Morgunblaðið - 30.10.1998, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 30.10.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1998 43' GÍSLI SIG URÐSSON munda, f. 1944, d. 1984. Hennar börn eru Gísli Birgir, Guðrún María, Ámi Rafn og Iða Brá, búa þau öll í Hafnarfirði. Annað barn þeirra hjóna er Sigurður Haukur, f. 1946. hann kvæntist árið 1965 Sigurieif Erlen Andrésdóttur og eru börn þeirra Bjarnfríður Ósk, Gísli Ólver og Rósalind sem öll eiga heima í Hafnarfírði. Yngsta barn þeirra hjóna er Margrét Gyða, f. 1954. Giftist hún árið 1975 Per Asbjörn Wangen. Eru þeirra börn Leif Gisle, Per Ar- ne og Lísa Persdóttir. Öll fjöl- skyldan býr í Þrándheimi í Nor- egi. Barnabarnabörn Gísla og Bjarnfríðar eru orðin 15. Árið 1964 fluttust þau hjónin til Reykjavíkur. Gísli hóf þá störf hjá Mjólkursamsölunni og vann þar til sjötugs. Hann réðst síðan til starfa á Hótel Sögu og vann þar í ellefu ár. Árið 1995 fluttust þau hjónin til Hafnar- íjarðar og hafa búið þar síðan. Gísli var jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju 22. októ- ber. Pabbi minn og afí barnanna minna á Islandi er dáinn. Hugurinn reikar til æskuáranna á Vindási í Hvolhreppi. Fyi'stu minningarnar eru tengdar pabba og bænastund okkar. Hann las fyrir og ég endur- tók. Hann kenndi mér að lesa og prjóna. Okkar Gagn og gaman voru íslenskar útilegumannasögur í þjóðsögum Jóns Amasonar, fímm þykk bindi sem pabbi hélt mikið uppá og las oft. Þetta var ákaflega spennandi lestrarefni fyrir sex til sjö ára gamla telpu. Ég fékk að fylgja pabba mikið úti við. Við gegningar bæði í fjós- inu og í fjárhúsunum, ég man eftir hlýjunni frá kindunum, eftir hey- króknum sem hvarf og sem svo allt í einu var kominn á sinn stað - dul- arfullt má segja. Sterk í huga mér er einstök minning frá sauðburðinum. Ég gekk til kinda með pabba og við rákumst á kind sem var nær dauða en lífi. Lambið var veikburða og hann tók það með sér heim á bæ. Hann bað mömmu um að hita teppi í bakaraofninum, sem hann vafði svo lambið í. Ég man að að lokum þurfti að blása lífi í litla lambið. Ég man mér þótti þetta furðulegar að- farir en lambið lifnaði við og var vanið undir aðra kind. Þetta er minning sem er mér dýrmæt og táknræn fyrir pabba minn. Árin á Vindási og sérstaklega sumrin eru mér minnisstæð. Þá fjölgaði á heimilinu, það komu krakkar í sveitina, gjaman frændsystkinin frá Hafnarfirði. Ég sé fyrir mér hlý sumarkvöld um sláttinn, fullorðna fólkið er önnum kafið að klára gegningar í fjósinu. Við krakkarnir rekum kýrnar út í haga, förum svo inn að borða og aftur út að leika. Umhverfið er baðað í sólskini, það er gott að vera barn. Pabbi minn er alltaf til staðar í þessum minningum og gefur mér öryggi og aðhald. Eftir að við fluttumst til Reykja- víkur og ég komst á unglingsár, hjálpaði pabbi mér að fá sumar- vinnu. Hann var upptekinn af vinnusemi og skyldurækni, hugs- anir hans á þessu sviði hafa fylgt mér alla tíð. Árið 1974 liggur leið mín til Nor- egs og samverustundir okkar urðu færri en ekki síður góðar. Fjar- lægð getur líka skapað nánari tengsl. Við nýttum vel stundimar sem við áttum saman. Pabbi