Morgunblaðið - 30.10.1998, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 30.10.1998, Qupperneq 21
MORGUNB LAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1998 21 ERLENT Hneyksli valda umróti í finnskum stjórnmálum Helsinki. Morgunblaðið. FINNSKI Hægriflokkurinn er stærsti flokkur Finnlands, sam- kvæmt nýrri skoðanakönnun sem birt var á sjónvarpsstöðinni MTV3 í gær. Er þetta í fyrsta skipti á þess- um áratug sem flokkurinn nær jafn- miklu fylgi í skoðanakönnun. Sam- kvæmt könnuninni fengi flokkurinn 24% atkvæða ef nú yrði gengið til atkvæða en Jafnaðarmannaflokkur- inn og Miðflokkurinn um 22% hvor fyrir sig. Jafnaðarmannaflokkurinn hefur verið stærsti flokkur Finn- lands undanfarin ár og fengu 28% atkvæða í síðustu kosningum. Er þessi niðurstaða í könnuni rekin til hneykslismála er tengst hafa jafn- aðarmönnum að undanförnu en stjórn Paavo Lipponens, forsætis- ráðherra Finnlands, hélt velli er fínnska þingið greiddi atkvæði um vantrauststillögu á hendur honum í síðustu viku. Stjórnarandstæðingar hafa haldið því fram að Lipponen hafi logið að þinginu þegar hann kvaðst ekki hafa beitt sér fyrir umdeildri ákvörðun skattamálaráðherrans á síðasta ári er ákveðið var að fella að mestu nið- ur næstum 140 millj. ísl. kr. sekt, sem Ulf Sundqvist, fyrrverandi for- maður Jafnaðarmannaflokksins, hafði verið dæmdur til að greiða vegna skattsvika. Sundqvist var bankastjóri STS- bankans áður en starfsemi hans var hætt og hafði dómstóll komist að þeirri niðurstöðu að hann bæri ábyrgð á lánum er veitt voru án þess að eðlilegra trygginga væri krafist. Til dæmis lánaði bankinn litlu fyrir- tæki, er rekið var af bróður banka- stjórans, tugi milljóna. Fjrrirtækið varð fljótlega eftir það gjaldþrota og ekkert fékkst upp í skuldina. Stjórnarskrárnefnd finnska þingsins rannsakaði málið á sínum tíma og komst að þeirri niðurstöðu að sú ákvörðun að lækka sekt Sundqvist stæðist lög þótt hún væri siðferðilega vafasöm. Sagði Lipponen viðriðinn Petta mál kom aftur upp í síðasta mánuði er Arja Alho, fyrrverandi skattamálaráðherra, sem gaf Sundqvist upp sektina, lét að því liggja að Lipponen hefði komið að málinu og í raun átt frumkvæði að samningnum við Sundqvist. Sjálf neyddist Alho til að segja af sér vegna þessa máls. Lipponen sagðist sjálfur ekki hafa haft aðra vitneskju um málið en þá er Alho veitti hon- um. Umræðuþættir í útvarpi og sjónvarpi fyrri hluta októbermánað- ar fjölluðu vart um annað en það, hvor ráðherranna hefði sagt ósatt. Upp úr miðjum mánuðinum lýsti Al- ho því hins vegar skyndilega yfir að ekkert ósamræmi væri á milli full- yrðinga hennar og forsætisráðherr- ans. I einkasamtali við dagskrár- gerðarmann hjá finnska útvarpinu sagðist hún hins vegar hafa fengið skipun frá flokksformanni sínum um að svíkja ekki lit. Urðu þessi um- mæli Alhos opinber er annar dag- skrárgerðarmaður veitti einkasjón- varpsstöð og síðdegisblaði upptöku af samtalinu. Hægrimenn, sem eru í stjórn með jafnaðarmönnum, stóðu með Lipponen í atkvæðagreiðslunni en hafa samt sem áður haft uppi efa- semdir um gjörninginn. Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun trúir góður meirihluti Finna eða 57% því ekki, að Lipponen segi satt frá. Sagt er, að Sauli Niinisto, fjármálaráðherra Hægriflokksins, sem gagnrýndi Sundqvist-málið harðlega í fyrra, hafi staðið með Lipponen vegna þess, að hann vilji starfa áfram með jafnaðarmönnum eftir kosningarnar í mars nk. en ekki með Miðflokkn- um, sem sækir fylgi sitt til lands- byggðarinnar og er andvígur Evr- ópusambandinu. Erkki Tuomioja, leiðtogi þing- flokks jafnaðarmanna, sagði í gær Ijóst að málið hefði haft áhrif á af- stöðu Finna en aðrir stjórnmála- skýrendur töldu að um tímabundnar fylgissveiflu væri að ræða. Sjóður til styrktar Louise Woodward Asakanir um fjársvik London. Reuters. FORELDRAR Lou- ise Woodward, bresku au pair- stúlkunnar sem á sín- um tíma var ákærð fyrir að hafa valdið dauða kornabarns í hennar umsjón á meðan hún dvaldi í Bandaríkjunum, sæt- ir nú rannsókn vegna meintra fjársvika í tengslum við sjóð sem stofnað var til í því skyni að standa straum af kostnaði af dómsmáli hennar. Sagði í frétt Sky- sj ónvarpsfr éttastof- unnar í gær að lögreglan í Che- shire-sýslu á Bretlandi hefði hafið rannsóknina eftir að Sky greindi frá því í fréttatíma sínum að Sus- an Woodwai'd, móðir Louise, hefði afhent sjóðnum falsaðar nótur. Hefur bandaríska al- ríkislögreglan verið fengin til að aðstoða við rannsóknina og mun þegar hafa yfír- heyrt fólk vegna máls- ins. Að sögn dagblaðsins The Guardian snýst málið um nótu upp á rúmlega 9.000 pund, um níu hundruð þús- undir ísl. króna, sem Susan Woodward á að hafa lagt inn vegna hótelkostnaðar í Bandaríkjunum en eiginmaður Elaine Whitfield Sharp, lög- fræðings Louise Woodwards, hef- ur sagt að Susan Woodward hafi gist frítt hjá þeim hjónum er hún dvaldi vestra vegna dómsmáls dóttur sinnar. Woodward rak Whitfleld Sharp á sínum tíma eftir að lögfræðing- urinn hafði lýst efasemdum um sakleysi umbjóðanda síns. I samtali við Sky í gærmorgun sagði Susan Woodward að frétt- imar væru henni mikið áfall enda neitar hún ásökunum um bók- haldsóreiðu. „Af hverju geta þess- ir menn ekki látið okkur í friði?“ spurði hún. Fyrir réttu ári síðan var Louise Woodward dæmd fyrir annarar gráðu morð á Matthew Eappen, sem var átta mánaða gamall, en dómarinn dæmdi Woodward ein- ungis til refsivistar sem samsvar- aði þeim tíma sem hún hafði þá þegar setið í varðhaldi. A næstu dögum mun síðan verða greint frá úrskurði í einkamáli sem foreldrar Matthews Eappens hafa sótt á hendur Woodward fyrir dómstóli í Boston í Bandaríkjunum til að koma í veg fyrir að Woodward hagnist á sögu sinni. Louise Woodward KVARTCO ehf. Umboós- og heildverslun Nýbýiavegi 28, Dalbrekkumegin, 200 Kópavogi S. 564 3327 Opió 13-18 og 10-14 laugard. 0 niviimrrrj BIÖlKjllllBítSBkÍ Eins handfangs blöndunartæki Mora Mega eru lipur og létt í notkun. Fást bæði í handlaugar og eldhús, króm eða króm/gull. Mora sænsk gæðavara. Heildsöludreifing: Smiðjuvegi II.Kópavogi fCnQlehf sín,j554i088.ta*564 1089 Fæst í bvgpjngauöruuerslunum um land allt. GÆLUDÝR Verð aðeins kr. 980 Ármúla 40, sími 553 5320 og 568 8860 Alvöru sportverslun bfersluninl 7I44RKID íslenskur leiðarvísir Litir: Hvít, rauð og blá 8 gæludýr í einu 10% afsláttur fóstud. oglaugard. jyrir langeyga Burleigh-aðdáendur. Kringlunni www.mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.