Morgunblaðið - 30.10.1998, Síða 53

Morgunblaðið - 30.10.1998, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1998 53 ^ Málþing um áhrif virkjana norðan Vatnajökuls FRÁ vígslu Breiðavíkurskála í sumar. Myndakvöld Ferðafé- lagsins frá Austfjörðum MÁLPING um áhrif virkjana norð- an Vatnajökuls verður haldið á morgun, laugardag, í Hátíðarsal Aðalbyggingar Háskóla íslands. Þorvarður Árnason frá Siðfræði- stofnun HÍ setur málþingið kl. 13 og að þri loknu hefst eftirfarandi dagski-á sem stendur til kl. 17. 13.10: Umfjöllun um mat á um- hverfisáhrifum. Elín Smáradóttir, lögfræðingur hjá Skipulagsstofn- un. 13.40: Kynning á virkjanasvæð- inu og virkjanaáætlunum - hver verða umhverfisáhrifin? Skarphéð- inn Þórisson líffræðingur. 14.10: Eyjabakkar, fuglalíf. Krist- inn Haukur Skarphéðinsson, fugla- fræðingur Náttúrufræðistofnunar Islands. 14.25: Rannsóknir Landsvh-kjun- ar á umhverfisþáttum fyrirhugaðra virkjana norðan Vatnajökuls. Helgi Bjarnason, deildarstjóri umhverfis- deildar Landsvirkjunar. 14.55 Kaffihlé. 15.15: Stóriðja og Rammasamn- ingur Sameinuðu þjóðanna um Aðalfundur Landverndar AÐALFUNDUR Landverndar verður haldinn í gistihúsinu Staðar- flöt í Hrútafirði 30. og 31. október nk. Fundurinn hefst kl. 19.30 á föstudagskvöld með kvöldverði og kvöldvöku. Þar mun Steingrímur Hermannsson, fyi-rverandi ráð- herra, flytja erindi um sjálfbæra þróun á nýrri öld og einnig verður héraðsþáttur úr Húnaþingi. Kvöld- vakan er öllum opin. Á laugardag verða hefðbundin aðalfundarstörf. Landvernd, landgræðslu- og náttúruverndarsamtök Islands, eru landssamtök áhugamanna um land- græðslu og umhverfisvernd. í sam- tökunum eru um 60 félög og félaga- samtök, þar á meðal nokkur fjöl- mennustu félagasamtök í landinu. í mars sl. stóð Landvernd fyrir ráðstefnu um varnir gegn gróður- húsaáhrifum, ásamt Framtíðar- stofnun. Landvernd tekur þátt í umfjöllun og stefnumótun um þetta efni. Landvernd vinnur nú, í sam- vinnu við fjölmarga aðila, að verk- efni um hálendi Islands. Tilgangur verkefnisins er að koma á samstarfi áhuga- og hagsmunaaðila um að afla og kynna sem víðtækasta þekk- ingu um hálendið og skapa þannig grundvöll fyrir rökstudda og mál- efnalega umræðu um vernd og nýt- ingu þess. Haldin verður ráðstefna um þetta efni í janúar nk. Landvernd rekur umhverfis- fræðslusetur í Alviðru í Ölfusi. Þar fer fram fjölbreytt fræðslustarf með áherslu á náttúruskoðun og útivist. Þetta fræðslustarf er einkum sótt af skólafólki og félagasamtökum. Stofnun Þjóð- fræðingafélags FUNDUR verður haldinn í Skóla- bæ í kvöld, föstudagskvöldið 30. október, kl. 20.30, þar sem þjóð- fræðingar og þjóðfræðinemar ætla að hittast og eiga saman kvöld- stund. Dagskránni er skipt í tvennt. í fyrsta lagi stendur til að stofna þjóðfræðingafélag, sem verður sam- starfs- og umræðuvettvangur þeirra sem lokið hafa námi í grein- inni eða leggja stund á rannsóknir í þjóðfræði. í annan stað verður þjóðfræðing- urinn Bo Almqvist með framsögu á fundinum og talar hann um þjóð- fræði á Irlandi. Prófessor Bo Almqvist er íslendingum að góðu kunnur fyrir rannsóknir sínar á ís- lenskum fornsögum og samanburð- arrannsóknir á íslensku og írsku þjóðfræðaefni. loftslagsbreytingar. Tryggvi Felix- son hagfræðingur. 