Morgunblaðið - 30.10.1998, Síða 40

Morgunblaðið - 30.10.1998, Síða 40
*40 FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Sjálfstæðismenn og prófkjör MIKILVÆGT próf- kjör mun eiga sér stað hjá sjálfstæðismönnum á Reykjanesi 15. nóvem- ber nk. Ólafur G. Einars- son, forseti Alþingis og efsti maður á lista flokksins, gefur ekki kost á sér til áframhald- andi þingsetu. Ólafur -,hefur verið farsæll í fjöl- mörgum stöfum í forystu Sjálfstæðisflokksins um árabil. Hann hefur sýnt í verki að hann er jafn- réttissinni og vill jafna stöðu karla og kvenna innan Sjálfstæðisflokks- ins. Er honum óskað vel- farnaðar í hverju sem hann tekur sér fyrir hendur á komandi árum. Sigríður Þórðardóttir, alþingis- maður og formaður þingflokks sjálfstæðismanna, sækist eftir fyrsta sæti á lista flokksins í sínu kjördæmi. Fyrir Sjálfstæðisflokk- inn væri það styrkleikamerki að formaður þingflokksins væri jafn- framt efsti maður á lista flokksins í kjör- dæminu. Sigríður hefur látið mikið að sér kveða, einkum í menntamálum. Kon- ur hafa verið í sókn í forustusveit Sjálf- stæðisflokksins og má þar auk Sigríðar nefna Ingu Jónu Þórðardóttur, sem tekið hefur við for- ystu í borgarstjórn- arflokki sjálfstæðis- manna í Reykjavík. En betur má ef duga skal. Það er staðreynd að hlutur kvenna í íslenskum stjórnmálum er allt of rýr. 25% alþingismanna eru konur og 29% sveitarstjórnar- manna. A Norðurlöndunum er þetta hlutfall kvenna 30-40%. Á sama tíma hefur þróunin hvað varð- ar hlut kvenna á vinnumarkaðnum aukist úr 77,5% árið 1979 í 84% árið 1996.1 stórfróðlegri grein, sem Sig- Þessar konur, segir Bessí Jóhannsdóttir, sýna vel þá breidd sem Sjálfstæðisflokkurinn getur haft meðal kvenna. ríður Dúna Kristmundsdóttir, dós- ent í mannfræði, ritaði i Fléttum, greinasafni Rannsóknarstofnunar í kvennafræðum, bendir hún á að það hefur orðið mikið og alvarlegt misgengi milli yfirborðsgerðar þjóðfélagsins og grunngerðar ís- lenskrar menningar hvað varðar konur. Sigríður Dúna skoðar kvennabaráttu í 120 ár út frá mann- fræðilegum sjónarmiðum og er vissulega vert að gefa niðurstöðum hennar gaum. Sjálfstæðismenn eiga þess kost að jafna stöðu karla og kvenna inn- an flokksins. Auk Sigríðar Önnu gefa kost á sér á Reykjanesi þrjár konur: Þorgerður Gunnarsdóttir, dagskrárstjóri Rásar 2. Hún hefur starfað ötullega innan SUS og íþróttahreyfingarinnar. Þar er á ferð harðpólitískur dugnaðarfork- ur. Helga Guðrún Jónasdóttir úr Kópavogi, sem starfar hjá Jafnrétt- isráði, og Hólmfríður Skarphéðins- dóttir, leikskólakennari úr Sand- gerði. Þessar konur sýna vel þá breidd sem Sjálfstæðisflokkurinn getur haft meðal kvenna. Sjö karlar taka þátt í prófkjörinu þannig að það verður á brattann að sækja fyr- ir konurnar. Það verður mjög stefnumarkandi um framgang kvenna í öðrum kjördæmum hver niðurstaðan verður í prófkjörinu á Reykjanesi. Höfum það í huga að mikill fjöldi kvenna er nú án flokks þar sem kvennaframboðin og vinstriflokkarnir eru í upplausn. Við sjálfstæðismenn viijum sem flestar konur til liðs við okkur og ekki síður karla sem vilja af ein- lægni stuðla að jafnari stöðu karla og kvenna í þjóðfélaginu. Höfundur er sagnfræðingur. "slim-line" dömubuxur frá gardeur Uáuntv tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 5611680 Fylgstu með nýjustu fréttum á fréttavef Morgunblaðsins www.mbl.is Vinningaskrá 24. útdráttur 29. október 1998 íbúðarvinningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 50574 Kr. 100.000 Ferðavinningur Kr. 200.000 (tvöfaldur) 31270 44452 67727 71051 Ferðavinningur Kr. 50.000 5808 14803 35638 59385 60999 74779 12571 34803 57540 59886 71936 76966 