Morgunblaðið - 30.10.1998, Side 32

Morgunblaðið - 30.10.1998, Side 32
32 FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Nýjar bækur • 7. BINDI Annála 1400-1800; Míuumnafnaskrá er ísamantekt Ás- geirs S. Bjömssonar lektors, sem nú er látinn, og Einars S. Amalds. I Annálum er ein helsta heimiid um sögu íslend- inga á þessu tíma- bili; aldarfar og hag Islands, um landsfólkið, fénað þess og lífskjör, um tíðina og náttúru Islands. Textinn hefur ver- ið gefinn út í 31 hefti sem mynda sex bindi, og hófst útgáfan árið 1922. I Mannanafna- skránni, 7. bind- inu, er að finna nöfn þeirra manna sem nefnd- ir eru í Annálun- um og vísað til bindis og blaðsíðutals þar sem viðkomandi er að finna. Að auki er getið um dánarár, starf og búsetu. Hér eru saman komin fleiri nöfn en í nokkurri annan'i nafnaskrá íslenskri, eða um 10.000 nöfn, segir í fréttatilkynningu. í sérstakri „Kvennaskrá" fæst yfirlit um hjónabönd allflestra giftra kvenna sem nefndar eru í Annálum og auðveldar hún tengsl við önnur mannfræðirit. Loks eru í Manna- nafnaskránni nokkrar „athugasemdir og leiðréttingar" við Annála 1400-1800 og Islenskar æviskrár. Heimildh- skrárinnar eru auk Annál- anna fombréfasafn, æviskrár, mann- töl, sagníræðirit og aðrar fræðibæk- ur sem geyma upplýsingar um ein- staklinga. Hafist var handa við verkið árið 1975 og hefur síðan verið unnið að því með hléum. Utgefandi er Hið íslenska bók- menntafélag. Mannanafnaskráin er 438 bls., prentuð í Steinholti. Menn- ingarsjóður, RANNÍS og Þjóðhátíð- arsjóður studdu þessa útgáfu. Enn eru til sölu heil sett Annála og stök textahefti. Mannanafnaskráin kostar 4.500 kr. Mosaikverk Alice Olivia Clarke. Mósaíkverk í Listmunahúsi Ófeig-s ALICE Olivia Clarke opnai- sýningu í Listmunahúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5, á morgun, laugardag, kl. 14. Þai’ sýnir hún 17 mósaíkverk unnin á þessu ári. í fréttatilkynningu segir að í stað þess að nota hefðbundnar mósaíkílís- ar kjósi Alice frjálsaii form sem hún skeri eða bijóti úr tilfallandi efnivið, og mótar úr brotunum fígúrm’ sem ýmist svífa yfir eða dansa um mynd- flötinn. Þetta er fyrsta einkasýning Alice, en hún hefur m.a. unnið mósaíkverk fyrir veitingastaðinn Vegamót í Rekjavík. Sýningin stendur til 15. nóvember. Ásgeir S. Björnsson Einar S. Arnalds Vatnsenda TÖNLIST (•t;isla|ilölur OG STEINAR TALI ... Kvartett Egils B. Hreinssonar. Óskar Guðjónsson, tenór- og sópransaxófón, Egill B. Hreinsson píanó, Tómas R. Einarsson bassa, Einar Valur Schev- ing eða Matthías M.D. Hemstock trommur. Islensk söng- og þjóðlög í djassútsetningum Egils B. Hreinsson- ar. Hljóðritað í Reykjavík íjúli 1998. Útgefið af Skífunni 1998. Verð kr. 2.099. EGILL B. Hreinsson hefur lengi verið að fást við að útsetja íslensk söng- og þjóðlög í djassi. Eg heyrði hann fyrst flytja Maístjömu Jóns Ás- geirssonar með kvartettinum finnsk- íslenska er hann setti saman íyrii- RúRek djasshátíðina 1992. Þar lék hann á píanó, Einar Valur Scheving á trommur, Jukka Perko á altósaxófón og Heikki Sarmanto á bassa. Seinna hélt hann heilu konsertana með ís- lenskum sönglögum með kvartetti sínum, Höfuðlausn, og nú er afrakst- urinn kominn á disk og bætíst í þann hóp þar sem hefðbundin íslensk tón- list, eða erlend með íslenskum text- um, er lögð að einhverju leyti til grandvallar djassspuna: Þjóðlegur fróðleikur Guðmundar Ingólfssonar og Gling gló Guðmundar og Bjarkar, Við göngum svo léttir... Bjöms Thoroddsens og Landsýn Tómasar R. Einarssonar eru diskar þar sem má finna þjóðlög og þjóðlegan tón. Annars hafa bandarískir standardar og framsamin verk innan ramma djasshefðarinnar verið ríkjandi í djassdiskaútgáíú hér sem annars staðar. Hin