Morgunblaðið - 30.10.1998, Page 46

Morgunblaðið - 30.10.1998, Page 46
f> FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Oddný Guð- björg Þórðar- dóttir fæddist á Akureyri 15. ágúst 1929. Hún lést á heimili sínu 23. október síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Þórður Jónsson skipasmið- ur og formaður í Vestmannaeyjum, f. ^ ,10. 6. 1887, d. 1.2. 1939 og eiginkona hans, Kristbjörg Stefánsdóttir, f. 12.7. 1896, d. 8.3. 1984. Systkini: 1) Álfheiður Lára, f. 28.2. 1928. 2) Ingibjörg Jóm'na, f. 11.8. 1932. 3) Þóra, f. 16.4. 1939. Hálfsystkini sam- feðra 1) Jónína Ásta, f. 27.11. 1918, d. 28.9. 1995. 2) Bergþóra, f. 16.3. 1924. 3) Jón Sigurðsson, f. 17.6. 1921. 4) Sveinbjörg Alma, f. 22.12. 1925, d. 30.3. 1936. Oddný giftist eftirlifandi eigin- manni sínum, Karli Jóhanni Gunnarssyni skrifstofumanni, f. _ |2.12. 1926, 4. júní 1949. For- eldrar hans Gunnar Vigfússon skrifstofusijóri, f. 13.10. 1902, d. 6.2. 1980 og eiginkona hans María Brynjólfsdóttir, f. 1.2. 1905, d. 16.4. 1932. Oddný og Karl Jóhann hófu sinn búskap í Vík í Mýrdal og bjuggu þar til ársins 1971, er þau fluttu til Reykjavíkur og þaðan í Kópa- vog. Börn þeirra eru: 1) Þórður, f. 2.9. 1949, maki Þórsteina Pálsdóttir, f. 22.12. 1942. Börn _ þeirra: Kristbjörg Oddný, f. 9.10. 1975, sambýlismaður Arn- ar Richardsson og eiga þau eina Elsku Didda, mig langar til að kveðja þig með nokkrum línum. Við erum víst alltof mikið í því að taka lífíð sem sjálfsagðan hlut og ekki síst þegar við erum fullhress. Frá- fall þitt kom eins og reiðarslag yfir okkur sem alltaf höfum tekið því sem sjálfsögðum hlut að þú værir hér og alltaf að hugsa um okkur, bömin þín, bamabörn og bama- bamabörn. Þannig hefur þetta verið síðan ég kynntist þér og þannig hélt ég að þetta ætti eftir að vera í lang- an tíma enn. Kraftur þinn, dugnaður og vinnu- ^Sitni voru langt út yfír það sem venjulegt er, ástríki og umhyggju- semi fyrir afkomendum þínum var og viðbrugðið, þú naust þess að hafa okkur öll í kringum þig og helst öll í einu. Það var því æði oft þröng á þingi í sumarbústaðnum hjá ykkur Kalla að Ásenda og títt sofið upp á loftskörinni sem og á stofugólfínu ef veður leyfðu ekki að tjaldað væri úti á bletti. Oft urðu bömin eftir hjá ömmu og afa eftir slíkar helgar og fengust ekki í bæinn fýrr en einni, tveimur vikum seinna. Það sem ein- kennir sumarbústaðartengslin er að þau hafa aldrei rofnað hjá bama- börnunum sem nú em mörg hver kgpin á þrítugsaldur. Unaðsreitur- ínn Ásendi sem þið Kalli reistuð hefur verið umgjörð margra verð- mætra endurminninga hjá fjöl- skyldunni. Gönguferðimar yfír Reynisfjall eða niður í fjömna eða bílferð út í Dyrhólaey eða glíman ei- lífa við gróðurinn að fá hann til að vaxa og lifa af veturinn og saltið frá hafínu. Síðan var farið inn í kaffí eða mat og spjall fram eftir kvöld- um. Amma gefur kaffi og afi mælir vöxt bamabamanna og merkir á vegginn nafn, ártal og mánuð, það fylgir því bæði hvíld og spenna að *sma að Ásenda enda var farið oft á sumri hverju. Ógleymanlegt er sumarfríið þeg- ar við ferðuðumst sex saman um endilangt Þýskaland og suður til Sviss. I þessari þriggja vikna ferð var svo mikið að gera og margt að skoða að ölkassann sem við keypt- um í upphafi ferðar náðum við ■JiSSrei að klára. Mamma og pabbi akandi, amma og Salóme spjallandi dóttur, Þórdís, f. 18.5. 