Húsbúnaðarvinningur Kr. 10.000 1234 8628 19747 30515 45782 57291 63826 74055 1404 10196 19763 30587 45838 58139 64858 74655 2784 10839 20202 30689 47485 58496 65641 74724 2857 11381 21236 30721 47983 59837 65867 75250 2968 12844 21564 32446 48326 60296 67830 75451 4476 14233 22777 32939 50956 60480 69449 75489 7181 14646 25338 34624 51155 60739 69999 76228 7183 16664 25871 36481 52581 60886 70768 78856 7925 17406 27696 37100 53007 60920 70884 79230 7977 17458 28293 41516 53256 61815 70989 8059 18175 29655 41906 54093 62271 72063 8335 19044 30280 43818 55676 62650 72093 8414 19458 30499 44264 56731 62926 72973 Kr. 5.000 Húsbúnaðarvinningur 611 11660 21999 33457 42626 54654 64477 74230 772 11713 23094 33831 42922 54718 64478 74381 1784 11869 23447 34069 43278 54742 64726 75521 1797 11872 23543 34809 43497 54785 64783 75598 2101 11998 23734 34991 44587 55107 64856 75602 2639 12117 24202 35262 44674 55865 65756 75796 3221 12196 24519 35443 44767 56275 66375 75832 3419 12253 25730 36833 45258 56480 66525 76034 3798 12509 26174 36975 45945 56668 66594 76430 4212 12580 26412 37071 46775 56819 66639 76445 4874 13061 26485 37499 47306 57157 66984 76757 5231 14107 26727 38333 47706 57184 67031 77147 5524 14325 27068 38506 47813 57800 67324 77465 5527 15351 27205 38524 48254 58172 67521 77489 5845 15790 29236 38993 48851 58783 67778 77629 5952 16065 29337 39359 49518 58936 68094 77747 6272 16649 29343 39505 49601 59113 68319 77750 7384 16950 29540 39555 50311 59205 68389 78056 7509 17419 29705 39621 50334 59400 68585 78242 7730 17923 30026 39695 50440 59403 69498 78313 7860 17985 30104 39834 50467 59524 69693 78336 7885 18253 30161 40260 50588 59540 70310 78584 7978 18258 30928 40269 51012 59667 70568 78979 8027 18395 31054 ''40272 51209 61101 71396 79297 9467 18981 31111 40493 51339 61720 71415 79734 10063 19216 32129 40537 52329 62066 71488 79834 10125 19350 32377 41094 52624 62264 71649 10781 19388 32426 41918 52626 62495 71715 10941 19793 32744 41970 53372 63330 72206 10965 20164 32776 42176 53715 63777 72304 11114 21129 32995 42478 54256 63801 73684 11447 21703 33377 42623 54421 63816 73764 Næsti útdráttur fer fram 5. nóvember 1998 Heimasíða á Interneti: www.itn.is/das/ Bessí Jóhannsdóttir Skilum lands- byggðinni góðærinu UNDANFARNA viku hefur skýrsla um úttekt á lífskjörum bænda í hefðbundnum landbúnaði vakið umræður um stöðu bænda og dreifbýlisins. Þess er vissulega þörf. Áður en vikið er að til- lögum nefndarinnar, sem vann skýrsluna, verður þó ekki látið hjá líða að gera athuga- semdir við hina tækni- legu hlið hennar. Þar er kastað til höndum. Hún er unnin út frá upplýsingum um reikn- uð laun bænda en ekki rauntekjur af bú- rékstrinum. Þegar tap er á rekstri kemur það ekki fram í gögnunum sem nefndin vinnur með. Persónuframtalið gefur ekki mynd af samsetningu tekna af búrekstri en flokkunin á búunum byggist aðeins á upplýs- ingum um hluta af rekstrinum. Ekki koma t.d. við sögu tekjur af loðdýrum, laxveiðum, garðyi’kju, kartöflurækt o.s.frv. þannig að Skýrsla um úttekt á lífskjörum bænda í hefðbundnum landbún- aði hefur vakið umræð- ur um stöðu bænda og dreifbýlisins. Hjálmar Jónsson telur að kastað hafi verið til höndum við gerð hennar. flokkunin er ófullkomin. Þá er fjall- að um eignir og eignamyndun í landbúnaði en einn þátturinn er fasteignamat. Fasteignamat m.a. á hlunnindum var endurskoðað á því tímabili sem skýrslan tekur til. Við samanburð á vinnutíma bænda við vinnutíma iðnaðarmanna, af- greiðslufólks og skrifstofufólks er annars vegar stuðst við upplýsing- ar frá kjararannsóknarnefnd (fyrir þrjár síðartöldu stéttirnar) og