Morgunblaðið - 30.10.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1998 25
ERLENT
Serbijátar
fjöldamorð
GORAN Jelisic, þrítugur
Bosníu-Serbi, játaði að hafa
gerst sekur um fjöldamorð í
Bosníustríð-
inu, er hann
kom fyrir
stríðsglæpa-
dómstól
Sameinuðu
þjóðanna í
gær. Goran,
sem á yfir
höfði sér lífs-
tíðarfangelsi, neitaði að hafa
gerst sekur um þjóðarmorð.
Meciar lætur
af þing-
mennsku
VLADIMIR Meciar, fráfar-
andi forsætisráðherra Slóvak-
íu, hefur látið Ivan Lexa, fyrr-
verandi yfirmanni leyniþjón-
ustunnar, eftir sæti sitt á
þinginu, að því er opinbera
fréttastofan TASR skýrði frá í
gær. Flokkur Meciars beið
ósigur í þingkosningum í sept-
ember, og afsagnar hans er
beðið.
Swissair
hættir notkun
búnaðar
FLUGFÉLAGIÐ Swissair
tilkynnti í gær að notkun af-
þreyingarkerfis í Boeing 747-
og MD-ll-þotum félagsins
yrði hætt um tíma, eftir að
rannsókn flugslyssins við
Nova Scotia í september
leiddi í ljós hitaskemmdir á
vírum, sem tengdir voru kerf-
inu. Ekki þykir þó sannað að
víramir hafí orsakað eldsvoða
í vélinni.
Veldur
vítamínskort-
ur krabba-
meini?
VERA kann að mataræði,
sem byggist fyrst og fremst á
skyndibitafæðu, valdi ekki að-
eins offítu og hjartasjúkdóm-
um, heldur einnig krabba-
meini. Vitamínskortur vegna
einhæfs mataræðis gæti haft
álíka skaðleg áhrif á frumur
líkamans og geislun. Rann-
sóknir benda til að um íjórð-
ung Bandaríkjamanna skorti
nauðsynleg vítamín, þótt rúm-
lega helmingur þjóðarinnar sé
yfír kjörþyngd.
Alnæmi
leggst þungt
á Afríkuríki
BÚIST er við að fólk lifi al-
mennt lengur á næstu öld,
nema í 29 Afríkuríkjum þar
sem alnæmi hefur verulega
dregið úr lífslíkum, sam-
kvæmt nýrri skýrslu mann-
fjöldastofnunar Sameinuðu
þjóðanna. í þessum ríkjum
eru 10% mannfjöldans sýkt af
HlV-veirunni, þar af töluverð-
ur hluti börn. Ástandið er
talið verst í Botswana, en þar
er fjórðungur fullorðinna
sýktur, og mannfjöldinn árið
2015 er talinn verða 20%
minni en ella vegna þessa.
Mat stjórnmálaskýrenda á skýrslu s-afrísku Sannleiks- og sáttanefndarinnar
A
vinnusvæði
©BONAÐARBANKiNN
www.bi.is
LANDS SÍMINN
Upplýsingar hjá Hollustuvernd ríksins
í síma 568 8848, heimasíöa: www.hollver.is
Fljótfengnar
sættir
útilokaðar
VORURMEÐ
ÞESSU MERKI
MENGA MINNA
Norræna umhverfismerkið
hjálpar þér aö velja þær vörur
sem skaða síður umhverfið.
Þannig færum við verðmæti
til komandi kynslóða.
UMHVERFISMERKISRÁÐ r/7///
HOLLUSTUVERND RlKISINS
m,
Stúdentaráð og
Hollvinasamtök HÍ
standa fyrir söfnunarátaki
til að bæta tölvukost
Háskóla íslands
Frekari upplýsingar
fást hjá Stúdentaráði
í síma 5700 850
Söfnunarreikningur 0311 26 3500
Höfðaborg. Reuters.
TILRAUNIR til að hindra á síðustu
stundu birtingu skýi’slu suður-
afrísku Sannleiks- og sáttanefndar-
innar hafa varpað ljósi á ógróin sár
og hversu útilokað það er að koma á
sáttum milli kynþáttanna í landinu í
einu vetfangi.
Að mati stjórnmálaskýrenda
munu hin snörpu lögfræðilegu átök
um birtingu skýrslunnar ekki verða
til þess að varpa varanlegum skugga
á þá heiðarlegu tilraun sem gerð var
með starfí nefndarinnar til að stuðla
að því að fortíðarsár suðm’-afrísku
þjóðarinnar grói um heilt.
Síðasti hvíti forseti Suður-Afríku,
F.W. de Klerk, tókst í fyi’radag að fá
nefndina, undh’ forystu Desmonds
Tutus erkibiskups, til að strika út
kafla úr skýi’slunni, þar sem því er
haldið fram að hann hafi á stjórnar-
árum sínum vitað um voðaverk sem
framin hefðu verið í nafni aðskilnað-
arstefnunnar en haldið þessari vit-
neskju sinni leyndri.
