Morgunblaðið - 30.10.1998, Side 48

Morgunblaðið - 30.10.1998, Side 48
FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ 4 MINNINGAR HERA NEWTON i i i i í i -L> Hera Newton I fæddist í Reykjavík 12. maí 1942. Hún lést á | heimili sínu, Garða- torgi 7, 20. október siðastliðinn og fór 'j útför hennar fram frá Fossvogskirkju 1 29. október. Ég kynntist Heru ^pegar við vorum 14 ára I gamlar. Við vorum fæddar sama ár. Þegar ég sá hana fyrst hafði ég aldrei séð fallegri stúlku, með dökkt hár og falleg augu. Hera var ekki bara falleg í I útliti, hún hafði mikinn persónu- , leika og stórt hjarta. Það var alltaf gott að leita til hennar þegar eitt- | hvað bjátaði á. Við urðum góðar vinkonur þegar , þau hjónin fluttu í sömu götu og I við, Hjarðarhaga. Báðar orðnar mömmur, hún búin að eignast sitt fyrsta bam og ég nýbúin að eignast j son minn. Það var alltaf gott að fá j Heru í heimsókn, hún kom oft við á .4 ‘ '“téið úr vinnu. Síðan höfum við alltaf haldið vinskap. Hera var aðeins 55 ára þegar hún lést, á besta aldri, búin að koma upp stelpunum sínum þremur og búin að eignast fjögur ibarnabörn. Hún átti fallegt heimili og allt gekk vel þegar það uppgötvaðist að hún væri með krabbamein. Mér þótti mjög vænt um það, þegar Hera bað mig að koma með | sér á kaffihús síðustu vikurnar sem J hún lifði, ákveðin í að njóta tímans I ’*r"!sem hún hefði til að hitta og sjá fólk. Hún var þá komin í hjólastól og það fannst henni ekkert mál, lét það ekkert aftra sér, hélt alltaf í vonina. Viku áður en Hera lést sagði hún mér að þau hjónin ætluðu til Kanaríeyja í febrúar og sagði að það væri gaman ef við gætum komið með. Hún ætl- aði líka að halda upp á það með okkur hjón- unum þegar við vær- um flutt inn í nýja húsið okkar, það mun- aði bara tveim vikum að við næðum því. Alltaf hringdi hún öðru hvoru til að spyrja hvernig gengi með húsið, þó að hún væri svona veik. Elsku Palli, þú missir góða konu og þú stóðst þig eins og hetja að annast hana, hættir að vinna til að geta það. Við biðjum Guð að varð- veita þig og fjölskyldu þína. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðarviðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Aðalheiður og Hafþór. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Hera mfn, þú barðist hetjulega við þinn illvíga sjúkdóm og var upp- gjöf ekki til í þínum huga. Bjartsýni þín var ótrúleg og þrátt fyrir þverr- andi mátt, varstu farin að undirbúa ferð til Kanaríeyja í febrúar á næsta áiu. Nú þegar komið er að kveðju- stund viljum við Gummi þakka þér fyrir þær góðu minningar sem við eigum írá samverustundum okkar í gegnum árin. Elskulega fjölskylda, Stanley, Sigga Rut, Hólmar og börn, Ás- laug, Sif, Axel og litli Stanley Örn, þið takist nú á við sorg og söknuð vegna missis eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu. Þegar fram líða stundir, getið þið hugsað til þess með stolti að ykkur tókst með mikilli ást og umhyggju að veita Heru stærstu ósk sína, að fá að vera heima allt til enda. Ykkar hlutur í bjartsýni hennar og bar- áttuþreki var stór. „Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að að- eins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (KahlD Gibran) Okkar innilegustu samúðar- kveðjur til ykkar, einnig til systk- ina Heru og annarra ættingja. Jóna og Guðmundur. Kallið er komið, komin er stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna er sefur hér hinn síðsta blund. i | I f i ? AGUSTA SIGMUNDSDÓTTIR + Ágústa Sig- mundsdóttir var fædd á Akra- nesi 11. ágúst 1958. Hún lést 24. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigmundur Ingimundarson, f. 11.2. 1929, d. 22.11. 1994, og Sæunn Árnadóttir, f. 10.6. 1940, d. 25.6. 1996. Ágústa eignaðist fjögur börn. Þau eru: 1) Þórey Guð- ný, f. 24.10. 1976. 2) Sævar, f. 15.9. 1978. 3) Þórdís Anna, f. 27.11. 1985. 4) Heimir Andri, f. 30.10. 1997. Systkini Ágústu eru: 1) Árni Þór, f. 3.10. 1956, kvæntur Sigrúnu Rík- harðsdóttur, f. 18.4. 1962. Árni á fjögur börn. 2) Ingimundur Svan- ur, f. 17.6. 1970. Hann er giftur Hjördísi Bjöms- dóttur, f. 31.7. 1974. Ágústa stundaði ýmis störf, m.a. við fískvinnslu. _ títför Ágústu verður gerð frá Akranes- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Eftir að hafa fest kaup á nýjum bfl leggur ung kona leið sína úr aPæykjavík. Ferðinni er heitið heim á Ákranes þar sem hún er fædd og uppalin. Þar hefur hún einnig alið börnin sín. Hún hlakkar til ferðar- innar og ætlar að njóta nýja bíls- ins. Hún hefur ekki keyrt mikið undanfarin ár. Því ætlar hún ekki að fara þessi nýju göng. Nei, hún ætlar að aka fyrir Hvalfjörðinn sem oft nýtur sín best þegar lýsir af tungli. En röng beygja er tekin. Hugurinn er ekki eins skarpur og hann var þegar heilbrigðis naut við. Áfram er ekið. Veðrið fer ^’ersnandi en bíllinn er heitur, hlýr og nýr. Snjór fer að falla og byrgir hann þau kennileiti er ættu að þekkjast bílstjóranum. Enn þyngir færð og loks er svo komið að bif- reiðin situr fóst. Beðið er einhvers sem hugsanlega á leið um. En eng- inn kemur. Því er ekki um annað að ræða en ganga af stað. Líkam- inn er máttlítill sökum langvarandi veikinda. En unga konan er ákveð- in og gengur í átt að ljósglætu er hún greinir í fjarlægð. Veður tepp- ir torfæra leið. Leið hennar er löng en hún liggur beint í átt að ljósinu, yfir hraun, hóla og girðingar. Kuld- inn bítur á og mátturinn fer minnk- andi. Unga konan er ákveðin. Hún þekkir af mikilli reynslu sinnar stuttu ævi að uppgjöf er ekki til í hennar huga. Hún hefur í lífi sínu orðið að takast á við svo marga örðugleika að hún hlýtur að sigrast á þessum. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem fiðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd reina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Hún gerir hvfld á för sinni. Enn er langt í ljósið. Það þarf mikla þrautseigju til að standa upp aftur og halda áfram för, en það gerir hún af sínum veika mætti. En þar kemur að kraftar þrjóta. Veikur líkaminn gefst upp. Unga konan sest niður til hvfldar þar sem enn er langt að ljósinu. En þegar liðin er dálítil stund sér hún ljós svo undurskært. Hún þarf ekki að ganga lengra því ljósið kemur til hennar. I þetta ljós gengur hún og með þessu ljósi kveður unga konan þetta jarðlíf. Þessi unga kona var Ágústa Sig- mundsdóttir. Hún var fædd á Akra- nesi á afmælisdegi langömmu sinn- ar, miðbarn foreldra sinna. Ágústa þótti snemma ákveðin. Hún byrjaði ung að vinna fyrir sér eins og gjarnan tíðkaðist á þessum árum. Hún vann við ýmis störf, þó lengst af við fiskvinnslu. Ung eignaðist hún sitt fyrsta barn, Þóreyju. Seinna fæddust Sævar, Þórdís og í fyrra eignaðist Ágústa dreng sem skírður var Heimir Andri. Ágústa bjó lengi við vanheilsu. Því var mik- ill harmur að henni kveðinn er hún missti báða foreldra sína og ömmu með stuttu millibili. Til þeirra hafði hún sótt mikinn styrk í veikindum sínum. En hún hafði hlotið mikla þrautseigju í arf. Léttleiki hennar og hispurslaus húmor áttu sinn þátt í því að hjálpa henni við að takast á við örlög sín. Heilsu sinnar vegna var henni ekki fært að annast ný- fæddan dreng sinn sem heldur upp á árs afmæli sitt á útfarardegi móð- ur sinnar. Var það henni mikil sorg. Var drengurinn því settur í fóstur. Ágústu reyndist þó betur að takast á við þá sorg sína er hún kynntist því fólki er fóstrar barnið og sá að hjá því býr hann við ástríki og gott atlæti. Ágústa bjó með Garðari Garð- arssyni rafvirkja í rúm 10 ár eða þangað til leiðir þeirra skildi fyrir 5 árum. Hafa Garðar og fjölskylda hans sýnt Ágústu mikinn stuðning æ síðan. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Með nokkrum orðum langar mig að minnast elskulegrar vinkonu minnar, Heru Newton. Við kynnt- umst í lok ágúst 1969 um borð í ms. Gullfossi, en þá voru Hera, Stanley og Sigga Rut, elsta dóttir þeirra, ásamt hópi námsmanna á leið til Lundar í Svíþjóð. Þar hófst vinátta okkar sem óx og dafnaði eftir því sem árin liðu. Hera var góður vinur vina sinna og lét sér annt um þá. Hún var hreinskiptin og sagði alltaf það sem henni fannst en það kunni ég vel að meta. Við áttum margar skemmtilegar stundir er við vorum nágrannar í Furugerði og Espi- gerði, en þá leið vart sá dagur að ekki væri haft samband eða við hittumst. Margar fórum við bæjai-- ferðimar þegar þurfti að kaupa fót eða annað til heimilisins, en Hera var einstaklega smekkleg og hugguleg í klæðaburði og fasi. Hera var ákaflega flughrædd, en á seinni áram hafði sú hræðsla minnkað verulega. Við gerðum með okkur samkomulag um að ég skyldi alltaf hugsa til hennar þegar hún væri að ferðast, á leið út og á leið heim, en svo fór að ég ferðaðist heldur aldrei öðravísi en að gefa henni líka upp mína flugtíma. Á síðastliðnum þremur áram kom glöggt í ljós sá óbilandi kjark- ur og bjartsýni sem einkenndi Hera þrátt fyrir erfiðan sjúkdóm og meðferð, og dáðist ég að því hversu vel Stanley annaðist hana og hjúkraði gegnum þetta tímabil með dyggri aðstoð dætranna. Við fráfall góðrar vinkonu er stórt skarð höggvið í vinahópinn og söknuðurinn er sár. Það er erfitt að hugsa til þess að við getum ekki lengur rætt saman um þau mál sem voru efst í huga, en ljúfar Það er trú mín að tilgangur sé með svo torfæru lífi sem Ágústa fékk að reyna. Væri ekki svo, væri erfitt að skilja hvers vegna svo mik- ið er lagt á suma, en jafnvel ekkert á aðra. I ljóði sínu, Einræður St- arkaðar, segii' skáldið Einar Bene- diktsson: En mundu, þótt veröld sé hjartahörð, þótt hrokinn sigri og rétturinn víki, bölið sem aldrei fékk uppreisn á jörð, var auðlegð á vöxtum í guðanna ríki. Megi Guð styrkja fjölskyldu Ágústu í sorginni. Eftir lifir minn- ing um glaðlynda manneskju sem öllum vildi vel. Eyþór Eðvarðsson. Veturinn napur hrifsaði okkur út úr sumrinu, enginn fyrirvari, ekk- ert haust, bara ískaldur veruleik- inn. Mín kæra vinkona Gústa er dá- in, mér finnst það svo óraunvera- legt að ég trúi því varla enn að hún sé horfin frá okkur. Hún hljómar í huganum og minningarnar dansa fyrir augunum - skynfærin neita að bregðast við, já haustið kom aldrei, hún var bara fertug. Það er nánast óbærilegt að geta ekki tekið upp símann, hringt í hana eða skroppið upp á Skaga í kaffi og spjall eins og ég gerði svo oft. Vinátta okkar Gústu hófst er við byrjuðum skólann saman í tímakennslu á Akranesi og hélst traust gegnum öll árin fram á þennan dag. Á unglingsárunum brölluðum við margt saman, vorum oftast þrjár vinkonurnar Gústa, Valla og ég. Alltaf vorum við mjög svo samtaka við að „mæla göturn- ar“ eins og foreldrar okkar kölluðu það, þ.e. ganga rúntinn á Akranesi þess tíma. Frá BSA-sjoppunni (við hliðina á pósthúsinu) þrömmuðum við niður á hótel með viðkomu í „huldarskoti" en þar var oft stopp- að, - eða þá að farið var í herbergið hans Dadda á Suðurgötunni í kjall- aranum hjá ömmu og afa hennar Gústu. minningar verða mér alltaf mikils virði. Fjölskyldan var Hera allt, enda helgaði hún eigimanni sínum, dætr- um, tengdasonum og barnabörnum tíma sinn og huga og við vottum þeim dýpstu samúð okkar. Við biðjum góðan Guð að blessa Heru og vernda á nýjum stað. Dúa og Snæbjörn. Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og uppMminn fegri en auga sér mót öUum oss faðminn breiðir. (Einar Ben.) Þegar ég frétti lát Hera komu upp í hugann myndir frá liðnum dögum. Ég sá Heru fyrst heima á Akureyri, þá var hún ung stúlka að sunnan að kenna dans hjá Dans- skóla Heiðars Ástvaldssonar. Ég man hvað mér þótti hún glæsileg, dökk á brún og brá með hárið upp- sett, samkvæmt nýjustu tísku. Allmörgum áram síðar lágu leiðir okkar Hera saman úti í Lundi. Þá upphófst vinátta okkar sem síðan hefur haldist. Við defldum gleði og sorgum á árunum okkar í Svíþjóð, eftir á að hyggja vora það aðallega gleðistundir sem við áttum saman. Það er svo stutt síðan við hitt- umst á fallega heimilinu þeirra Heru og Stanleys og rifjuðum upp liðna tíma, Hera þá orðin mikið veik, en gerði að gamni sínu og var svo jákvæð og andlega hress. Ég átti ekki von á að það yrði í síðasta skipti sem við myndum hittast. Hera var gædd góðri kímnigáfu, hún var vinur vina sinna, það hef ég fundið þegar eitthvað hefur bjátað á. Hera var alla tíð glæsileg, meira að segja í erfiðum veikándum sín- um. Ég veit að missir fjölskyldu hennar er mikill og að orð eru lítils megnug í sorginni. Elsku Stanley, Sigga Rut, Ás- Árin liðu og þroskinn færðist yfir og Gústa var alltaf sjálfstæð og órög að fara sínar eigin leiðir. Til dæmis þegar við fengum bflprófið var alveg ljóst að Gústa ætlaði ekki að vera neinum háð með bflkostinn - nei hún var eina stelpan í öllum árganginum sem safnað hafði fyrir bfl, rauðum kagga - Mustang, og nutum við hinar góðs af og gátum rántað um með henni á tryllitæk- inu. Allar þrjár eignuðumst við okkar fyrsta barn á sama árinu, við Valla stráka en Gústa eignaðist stelpu. Og enn halda forlögin í sömu hend- ur því tveim áram seinna eignumst við Gústurnar aftur börn, þá báðar stráka. Þessir tveir drengir hafa alla tíð verið miklir vinir, nánast eins og bræður, og hefur vinskapur okkar Gústu sjálfsagt þar miklu valdið. Um þetta leyti var ég flutt upp í sveit, en fór oft út á Skaga og var þá fastur liður að koma við hjá Gústu í kaffi og hressilegt spjall. Á sama hátt kom hún oft upp í sveit- ina til mín og þá með börnin sín Þóreyju og Sævar, sem oftar en ekki urðu eftir hjá mér í sveitinni, en Sævai-i líkaði sveitalífið betur en systur hans og var í sveit hjá mér í mörg sumur og skólafríum. Þannig var vinátta okkar Gústu; ef ég þurfti á hjálp að halda gat ég reitt mig á að þar var hana að finna, hjá henni og Garðari barnsföður henn- ar og þáverandi sambýlismanni. Síðar urðu þau fyrir þeim sára missi að drengurinn þeirra dó í fæðingu, en ári síðar eignuðust þau aðra dóttur sem þau skírðu Þórdísi eftir ömmu sinni. Þegar á reyndi og ég þurfti á hjálpinni að halda var Gústa strax komin og útvegaði mér húsnæði hjá sér í húsinu þeirra Garðars. Við bjuggum þarna saman í sjö mánuði og brá aldrei skugga á og höfum við alla tíð síðan verið nánast eins og systur. Dagarnir vora fljótir að líða þegar maður var í návist Gústu og uppátækin mörg. Á hverjum 4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.