hins vegar hvað bændur áhrærir, byggt á niðurstöðum símakönnunar Fé- lagsvísindastofnunar. Hér er um ósamanburðarhæf gögn að ræða. Óviðunandi afkoma bænda Afkoma bænda er slök eins og margoft hefur komið fram í niður- stöðum búreikninga og atvinnu- vegaskýrslum Þjóðhagsstofnunar. Þessi skýrsla bætir engu við það sem áður var vitað. Kjör bænda og þá einkum sauðfjárbænda eru langt undir velsæmismörkum. Meðan lífskjör á íslandi hafa farið batn- andi hafa bændur setið eftir. Að vísu jukust telqur sauðfjárbænda á síðasta ári, sem eflaust má þakka þeim breytingum á búvörusamningi í sauðfjárrækt, sem gerðar voru haustið 1995. Úrræði skýrsluhöfunda um sér- tækar aðgerðir til að auka tekjur þein-a sem stunda landbúnað eru öðrum þræði uppvakningar. Þar er fyrst að nefna tillögur um að af- nema beingreiðslur til bænda yfir 70 ára aldri. Þá er hugmyndin að afnema beingi’eiðslur til búa með minna en 120 ærgilda greiðslumark og eins þegar bú er að verða lífvæn- leg rekstrareining þá er lagt til að skerða beingreiðslur. Við afgreiðslu samnings ríkis og bænda á Alþingi haustið 1995 felldi þingið út ákvæði um að fella niður bein- greiðslur til bænda yf- ir 70 ára aldri. Bændur eru ekki launþegar heldur atvinnurekend- ur og með þessu er verið að skerða frelsi fólks til athafna. Til- lögur um að afnema beingreiðslur til lítilla búa er ennfremm’ árás á þann hóp bænda sem hefur jafnt og þétt dregið saman seglin, nauðbeygður, en kom- ið sér upp öðrum tekjustofnum til að geta áfram setið jarðir sínar og haft þar lífsviður- væri sitt. Þessi bú eru jafnframt mikilvægur hlekkur í búsetu í dreif- býli. Grisjist byggðin enn er víða hætta á að algert hrun hennar fylgi í kjölfarið. Þá er í skýrslunni engin úttekt á stærðarhagkvæmni í bú- rekstri og því vandséð á hvaða grunni tillögur um skerðingu á beinum greiðslum til stærri búa eru reistar. Þá er tillaga nefndarinnar að búfræðimenntaðir bændur njóti betri lánafyrirgreiðslu en aðrir. Hér hlýtur að ráða mat lánastofn- ana á reynslu og hæfni hvers um- sækjanda rétt eins og um hvern annan atvinnurekstur væri að ræða. Tillögur skýrsluhöfunda um skattfrádrátt vegna kostnaðar við atvinnusókn um langan veg hafa áð- ur verið settar fram sem og tillögur um jöfnun húshitunarkostnaðar og námskostnaðar. Að því er unnið enda um sanngirnismál að ræða. Ný úrræði og möguleikar Fram undan er vinna við nýjan búvörusamning í sauðfjáixækt. Grundvallaratriði er að byggja hann á breiðum grunni. Hann þarf að gera í samræmi við almenn markmið í byggðamálum. Hann skal líka taka til mikilvægis lapds- byggðar í íslensku þjóðlífi. Ýmis verðmæti ber að varðveita sem ekki verða mæld með stiku hagfræðinn- ar svo góð sem hún annars er. Eðli- legt og sjálfsagt er að styðja við fjölbreytni í atvinnulífi í sveitum. Margskonar atvinnustarfsemi get- ur vel gengið meðfram hefðbundn- um búrekstri. Að sjálfsögðu á ekki að leggja höft á stækkun búa þar sem það hentar og landkostir leyfa. Fram er komin tillaga til þingsá- lyktunar um stefnu í byggðamálum fyrir árin 1998 til 2001 sem stjórn Byggðastofnunar hefur látið vinna og forsætisráðherra leggur fram á Alþingi. Verður hún til umfjöllunar á Alþingi næstu vikur og mánuði. Þingsályktunartillagan er afar vönduð og tekur til flestra þátta er varða eflingu búsetu á landsbyggð- inni. Góðæri er í landinu og efna- hagur hefur stórbatnað. Það gefur okkur færi á að taka ábyrga afstöðu til þess hvernig við viljum umgang- ast og byggja landið. llöfiuulur er alþingismaður. Hjálmar Jónsson sœtir sófar- HÚSGAGNALAGERINN Smiðjuvegi 9 • Sími 564 1475 *

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.