1977 og Ey- þór, f. 22.7. 1981. Áður átti Þórsteina Sigurbjörn, f. 3.5. 1962, maki Edda Ingibjörg Daníels- dóttir og eiga þau 3 börn og Baldvin Þór, f. 18.5. 1968, d. 8.12. 1970, 2) Jón Ólafur, f. 6.11. 1950, maki Elísabet Sig- urðardóttir, f. 26.10. 1953. Börn þeirra: Brynja, f. 22.12. 1974, sambýl- ismaður Hallgrímur Jökull Ámundason og eiga þau eina dóttur, María, f. 27.12. 1977 og Eyrún, f. 8.1. 1980 3) Gunnar Már, f. 16.4. 1954, maki Matt- hildur Jónsdóttir, f. 12.11. 1956. Börn þeirra: Jón Heiðar, f. 30.3. 1981, Karl Jóhann, f. 21.4. 1983, Bjarki Már, f. 10.8. 1988. Áður átti Gunnar Dóru Björk, f. 25.8. 1974 sambýlismaður Viðar Ein- arsson, 4) Ása Kristbjörg, f. 1.9. 1956, maki Þröstur Einarsson, f. 23.3. 1954. Börn þeirra: Salóme Huld, f. 18.10. 1977, Karl Jóhann, f. 1.10. 1980 og Oddur Ás, f. 23.12. 1991. Oddný stundaði nám við hús- mæðraskólann Ósk á ísafirði 1946. Auk heimilis- og bústarfa vann Oddný meðal annars tæp 20 ár á Hótel Esju, sem þerna og síðan yfirþerna og frá árinu 1989 sem gangavörður við Digranesskóla og vann þar fram á siðasta dag. Utför Oddnýjar fer fram frá Digraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. og Kallarnir lesandi Andrés Önd. Eða þegar þú komst með Salóme og Kalla til Orlando og við Ása hittum ykkur þar eftir 12 tíma seinkun á flugi frá Islandi hvað urðu miklir fagnaðarfundir þá. Alltaf varstu til í allt hvort sem það var að grafa krabba upp úr fjörusandinum eða róa út í fenin til að litast um eftir krókódílum. Og varst svo þolin- mæðin uppmáluð þegar við vorum komin í Disney til að standa í röð í 35 gráðu steikjandi sólarhitanum, af því að við trúum, eins og svo margir Islendingar, rétt eins og við trúum á nauðsyn góðrar sundkennslu, að slíkt væri nauðsynlegt fyrir börnin. Og ekki má gleyma hringferðinni kringum landið í fyrrasumar með tjaldvagninn, þá vorum við fimm, Óddur Ás hafði bæst við barnahóp- inn, en Salóme og Kalli upptekin af vinnu og sjálfstæðu lífi voru fjarri góðri skemmtan. Fjölskylduhugtakið er æði teygj- anlegt hugtak og oft var það sem þú leyfðir þér að víkka það út sem um munaði, eins og í jólaboðunum hjá þér þegar börnin og fjölskyldur hittust þá var það ósjaldan að gestir barnanna þinna og tengdabai-na urðu einnig þínir jólagestir. Eins var í sumarbústaðnum, við komum oft með fjölmennt vinalið en alltaf vorum við velkomin í hvort heldur var mat, drykk eða gistingu. Fyrir nokkrum árum stækkuðuð þið Kalli svo sumarbústaðinn til að betur færi um gestina. Víst hafa góðar og glaðværar stundir verið margar og vil ég þakka þér þær af alhug. Þakklæti mitt er líka mikið fyrir hversu tilbú- in þú hefur alltaf verið að stökkva inn í daglega lífið hjá okkur Ásu og aðstoða við heimilishaldið, taka á móti ömmubörnum úr skóla, baka fyrir þau, baka með þeim, sauma fyrir þau og með þeim, hjálpa til við heimalærdóm eða fara út í fótbolta ef enginn krakki var til að leika við. Alltaf hefur þú verið tilbúin að gefa af tíma þínum, lipurð og kröftum sem sannarlega voru miklir, alltaf starfað án tilætlunar og af miklum kærleik. Sagt hefur verið að það sjáist ekki fyrr en ævin er öll hvort maður sé farsæll. Því sem þú tókst þér fyr- ir hendur fylgdi mikil farsæld, hvemig þú leystir úr málum og