Morgunblaðið - 30.10.1998, Side 10

Morgunblaðið - 30.10.1998, Side 10
10 FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ný skýrsla um samkeppni á íslenskum raforkumarkaði Samkeppni verði um nýja eftirspum eftir raforku Raðgjafarfyrirtækið Resource Strategies telur að ávinningur sé af því að koma á samkeppni á raforkumark- aði á Islandi. Það telur þó að við- halda eigi getu Landsvirkjunar til að starfa á þessum markaði, en bendir á þá leið að samkeppni verði um nýja eftirspurn eftir raforku. Skýrsla Resource Strategies var unnin að beiðni Landsvirkjunar, en Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjómarformaður Landsvirlqunar, segir að það vilji taka þátt í þeirri umræðu sem nú eigi sér stað um samkeppni á raforkumark- aði. Stjóm Landsvirkjunar hafí hins vegar ekki mótað endanlega stefnu í þessum málum, en unnið sé að því. Skýrsla Resource Strategies feli ekki í sér skoðanir Landsvirlq'unar á þessum málum. Skýrsluhöfundar gefa Landsvirkjun góða einkunn. Vitnað er í skýrslu dr. Páls Harðarsonar hagfræðings, en í henni er komist að þeirri niðurstöðu að þjóðhagslegur ávinningur af starfsemi Landsvirkjunar frá 1966-1997 sé um 90 milljarð- ar. Bent er á að án orkufreks iðnaðar hefði raforkufram- leiðsla þróast á allt annan veg með minni orkuverum. Stærðarhagkvæmni virkjana gerði það hins vegar að verkum að raforkuverð sé mun lægra en ef markaður- inn hefði byggst upp á mörg- um smáum virkjunum. Raforkuverð á íslandi hafí lækkað til jafns við raforku- verð í iðnríkjunum á undan- fömum árum þrátt fyrir að orkuver í iðnríkjunum hafí notið lækkunar á jarðefna- eldsneyti, sem eigi ekki við um Island. Skýrsluhöfundar segja í skýrslunni að þeir geti ekki fundið neitt gagnrýnisvert í fjárfestingaröðun Lands- virkjunar. Fjárfestingamar hafi verið eins hagkvæmar og gera megi ráð fyrir. Sömuleiðis segja þeir að rekstrarkostnaður virkjana sé lágur og ekki sé að vænta að samkeppni muni lækka hann mikið frá því sem hann er í dag. Þeir segja um fjárhagsstöðu Lands- virkjunar að hún sé í stómm drátt- um sambærileg við fjárhagsstöðu fyrsta flokks orkufyrirtækja í Bandaríkjunum og það komi fram í lánakjörum. Stjórn Landsvirkjunar vlnnur nú að því að móta stefnu varðandi hugsanlega sam- 7 — keppni á raforkumarkaði. I nýrri skýrslu frá alþjóðlegu ráðgjafarfyrirtæki, sem unn- in var fyrir Landsvirkjun, er bent á leiðir til að koma á samkeppni, en flest vestræn ríki hafa stigið, eða eru að stíga, skref í átt til aukinnar samkeppni í raforkumálum. Morgunblaðið/Þorkell JÓHANNES Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar, og Halldór Jónatansson forstjóri kynntu skýrsluna í gær. Flest lönd stefna að samkeppni í skýrslunni er farið yfir reynslu þjóða sem innleitt hafa samkeppni í raforkuvinnslu. Bæði í Bandaríkjunum og Ástralíu hafí samkeppnin leitt til umtalsverðrar lækkunar á raforkuverði. Þó verði að hafa í huga að verð á jarðefnaeldsneyti hafí lækkað verulega á undanföm- um ámm og orkuver sem framleiði rafmagn með kolum njóti þess. Það sé því erfítt að meta hve sam- keppnin ein og sér hafi skilað mik- illi verðlækkun á raforkunni. í Bretlandi var farin sú leið að skipta stærsta raforkufyrirtækinu í tvennt. Fyrirtækin tvö em ráð- andi á markaðinum og þar hefur ekki orðið marktæk lækkun á raf- magnsverði á heildsölumarkaði. Búið er að koma á samkeppni á raforkumarkaði í Noregi og tengja norska raforkukerfið við finnska og sænska kerfíð. Of snemmt er að meta áhrifin af þessu á verðþróun m.a. vegna þess hvað markaðurinn er nátengdur sveiflum í veðurfari. Engu að síður telur Resource Stra- tegies að markaðsvæðingin á --------------- Norðurlöndum hafí orðið Þjóðhagslegur til að auka áherslu