og mamma voru dugleg að heimsækja okkur til Þrándheims og við getum litið til baka á margar ánægjulegar samverustundir, bæði í Noregi og á Islandi. Bömin okkar þijú, Leif Gísli, Per Ami og Lísa hlökkuðu alltaf mikið til að fá ömmu og afa frá Islandi í heimsókn. Þeim þótti mjög vænt um afa sinn og bám mikla virðingu fyrir honum. Þau sóttust eftir að fá að halda í höndina á honum og það var auðsýnilega gagnkvæmt. Pabba þótti alltaf vænt um sveit- ina sína, Hvolhreppinn. Enda fal- legt útsýni frá Vindási í góðu veðri. Vestmannaeyjar í suðri. Stóri Dím- on og Eyjafjallajökull blasa við í austurátt. Við sáum Seljalandsfoss í góðu skyggni og Hekla gnæfir í norðri. Honum var sérstaklega annt um leiði foreldra sinna og bróður í Stórólfshvolskirkjugarði. Það var fastur liður fyrir norska tengda- soninn og barnabörnin að fylgja afa austur í kirkjugarð, að mála og gróðursetja blóm. Síðasta ferð hans að leiði foreldra sinna var um síðastliðna páska. I leiðinni heim- sótti hann vini sína frá unglingsár- unum, bræðurna á Uppsölum, eða strákana eins og hann kallaði þá, þótt þetta séu harðfullorðnir menn í dag. Síðastliðið vor fór heilsu hans að hraka. Hann greindist með alvar- legt krabbamein í nýra og dvaldist lengri tíma bæði í vor og sumar á St. Jósefsspítala. Hann skildi hvert stefndi. Honum fannst hann hafa fengið að lifa góðu lífi og sagði að hann væri sáttur við allt og alla. Sérstak- lega var hann þakklátur fyrir hve góður lífsfórunautur mamma hafði verið honum. Hann var ákaflega glaður yfir að fá að vera heima í Klapparholtinu ásamt mömmu í fjórar dýrmætar vikur núna í sumar. Fjölskyldan vill því sérstaklega þakka starfs- fólki St. Jósefsspítala og heima- hjúkruninni í Hafnarfirði fyrir góða aðhlynningu. Eins sérstakar þakkir til starfsliðs sjúkrahússins Sólvangs fyrir góða aðhlynningu og umhyggju bæði fyrir honum og hans nánustu síðustu vikumar sem hann lifði og á dánarbeði hans. Sú umhyggja var til mikillar fyrir- myndar. Eftirminnilegast er, þegar ég kveð þig, elsku pabbi minn, ást þín á fjölskyldu minni, hve annt þér var um okkur öll, bæði böm, tengdabörn, barnaböm og barna- barnabörn. Við eigum margar góð- ar minningar um þig til að hlýja okkur á þegar með þarf. Það er gott fyrir litlu stelpuna þína. Margrét Gyða Gísladóttir Wangen. Þegar ég sest niður til að rita nokkur orð um þig, afi minn, streyma minningabrotin fram. Ég sit í faðmi þínum og við syngjum vögguvísur og förum með bænir. Síðar horfi ég á þig gera það sama með börnum mínum og amma alltaf nálæg með prjónana sína og oft tókst þú líka í prjónana. Vinnan göfgar manninn, það átti vel við þig, vinnugleði og reglusemi í hinu daglega lífi var mér góð fyr- irmynd. Oft varstu okkur í fjöl- skyldunni innan handar við leit að starfi. Þú hættir ekki vinnu um sjö- tugt, nei, þú bættir ellefu árum við. Um tíma unnum við á sama vinnu- stað. Alltaf gættir þú að því hvort ég væri mætt í vinnu og stakkstu þá að mér einhverju góðgæti og höfðum við bæði gaman af. Afi var bóndi til margra ára og unni hann sveitinni sinni mikið og fylgdist hann vel með gangi mála + Hjartkær móðir okkar, systir og