reyndist þeim sem til þín leituðu. Við í Engjaseli 66 munum sakna þín mikið, þú hefur verið okkur svo mikilvægur uppalandi, vinkona og félagi, kraftaverkakona, mamma og amma. En mestur er missir Kalla, þegar lífsförunauturinn til fimmtíu ára er kallaður burt svo skyndilega. Eg vil biðja góðan guð að gefa hon- um styrk á þessum erfiðu tímum. Megi Guð gefa þér frið, og okkur líkn sem lifum. Þröstur. Nú legg ég augun aftur ó, Guð þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson) Við skyndilegt fráfall elsku syst- ur okkar Oddnýjar Guðbjargar Þórðardóttur (Diddu) er okkur mik- ill harmur í hug og hjarta. Hún varð snemma dugleg að hjálpa móður okkar sem varð ekkja með fjögur börn þegar Didda var aðeins níu ára gömul. Hún var mjög samviskusöm og sló aldrei slöku við. Hún gekk af krafti til verks, hvort sem um var að ræða handavinnu eða aðra vinnu og hún vann allt til síðasta dags. Hún giftist ung góðum manni, Karli Jóhanni Gunnarssyni frá Suð- m--Vík í Mýrdal, og eignuðust þau fjögur mannvænleg börn, þrettán barnabörn og tvö bamabamabörn. Vom þau hennar líf og yndi og er missir þeirra mikill. Þau hjón voru mjög samhent í öllu og afar gestrisin, við nutum þess oft er þau bjuggu í Vík, móðir okkar, við systurnar og fjölskyldur okkar, svo og eftir að þau fluttu suð- ur og í fallega sumarbústaðnum þeirra í Reynishverílnu í Mýrdal. Didda mín, við þökkum þér hjart- anlega fyrir alla hlýjuna til okkar og allt og allt. Guð geymi þig, alla þína ástvini og afkomendur og við send- um þeim innilegar samúðarkveðjur frá okkur systrunum og fjölskyld- um okkar. Sálminn hér á undan las móðir okkar oft með okkur fyrir svefninn á kvöldin. Lára, Ingibjörg og Þóra. Að kvöldi síðasta sumardags sofnaðir þú, elsku amma Didda. Við munum eftir öllum sumrunum í bú- staðnum ykkar afa þegar við lékum okkur saman, gengum yfir Reynis- fjall, lituðum uppi á háalofti og fór- um í fjöruna. í hvert skipti sem við komum til ykkar varst þú tilbúin með eitthvað gott að borða. Eitt sinn þegar öll fjölskyldan var sam- ankomin í bústaðnum ætluðum við elstu bamabörnin að sofa úti í tjaldi. Um miðja nótt voru allir hins vegar orðnir kaldir og þreyttir og því skriðum við inn í hús hvert á eft- ir öðru. Þar tókst þú á móti okkur opnum örmum og fannst svefnstað handa öllum. Þegar við vorum yngri og komum í heimsókn til ykkar afa á Digranes- veginn gafstu þér alltaf tíma til að sinna okkur. Oft fórst þú með okkur niður á róló bakvið húsið, við löbbuðum saman í litlu gulu búðina, fórum í sund, klæddum okkur í gömul fót af þér og puntuðum okk- ur með hálsfestunum þínum. Við gleymum aldrei dótaskápnum við útidyrnar, babúskunni fyrir ofan eldavélina, eldhúsáhöldunum sem við lékum okkur með og þegar við sátum saman inni í eldhúsi og hlust- uðum á Bibbu á Brávallagötunni. Þú fylgdist alltaf vel með öllum fjöl- skyldumeðlimum, hringdir alltaf í okkur þegar eitthvað stóð til eða bara til að spyrja hvernig við hefð- um það. Elsku afi okkar, við stönd- um öll saman og vinnum úr sorg- inni, hversu erfitt sem það verður. ... blóm vors skammvinna lífs það rís upp á sléttri grund með lit og blöð og einn dag er það horfið... (Jóhannes úr Kötium) ODDNY GUÐBJORG ÞÓRÐARDÓTTIR Við munum aldrei gleyma þér elsku amma okkar. Brynja, María og Eyrún. Skólinn byrjaði