Morgunblaðið - 30.10.1998, Síða 18

Morgunblaðið - 30.10.1998, Síða 18
18 FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Alþjóðlega verslunarkeðjan Reitangruppen kaupir 20% eignarhlut í Baugi hf. Stofna félag um versl- unarrekstur erlendis Náið samstarf fyrirtækjanna í innkaupamálum Helstu hluthafar Baugs Gaumur ¥/ 25%^ REITANGRUPPEN Erlent fjárfestingarfélag tLM LJ i Lúxemborg j;nik Fjárfestingarbanki atvinnulífsins ! Oíi ’ — Kaupþing Ýmsir íslenskir stofnanafjárfestar Islenskir aðalverk- takar á Vaxtarlista STJÓRN Verðbréfaþings ís- lands hefur samþykkt að taka hlutabréf Islenskra aðalverk- taka hf. á skrá Vaxtarlista þingsins. Skráningin tekur gildi í dag og geta viðskipti með hlutabréf í félaginu haf- ist í dag. Heildarnafnverð hlutabréfa félagsins er 1.400 milljónir króna en íslenska ríkið og Reginn hf. eiga 71,56% hluta- bréfa. Hluthafar í íslenskum aðalverktökum hf. þann 19. október voru alls 491 og þar af átti 481 hluthafí 23,36% hlutafjár, samtals að nafn- verði 327 milljónir króna. Samkvæmt fréttatilkynn- ingu hafa stærstu hluthafar félagsins, íslenska ríkið og Reginn hf., lýst því yfír að þeir hyggist selja hluti sína í félaginu í áföngum og ætla þeir sér 6-8 vikur til ákvörð- unar um söluferlið. Mun ákvörðunin taka til tímasetn- inga, verðlagningar og ann- arra skilmála, meðal annars dreifða sölu til almennings. Hagnaður samstæðu ís- lenskra aðalverktaka á fyrstu sex mánuðum ársins 1998 nam 60 milljónum króna sem er talsvert lakari árangur samanborið við þann 215 m.kr. hagnað sem samstæðan skilaði á þeim sjö mánuðum sem félagið var rekið á síð- asta ári. Félagið hefur fengið stað- festingu ríkisskattstjóra fyrir árið 1998 um að fyrirtækið fullnægi skilyrðum til þess að einstaklingar geti dregið kaupverð hlutabréfanna frá skattstofni. ALÞJÓÐLEG verslunarkeðja, Reitangruppen, hefur gert samning um kaup á 20% eignarhlut í Baugi hf., eignarhaldsfélagi Hagkaups, Ný- kaups og Bónuss. Seljendur bréf- anna eru Fjárfestingarbanki at- vinnulífsins hf. (FBA) og Kaupþing hf. Þar með fær Baugur aðgang að alþjóðlegu innkaupakerfí keðjunnar og hyggjast forráðamenn fyrirtækis- ins m.a. nýta þann aðgang til að opna leiðir fyrir sölu á íslenskum vörum eriendis. Þá hyggjast Baugur og Reitangruppen stofna sameiginlegt félag um verslunarrekstur erlendis snemma á næsta ári. Samhliða um- ræddum samningi hefur verið ákveð- ið að óska eftir skráningu Baugs á Verðbréfaþingi íslands á fyrri hluta næsta árs og að þá fari fram almenn sala hiutabréfa í félaginu. Með þessum samningi hefst náið samstarf Baugs og Reitangruppen og segir Jón Asgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, að forráðamenn verslunarkeðjanna vænti mikils af þessu samstarfi. „Við fógnum söl- unni til Reitangruppen og hlökkum til að eiga samstarf við keðjuna. Reyndar vorum við með í ráðum varðandi söluna til Reitangruppen en Jóhannes Jónsson í Bónus og Ödd Reitan, forstjóri keðjunnar, kynnt- ust fyrir 5-6 ái-um og við höfum haldið sambandi við hann síðan. Við töldum nauðsynlegt fyrir framtíð Baugs að komast í öflugt samstarf við slíka keðju enda verða magninn- kaup æ mikilvægari í smásöluvið- skiptum. Þessi samningur styrkir stöðu okkar verulega í þeim efnum. Baugur fær nú aðgang að öflugu al- þjóðlegu innkaupakerfi Reitangruppen, sem færa mun fyrir- tækinu lægra innkaupsverð á vörum, leiða til lægra vöruverðs til íslenskra neytenda og auka arðsemi Baugs,“ segir Jón Asgeir. Baugur og Reitangruppen hyggj- ast jafnframt eiga samstarf við upp- byggingu nýrra verslanasviða er- lendis þar sem sérhæfing og reynsla Baugs og stærð og styrkur Reitangruppen eru talin nýtast. „Reitangruppen hefur áhuga á mörgu af því sem við höfum verið að fást við og vilja heimfæra það á sinn rekstur í samstarfi við okkur. Þar má t.d. nefna lyfjasölu og almenna uppbyggingu Bónusverslananna, ekki síst tölvukerfið. Við munum væntanlega stofna sérstakt félag um slíkan verslunarrekstur ásamt Reitangruppen snemma á næsta ári.