klassíska fyrirmynd þjóðlegs djassspuna norræns er fyrst og fremst frá Jan Johansson, Ole Kock Hansen og Niels-Henning 0rsted Petersen komin. Þá leið valdi Guð- mundur Ingólfsson og lög sem hent- uðu hefðinni, enda er Þjóðlegur fróðleikur ein heilsteyptasta djass- skífa íslensk. Segja má að skífa Eg- ils: Og steinar tali... sé hugsuð sem heild, en þar má finna nokkrar brotalamir er veikja heildarmynd- ina. Saxófónleikur Óskars Guðjóns- sonar er bæði styrkur og veikleiki skífunnar. Hann blæs yfirleitt glæsilega en saxófónleikur hans, hrynsveitin og upphafleg hug- myndafræði útsetninganna eru alltof sjaldan samstæður - þó gefur blásturinn, hvort sem hann er glannalegur eða ljúfur, tónlistinni líf sem kannski hefði ekki kviknað annars. Margar hugmyndir Egils eru góðar og þegar Einar Valur upphef- ur í dag skein sól hugsar maður ósjálfrátt til blúsmarsins hans Bobby Timmons, sem Art Blakey lauk gjarnan tónleikum sínum með. Einar er traustur í þeim fimm lög- um er hann trommar á skífunni og Matthías M.D. Hemstock á góða spretti, sér í lagi er hann meistari í að gefa hinum hægari lögum þann lit er hrífur. Tómas er traustur að vanda og Egill, sem aldrei hefur verið sterkur píanisti, leysir sitt verk með þeim hætti er hæfir út- setningunum og í þeim bregður oft fyrir sérdeilis góðum sprettum, einkum er ballöðustfllinn svífur yfir vötnunum. Það er gaman að fá þá Atla Heimi, Jón Ásgeirsson og Jón Nor- dal í hóp eldri tónskálda sem oftar hafa verið á efnisskrá djassmanna; hér eru það Emil Thoroddsen, Friðrik Bjamason og Páll Isólfsson. Öll eiga þessi lög það sammerkt að vera hálfgildings þjóðlög ekki síður en ABCD Mosai-ts, sem er eina er- lenda lagið á diskinum. Diskúrinn hefst á Sigrúnu - lit- fríð og ljóshærð - fallega spilað með djass suðrænum blæ, en þegar eilitlu funkkryddi er stráð yfir Mánann, sem hátt á himni skín, kemur viss brestur í bandið. Óskar og hrynsveitin ná ekki fyllilega saman - blokkhljómar hljómsveitar- stjórans og trommuleikur Matthías- ar era ekki sannfærandi. Óskar blæs í sínum stfl og hugar ekki heldur að jarðsambandinu. Aftur á móti er annað upp á teningnum í ballöðu Atla Heimis um Skólavörðu- holtið. Þar renna fjórmenningarnir í eitt þar sem holur en mjúkur tónn Óskars, burstaleikur Matthíasar, ljúflingshljómar Egils og djassbassi Tómasar glitra í töfrabirtu. Sama er upp á teningnum í Maístjörnu Jóns Ásgeirssonar þar sem Einar Valur er á trommunum. Hann trommar líka í lagi Páls ísólfssonar um litlu hjónin hans Davíðs og Óskar er Rollins-legur sem oftar og kraft- mikill trommuleikur styður hann vel, en eins og í flestum hraðari lög- unum vantar nokkuð á til að dæmið gangi upp. Vísur Vatnsenda Rósu era einhver fegursti gimsteinn þjóðlagaarfsins og upphafsdúó Eg- ils og Óskars fallega spilað, en þá þrýtur örendi. Kvæðið um fuglana eftir Atla Heimi er hressilega leikið, toppað í dúó sax og trommu með latinfunkbragði. Hvert örstutt spor er þægilega blásið af Óskari, en hin hreina sveifla er yfirleitt fjarri á skífunni. Skandinavíska túlkunin á ABC er ósköp sæt, en ekki hefði ég saknað hennar frekar en Erlu og laganna þar sem kvartettnum sleppti. Og steinar tali... er misjafn disk- ur, þó er góður fengur að best heppnuðu lögunum og alltaf gaman að heyra lög, sem maður hefur þekkt frá bamæsku, í djassbúningi. Vernharður Linnet Unnur Astrid Wilhelmsen sópransöngkona Vel tekið í Noregi UNNUR Astrid Wilhelmsen syngur fyrir Norðmenn. UNNUR Astrid Wilhelmsen sópransöngkona fær lofsam- lega dóma fyrir tónleika sem hún hélt nýverið í Noregi. I dagblaðinu Fremtiden segir meðal annars að hún hafi glæsilega rödd og eðlilega sviðsframkomu sem geri það að verkum að hún vinni