tengdamóðir, ÁGÚSTA SIGMUNDSDÓTTIR, Mánabraut 11, Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju f dag, föstudaginn 30. október kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á björgunarsveitirnar. Þóra Marinósdóttir, Eðvarð Lárusson, Sævar Líndal, Þórdís Garðarsdóttir, Heimir Jóhannsson, Árni Sigmundsson, Sigrún Ríkharðsdóttir, Ingimundur Sigmundsson, Hjördís Björnsdóttir. + Ástkær faðir okkar, HANS JÚLÍUS ÞÓRÐARSON fyrrverandi útgerðarmaður, Vesturgötu 43, Akranesi, lést á heimili sínu aðfaranótt fimmtudagsins 22. október. Börn hins látna. + Gísli Sigurðsson fæddist á Vind- ási í Hvolhreppi í Rangárvallasýslu hinn 15. desember 1909. Hann lést 22. október síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Mar- grét Gísladóttir, f. 1870, d. 1950, og Sigurður Gíslason bóndi á Vindási, f. 1878, d. 1945. Átti Gísli tvo bræður, þá Ólaf, f. 1905, og Árna, f. 1911, báðir látnir. Gísli ólst upp á Vindási. Frá fermingaraldri stundaði hann vertíð í Vestmannaeyjum. Síðar var liann sjómaður á togurum sem gerðu út frá Reykjavík og Hafnarfirði. Hann stundaði sjó- inn á veturna en var yfirleitt heima á Vindási á sumrin. Hann sigldi öll stríðs- árin. Hinn 20. júní árið 1946 kvæntist Gísli eftirlifandi eiginkonu sinni Bjarnfríði Guð- mundsdóttur frá Hafnarfírði, f. 1928. Er hún dóttir hjón- anna Friðriku Bjarnadóttur, sem býr á Hrafnistu í Hafnarfírði, og Guð- mundar Þorvaldsson- ar sjómanns sem fórst með togar- anum Max Pemberton árið 1944. Þau Gísli og Bjarnfríður hófu bú- skap á Vindási árið 1946 og bjuggu þar allt til ársins 1964. Varð þeim hjónunum þriggja barna auðið. Elst þeirra var Guð- austan fjalls, þótt hann væri löngu brottfluttur. Hann var öðrum góð fyi-irmynd í allri umgengni við landið og önnur verðmæti. Hlutirn- ir hans afa báru þannig af, hvort sem um var að ræða tíu ára gamlan bíl eða gömul húsgögn, allt var sem nýtt. Ruslagangur og sóun á verð- mætum var sem eitur í hans bein- um. Amma og afi fóru á hverju ári austur og fékk ég stundum að fara með. Amma útbjó þá nesti sem við neyttum á góðum stað úti í náttúr- unni. Margar góðar samverustundir áttum við og alltaf var afi fyrstur til að koma við hin ýmsu tækifæri, þó heilsan væri ekki alltaf góð hin síðari ár. Ég bið guð að gæta þín og þakka þér fyrir samfylgdina. Guð gefi öllum ástvinum þínum styrk í sorginni. Kistuna góðu geymi ég vel sem þú færðir mér og móðir þín hafði átt. Farðu í friði og friður Guðs þig blessi. Bjarnfríður Ósk. Ég kveð elskulegan afa minn að sinni með miklum söknuði en jafn- framt þakklæti fyrir að hafa notið samveru hans í svo mörg ár. Þeg- ar ég hugsa um þær stundir sem ég átti með honum streyma fram margar góðar minningar. Mér er einkar minnisstæður sá tími er afi og amma bjuggu í Blönduhlíð og ég var lítil stelpa, ávallt fékk ég góðar móttökur og þótti mér alltaf spennandi þegar afi fór að kíkja í skápinn í stofunni, hvort þau ættu ekki eitthvert nammi handa mér og yfirleitt áttu þau eitthvað gott. Stundum fékk ég að sofa hjá ömmu og afa í Blöndó, þá sat afi oft inni í sjónvarpsherbergi og söng fyrir mig og kenndi mér vís- ur eða hann sat