í haust rétt eins og áður. Allt var eins og það átti að vera. En skyndilega breytist allt, amma mín lést snögglega og nú hef ég hana ekki lengur hjá mér. Eg veit að englarnir taka vel á móti ömmu og gæta hennar. Megi guð varðveita sálu þína, amma mín. Elskulega amma, njóttu eilíflega guði hjá, umbunar þess, er við hlutum, ávallt þinni hendi frá, þú varst okkar ungu hjörtum, eins og þegar sólin hlý vorblómin með vorsins geislum vefur sumarfegurð í. Hjartkær amma, far í friði, fóðurlandið himneskt á, þúsundfaldar þakkir hljóttu þínum litlu vinum frá. Vertu sæl um allar aldir, alvaldshendi falin ver, inn á landið unaðsbjarta, englar drottins fylgi þér. (Höf. ókunnur) Þinn Bjarki Már. Elsku amma Didda Ég var að vonast til að mig hefði verið að dreyma þegar síminn hringdi á fóstudagskvöldið og mér var tilkynnt andlát þitt. Ég vona enn að ég fari að vakna en með hverjum deginum sem líður minnka líkurnar og ég þarf að fara að horfast í augu við þetta verk Guðs. Mér finnst ósanngjarnt að hann hafi kallað þig svona hrausta og hressa til sín en hann hefur líklega ætlað þér nýtt og stærra hlutverk annars staðar. Þú og afi voruð mér alltaf svo góð og dekruðuð mig mjög mik- ið. Þið gerðuð allt fyrir mig og skipti þá engu máli hvaða vesen var á mér, þið leystuð það alltaf fljótt og vel. Það var aldrei neitt mál hjá ykkur að laga hlutina. Þá tvo vetur sem ég bjó hjá ykk- ur var oft glatt á hjalla og hlóst þú oftast manna mest. Mikið líf og fjör var oft í kvöldmatnum, þegar við afi vorum að þrasa um það hvort smjör væri óhollt eða hvort skokk færi illa með hnén. Á þetta tuð hlustaðir þú með bros á vör. Áður en ég flutti inn til ykkar sagðir þú við mig að þú gætir verið full afskiptasöm og ef svo yrði þá ætti ég að láta þig vita. Aldrei kom til þess og gekk sambúð okkar þriggja eins og vel smurð vél. Vinkonum mínum varstu góð og passaðir upp á að við færum aldrei svangar út, ýmist heillaðir þú mag- ann í okkur með jólaköku eða daimís. Oft fannst mér, þegar við sátum við eldhúsborðið, að þú værir ekki aðeins amma mín heldur líka vinkona, því við gátum talað um heima og geima. Þetta var góður tími sem ég átti með ykkur afa og mun ég minnast hans um ókomna tíð. Mig langar að nefna margar aðr- ar góðar stundir sem ég hef átt með ykkur en þyrfti til þess heila bók en ég verð samt að nefna Ásenda, sem var paradísin ykkar og okkar hinna í fjölskyldunni. Þar áttum við marg- ar góðar stundir eins og þegar við Brynja fórum með ykkur rétt fyi-ir próf og ætluðum að nota tímann til upplestrar. Þið sáuð til þess að við værum eins og prinsessur sem ekk- ert máttu gera. Þessi helgi var mjög skemmtileg og er hún oft rifjuð upp af okkur frænkunum. Þegar ég sagði þér að ég væri barnshafandi og þar af leiðandi þriðja langömmubamið á leiðinni varstu himinlifandi og vildir segja öllum það strax. Mér fannst gott til þess að hugsa að bamið mitt yrði þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga tvær langömmur og tvo langafa, en því miður gat ekki orðið af því. Þess í stað munum við afi Kalli vera dug- leg að segja barninu mínu frá því hvað þú varst góð kona og mikil amma. Söknuður okkar allra er mikill en veit ég að þú elsku afi minn átt mjög erfitt, þið vorað svo samrýnd hjón sem gerðuð nær allt saman. Ég þykist vita að