Morgunblaðið - 30.10.1998, Síða 27

Morgunblaðið - 30.10.1998, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1998 27 GRÆNLAND Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson FRÁ fundinum með Ane Hansen bæjarstjóra. Talið frá vinstri: Agnar Strandberg staðarstjóri, Ane Hansen, Bea M. Lennert ritari og Arne Astrup. AGNAR og Ane Hansen. Agnar heldur á gjöf frá bæjarstjórninni. Á holdrosa skinnsins er teikning af flugvellinum. Vilja fá mig í landsmálapólitíkina ÞAÐ reyndist auðvelt að fá viðtal við bæjar- stjórann, frú Ane Hansen. Agnar Strandberg staðarstjóri á mikil og góð samskipti við Ane og þrátt fyrir erilinn við opnun flugvallarins kom hann því í kring að við hittumst á sunnudag á skrifstofu bæjarstjórans. Þar voru fyrir Ane Hansen bæjarstjóri, Arne Astrup sem sér um verklegar framkvæmdir í bænum og Bea M. Lennert ritari bæjarstjóra. Það kom fram í upphafi að í bæjarfélaginu búa 3.500 manns, 3.200 í sjálfum aðalbænum en tveir aðrir minni kjarnar tilheyra bænum. Þar með er þó ekki allt upptalið því það eru 2.800 hundar í Aasiaat. Þeir eru tjóðraðir út um allan bæ og eru úti allan ársins hring. Flestir þeirra eru fluttir á sumrin út í smáeyjar sem eru marg- ar á flóanum. Bærinn er mikill skólabær og hef- ir verið það í á annað hundrað ár. Nú eru 7 skól- ar í bænum, bæði venjulegir skólar og sérskólar sem fólk sækir víðs vegar að og þeir sem lengst koma eru frá Thule á Norður-Grænlandi. Góð höfn er í Aasiaat og koma stærri skipin með vörur til bæjarins sem síðan er dreift á minni bátum til nágrannabyggðarlaganna. Svona hefir þetta verið í ein 100 ár eða frá því enskir og norskir hvalfangarar voru á ferð. Þá er einnig sjúkrahús í bænum og skinnaverk- smiðja. Um 300 manns stunda sjómennsku í bænum en þar er stór rækju- og krabbaverksmiðja. Það kom fram hjá Ane bæjarstjóra að í tengslum við atvinnuleysið hefir bæjarfélagið keypt báta og ráðið sjómenn á þá. Fyrir 5 árum var 20% at- vinnuleysi í bænum en í dag er það 5-10% á meðan það hefir nánast staðið í stað á Græn- landi en atvinnuleysið í landinu er á bilinu 10-15%. Ane hefir unnið ötullega að því að hjálpa mönnum sem lengi hafa verið atvinnu- lausir. Þeir hafa fengið vinnu hjá bænum tíma- bundið við snjómokstur og fleiri störf og hafa sumir þeirra farið að vinna eftir það á almenn- um markaði og sumir þeirra sjálfstætt. Ane taldi nýja flugvöllinn opna mikla mögu- leika fyrir bæinn. Hún nefndi sem dæmi Jakobs- havn sem bólgnaði út þegar flugvöllurinn kom. Fyrir þremur árum komu engir ferðamenn í bæinn en nú koma allt að 15 manns á dag á sumrin. Nauðsynlegt er að fara að huga að byggingu nýs hótels en aðeins er eitt lítið hótel auk sjómannastofunnar sem reyndar er með um eða yfir 20 herbergi. Þá minntist Ane Hansen einnig á þá hugmynd sem íslendingarnir væru með jöfnu millibili að ýja að við hana, þ.e. að flytja út ferskan fisk og lifandi krabba til ná- grannalandanna eins og Kanada. Frú Ane Hansen er 38 ára gömul, fædd í bæn- um Akunaaq, sem er lítill bær skammt frá Aasi- aat. Faðir hennar var stjórnmálamaður og hefir hún haft áhuga á pólitík frá því hún man eftir sér. Hún var fyrst kosin í bæjarstjórnina 1989 þá 28 ára gömul. Þegar kosningaúrslitin lágu fyrir var hún stödd á ráðstefnu í Kanada. Helztu baráttumál hennar í stjórnmálum eru konur og dagheimili og sagðist hún vera lítið fyrir að tala um hlutina, hún vildi framkvæma þá og láta hendur standa fram úr ermum. Ilún varð varabæjarstjóri 1993 og bæjarstjóri 4 ár- um síðar. Þá nefndi Ane að hún hefði tekið þátt í að mynda fyrstu bæjarstjórnina á Græniandi þar sem hægri- og vinstrimenn (IA) unnu sam- an. Hún er nú varaformaður IA og leggja flokksfélagar hart að henni að gefa kost á sér í landspólitíkina en eins og hún orðaði það þá vill hún bara vera bæjarstjóri. Hún kann vel við það starf. A Islending- arnir sáu um kónga- fólkið ÍSLENDINGARNIR hafa lent í mörgu skemmtilegu á þessum þremur árum sem þeir hafa búið í Aasiaat. Agnar Strandberg staðarstjóri sagði mér frá því þegar taílenska kóngafólkið stóð inni á gangi hjá þeim einn góðan veðurdag í fyrra. Það hafði leigt sér þyrlu til bæjarins og ætlaði að gista þar eina nótt. Agnar sýndi því bæinn, keyrði það á fyrirtækisbflnum. I viðtalinu sem ég átti við bæjarstjórann kom fram að þau höfðu ekki haft hugmynd um að þetta fólk hefði verið í bænum. Eftir því sem ég komst næst var þetta sama prinsessan sem kom til íslands um svipað leyti og vildi byggja hof í nágrenni Bessastaða. Hlífdarefni undir borðdúka Uppsetningabúðin Hverfisgötu 74, sími 552 5270. Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson GUÐMUNDUR Þorsteinsson framkvæmdastjóri les um opnun nýja flugvallarins í grænlenzku dagblaði. Mennta þarf unga fólkið MARGIR íslendingar kannast við Guðmund Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóra GPC. Hann hefir komið víða við, bæði heima og á Grænlandi, en þangað flutti hann 1984. Guðmundur sagði að mikill uppgangur væri í grænlenzku sam- félagi. Sérstaklega væri þetta áber- andi í höfuðstaðnum Nuuk, þar sem hann býr nú, en þar býr um fjórð- ungur þjóðarinnar og þar, eins og víðast hvar á Grænlandi, eru mikil húsnæðisvandamál. Mjög mikil áherzla er lögð á menntun yngra fólksins og skóla- uppbyggingin er hröð. Til skamms tíma þurftu allir Grænlendingar að fara til Danmerkur í háskóla en nú er komið háskólaútibú í Nuuk sem reyndar kennir aðeins greinar í fé- lagsvísindum. Sem dæmi um hve menntunin skipti miklu máli nefndi Guðmundur að ef staða væri auglýst og menntunar krafist væri nokkuð öruggt að Dani fengi stöðuna vegna þess að heimamanninn skorti menntunina. Á þessu verður breyt- ing innan fárra ára og heimamenn munu taka í auknum mæli að sér stjómina. Guðmundur er kvæntur Bene- diktu Þorsteinsson og eiga þau fjög- ur börn. Benedikta er þekkt kona á Grænlandi. Hún var um tíma ráð- herra í landstjórn Lars Emils Jo- hansens en stýrir nú framkvæmdum vegna hátíðahaldanna árið 2000 í til- efni af 1000 ára kristnitöku og land- námi Eiríks rauða, en Grænlending- ar ætla að minnast þessara tíma- móta eins og Islendingar og Banda- ríkjamenn með veglegum hætti. Ætla Grænlendingar m.a. að láta endurbyggja Þórhildarkirkju, en Þórhildur var eiginkona Eiríks rauða í Bröttuhlíð við Eiríksfjörð. Þórhildur lét byggja þessa kirkju og tók upp kristna trú. Guðmundur sagðist vera nýkom- inn frá Kúbu, en hann er liðsstjóri grænlenzka landsliðsins í handknatt- leik. „Þetta er yngsta landslið í hand- knattleik í heiminum og við náðum ágætum árangri á Kúbu, unnum þrjá leiki af sex og vorum hæstánægðir," sagði Guðmundur Þorsteinsson. TILKYNNING UM ÚTBOÐ OG SKRÁNINGU HLUTABRÉFA Á VERÐBRÉFAÞING ÍSLANDS ÍSLENSKAR SJÁVARAFURÐIR HF. HLUTAFJÁRÚTBOÐ Heildarnafnverð nýs hlutafjár: Sölugengf í áskrlftarsölu: Kr. 200.000.000.- Fast gengl 1,75 Forgangsréttar tímabil: 4. nóvember 1998 tll 13. nóvember 1998 Sölugengl f almennrl sölu: Fast gengi 1,80 Almennt sölutímabil: 16. nóvember 1998 til 30. nóvember 1998 Greiðsluskilmálar: Greiðsluseölar veröa sendir þeim forgangsréttarhöfum sem skráðu sig fyrir hlut á forgangsréttartímabilinu og er gjalddagi greiðsluseðlanna 27. nóvember 1998. Sala tll almennings fer fram gegn staðgreiðslu og verða hlutabréfin seld í útibúl Landsbanka íslands hf. að Laugavegi 77, 155 Reykjavik og hjá Landsbanka íslands hf., Vlðsklptastofu, Laugavegi 77, 155 Reykjavík. Umsjón með útboðl: Landsbanki íslands hf., Vlðskiptastofa, Laugavegi 77, 155 Reykjavík. Skránfng: Þegar útgefln hlutabréf aö nafnverði 900 m.kr. eru skráð á Aöallista Verðbréfaþings íslands. Verðbréfaþing íslands hefur samþykkt að taka hln nýju hlubréf á skrá eftlr að hlutafjárútboði lýkur, enda hafi skilyrðum skráningar veriö fullnægt. Er þess vænst að þau verði skráð í byrjun desember 1998. Skráningarlýsing og önnur gögn vegna ofangreindra hlutabréfa liggur frammi hjá Landsbanka íslands hf., Laugavegi 77, 155 Reykjavik og á skrifstofu íslenskra sjávarafurða hf., Sigtúni 42, 105 Reykjavík. Landsbanki islands hf.,Vlösklptastofa Laugavegl 77, 155 Reykjavík, aíml 560 3100, bréfaíml 560 3199, www.landsbankl.ia

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.