Morgunblaðið - 30.10.1998, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.10.1998, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1998 31 Sinfóníuhljómsveit áhugamanna og Sigrún Eðvaldsdóttir „ „ Morgunblaðið/Árni Sæberg SINFONIUHLJOMSVEIT áhugamanna, ásamt Sigrúnu Eðvaldsdóttur fiðluleikara og stjórnandanum Oliver Kentish, æfir dagskrá sunnudagsins. Útskriftar- tónleikar Birnu Þor- steinsdóttur TÓNLISTARSKÓLI Borg- arfjarðar útskrifar nemanda af 8. stigi í fyrsta sinn á morgun, laugardag kl. 16. Þetta eru útskriftartónleikar Birnu Þor- steinsdótt- ur, en hún lauk 8. stigs prófi í söng sl. vor og verða tónleikarn- ir í Borgar- neskirkju. B i r n a hóf tónlist- arnám við Tónlistarskóla Borgarfjarðar og stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk þaðan tón- menntakennaraprófi árið 1990. Birna hefur stundað söngnám við Tónlistarskóla Borgarfjarðar með hléum frá árinu 1991 og hefur Theodóra Þorsteinsdóttir verið söng- kennari hennar og Jerzy Tosik-Warszawiak meðleik- ari. Á tónleikunum munu þau flytja m.a. þýsk, skandinavísk og íslensk ljóð, ásamt aríum eftir Haydn, Mozart, Puccini og Dvorák. Tónleikarnir eru öllum opnir. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT áhuga- manna heldur tónleika í Neskirkju sunnudaginn 1. nóvember kl. 17. Stjórnandi á tónleikunum er Oliver Kentish og einleikari á fiðlu er Sig- rún Eðvaldsdóttir. Á efnisskránni er fiðlukonsert eftir Max Bruch og sinfónía nr. 2 eftir Brahms. Sinfóníuhljómsveit áhugamanna var stofnuð 1990. Hana skipar áhugafólk í hljóðfæraleik auk nokkurra tónlistarkennara og nemenda. Sveitin heldur að jafnaði þrenna sjálfstæða tónleika á ári en hefur auk þess komið fram við ým- Tónleikar í Nes- kirkju is tækifæri, m.a. leikið með fjölda kóra. Ingvar Jónasson hefur verið aðalsijórnandi hljómsveitarinnar frá upphafi. Oliver Kentish, hefur oft áður komið við sögu hljómsveitarinnar, bæði sem stjórnandi og sellóleikari. Hann hlaut tónlistaruppeldi sitt í Englandi, en hefur starfað á ís- landi í tvo áratugi sem hljóðfæra- leikari, kennari, stjórnandi, tón- skáld, þýðandi og þulur. Sigrún Eðvaldsdóttir nam tónlist í Tónlistarskólanum í Reykjavík hjá Guðnýju Guðmundsdóttur og gegnir nú stöðu konsertmeistara í Sinfóníuhljómsveit Islands. Aðgangseyrir að tónleikunum er kr. 1.000, frítt fyrir börn og eldri borgara. Birna Þorsteinsdóttir Truflaður við laxveiðar ERLEJVDAR BÆKUR Spennusaga VOÐAVERK í HÁLÖNDUNUM „MALICE IN THE HIGHLANDS" eftir Graham Thomas. Ivy Books 1998. 229 síður. ÞEGAR nefndar eru sakamála- sögur og Skotland í sömu andrá kemur aðeins eitt nafn upp í hug- ann: Taggart. Sjónvarpsáhorfendur hafa nú í mörg ár fylgst með rann- sóknarlögreglu Glasgow-borgar að störfum og ekki verið sviknir um frábæra skemmtun, spennu og gamanmál, jafnvel þótt McManus sé látinn og Taggart sjálfur ekki Iengur til þess að halda utan um hópinn með sínum eitniðu athuga- semdum um náungann. En voða- verkin eru framin víðar en í Glas- gow. Sakamálasagan „Malice in the Highlands", sem kannski má þýða sem Voðaverk í hálöndunum og var gefin út í vasabroti síðastliðið vor, gerist nær Invemess og á svo sem ekki margt sameiginlegt