15.45: Efnahagslegir þættir stór- iðjustefnu. Stefán Gíslason um- hverfisfræðingur, umhverfisstjórn- un MSc. 16.15: Pallborðsumræður. Þátt- takendur: Þorvaldur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveit- arfélaga á Austurlandi (SSA), dr. Þóra Ellen Þórhallsdóttir líffræð- ingur, Bjarnheiður Hallsdóttir ferðamálafræðingur og Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar. Fundarstjóri er Ámi Gunnars- son, framkvæmdastjóri Heilsuhælis NLFÍ. Með stjórn pallborðs og um- ræðna fer Stefán Jón Hafstein rit- stjóri og Guðríður Helgadóttir, fag- deildarstjóri Garðyrkjuskóla Is- lands. Að málþinginu standa Náttúru- verndarsamtök Islands, Félag um verndun hálendis Austmdands, Náttúruverndarsamtök Austur- lands og Fuglaverndarfélag ís- lands. Opinn fundur um hvalveiðimálið SJÁVARNYTJAR halda opinn fund um hvalveiðimálið á Grand Hóteli laugardaginn 31. október nk. og hefst fundurinn kl. 13. Fundur- inn er öllum opinn. „Á fundinum munu koma fram nýjar upplýsingar um stöðu hvala- mála, bæði hvað varðar ástand hvalastofna við ísland, reynslu Norðmanna af hvalveiðum og bar- áttu við hvalfriðunarsamtök og stöðu þingsályktunartillögu um hvalveiðar sem nú liggur fyrir Al- þingi. Þá kemur fram, hvort og þá hvaða áhrif hvalveiðar íslendinga geti haft á alþjóðaviðskipti og þýð- ingu alþjóða viðskiptasamninga í því samhengi. Einnig verður fjallað um þá stöðu sem hvalveiðimálið virðist vera í; stjórnvöld fást ekki til að taka ákvörðun um veiðar, þrátt fyrir að 80% þjóðarinnar séu því fylgjandi. Fundurinn ber yfirskrift- ina: Á þjóðin engu að ráða um nýt- ingu hvalastofna?" segir í fréttatil- kynningu. Á fundinum flytja ávörp þeir Gísli Víkingsson frá Hafrannsóknastofn- un, Arnar Þór Júlíusson lögfræð- ingur, Guðjón Guðmundsson alþing- ismaður, Steinar Bastesen, stór- þingsmaður í Noregi, og Jón Gunn- arsson, formaður Sjávarnytja. Fyrirlestur um samspil plantna og plöntusjúk- dómavalda STEFÁN Þór Pálsson, sérfræðing- ur á rannsóknastofu Islenski-ar erfðagreiningar, mun halda erindi um sameindalíffræðilegar hliðar á samspili plantna og plöntusjúk- dómavalda á morgun, laugardag, á Lynghálsi 1. Erindið hefst kl. 14 og að því loknu verður opið hús þar sem gestum gefst kostur á að skoða rannsóknastofur Islenskrar erfða- greiningar. Öllum er heimill að- gangur meðan húsrúm leyfir. í erindi sínu mun Stefán Þór ræða um þá sérstöku eiginleika sem plöntur hafa til að verja sig gegn ýmsum skakkafóllum og árásum ör- vera sem valda plöntusjúkdómum, segir í fréttatilkynningu. Stefán Þór Pálsson stundaði nám í búvísindum við Konunglega dýra- lækna- og landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn og lauk þaðan BSc-prófi. MYNDAKVÖLD Ferðafélagisns verður í kvöld kl. 20.30 í Mörk- inni 6. Þar munu þær Inga Rósa Þórðardóttir, formaður Ferðafé- lags Fljótsdaíshéraðs og ína D. Gísladóttir, formaður Ferðafé- lags Fjarðamanna, sýna myndir og segja frá gönguleiðum á Aust- fjörðum á svæðinu frá Borgar- firði eystra til Reyðaríjarðar þar sem Víknasvæðið og Gerpissvæð- ið koma helst við sögu frá Borg- arfirði eystra til Seyðisfjarðar. Borgfirðingar hafa undanfarin ár lagt áherslu á að kynna svæð- ið sem gönguland, hafa stikað Föstudagsfyrir- lestur Líffræði- stofnunar í FÖSTUDAGSFYRIRLESTRI Líf- fræðistofnunar í dag, 30. október, mun Emma Eyþórsdóttir, búfjár- erfðafræðingur við Rannsóknastofn- un landbúnaðarins (RALA), flytja er- indi um rannsóknarverkefni sitt. Er- indið nefnist Erfðabreytileiki ullar- og skinnaeiginleika í íslensku sauðfé. Erindið verður haldið á Grensás- vegi 12, stofu G-6, og hefst klukkan 12.20. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Norrænar barnamyndir í TILEFNI af Norrænu barna- myndahátíðinni sem er nýlokið hefur Norræna húsið fengið leyfi til að sýna nokkrar myndanna sem sýndar voru í Regnboganum meðan á hátíð- inni stóð. Sýningar verða á laugar- daginn 31. október. Þær hefjast kl. 10 að morgni og standa fram til klukkan 15 og eru sýningar í sal Norræna hússins. gönguleiðir og gefíð út gott göngukort, segir í fréttatilkynn- ingu. Ferðafélag Fljótsdalshér- aðs reisti í sumar nýjan skála á Víknasvæðinu í Breiðavík. Ferðafélag Fjarðarmanna hef- ur aftur á móti lagt áherslu á Gerpissvæðið og annað umhverfi Norðfjarðar og Reyðarfjarðar. Félagið vinnur að opnun Gerpis- svæðisins sem göngulands með stikun og í sigtinu er að gefa út göngukort af þessu landsvæði, segir í tilkynningunni. Kaffiveitingar eru í hléi og að- gangseyrir er 500 kr. Kl. 10 verða finnsku stuttmyndirn- ar Þraukaðu og brostu, Skvettur og Urpo og Turbo sýndar. Kl. 11 eru það sænsku stuttmynd- irnar Binke getur ekki flogið, Snati er svangur og Tígurhjarta. Kl. 13 verður sýnd norska kvik- myndindin Maja Steinandlit. Kl. 14.20 eru síðan sýndar dönsku stuttmyndh-nar Upp með hendur og Fanny litlausa. Myndirnar hæfa öllum aldri og er öllum heimill ókeypis aðgangur með- an húsrúm leyfir. Nánari upplýsing- ar eru gefnar á bókasafni Norræna hússins. Opiö hús Félags áhugafólks um Downs-heilkenni FÉLAG áhugafólks um Downs-heil- kenni hefur opið hús laugardaginn 31. október kl. 16 í húsnæði Lands- samtakanna Þroskahjálpar, Suður- landsbraut 22. í framhaldi af heimsókn Irene Jo- hannson sl. sumar vill stjórn félags- ins ræða frekar um gagnsemi „tákn með tali“, um aðferðir Irene, hver tilgangurinn er með þeim og hvað má betur fara. Hið uppruna- lega Kriya-jéga á Islandi HINGAÐ til lands er væntanlegur jógi sem mun leiðbeina fólki í Kriya- jóga hugleiðslu. Kriya-jóga er hug- leiðslutækni sem var kennd í fyrsta sinn á Islandi í sinni upprunalegu mynd vorið 1996, að því er segir í fréttatilkynningu. Jóginn sem mun kenna tæknina er Peter van Breu- kelen. Hann er nemandi Paramahansa Hariharananda Giri, en hann er tal- inn einn mesti jógi sem uppi er í dag, segh' í tilkynningunni. Hariharan- anda er eini núlifandi lærisveinn Sri - Yukteswars, sem var andlegur fræð- ari Paramahansa Yogananda. Yog- ananda þekkja margir, því hann stofnaði einn þekktasta bréfaskóla í jógafræðum í heiminum í dag, Self- Realization Fellowship í Bandaríkj- unum og Yogoda Satsanga félagið á Indlandi. Þess má geta að í Self- Realization Fellowship eru allmai'gir íslendingar. Kennslan í Kriya-jóga fer fram dagana 30. október til 3. nóvember í sal Mannspekifélagsins á Klappar- stíg 26, 2. hæð. Fyrst verður ókeypis kynningarfyrirlestur en sjálft nám- skeiðið kostar 5.000 krónur. Skrán- ing er ekki nauðsynleg, en fólk ætti að tilkynna þátttöku sína í lok fyrir- lestrarins. Fyrirlesturinn verðm- haldinn fóstudagskvöldið 30. október klukkan 21 í sal Mannspekifélagsins en námskeiðið