Morgunblaðið - 30.10.1998, Síða 17

Morgunblaðið - 30.10.1998, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1998 17 LANDIÐ Morgunblaðið/Hallfríður Bjarnadóttir FRÁ fundi leiðbeinenda. Leiðbeinendur aldraðra hittast Reyðarfirði - Nýlega héldu leið- beinendur í Félagsstarfi aldraðra á Austurlandi samráðsfund á Nes- kaupstað. Þar mættu konur með sýnishorn af því sem þær eru að láta vinna, skiptust á hugmyndum og ræddu málin. Einnig heimsóttu þær föndurbúðina Jenný og skoð- uðu það sem þar er á boðstólnum. Misjöfn aðstaða og framkvæmd er á félagsstarfi aldraðra eftir sveitarfélögum. Mikið er um handavinnu ýmiskonar og föndur en félagslega hliðin er ekki síður mikilvæg þegar unnið er með öldr- uðu fólki. Leiðbeinendurnir hafa með sér óformlegan félagsskap og hittast þegar tækifæri gefast og haldin eru námskeið. Þær eru félagar í lands- samtökunum FAG sem er Félag leiðbeinenda fatlaðra, aldraðra og geðsjúkra, pósthólf 233, 202 Kópa- vogur. Morgunblaðið/Hallfríður Bjamadóttir Kveníelag' Rey ðarfj ar ðar gefur mjaltavél Reyðarfirði - Fyrsta vetrardag hélt Kvenfélag Reyðarfjarðar súpufund og hófst þar með vetrarstarfið. Byrjað verður á námskeiðinu Konur eru konum bestar en síðan farið að huga að jólum með námskeiðum í kökuskreytingum og grænmetis- og baunafæði. Nýlega gaf félagið Medela- mjaltavél á Heilsugæslustöðina. Vélin er lánuð út með nauðsynleg- ustu íylgihlutnum og hefur komið að góðum notum. Einnig geta konur keypt sér auka pela, frystipoka og fleira. Þeir eru húðaðir að innan sem kemur í veg fyrir að fitan í mjólkinni verði eftir þegar umbúðir eru tæmdar. Þórey Baldursdóttir ljósmóðir kom á fundinn, sýndi vél- ina og sagði frá notkun hennar. Björgunarsveit SYFI fær nýja bifreið Neskaupstað - Björgunar- sveitin Gerpir keypti ný- lega nýja björgunarbifreið af Ford Econoline-gerð. Bifreiðin er mjög öfiug og er búin öllum nýjasta bún- aði sem völ er á í slíkum bifreiðum. Þá hefur sveitin einnig fest kaup á notaðri bifreið af gerðinni Toyota Hilux sem ætluð er m.a. til nota iyrir leitarhunda björgunar- sveitarmanna. Áætiaður kostnaður sveitin notið velvildar fyrirtækja og björgunarsveitanna við bifreiða- einstaklinga við fjármögnun kaupin er um 7Í4 milljón og hefur kaupanna. FRAMTÍDARBÖRN sími 553 3322 S ÍMIN Ninte r net^ Þekking á upplýsingatækni er ein af undirstöðum nútímaþjóðfélags og mun þáttur tölvutækni og fjarskipta verða enn mikilvægari þegar fram líða stundir. Það er mikilvægt að undirbúa börn okkar undir framtíðina og stuðla að sem bestum uppvexti þeirra. Með þetta að leiðarljósi hafa Síminn Internet og tölvuskólinn Framtíðar- börn stofnað til samstarfs sem ætlað er að auðvelda börnum aðgang að nytsamlegri og spennandi tölvu- þekkingu. Það er Símanum Internet mikill heiður að fá að taka þátt í menntun ungafólksins ásamt Framtíðar- börnum og hefur Síminn ákveðið að styrkja 10 börn til náms í tölvuskóla Framtíðarbarna í vetur. Síminn Internet gefur börnum forskot á framtíðina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.