með sög- unum um Glasgow-löggurnar annað en það að morð er framið og fjöld- inn allur af heimamönnum liggur undir grun ásamt nokkrum gest- komandi. Sagan er of fáguð og snyrtileg og á sinn hátt gamaldags til þess að höfða til Taggart-aðdá- endanna, en þeir sem áhuga hafa á skosku heiðunum og svolítilli lax- veiði í bland við dularfulla en einkar hófstillta morðgátu, ættu að geta skemmt sér eitthvað við lesturinn. Myrtur milljónamæringur Höfundur sögunnar heitir Gra- ham Thomas og er þetta hans fyrsta sakamálasaga en væntanleg- ar em fleiri um sama lögreglufor- ingja, Erskine Powell að nafni, sem starfar hjá The New Scotland Yard. Graham þessi mun vera menntaður líffræðingur sem býr í Bresku Kól- umbíu en hefur áhuga á að leggja fyrir sig spennubókarskrif. Þessi fyrsta saga hans er gefm út í Bandaríkjunum en höfundurinn virðist hafa staðgóða þekkingu á öllu því sem lýtur að Skotlandi. Þannig er að Erskine Powell er í nokkurra daga fríi við laxveiðar í hálöndunum ásamt tveimur vinum sínum þegar lík finnst í ánni þeirra. Það er af kanadískum milljónamær- ingi er keypt hafði gamalt skoskt herrasetur í nágrenninu. Ljóst er að hann hefur verið myrtur og Powell til sárrar raunar er hann settur yfir rannsókn málsins, hann hefði miklu fremur viljað halda áfram að berja ána með flugustönginni og setjast niður að kveldi með viskísopa og rifja upp lygasögur úr laxveiði. Rannsókn málsins leiðir Powell á vit fjölmargra þeirra sem skipt hafa við milljónamæringinn bæði í hér- aðinu en einnig utan þess, verð- bréfamiðlara í London og hvað eina, en millinn átti gullnámur í Kanda. Dóttir millans hefur eitthvað verið að slá sér upp með heimamönnum honum til sárrar gremju og smátt og smátt púslar Powell öllu dæminu saman í heildstæða mynd og hring- urinn þrengist um misindismann- inn. Vantar fyllingu Erskine Powell þessi á eflaust eftir að slípast meira eftir því sem höfundurinn gerir um hann fleiri bækur en fátt eitt er um hann sagt persónulega utan að hann hefur áhuga á laxveiði og gegnir vel sínu starfi. Einkalífið er mjög í þoku. Hjónabandið virðist á leið í hundana. Hann á tvo syni sem hann hugsar aldrei til. Hann hefur ein- hvern minniháttar áhuga á matar- gerð og virðist líða best einum á ferð. Hann vantar ennþá einhverja fyllingu til þess að verða verulega áhugaverður. Það sama má segja um söguna. Hana vantar einhvem neista til þess að halda manni við efnið. Hún er skrifuð í þaulreyndri hefð Agöthu Christie sagnanna og það er fátt í henni sem kemur á óvart. Spennan verður aldrei mikil eða eftirvænting- in því Thomas á naumast til frum- lega hugsun og frásögnin líður áfram með mjög formlegum hætti og í miklum rólegheitum. Kannski það eigi allt eftir að slípast með tímanum og fleiri sögum um Erskine Powell. Arnaldur Indriðason Harpa Björnsdóttir sýnir á Mokka HARPA Björnsdóttir opnar sýningu á ljósmyndaverkum í dag, föstudag, og nefnir hún sýninguna Foldarskart (sweet flowers). Ljósmyndaverkin eru hugsuð sem hluti af stærra verki, segir í fréttatilkynn- ingu. Verkið snýst um gróður- setningu, nýgræðinga og það sem þrífst í harðræðinu, um fegurð hins náttúrulega og fegnrð hins manngerða, sam- spil