Morgunblaðið - 30.10.1998, Page 8

Morgunblaðið - 30.10.1998, Page 8
8 FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kostnaöur Vestmannaeyjabæjar vegna Kelkós: / (~r/^ U An/C? * ÞAÐ er ekkert tap á þér, Keikó minn, þú er alltaf að verða duglegri og duglegri við að leggja inn, góði. Um 11% leigutaka ríkisjarða í vanskilum Yfir 300 leigjendur greiða undir 5 þúsund krónum á ári MIKILL munur er á leigugjaldi fyr- ir ríkisjarðir og er það lægsta 500 krónur á ári en það hæsta 398 þús- und fyrir yfirstandandi ár. Alls nem- ur heildarálagning leigu fyrir árið 28,2 milljónum króna sem 896 ábú- endur greiða og er meðalupphæð því rúmlega 31 þúsund krónur og 36% leigjenda greiða minna en 5.000 króna leigu á ári. Þéssar tölur koma fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um stjórnsýslu- úttekt á jarðadeild landbúnaðarráðu- neytisins. AIls greiða 162 leigjendur milli 5 og 10 þúsund króna gjald á ári, 130 greiða 10 til 20 þúsund og 192 greiða gjöld á bilinu 20 til 100 þúsund. Þá greiða 64 100-200 þús- und króna leigu, 22 greiða 200-300 þúsund og þrír greiða milli 300 og 400 þúsund. í skýrslunni segir að í hópi þeirra sem greiða minna en 5 þúsund króna leigu séu leigjendur sumarbústaðalóða við Þingvallavatn sem taldar séu eftirsóttar. Einnig kemur fram í skýrslu Rík- isendurskoðunar að 95 leigutakar hafí verið í vanskilum frá fyrri árum. Námu heildarvanskil þeirra 9,3 millj- ónum, frá 102 krónum og upp í tvær milljónir. Segir að sumir leigutaka hafi verið í vanskilum í nokkur ár sem bendi til þess að innheimta leigugjalda hafí ekki verið nægilega skilvirk. Nöfn jarðanna eru ekki til- greind í skýrsiu Ríkisendurskoðun- ar. Þá kannaði Ríkisendurskoðun hvort leiga af 11 jörðum, sem Jarða- sjóður keypti á árunum 1993-1997, stæði undir þeim fjármunum sem ríkissjóður hefur bundið í jörðunum. Er lagður til grundvallar kostnaður sem fyrir liggur og er þekktur en tekið er fram að ráðuneytið geti ekki gefíð upp hver sé kostnaður þess af umsýslu hverrar jarðar. Segir að sé arðsemi fjárfestingarinnar skoðuð út frá heildarleigutekjum í hlutfalli við framreiknað kaupverð komi fram að um mjög lága ávöxtun sé að ræða, hún sé á bilinu 0,6% til 3,6%. Segir að sá tími sem það taki ríkið að fá fjármuni til baka með leigugreiðsl- um sé frá 28 árum upp í 193 ár. í umsögn um arðsemi jarðeigna ríkisins og Jarðasjóðs segir að sam- kvæmt efnahagsreikningi sé verð- mæti jarða og mannvirkja tengt þeim 1,4 milljörðum króna. „Ljóst er að arðsemi þeirra fjármuna sem bundnir eru af hálfu ríkisins í þess- um eignum verður að teljast ófull- nægjandi. Afgjald jarða er að öllu jöfnu 3% af fasteignamati og hefur afgjaldið gefíð um 25 m. kr. tekjur á undanförnum árum. Að frádregnum beinum rekstrarkostnaði hafa nettótekjur numið um 20 m. kr. og er arðsemin því innan við 2%. Það er mat Ríkisendurskoðunar að til þess að ávöxtun þeirra fjármuna sem bundnir eru í þessum eignum teljist viðunandi þurfi afgjaldið að tvöfaldast hið minnsta.“ Samkvæmt mati landbúnaðar- ráðuneytisins er 2,7 stöðugildum varið til starfsemi jarðadeildarinnar en fímm starfsmenn ráðuneytisins koma að verkefnum hennar með einum eða öðrum hætti samhliða öðrum störfum. Vinnuhlutfall þeirra er mismunandi, allt frá 5% upp í 100%. HOWÍO Gerber barnamatur trá iviommu* , KnorrSpaghstteria ogjHttgg|iih FusW 8ia TZá m ws Farfalle, Fusslli Tricolore, 500 gr Mommu drottningarsulta rampers blautklútar refill. EIOININI HEIM • UM LAIND ALLT Félag stjórnmálafræðinga Ráðstefna um kj ördæmaskipan og kosningar Magnea Marinósdóttir FÉLAG stjórnmála- fræðinga heldur ráðstefnu um kjör- dæmaskipan Islands og tilhögun kosninga til Al- þingis á Komhlöðuloft- inu, Lækjarbrekku, á milli kl. 14 og 18 á morg- un, laugardag. Ráðstefn- an er annar hluti þema- funda á vegum Félags stjórnmálafræðinga um Alþingi. Fyrsti þema- fundurinn var tileinkaður eftirlitshlutverki Alþing- is. Magnea Marinósdóttir, formaður félagsins, segir að þemað sé valið með til- liti til þingkosninga að vori og aldahvarfa. „Við tímamót af öllum toga er vaninn að líta yfír farinn veg - vega og meta. I rúmlega þúsund ára sögu Alþing- is hefur skipan þess og starfsemi tekið margvíslegum stakkaskipt- um sem mótuð hafa verið af for- tíðinni og tíðarandanum