þar inni og hlust- aði á útvarpið og prjónaði ermar á lopapeysur. Einnig er ofarlega í huga mér hversu mikinn áhuga hann hafði á öllu, lífinu og tilver- unni. Hann hafði samband við for- eldra mína á hverjum degi til að vita hvernig allir hefðu það og alltaf spurði hann um litlu börnin og minnist ég glampans í augun- um hans þegar hann fékk litla fingur í stóru lófana sína, hann naut þess að fá langafabörnin sín í heimsókn. í afmælisboði Friðrikku langömmu fyrir þremur árum átt- um við barnabörnin góða stund með honum. Þar sagði hann okkur frá því þegar hann sem ungur drengur á fermingaraldri var send- ur til sjós í Vestmannaeyjum og fór hann þá fótgangandi frá Vindási til Reykjavíkur í fylgd fullorðinna manna sem voru á leið í verið. Þessi minning hans hafði mikil áhrif á okkur og hún segir okkur hversu hörð lífsbaráttan var á þessum tíma. Ég minnist þín með virðinguj*<- elsku afi minn. Minningin um þig mun lifa í hjarta minu. Elsku amma mín, þú varst hon- um afa allt og þið voruð ávallt góð hvort við annað. Hann verður ör- ugglega alltaf hjá þér. Guð gefi þér styrk í sorginni. Láttu nú Ijósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Rósalind. Nú er hann afi fallinn frá, sann- ari og betri mann var erfitt að finna. Allar okkar ævidaga komum við til með að búa að því að hafa átt hann að. Hann var sönn fyrirmynd fyrir okkur afkomendur sína, hann bjó yfir óbilandi dugnaði og þreki, hann gat verið harður í horn að taka en jafnframt alltaf sanngjarn. Blíðu og glettni átti afi nóg af og tók okkur alltaf opnum örmum. Afi hafði upplifað tímana tvenna, sem ungur maðm- þurfti hann að berjast í bökkum til að færa björg í bú. Oft leiddi maður hugann að því. __ hvernig honum fannst að hlusta á okkur, yngi’i kynslóðina, kvarta og kveina yfir því sem okkur fannst stórmál, eftir allt það sem hann hafði upplifað, en hann afi brúaði kynslóðabilið vel og tók alltaf þátt í gleði okkar og sorgum án þess að dæma eða hæða. Fyrsta minningin um afa er án efa þegar hann tók okkur í stóran, traustan faðminn og söng vísur há- stöfum. Börnin okkar fengu síðar að njóta þess sama. Hjörtu okkar eru full af minningum um þennan heiðursmann, hans verður sárt saknað. Elsku amma, Guð veri með þér í sorg þinni. Við sjáum, að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, s\'o brjóstið þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt svo blaktir síðasti loginn. < v* En svo kemur dagur og sumamótt og svanur á bláan voginn. (Davíð Stef.) Farðu í friði og Guð veri með þér, elsku afi. Iða Brá og Guðrún María. + Ástkær fósturmóðir okkar, ÞÓRA JÓNSDÓTTIR frá Stöðvarfirði, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 20. októ- ber síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Kristrún Guðnadóttir, Bergþór Hávarðsson, Þóra Björk Nikulásdóttir og fjölskyldur. + Hjartkær móðir okkar, VILHELMÍNA TH. LOFTSSON, Aflagranda 40, Reykjavlk, er látin. Útförin fer fram í kyrrþey. Þeir sem vilja minnast hennar eru beðnir að láta Kvennaathvarfið njóta þess. Fyrir hönd aðstandenda, Synir og aðrir aðstandendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.