fljótt hjarta áheyrenda. í Drammens Tidende segir að Unnur hafi glatt tónleikagesti með blæbrigðaríkri rödd sinni, skaphita og einstakri útgeislun. Unnur, sem er af norsku og íslensku foreldri, stundaði nám við Söngskólann í Reykjavík og Tónlistar- háskólann í Vínarborg. Hún er nú búsett í Köln í Þýska- landi ásamt eiginmanni sín- um, Kolbeini Ketilssyni, tenórsöngvara við óperuna þar í borg. Á tónleikunum í Noregi, sem voru sjö talsins, flutti Unnur aríur úr óperettum og Vínarsönglög eftir menn á borð við Lehár, Kalman, Stolz og Johan Strauss. Með henni í för var hljómsveitin Wiener Opemball - Damenensemble sem er, eins og nafnið gefur til kynna, einvörðungu skipuð konum. „Þetta var mjög skemmtilegt og mikil stemmning, meðal annars héldum við tvenna tónleika í heimabæ mínum, Drammen, í bæði skiptin fyrir troðfullu húsi,“ segir Unnur. „Það er gamalt og mjög fallegt leik- hús, sem nýbúið er að gera upp eftir bmna, og það var ólýsanleg tilfinning að standa þai' og syngja.“ Unnur hefur sungið tals- vert með hljómsveitinni í Vín- arborg og á Ítalíu, þangað sem hún fer næst í desember. „Þar er oft sungið á torgum borganna, sem breytt hefur verið í „tónleikasal" undir beram himni, jafnvel íyrir framan fleiri þúsundir manna. Á Ítalíu er skemmti- legast að syngja - áheyrend- ur taka virkan þátt og draga ekki af sér í fagnaðarlátun- um.“ Til stendur að Unnur og Kolbeinn komi fram á tónleik- um Styrktarfélags íslensku óperunnar í apiál á næsta ári og kveðst söngkonan hlakka mjög til þeirra. „Ég hef ekki sungið á Islandi í mörg ár, auk þess sem ég á þar stóran hóp skyldmenna sem gaman verður að hitta.“ Leikbrúðuland Börnin taka þátt í sköpun leikþáttar FÓLKI gefst kostur á að koma í Leikbrúðuland á Fríkirkjuvegi 11 og taka þátt í sýningu sem kölluð er Þjóðsögur og brúðu- leikhús sunnudaginn 1. nóvem- ber kl. 15. Einungis 20 börn ásamt aðstandendum komast að í þetta sinn og eina skilyrðið til þátttöku er að bömin ráði við að klippa út skuggabrúðu, segir í fréttatilkjmningu. Gestum gefst kostur á að skoða brúðusafn, en þar eru brúður úr fyrri sýningum Leik- brúðulands, s.s. úr Búkollu, Mjallhvíti, Púkablístrunni og Ástarsögu úr fjöllunum. Síðan er skuggaleiksýning um Vil- borgu og hrafninn, en þar segh- frá Vilborgu Herjólfsdóttm’ í Vestmannaeyjum sem gefur soltnum hrafni að éta og hann launar henni með því að lokka hana burt úr bænum skömmu áður en skriða fellur á bæinn. Verkstæðisvinnan er fólgin í því að bömin fá að búa til skugga- brúðu og koma inn fyrir skuggatjaldið og prófa að hreyfa hana og taka þátt í að spinna smá leikþátt. Þátttöku þarf að tilkynna með fyrirvara. SÖN GKVARTETTINN Rúdolf. Söngkvartett- inn Rúdolf syngur í Reyk- holtskirkju SÖNGKVARTETTINN Rúdolf syngm- við messu í Reykholts- kirkju sunnudaginn 1. nóvem- ber kl. 14, kl. 15.30 flytur Rúd- olf stutta söngdagski-á í kirkj- unni þar sem lög af nýrri efnis- skrá kvartettsins verða kynnt. Söngkvartettinn Rúdolf, sem stofnaður var 1992, flytur dag- skrá sína án undirleiks og er þekktastur fyrir flutning jóla- laga, segir í fréttatilkynningu. Rúdolf hefur víða komið fram með jóladagskrá sína, bæði í sjónvarpi og útvarpi og haldið sjálfstæða tónleika. Nú ætlar kvartettinn að breyta til og snúa sér að flutningi tónlistar sem tilheyrir öllum árstíðum. í nýju söngdagski’á kvartettsins eru lög úr ýmsum áttum, allt frá íslenskum og erlendum þjóðlögum til vinsælla djass- og dægurlaga og er stór hluti lag- anna sérútsettur fyrir kvartett- inn af Skarphéðni Hjartarsyni. Meðlimh' Rúdolfs eru Sigi’ún Þorgeirsdóttir, Soffía Stefáns- dóttir, Skarphéðinn Hjai’tarson og Þór Ásgeirsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.