amma hefði viljað að við værum sterk í sorginni og vonast ég til að Guð muni styrkja okkur öll á þessum erfiðu tímum. Guð blessi minningu ömmu minn- ar, Oddnýjar Guðbjargar Þórðar- dóttur. Þín Dóra Björk. Elsku amma mín hefur nú kvatt þennan heirn og lagt upp í sína hinstu för. Otal minningar koma upp í hugann þegar ég hugsa til þín. Engin orð fá því lýst hvað það er sárt að missa þig, þú sem ert búin að vera heilsuhraust síðan ég man eftir mér og kom því andlátsfregnin allverulega á óvart. Ég hélt að amma færi fljótlega að minnka við sig vinnuna og taka lífinu rólegar. Ein af mörgum minningum um ömmu Diddu, eins og við kölluðum hana, em þegar við dvöldum í sum- arbústað ykkar afa. Alltaf var það tilhlökkunarefni að fá að fara í „sumó“ því þar var alltaf nóg að gera. Amma mín hafði mikið yndi af að hafa okkur í kringum sig. I sum- arbústaðnum sat hún ekld auðum höndum heldur var á fullu að betrumbæta og halda bústaðnum við. Eftirminnilegt er hvað hún og afi lögðu sig fram við að hlúa að trjánum. Trén sem þau gróðursettu hafa dafnað vel og veita skjól og ilm þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Sumarbústaðurinn var sá staður þar sem fjölskyldan kom saman nokki-um sinnum á sumrin og hjálp- aði ömmu og afa við stærri verkefni. Á veturna vann hún sem ganga- vörður í Digranesskóla. í skólanum sá ég hana á hverjum dagi og það var gott að geta leitað til ömmu í skólanum þegar ég var yngri. Hver minning dýrmæt perla aó liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka þér Pinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Minningarnar um ömmu mína mun ég geyma alla ævi. Ég bið al- góðan Guð að blessa minningu hennar og styrkja afa minn, fjöl- skyldu og vini. Ég kveð þig með söknuði. Megi Guð blessa og geyma ömmu um alla eilífð. Takk fyrir allt. Þitt bamabarn Karl Jóhann Gunnarsson. Elsku amma, það er mjög erfitt að sætta sig við að þú hefur kvatt okkur. Þú varst vítamínsprautan sem gafst aldrei upp, alltaf skemmtileg og hress. Það era ótrúlega margar góðar minningar tengdar þér og era sum- arbústaðarferðirnar ógleymanlegar. Á hverju sumri, í nokkur ár, bauðstu okkur öllum frændunum i viku hvíldar- og ævintýraferð í sum- arbústaðinn. Það var mjög gott að fá heitt kakó og „ömmubrauð" þeg- ar við komum inn á kvöldin. Það var líka mjög skemmtilegt að hafa þig í skólanum. Þú varst alltaf til í að „redda“ mér, til dæmis þegar mig vantaði nesti eða hafði gleymt ein- hverju heima. Það var gaman að setjast niður með þér og spjalla um lífið og tilverana, þú varst alltaf með einhverjar fréttir og mjög áhugasöm um það sem ég var að gera. Á aðfangadag fórum við bræð- urnir með ykkur afa í messu og á jóladag og á gamlárskvöld kom fjöl- skyldan saman. Einnig era mér minnisstæðar heimsóknir niður á Digranesveg þar sem þú bauðst upp á kjúkling, vöfflur og annað góð- gæti. Amma var hörkudugleg og lifði fyrir fjölskylduna. Ég veit að þín verður sárt saknað af þinni stóru fjölskyldu og öllum sem urðu þeirr- ar gæfu aðnjótandi að kynnast þér. Það er ljóst að hér hefur mikil kjarnakona fallið frá en hún mun lifa að eilífu í góðum minningum að- standenda. Amma mín, ég kveð þig með söknuði og virðingu, og ég vil þakka þér kærlega fyrir allar þær

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.