á ávinningur 90 gegnsæi og virkni á milljarðar markaðinum milli raf- veitna og það hafí gert kaupendum kleift að sniðganga dreifingaraðila og skipta beint við framleiðendur. Tilskipun ESB kallar á breytingar Á næsta ári tekur gildi í Evrópu- sambandinu tilskipun um sam- keppni á raforkumarkaði, en innan ESB á sér stað þróun sem má segja að feli í sér stigvaxandi mark- aðsvæðingu. Tilskipunin gerir m.a. ráð fyrir aðskilnaði milli orkuíram- leiðslu, þ.e. virkjana, og dreifíngar á rafmagni. Að lágmarki verður að- skilnaðurinn að vera bókhaldslegur, en Landsvirkjun hefur þegar aðskil- ið í bókhaldi orkuöflun frá orku- dreifingu. Tilskipumn gerir sömuleiðis ráð fyrir að ekki megi mismuna fyrir- tækjum þegar farið er út í nýjar virkjanir. Halldór Jónatansson, for- stjóri Landsvirkjunar, segir að þetta þýði að íslensk stjómvöld verði ann- að hvort að bjóða út smíði nýrra virkjana, og þá geti bæði erlend og íslensk raforkufyrirtæki boðið í, eða ganga til samninga _____ við orkufyrirtæki sem tryggi að allir sitji við sama borð. Svigrúm til verðlækkunar lítið Resource Strategies segir í um- fjöllun sinni um íslenska raforku- markaðinn að svigrúm tO verðlækk- unar sé takmarkað. Reksturskostn- aður vatnsaflsvirkjana sé lágur og ekki að vænta að samkeppni breyti þar miklu. Fjárfestingar Lands- virkjunar hafi verið hagkvæmar og möguleikar til að ná fram meiri hag- kvæmni í fjárfestingum séu tak- markaðir. Þó sé óraunhæft að halda því fram að Landsvirkjun hafi í öll- um tilvikum upp á að bjóða bestu Talsverður félagslegur kostnaður tækni- og viðskiptaúrlausnir íyiár íslenskan orkuiðnað. Orkuverin á Nesjavöllum og Suðumesjum sýni að fleiri geti boðið snjallar lausnir en Landsvirkjun. í skýrslunni er bent á að sú kvöð sem lögð er á Landsvirkjun að hafa ávallt upp á að bjóða nægjanlega orku á sama verði um allt land feh í sér talsverðan félagslegan kostnað. I dag sé þessi kostnaður ekki gegn- sær. I þessu sambandi bendir Hall- dór Jónatansson á að þessar skyld- ur Landsvirkjunar að bjóða næga orku, dreifa henni á sama verði um allt land og að kosta rann- sóknir á nýjum virkjanakost- um feli í sér verulegan kostn- að. Hann fullyrðir að Lands- virkjun hafi möguleika á að framleiða raforku á lægra verði en t.d. Hitaveita Suður- nesja ef íyrirtækið væri laust við þessar lagaskyldur. Resource Strategies segir að mestir möguleikar á að ná fram aukinni hagkvæmni í raforkuvinnslu með sam- keppni sé ef orkufyrirtækj- unum sé gefinn kostur á að afla sér nýs fjármagns með sölu hlutafjár. Fram að þessu hefur ölþuppbygging í orku- iðnaði á Islandi átt sér stað í gegnum lánsfé. Óæskilegt að skipta Landsvirkjun I skýrslunni er tekið undir hugmyndir sem settar vora fram í skýrslu iðnaðarráðu- neytisins frá árinu 1996 um framtíðarskipan orkumála, að Landsvirkjun verði skipt upp í fyrirtæki sem sinni orkuframleiðslu og fyrirtæki sem sjái um rekstur dreifi- kerfísins. Skýrsluhöfundar telja bæði koma til greina að stofna tvö aðskihn fyrirtæki og að skilja þessi tvö svið innan sama fyrirtækis. Sér í lagi þurfí að tryggja að breytingarnar leiði ekki til aukins fjármagnskostnaðar. I skýrslunni er bent á tvær meginleiðir við að koma á samkeppni í raforku- framleiðslu. Ánnars vegar að skipta Landsvirkjun í nokkur fyrirtæki líkt og gert var í Bretlandi og hins vegar að koma á samkeppni um nýja eftirspurn eftir raf- magni eins og gert hafí verið í Ástralíu og í flestum ríkjum á meginlandi Evrópu. Ef skipta eigi Landsvirkjun upp í fyrirtæki sé eðlilegt að skipta því upp eftir vatnasvæðum. Um 70% af raforku landsmanna komi af Þjórsár- Tungnársvæðinu og því sé þessi leið ekki til þess fallin að koma á -------- jafnræði á markaðinum. Skipting