Fyrir sitt leyti reyndi þá Afríska
þjóðarráðið (ANC), stærsta stjórn-
málahreyfíng blökkumanna sem nú
fer með forystu í ríkisstjórn Suður-
Afríku, að fá sett lögbann á að
skýrslan yrði birt með þeim ásökun-
um óbreyttum, sem fram koma í
henni um mannréttindabrot sem
hreyfingin er sögð hafa gerzt sek um
á þeim árum sem hún barðist gegn
stjórn hvíta minnihlutans.
En dómstóll í Höfðaborg vísaði
þessari beiðni ANC frá í gærmorg-
un, og tveimur stundum síðar afhenti
Tutu skýi’sluna, sem er um 3.500 síð-
ur að umfangi, í hendur Nelsons
Mandela forseta við hátíðlega athöfn
í Pretoríu.
„Gæth- þai-na skorts á umburðar-
lyndi í röðum ANC?,“ spurði Sampie
Terreblanche, prófessor í stjórn-
málafræði við Stellenbosch-háskóla,
og sagðist harma ef flokkurinn sýndi
að hann ætti í erfíðleikum með að
horfast í augu við sannleikann.
Andstaða ANC skiljanleg
En stjórnmálaskýrendur benda á
að andstaða ANC við þær ásakanir
sem á hreyfinguna eru bornar væri
skiljanleg og í raun óumflýjanleg í
ljósi þess að á næsta ári fara fram
þingkosningar í landinu. Þeir leggja
áherzlu á að sú staðreynd, að ANC
skyldi ekki hafa verið hlíft í skýi'sl-
unni auki trúverðugleika Sannleiks-
nefndarinnar, einkum meðal hvítra
sem ósjaldan hafa sakað nefndina
um hlutdrægni þeim aðilum í vil sem
börðust gegn stjórn hvíta minnihlut-
ans.
„Þetta gerir það einstaklega erfitt
að halda því fram að starf nefndar-
innar hafi verið nornaveiðar reknar
af ANC,“ sagði Steven Friedman,
forstöðumaður stjórnmálafræðirann-
sóknastofnunarinnar Centre for
Poliey Studies. „Ef nefndin vill
skapa einhvers konar sættir milli
manna hefðu það verið skelfileg mis-
tök að sópa öllu undir teppið,“ sagði
hann í samtali við Reuters.
Sumir sérfræðingai’ létu svo um
mælt að tilraunirnar til að fá lögbann
á bh'tingu skýrslunnar væru ein-
kennandi fyrir viðleitni nefndarinnar
til að nefna nöfn hlutaðeigandi
manna undandráttarlaust og að deila
niður sökinni á þeim voðaverkum
sem framin voru. „Frá upphafi sagði
fólk: „Við vitum að stjórnin braut
mannréttindi, við verður að kafa
Reuters
DESMOND Tutu erkibiskup, formaður Sannleiks- og sáttanefndarinn-
ar í Suður-Afríku, heidur á eintaki af skýrslu nefndarinnar, sem
geymir niðurstöðu tveggja ára starfs hennar, í Pretoríu í gær.
dýpra“,“ sagði ónafngreindur stjóm-
málafræðingur sem var meðal ráð-
gjafa nefndarinnar.
Fyrsta skrefið á langri braut
Desmond Tutu hefur sagt að starf
nefndarinnar við að kafa ofan í
myrkviði stjórnai'tímabils aðskilnað-
arstefnunnar sé aðeins fyrsta skrefið
á langri braut þjóðfélagslegra sátta,
sem að hans mati ætti að njóta for-
gangs hjá hverri einustu ríkisstjórn
Suður-Afríku í framtíðinni.
„Ég er ekki viss um að Sannleiks-
nefndinni hafi nokkru sinni verið
ætlað að sætta núlifandi kynslóðir
Suður-Afríkubúa í einu vetfangi,"
sagði Gary van Staden, stjórnmála-
fræðingur. „Nefndin vonaðist til að
geta með starfi sínu hamlað gegn því
að þessar byrðar fortiðarinnar erfð-
ust áfram. Það lítur allt út fyrir að
henni muni takast þetta ætlunarverk
þegar við höfum skilið þetta að baki
okkur, í eitt skipti fyrir öll.“
Eða eins og Nelson Mandela sagði í
ávarpi sínu er hann tók við skýrslunni
í gær: „Nefndinni var ekki ætlað að
gi-afa upp og setja saman tæmandi
sögu síðustu þriggja ái'atuga. Það var
heldur ekki ætlazt til þess af henni að
hún töfraði fram skyndiuppskrift að
allsherjarsátt. Hún heldur þvi heldur
ekki fram að hafa gert þetta.
Einnig áhöld og tæki
SÉRSTAKT TILBOÐ
Á ÖL- OG VÍNEFNUM
Allt að 50% afsláttur
Lagið ykkar eigið öl og vín
Verð á ölflösku frá kr. 20.00
Verð á vínflösku frá kr. 61.00
þ.e.a.s. innihaldið af heimalöguðu