Morgunblaðið - 29.11.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.11.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1998 25 FORELDRUM finnst erfitt að heyra barn sitt gi-áta og grípa því stundum of fljótt inn í til að hugga það. Hugsanlegar ástæður fyrir svefnóreglu barna STUNDUM valda veikindi því að börn eiga erfitt með að sofna eða sofa illa og óreglulega. Einna al- gengast er að eyrnabólga valdi kvölum, sem gera barni ókleift að sofa, en einnig er bakflæði frá vélinda fremur algengt meðal ungbarna. Þá ælir barn mikið og sé því gefið að drekka að nætur- Iagi magnast brjóstsviði og það á enn erfiðara um svefn. Hægða- tregða getur valdið óþægindum sem valda svefntruflunum og sömuleiðis ýmis vandamál í tengslum við mataræði. Mikil athyglisþörf eða stjórn- semi getur valdið því að barn neitar að sofna. Það vill þá hafa foreldra sína til þjónustu reiðu- búna hvar og hvenær sem er. Það vill sefja foreldrum sínum reglur en ekki öfugt. Hafa ber í huga að smábarn hefur hvorki þroska til þess arna, né til að ákvarða svefnstað sinn og svefn- þörf, þótt sumum foreldrum þyki sniðugt að sjá þessi merki um ákveðni hjá barni sínu. Ofurnæmi getur valdið því að barn á erfitt með að vera fjarri þeim sem því þykir vænst um, jafnvel meðan það sefur. Mjög sjaldgæft er að börn séu ofur- næm og foreldrar hafa tilhneig- ingu til að ofmeta næmi barna sinna, að sögn Ornu Skúladóttur. að fylgja og einnig vitneskjan um að geta alltaf fengið ráðgjöf og stuðn- ing ef á þarf að halda.“ - Hvað er síðan gert til að svæfa barnið? „Sem minnst. Gráti barnið stöðugt, fer foreldri út úr herberg- inu í eina til tvær mínútur í senn og kemur síðan inn aftur. Þetta er end- urtekið á 20-30 mínútna fresti fyrstu kvöldin. Meðan foreldri situr inni hjá barninu getur það sungið fyrir það eða strokið því. Síðan þarf smám saman og á markvissan hátt að draga úr þessari athygli, mishratt eftir einstaklingum og aldri bams.“ Gott samstarf við foreldra Gott samstarf við foreldra er, að sögn Örnu, grundvöllur að góðum árangri og hún leggur áherslu á að hitta báða foreldra. „Mér finnst brýnt að heyra sjónarmið beggja foreldra. Því má ekki gleyma að for- eldrar em misjafnir, rétt eins og börnin og stundum ekki sammála um hvernig svefnvenjur bams eiga að vera. Annað foreldri vill til dæm- is að barn sofi í hjónarúmi hluta úr nóttu eða alla nóttina, meðan hitt er því algjörlega mótfallið. Ekki eru allir foreldrar heldur sammála um hverjum beri að vakna til barnsins að næturlagi. Þá þarf að finna mála- miðlun sem báðir sætta sig við og einhvern veginn tekst það,“ segir hún af hóg- værð. „Svefntruflanir koma oft upp í tengslum við veikindi og um 50% barna sem komið hafa á göngudeild hafa áður verið með magakveisu. Eyrnabólgur og aðrir sjúkdómar valda því einnig að barn sefur bæði illa og óreglulega, og í veikindum fá bömin vitaskuld sér- staka þjónustu hjá foreldrum sín- um. Þeir umbera grát og óregluleg- an svefn í ákveðinn tíma, en átta sig síðan á að slæmt svefnmynstur hef- ur myndast. Þá reynist mörgum erfitt að snúa dæminu við og koma aftur reglu á svefn barnsins." Bitnar á eldri systkinum Óværð og svefnóregla bitnar á öllu