Morgunblaðið - 30.10.1998, Síða 59

Morgunblaðið - 30.10.1998, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1998 59 *. MYNPBÖNP Sögur úr stríðinu Bjargvættir: Sögur af hugrekki (Rescuers: Stories of Courage) Drama ★M> Leikstjórar: Tim Hunter og Lynne Littman. Handritshöfundar: Paul Monash, Cy Chermak og Francine Carroll. Aðalhlutverk: Dana Delaney, Martin Donovan og Linda Hamilton. (105 mín.) Bandarísk. CIC myndbönd, september 1998. Bönnuð innan 12 ára. HÉR ERU á ferðinni tvær sjálf- stæðar sögur sem skeytt er saman í eina sjónvarpsmynd. Þær segja sína söguna hvor af hjónum sem hætta lífí sínu við að leyna gyðing- um á valdsvæði nasista í síðari heimsstyrjöld- inni. Myndimar gera sér þannig mat úr sönnum atburðum og reyna að búa til áhugaverða atburðarás í kringum þá. Utkoman er ósköp snyrtileg enda vel að kvikmyndatöku og sviðssetningu staðið. En handritið er engu að síður ósköp ómerkilegt og vantar bæði spennu og sannfærandi andrúmsloft í útfærslu þess. Það kemur m.a. til vegna gífúriega amerísks hreims leikaranna (sem eiga að vera evr- ópskir) andspænis stöðluðum þýsk- um hreim vondu nasistanna. Leik- aravahð er reyndai- hið furðulegasta, en Linda Hamilton og Martin Donov- an eru eins og út úr kú í þessari teg- und kvikmyndaefnis, sem virðist vera einhvers konar millistig sjónvarps- þátta og kvikmyndar. Heiða Jóhannsdóttir Kúla (Sphere)_________ Hryllings/tryllir ★★ Leikstjdrn: Barry Levinson. Handrit: Michael Crighton. Aðalhlutverk: Dustin Hoffman, Samuel L. Jackson og Sharon Stone. 134 mín. Banda- rísk. Warner myndir, október 1998. Bönnuð innan 16 ára. ÞETTA er veirí myndin af þeim tveimur sem Bany Levinson sendi frá sér á árinu, en jafnframt sú sem kostaði miklu meira. Hin var snilldar ádeilan „Wag the Dog“ sem einnig skart- aði Hoffman í að- alhlutverki. Hér leikur gamla brýnið sálfræðing sem er kallaður út í dularfulla rannsókn á veg- um ríkisstjói-narinnar. Við spennu- sköpun er stuðst við nokkrar margnotaðar hugmyndir um ógnvæn- legar aðstæður: einangrun, innilokun, ofsóknarkenndir og dýpsta ótta við það sem er næst og það sem er fjærst. Öll tæknivinna, leikur, leikstjórn og sviðsmynd eru í hæsta gæðaflokki, en sagan er gölluð. Handritshöfundur er undrabamið Michael Crighton sem hefur átt hugmyndir sem hafa malað honum og öði-um sem að þeim hafa komið ómælt gull. Hann á það til að klikka illa á útfærslu hugmynda sinna og gerir það hér. Frásögnin er of þunglamaleg og klisjukennd til að ná þeim nauðsynlegu tökum sem þarf til að vinda hryllingssvitann út á sjóuð- um bíófórum. Guðmundur Ásgeirsson FÓLK í FRÉTTUM Mundar pensil eftir fréttir MOSHIN Shaikh fyrir framan mynd sfna af Clinton. Forsetinn er þar í félagi við forsetana fjóra í Mount Rushmore-fjalli, en hæðótt landslagið er undirstrikað með brjóstum neðst á myndinni. Clinton sker sig úr fé- lagi forsetanna að því leyti að úr höfði hans rís nakin kona - Monica Lewinsky. ►INDVERSKI málarinn Moshin Shaikh hóf sýningu á málverkum smum í Nýju Delí á þriðjudaginn var. Ekki væri það í sjálfu sér fréttnæmt nema fyrir þær sakir að innblástur sækir málarinn í nýlegt hneykslis- mál Clintons Bandaríkjafor- seta og Monicu Lewinsky. Málarinn segist eingöngu sækja innblástur sinn í þau mál sem eru ofarlega á baugi, enda sé þar um auð- uga uppsprettu að ræða. Shaikh er með ellefú myndir á sýningunni sem allar fjalla um ástafar forsetans og greinilegt að málið hefúr átt hug hans allan. r GESTUR virðir fyrir sér eitt málverkanna. „Fyndnasta mynd allra tíma!“..... Forsýning í Regnboganum í kvöld kl. 9 DAniMM JOE BOXER ^ Á í S L A N D I SÍMINN SSM fJOE BOXER ...skorar á þig að mæta á nærbuxunum! Allir þeir sem mæta í miðasölu Regnbogans milli kl. 20:30 og 21:00 á nærfötunum einum fata fá ný JOE BOXER nærföt og frítt á myndina. Þeir allra heppnustu fá GSM síma frá Landsímanum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.