“ Jón Asgeir segir að aðgangur Baugs að innkaupakerfí Reitangruppen opni leiðir fyrir sölu á vörum íslenskra framleiðenda er- lendis. „Við teljum að þó nokkrar ís- lenskar vörur eigi fullt erindi utan, t.d. á danska og norska markaðinn. Við teljum t.d. að ýmsar mjólkurvör- ur eigi mikla möguleika og íslenskt grænmeti, a.m.k. yfír sumarið.“ Reitangruppen rekur 464 verslan- ir í tíu löndum Evrópu, þar af 341 á Norðurlöndum. Áætlað er að velta keðjunnar nemi um 140 milljörðum íslenskra króna á þessu ári. Jón Ás- geir segir að verslanir keðjunnar svipi um margt til Bónusverslananna en þar sé þó meira vöruúrval, lengri afgreiðslutími og meiri þjónusta. Eins og komið hefur fram keyptu FBA og Kaupþing 75% eignarhlut í Hagkaupi, Bónusi og tengdum félög- um í júní sl. Samkvæmt samningn- um selur FBA nú 14% af eignarhlut sínum og Kaupþing 6%. Eftir söluna verður eignarhlutur FBA 11% í Baugi og eignarhlutur Kaupþings 5%. Stærstu eigendur Baugs eru nú Gaumur með 25% eignarhlut en það er í eigu Bónusfeðganna Jóhannesar Jónssonar og Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar og fjölskyldna, og Reitangruppen með 20%. Þá á fjár- festingarfélag í Lúxemborg 20%. Ekki hefur enn fengist uppgefíð hvaða félag það er en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hyggst það selja hlutabréfín við tækifæri. Verðið í samræmi við væntingar Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings, er ánægður með söluna og segir verðið vera í samræmi við væntingar fyrirtækisins. Markmið Kaupþings og FBA hafi verið að brúa bilið og aðstoða við að breyta gamalgrónu fjölskyldufyrirtæki í al- menningshlutafélag sem ski’áð yrði á verðbréfamarkaði. Til þess að svo mætti verða hafi verið ákveðið að sameina félögin í eitt öflugt hlutafé- lag og það hafi gengið eftir. „Sölu okkar á hlutabréfum í Baugi er nú lokið nema væntanlegri sölu til al- mennings og þessi 5%, sem eftir eru, verða notuð í því skyni. I upphafi var fyrirhugað að sala til almennings færi fram í lok þessa árs en vegna mikilla breytinga hjá Baugi hefur verið ákveðið að bíða fram yfir ára- mót,“ segir Sigurður. I skráningarlýsingu FBA kemur fram að síðustu skráðu viðskipti á hlutabréfum í Baugi hafi verið á genginu 8,55 en bókfært verð eignar- hlutans sé lægra. Svanbjörn Thoroddsen, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta FBA, sagði i gær að söluverð til Reitangruppen hafi verið í námunda við síðustu viðskipti eða hærra en bókfært verð. Morgunblaðið/Kristinn Hlutabréf í KR- Sporti ehf. í sölu KR-SPORT ehf., fjárfestingarfélag um rekstur og fjármögnun meist- araflokks Knattspyrnufélags Reykjavíkur í knattspyrnu, gekk í gær frá samningum við Búnaðar- bankann hf. og Verðbréfastofuna hf. um að annast sölu á hlutabréf- um félagsins síðar á þessu ári. Stefnt er að sölu hlutabréfa í KR- Sporti til almennings í desember og verður um útboðsfyrirkomulag að ræða, þ.e. allir þeir sem skrifa sig fyrir hlut í félaginu geta keypt hlutabréf. Meðfylgjandi mynd var tekin er samningar voru undirrit- aðir í gær. Frá vinstri: Ragnar Þórisson, verðbréfamiðlari hjá Verðbréfastofunni, Hjörtur Niel- sen, sljórnarmaður KR-Sports, Þorsteinn Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Búnaðarbankans- Verðbréfa, og Andri Sveinsson, verðbréfamiðlari hjá Búnaðar- bankanum. Ragnar Þórisson telur að um áhugaverðan fjárfestingarkost sé að ræða enda verði sífellt fleiri knattspyrnufélög í Evrópu að hlutafélögum. Þetta rekstrarform henti knattspyrnudeildum vel og hafi styrkt stoðir þeirra félaga sem fetað hafí þessa leið. Andri Sveinsson segir að um spennandi og