hverju sinni. Svo er nú sem fyrr eins og umfjöllunin um eftirlitshlutverk Alþingis í vor og skipan nefndar af hálfu forsætisráðherra um kjördæmaskipan landsins ber vitni um. Ráðstefnan er einnig liður í lögbundinni starfsemi félagsins en í lögum þess segir að félagið skuli vera vettvangur umræðna á sviði stjórnmálafræði og stuðla að vexti og viðgangi fræðigrein- arinnar. Með öðrum orðum er markmið félagsins að skapa stjórnmálafræðingum vettvang til að koma rannsóknum sínum og verkum í stjórnmálafræði op- inberlega á framfæri. Doktor Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmála- fræðingur, heldur framsögu á morgun en ráðstefnan einskorð- ast þó ekki við stjórnmálafræð- inga því á meðal fjögurra fram- sögumanna er Friðrik Sophusson alþingismaður og formaðm’ kjör- dæmanefndar. Að framsögum loknum fylgja pallborðsumræður. Þar verður m.a. komið inn á hvort og hvernig jöfnun atkvæð- isréttar tengist viðteknum hug- myndum um mannréttindi. Ráð- stefnan er opin - allir velkomnir - sem er liður í því að stjórnmála- fræðingar geti lagt sitt af mörk- um til að stuðla að vandaðri um- ræðu um mikilvæg mál og auka skilning á þeim. Fordæmin eru fyrir hendi því að árið 1996 voru m.a. 5 fundir um þemað forseta- embætti Islands í nútímasamfé- lagi. Þeir fundir voru einkar vel sóttir, t.a.m. komu tæplega 300 manns á einn þeirra.“ - Hvað annað hefur verið döf- inni hjá félaginu? „Frá stofnun félagsins 16. mars árið 1995 hefur ofannefndu lagaákvæði verið fylgt út í ystu æsar sem fjöldi funda og þinga staðfestir. Árið 1997 var forseti íslands, dr. Ólafur Ragnar Grímsson, gerður að heiðursfé- laga fyrir framlag sitt í þágu eflingar stjórnmálafræði á Islandi. Árið 1998 hófst síðan út- gáfa Brennidepils, fagtímarits Félags stjórnmálafræðinga. Brennidepill kemur út árlega og verður næsta tölublað helgað Al- þingi. Það er síðan ekki ólíklegt að umfjöllun Brennidepils beinist meira að málefnum utan íslenskr- ar lögsögu enda tilgangur útgáf- unnar að veita stjórnmálafræð- ingum færi á að fjalla faglega um þjóðþrifamál sem eru í brennid- ► Magnea Marindsdóttir, for- maður Félags sijdrnmálafræð- inga, er fædd 22. mars árið 1968. Magnea tók stúdentsprdf frá Menntaskdlanum á Akur- eyri árið 1988. Hún nam stjórn- málafræði við Háskdla Islands og Kaupmannahafnarháskdla og útskrifaðist með BA-gráðu árið 1995. Magnea hefur starf- að með Félagi stjórnmálafræð- inga frá árinu 1995, setið í stjórn þess og ritstjdrn Brenni- depils. Hún starfar sem stjórn- málafulltrúi hjá bandaríska sendiráðinu á íslandi. epli hverju sinni. Til að mynda er 50 ára afmæli NATO á næsta ári tilefni til að taka fyrir þátttöku íslendinga fyrr og nú með skírskotun til þeirra stakkaskipta sem hafa orðið á hlutverki NATO undanfarin ár sem og með tilvís- un til áhuga íslenskra stjórnvalda á aðild að Öryggisráði SÞ - sem tengist þróun öryggismála í ver- öldinni með ótvíræðum hætti. Einnig væri úttekt á reynslu ís- lendinga af Evrópska efnahags- svæðinu og vangaveltur um stöðu íslands í Evrópu með vísan til samrunaþróunar ESB og hugs- anlegra áhrifa evi’unnar innan ís- lensks hagkerfís verðugt við- fangsefni Brennidepils.“ -Hvað er svo framundan hjá ykkur? „I fyrsta lagi að efla tengslin við félagsmenn og standa fyrir fundum. Hádegisverðarfundu hafa verið fastur liður í starfsemi félagsins frá upphafi þar sem málefni líðandi stundar af er- lendu og innlendum toga hafa verið tekin til umfjöllunai’. Þeir hafa mælst mjög vel fyrir jafnt af stjórnmálafræðingum sem öðr- um. Það var því ákveðið að festa slíka fundi enn frekar í sessi í vetur með því að hafa þá fyrsta fímmtudag hvers mánaðar á efri hæð veitingastaðarins Lækjarbrekku. I öðru lagi að halda þriðja þemafund vetr- arins eftir áramót um uppstokkun íslenska flokkakerf- isins á vinstri væng stjórnmál- anna. I þriðja lagi að efla tengsl Félags stjórnmálafræðinga við þau erlendu samtök sem það á aðild að sem eru Norrænu stjórn- málafræðisamtökin og Evrópu- samtök stjórnmálafræðinga sem Island er stofnaðili að,“ sagði Magnea og vildi að lokum hvetja alla sem áhuga hefðu á ráðstefn- unni á morgun og viðfangsefnum annarra funda félagsins að mæta. 300 manns sóttu fund um forseta- embættið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.