Landsvirkjunar myndi leiða til verri láns- kjara. Skýrsluhöfundar ________ mæla því frekar með að samkeppni verði innleidd með því að orkufyrirtækin keppi um nýja eftirspurn. Skýrsluhöfundar telja að við markaðsvæðingu orkuiðnaðarins eigi að stefna að því að til verði þrenns konar markaðir fyrir raf- orku. í fyrsta lagi sérstakur mark- aður þar sem gerðir yrðu langtíma- samningar við stór iðnfyrirtæki. I öðru lagi markaður með skamm- tímasamninga og samninga til meðallangs tíma við dreifingaraðila og hugsanlega smærri atvinnufyr- irtæki. I þriðja lagi staðgreiðslu- markaður til að jafna út framboð og eftirspurn. Mengunin í heitu pottunum Hljótum að endur- skoða reglurnar HAUKUR Haraldsson hjá Heil- brigðiseftirliti Reykjavíkur sagði í samtali við Morgunblaðið að það samrýmdist ekki starfsháttum eftir- litsins að gefa upp nöfn fyrirtækja eða einstaklinga sem lentu í úrtaki. Því yrðu ekki gefín upp nöfn þeirra líkamsræktarstöðva sem reyndust vera með mengað vatn í heitum pottum sínum. Heldur ekki nöfn þeirra tveggja stöðva sem stóðust mælingarnar. „Við höfum greint eigendum þessara stöðva frá niður- stöðunum og þeir fá nú tækifæri til að koma sínum málum í lag. Hins vegar hefur umræðan um þetta til- tekna mál verið á þann veg að við hljótum að skoða þennan hluta starfsreglna okkar. Að ræða þá hugmynd að segja hverjir standi sig og hverjir ekki,“ sagði Haukur. Eins og fram hefur komið reynd- ist vatn í heitum pottum hjá níu af ellefu líkamsræktarstöðvum í Reykjavík vera meira og minna mengað. í verstu tilvikum voru kólígerlar, saurkólígerlar og pseu- domonasgerlar í vatninu, en það eru gerlar sem geta valdið sýkingum. Þá var gerlafjöldi á hverja 100 milli- lítra allt of mikill hjá umræddum stöðvum. Engin góð Iausn Jónína Benediktsdóttir hjá Plan- et Pulse sagði stöð sína hafa „staðið sig vel“. „En samt ekki nógu vel. Við vorum a.m.k. ekki með neina kólígerla og hina sem nefndir voru. Gerlafjöldinn var rétt ofan markanna. Við reynum að gera okk- ar besta, en kannski eru tækin ekki í öllum tilvikum pottþétt. Við erum t.d. með klórmatara sem getur stað- ið á sér. Við erum einnig með sölt og þang sem eru sótthreinsandi í pottunum, en samt er útkoman þessi. Ég er hrædd um að það sé engin góð lausn til á þessu. Ánnars er allt í lagi að þetta hafi komið fram. Það brýnir einfaldlega fyrir fólki að þvo sér vandlega áður en það fer í pottana,“ sagði Jónína. Björn Leifsson hja Woi'ld Class sagði í samtali við blaðið, að stöð sín hefði ekki staðist ki'öfurnar og yrði að taka á því. „Þetta var að sjálf- sögðu ekki nógu góð útkoma og við munum taka á málinu. Hins vegar vil ég taka það fí'am að mér fínnst vinnubrögð Heilbrigðiseftii’litsins ámælisverð. Þessi fyrirtæki greiða 80.000 krónur á áii í eftirlitsgjald og þessir aðilar eiga að fylgjast með. Þessir menn hafa aldrei látið sjá sig fyrr en nú. Þeir koma í fyrsta sinn og mæla og í stað þess að benda okkur á að ekki sé allt í lagi og gefa okkur tækifæri til að kippa málum í liðinn, hlaupa þeir með þetta í fjölmiðla." -------------------- Læknafélag fslands Framkvæmda- stjórinn hættir PÁLL Þórðarson, framkvæmda- stjóri Læknafélags íslands, hefur sagt upp störfum hjá félaginu. I tilkynningu frá stjórn Læknafé- lagsins í gær segir að framkvæmda- stjórinn hafi 20. þessa mánaðar ósk- að eftir því að við hann yrði gerður starfslokasamningur. Stjórn félags- ins féllst á það á fundi sl. þriðjudag en óskaði eftir að hann héldi áfram störfum um ótiltekinn tíma og féllst hann á það. Páll neitaði að tjá sig um ástæður uppsagnai-innar en sagðist vera sáttur bæði við félagið og formann þess, Guðmund Björnsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.