ánægjulegt verkefni sé að ræða enda KR rótgróið félag með langa og viðburðaríka sögu. Stuðningsmenn félagsins séu hinir dyggustu á landinu og sé meðalað- sókn á leiki þess mun meiri en flestra annarra félaga. Því séu góð- ir möguleikar á arðbærum rekstri þótt áhætta sé vissulega til staðar. Fiskréttakeðjan Arthur Treacher’s 200 milljóna króna tap á síðasta ári BANDARÍSKA fiskréttakeðjan Arthur Treacher’s sem er að stórum hluta í eigu íslenskra fjárfesta, tap- aði 2,8 milljónum dollara á síðasta rekstrarári eða sem samsvarar um 200 milljónum íslenskra króna. Þar af nam rekstrartap 800 þúsund doll- urum (56 m.kr.) en 2 milljónir doll- ara af heildartapinu (140 m.kr.) voru að stærstum hluta vegna afskrifta. Til samanburðar nam tap félagsins 140 milljónum króna árið 1996. Að sögn Skúla Þorvaldssonar, hluthafa og varaformanns stjórnar, skýrist tapið aðallega af því að félag- inu tókst ekki að auka söluna að því marki sem stefnt var að. Hann segist þess fullviss að fyrirtækið eigi eftii- að rétta úr kútnum og menn sjái mikla möguleika í sölu fiskrétta á bandarískum skyndibitamarkaði: „Við gerðum okkur grein fyrir því fyrr á árinu að samsetning matseðla keðjunnar var ekki til þess fallin að auka sölu. Þar skorti aðallega fleiri smærri og ódýrari rétti. Því hefur nú verið kippt í lag með nýjum og breyttum matseðli sem tekinn var í notkun í byrjun október." Skúli segir ákveðið tómarúm ríkja í sölu fiskrétta á bandarískum skyndibitamarkaði eftir að Long John Silver keðjan lenti í nauða- samningum: „Eifíðleikai’ þeirra hafa í fór með sér bæði kosti og ókosti fyrir rekstur Arthur Treacher’s. Minnkandi umsvif LJS gefa okkur tvímælalaust aukin sóknarfæri en á móti kemur að þeir hafa ekki sama bolmagn né metnað og áður til að bjóða neytendum upp á gæðafisk- rétti. Sú staðreynd er ekki til þess fallin að auka orðspor gi-einarinnar og kemur sér þar af leiðandi illa fyrir okkur.“ Skúli bendir á að í kjölfar endur- skipulagningar Treacher’s hafi tekist að draga umtalsvert úr kostnaði fyr- irtækisins, t.a.m. með hagstæðara innkaupsverði á hrávöru og minni kostnaði við stjórnun. Þá á félagið í samvinnu við Miami Subs skyndi- bitakeðjuna um rekstur 24 staða sem bjóða upp á rétti beggja. Skúli segir þá samvinnu hafa gengið vel og um- talsverða söluaukningu hafa átt sér stað: „Fyrir hendi er gagnkvæmur vilji um að fjölga sameiginlegum rekstrareiningum en næsta skref verður að staldra við og sjá hvaða ár- angri samstarfið skilar til lengri tíma litið áður en tekin verður ákvörðun um framhaldið." Samkvæmt hluthafaskrá frá því í fyrra áttu þrír íslenskir lífeyrissjóðir umtalsverðan hlut í félaginu. Um er að ræða Lífeyrissjóð Austurlands, sem skráður var fyrir 8,2% hlutafjár, Líferissjóður Vestmannaeyinga átti 5,7% og eignaraðild Lífeyrissjóðsins Hlífar nam einnig 5,7%. Þá hefur Skúli Þorvaldsson verið skráður fyr- ir umtalsverðum hlut í fyrirtækinu. -------------- ESSO með um- boð fyrir Sarl- in-brunndælur OLÍUFÉLAGIÐ hf. ESSO hefur nýlega tekið við umboði fyrir Sarl- in-brunndælur frá Finnlandi. Sarlin er einn af stærstu framleiðendum í heimi á skólp- og regnvatnsdælum af öllum stærðum og gerðum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Hér á landi mun Olíufélagið hf. ESSO leggja sérstaka áherslu á markaðssetningu á tilbúnum litlum dælustöðvum frá Sarlin. Dælu- brunnurinn sjálfur er úr plasti og inni í honum eru viðeigandi dælur, leiðslur og lokar. Rafbúnaður er gjarnan hafður í kassa ofan á brunninum þannig að út verður ein- ing sem lítið fer fyrir og auðvelt er að koma í jörðu. Slíkar stöðvar eru víða í notkun hér á landi og eru ódýr kostur fyrir þau sveitarfélög sem þurfa að ráða bót á fráveitu- vandamálum sínum,“ segir í frétta- tilkynningu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.