hefst morguninn eftir klukkan 9 og stendur fram á þriðju- dagskvöld. Vélsleðasýning hjá Merkúr UM helgina kynnir Merkúr hf. 1999- árgerðirnar af vélsleðum frá Yamaha. Auk nýrra sleða verða . sýndir nokkrir notaðh- sleðar, úrval -af fylgihlutum, fatnaði, hjálmum og fleiru fyrir vélsleðafólk. I fréttatilkynningu segir: „Yamaha gjörbylti vélasleðaheiminum árið 1997 þegar kynnt var alveg ný léttari og sterkari grindarbygging, ný fjöðr- un og vél. Helsta nýjungin núna er Ventura 600 tveggja manna sleði með nýrri 3 strokka vél.“ Sýningin er opin laugardaginn 31. október frá kl. 10-17 og sunnudaginn 1. nóvember frá kl. 13-17. „Tundurskeyta- flugsveitin“ í bíésal MÍR KVIKMYNDIN „Tundurskeyta- flugsveitin" verður sýnd í bíósal MIR, Vatnsstíg 10, sunnudaginn 1. nóvember kl. 15. Mynd þessi var gerð í Sovétríkj- unum fyrir 30-40 árum og lýsir bar- áttu sovéskra liðssveita á norður- slóðum við flug- og herskipaflota Þjóðverja í síðari heimsstyrjöldinni. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. LEIÐRÉTT Rangur fæðingarstaður í FORMÁLA minningargreinar um Sólveigu Elínu Pálsdóttur í Morgun- blaðinu þriðjudaginn 27. október var missagt að Sólveig Elín væri fædd í Neskaupstað, en hið rétta er að hún fæddist í Reykjavík. Hlutaðeigendur era beðnir velvirðingai- á þessum mistökum. Rangt föðurnafn GREIN eftir Ragnar A. Þórsson birtist í Morgunblaðinu í gær á bls. 41. Nafn höfundar, sem starfar við ferðaþjónustu, misritaðist og er hann beðinn afsökunar á mistökunum. Viljinn ekki elsta skólablaðið í GREIN um tvöfalt níræðisafmæli í Verzlunarskóla íslands er sagt að Viljinn sé elsta skólablað á íslandi. Það er víst rangt, því Skinfaxi blað Framtíðarinnar, en svo nefnist mál- fundafélag Menntaskólans í Reykja- vík, var fyrst gefið út árið 1898, og er því hundrað ára í ár, eða tíu árum / eldri en Viljinn. Stýrimannaskélinn í Reykjavík Þorsteins Valdi- marssonar minnst ÞORSTEINN Valdimarsson, skáld og kennari við Stýrimanna- skólann í Reykjavík til margra ára, hefði orðið áttræður 31. októ- ber hefði hann lifað. Starfsfólk skólans með stuðningi velunnara ætla að minnast Þorsteins á þess- um tímamótum með samkomu í Hátíðasal Stýrimannaskólans laugardaginn 31. október kl. 14. Þar mun Eysteinn Þorvaldsson, prófessor, flytja erindi um skáldið og Sigríður Ella Magnúsdóttir og Ólafur Vignir Albertsson flytja lög úr Carmen. Lög eftir skáldið verða flutt, Gunnar Stefánsson les úr ljóðum skáldsins og Kári Valv- esson fjallar um kennarann Þor- stein Valdimarsson. í fréttatilkynningu segir: „Þor- steinn setti mark sitt á alla þá er umgengust hann, ýmist sem kennari, skáld eða ljúflingur með sérstaka lífsýn. Þorsteinn var mikill náttúruunnandi og birtist það glögglega í mörgum af ljóðum hans. Hann var einn af frum- kvöðlum „limrunnar" á íslensku. Hann kvað t.d.: Ég aðhefst það eitt sem ég vil/og því aðeins að mig langi til./En langi þig til/að mig langi til/þá langar mig til svo ég vil. Þorsteinn þýddi einnig talsvert og má þar nefna texta við söng- leikinn Carmen sem sýndur var í Þjóðleikhúsinu 1975 en þar söng Sigríður Ella Magnúsdóttir titil- hlutverkið. Frumsýningin var reyndar 31. október 1975. Þor- steinn var einnig tónlistarmennt- aður og samdi tónlist.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.