Morgunblaðið - 29.11.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.11.1998, Blaðsíða 1
273. TBL. 86. ÁRG. SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS ESB-sinnar eflast í Noregi NÁKVÆMLEGA fjórum árum eftir að norska þjóðin hafnaði aðild að Evrópu- sambandinu með 52,2% atkvæða, bendir skoðanakönnun Aftenposten til að fylgj- endum ESB-aðildar hafi vaxið fiskur um hrygg að undanförnu. I sambærilegri skoðanakönnun í júní voru 34% aðspurðra á því að til lengri tíma litið væri Norðmönnum bezt borgið með fullri aðild að ESB. Nú hefur þetta hlutfall hækkað í 45%, en aðspurðir voru að þessu sinni þeir sömu og í júní. Könn- unin þykir sýna að margir hafi skipt um skoðun á síðasta hálfa árinu. Eru ástæð- ur þessa helzt raktar til versnandi efna- hagsástands í Noregi. Hlutfall þeirra sem eru fylgjandi inn- göngn í ESB er orðið svo til jafnt og þeirra sem eru á móti heuni. Ándstæð- ingar aðildar mælast vera 46% að- spurðra. Óákveðnum hefur fækkað úr 11% í júní í 8% nú. Æ fleiri eru líka þeirrar skoðunar, að væntanleg fjölgun aðildarríkja ESB með inngöngu ríkja í Mið- og A-Evrópu muni gera það meira knýjandi fyrir Noreg að sækja um aðild. 52% telja nú að svo sé. Schröder-stjórnin vænd um hugleysi ÞÝZK dagblöð sögðu í gær ríkisstjórn Gerhards Schröders kanzlara hafa sýnt heigulshátt með þvf að vilja ekki fara fram á framsal kúrdíska skæruliðaleið- togans Abdullah Öcalans frá Ítalíu. Höfundar forystugreina margra blaða sögðu að ákvörðun stjórnarinnar um að fara ekki fram á framsal þótt handtöku- skipun lægi fyrir gegn Öcalan vegna morða, sem fylgismenn hans eru sagðir hafa framið í Þýzkalandi að fyrirskipan leiðtogans, sýndi fáheyrðan skort á hug- rekki. Leiðari Frankfurter AUgemeine Zeit- ung bar fyrirsögnina „hugleysingjar". Vinstrablaðið Tageszeitung, sem gefið er út í Berlín, skrifaði undir fyrirsögninni „Svartur dagur fyrir réttlætið“: „Það er erfitt að finna dæmi um réttarríki í Evr- ópu nútímans sem gafst svo skilyrðislaust upp fyrir ofbeIdishótunum.“ Schröder tjáði Massimo D’Alema, for- sætisráðherra Italíu, á fundi í Bonn á föstudag að þýzk stjórnvöld kysu að fara ekki fram á framsal Öcalans m.a. vegna þess að þau óttuðust að yrði hann dreg- inn fyrir rétt í Þýzkalandi mætti búast við átökum hinna fjölmennu hópa Tyrlga og Kúrda í landinu. Æskilegast væri að Evrópusambandslöndin stæðu sameigin- lega að því að fá Öcalan dreginn fyrir al- þjóðlegan dómstól. Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýzkalands, átti í gær fundi með forsæt- isráðherra og utanríkisráðherra Italíu f Róm, í því skyni að reyna að finna lausn á málinu sem allir geti við unað. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Opinber heimsókn forseta Kma til Japans Jiang ítrekar afsökunarbeiðni Tókýó. Reuters. JIANG Zemin, forseti Kína, hélt í gær, á fjórða degi opinberrar heim- sóknar sinnar til Japans, áfram að minna Japani á það sem þeim þykir óþægilegt að vera minntir á úr for- tíðinni. I ræðu sem Jiang flutti í elítuhá- skólanum Waseda í Tókýó, vísaði hann ítrekað til þess að þörf væri á að Japanir bæðu Kínverja betur af- sökunar á framferði sínu í síðari heimsstyrjöld; það væri forsenda fyrir því að samskipti þessara tvegga áhrifa- mestu þjóða Asíu bötnuðu að ráði. Heim- sókn Jiangs er sú fyrsta sem kínverskur þjóðhöfðingi fer til Japans. „Mikilvægasti árangurinn af heimsókn minni er að ríkin tvö komust að samkomu- lagi um að byggja upp bandalag um frið og framþróun sín í milli, þar sem sagan nýtist sem spegill og farið er yfir lærdóma og reynslu sögunnar í þágu framtíðai-innar,“ sagði Jiang á blaðamannafundi. Hann varaði stranglega við því að Japan stæði með Taívan, sem stjórnin í Peking álítur vera hérað í Kína. „Mig langar að leggja áherzlu á að Kína getur ekki útilokað að beita valdi gegn Taívan. Sú valdbeiting myndi ekki beinast að íbúum Taívan heldur aðskilnaðarsinnum þar,“ sagði Jiang. Námsmannamótmæli Nokkrir námsmenn, sem mót- mæltu kjarnorkuvopnum og ástandi mannréttindamála í Kína, trufluðu ræðu Jiangs við Waseda-háskólann með háreysti. Lögregla handtók þrjá. Þolinmæði japanskra ráðamanna varð- andi kröfuna um afsökunarbeiðni vegna stríðsins virtist vera á þrotum á föstudag. „Er þetta ekki afgreitt mál?“ tjáði þá tals- maður ríkisstjómarinnar fréttamönnum. „Sá skilningur er uppi að Japan hafi þegar skoðað fortíð sína gagnrýnum augum og beðið Kína afsökunar oftsinnis áður,“ sagði hann. Jiang Zemin Frumleg grýlukerti GRÝLUKERTI eru ekki aðeins á húsum. Alveg eins á bryggjum eða brúm eða hvar sem vatn og frost vinna saman. Og yfir- Ieitt augnayndi þótt hvorki stafi frá þeim birtu né yl. Spariféð í rottukjaft Moskvu. Reuters. ROTTUR nöguðu sig á dögunum í gegn- um dollarabúnt sem rússnesk fjölskylda hafði geymt heima hjá sér, með þeim af- leiðingum að seðlar að verðgOdi yfii’ 400 þúsund krónur eyðilögðust. Fjölskyldan, sem eins og milljónir annarra Rússa treysti ekki bankakerfinu fyrir sparifé sínu, geymdi það í gler- krukku í kjallaranum, en rottur nöguðu sig í gegnum lokið á krukkunni og héldu dýra seðlaátveizlu. Fjölskyldan tapaði um 6.000 dollurum en hún fékk skipt þeim 24.000 dollurum úr krukkunni sem rotturnar eyðilögðu ekki alveg. Talið er að Rússar geymi sparifé að verðmæti á bilinu 2.000-4.000 milljarða ki’óna „undir dýnunni" heima hjá sér, mestmegnis í Bandaríkjadölum þar sem þeir treysta ekki rússnesku rúblunni. Bí, bí og blaka Stóriðja yrði vítamínsprauta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.