans hefst
í Reykholti í kvöld og er gert ráð
fyrir því að fulltrúar Kvennalistans í
viðræðunefndum vegna sameigin-
legs framboðs kynni stöðu mála fyr-
ir hádegi á morgun. Hins vegar er
búist við því að ákvörðun verði tekin
um það síðdegis hvort Kvennalistinn
taki þátt í sameiginlegu framboði
með A-flokkunum fyrir alþingis-
kosningarnar í vor. Þær kvenna-
listakonur sem Morgunblaðið ræddi
við sögðu erfitt að spá fyrir um það
hver niðurstaðan yrði, en einni varð
þó að orði að hugsanlega gæti farið
svo að samþykkt yrði að fara í sam-
eiginlegt framboð með ákveðnum
skilyrðum.
Ekki hefur verið tekin ákvörðun
um það með hvaða hætti verði valið á
framboðslista samfylkingarinnar í
öðmm kjördæmum landsins en að
sögn Kvennalistakvenna skipta
Reyk,javíkur- og Reykjaneskjör-
dæmi mestu máli fyrir þær vegna
þess að þar eigi þær þingkonur fyrir.
Ása Richardsdóttir, fulltrúi Kvenna-
listans í níu manna nefnd samfylk-
ingarflokkanna í Reykjaneskjör-
dæmi, vildi ekkert segja um þær við-
ræður sem fram hefðu farið um
framboðsmál í þeirri nefnd. Aðspurð
um hugsanlega niðurstöðu lands-
fundarins sagði hún hins vegar: „Ég
tel ekkert því til fyrirstöðu að sam-
fylkingin verði samþykkt á lands-
fundinum um helgina í Ijósi niður-
staðnanna í Reykjavík ef tryggt
verður að fulltrúi Kvennalistans
verði í einu af fyrstu fjóru sætum
framboðslista samfylkingarinnar á
Reykjanesi."