þarna á milli og mat okkar á þessum hlutum jafnt í stóru sem smáu. Harpa Björnsdóttir er fædd árið 1955 á Seyðisfirði. Hún hefur stundað nám við Menntaskólann í Reykjavík, Iðnskóla Vestmannaeyja, Há- skóla íslands og Myndlista- og handiðaskóla íslands, þaðan sem hún lauk námi árið 1982 úr nýlistadeild. Harpa hefur dvalið á vinnustofum víða í Evrópu og í Balí. Þetta er 19. einkasýning Hörpu en hún hefur m.a. liald- ið sýningar á Kjarvalsstöðum, í Galleríi Borg, Hafnarborg og Galleríi Sævars Karls. Einnig hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og er- lendis og tekið þátt í alþjóð- legu snjóhöggsmóti í Svíþjóð og alþjóðlegu tréskúlptúrmóti á Ítalíu. Hún hefur hlotið starfslaun listamanna árin LJÓSMYNDAVERK Hörpu Björnsdóttur á Mokka. 1985, 1988, 1992 og 1998 og verk eftir hana eru í eigu safna og stofnana. Ennfremur segir að Harpa hefur unnið mest að málverki og grafík, einnig notað þann efnivið sem hentugur er hveiju sinni og hæfir viðfangsefninu. Sýningunni lýkur fimmtu- daginn 19. nóvember. Nýjar bækur • HUGARFAR og hagvöxtur. Menning, þjóðfélag og framfarir á Vesturlöndum er eftir Stefán Ólafsson og er endurútgefin í kilju. I þessari bók er fjallað um hug- arfar nútíma- manna. Höfund- ur rekur þætti úr hugmynda- sögu þjóðfélags- fræðanna frá miðöldum til nú- tímans og sýnir hvernig verald- leg lífsskoðun varð smám sam- an ríkjandi í menningu Evrópumanna. Þá sýnir höfundur hvernig breytt hugarfar tengdist þjóðfélagsbreytingum, einkum tilkomu kapítalisma, lýð- ræðisskipulags og iðnvæðingar. Markmið höfundar er að þróa kenningu er getur skýrt helstu þjóðfélagslegu forsendur efna- hagsframfara, segir í kynningu. I seinni hluta bókarinnar fjallar höfundur um hugarfar og hagsæld meðal fimmtán aðildarríkja OECD-samtakanna. Sérstaklega er fjallað um vinnumenningu, við- skiptamenningu, framfarahyggju og samfélagsmenningu. Þar er fjallað jöfnum höndum um ísland og önnur nútímaþjóðfélög. Stefán Olafsson lauk MA-prófi í þjóðfélagsfræðum frá Edinborgar- háskóla og D.Phil.-prófí frá Há- skólanum í Oxford (Nuffield Col- lege). Hann er prófessor við Há- skóla Islands og hefur verið for- stöðumaður Félagsvísindastofnun- ar háskólans frá því hún var stofn- sett árið 1986. Utgefandi er Háskólaútgáfan og Félagsvísindastofnun Háskóla ís- lands. Verð: kr. 2.750. Háskólaút- gáfan sér um dreifingu. • Á MEÐAN hann horfir á þig ert þú María mey er fyrsta bók Guðrúnar Evu Mínervudóttur og hefur að geyma 20 smásögur. í kynningu segir: „Þetta smá- sagnasafn gefur góða hugmynd um sagnaheim Guðrúnar Evu. Þar ríkir ein- stök, titrandi stemmning. Þótt ekkert sérstakt beri til tíðinda hvílir munúðar- fullur blær yfir hversdagslífinu og gæðir sögumar kitlandi spennu.“ Útgefandi er Bjartur. Bókin er 100 bls., prentuð hjá Gutenberg. Bókin kemur út í nýjum bókaflokki neonbóka og fá áskrifendur bókina heimsenda á 1.180 kr. Kápugerð annaðist Snæbjörn Arngrímsson. Verð: 1.680 kr. Stefán Ólafsson Guðmundur Rafn Geírdal skólastjóri og fólagsfræ óingur Allír skulu vera jafnír fyrir lögum, cinnig kosningalögum. Ég legg til að landið verðí eitt kjördæmí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.