fjölskyldulífi og oft á eldri systkin- um, segir Ama. „Stundum fá þau ekki svefnfrið fyrir gráti og algengt er að þau hafi líka talsverðar áhyggj- ur af litla krílinu. Foreldrar verða oft svo örmagna eftir langvarandi svefn- leysi og áhyggjur af litla barninu sínu, að þeim finnst þeir ekki hafa næga orku til að sinna eldri systkin- um sem skyldi. Astandið sem fylgir svefntnrflunum ungbama er óviðun- andi til lengdar og því nauðsynlegt, hvemig sem á málið er litið, að koma reglu á svefn þess.“ - Verður þú vör við mikla vanlíð- an foreldra sem koma á göngu- deild? „Allir foreldrar sem leita til okk- ar em vansvefta og þreyttir. Langvarandi svefnleysi getur leitt til streitu, kvíða og ýmissa þunglyndiseinkenna. Dæmi eru um talsverða vanlíðan hjá foreldmm áður en svefnvandamál bams kom upp. Máli getur skipt, varðandi líð- an foreldra, hversu lengi vandinn hefur varað og vitaskuld er það einnig einstaklingsbundið. Mér finnst skipta miklu máli að líðan for- eldra sé metin og þeim sé bent á úr- lausnir, sem á þurfa að halda. I rannsókn okkar kom fram að líðan foreldra batnaði yfirleitt til muna eftir að bamið fór að sofa betur.“ - Hversu gömul eru börn sem komið er með í meðferð vegna svefnvandamála? „Flest eru á aldrinum 5 mánaða til tveggja ára. Algengt er að mæður hafi samband við okkur um það leyti sem fæðingarorlofi lýkur, þegar þær sjá fram á að geta ekki farið aftm- út á vinnumarkaðinn vegna svefnóreglu ungabarnsins. Allir þurfa þrek yíir daginn til að inna af hendi þau verk sem ætlast er til af þeim, hvort sem það er á heimili eða vinnustað ut- an heimilis. Því er eðlileg krafa að foreldrar nái að hvílast yfír nóttina. Best fmnst mér að fá böm áður en svefn- vandamál er orðið langvinnt. Því eldra sem bamið er, þeim mun flóknara getur vandamálið verið og þá jafnvel tengst öðrum hegðunar- vandamálum." -Hversu langvinnur er árangur af þessari meðferð? „Ef h'ðan foreldra er svo slæm að þeir þurfa sérfræðiaðstoð skiptir miklu máli að þeir nýti sér hana, samhliða meðferð bamsins, til að ár- angur verði varanlegur. Líðan for- eldra getur endurspeglast í líðan bams. Reynslan sýnir að oftast kem- ur bakslag, til dæmis í tengslum við veikindi og þá er nauðsynlegt að for- eldrar séu aftur til í slaginn um leið og baminu batnar. Aftur á móti get- ur þá þurft að grípa til annarra ráða, enda er meðferð misjöfn eftir aldri bams. Foreldrar geta þá leitað aftur til okkar. Til þess erum við héma.“ Foreldrum líður betur eftir meðferð barns Börn þurfa að læra að hugga sig sjálf r n BIODROGA snyrtivörur Léttir harmonikutónleikar í Ráðhúsinu Félagar í Harmonikufélagi Reykjavíkur leika létta tónlist úr ýmsum áttum í Ráðhúsi Reykjavíkur við Vonarstræti í dag kl. 15.00. _______Aógangur ókeypis________ ALLIR VELKOMNIR oq qoð kaup! digiial haíman/kardon mv> B CH HIRECT Kr. 69.900 í£ harman/kardon AUR45 o o o Hágæða Dolby Digital AC3 heimabíómagnari með RDS útvarpi, 2x60 watta magnara fyrir tónlist eða 5x50 watta fyrir heimabió. Fullkomin fjarstýring. Einn með öllu fyrir þá kröfuhörðu. harmari/karclon Rissc 1T: cdife ■ 1 i < «*» 1 "• ■;< srtrzrrmriT * 4 ««»« w* » ?r C' ■ y- mrrrzrvrr* .m j-- • _ ^....■ O . ' ' 5 / * Kr. 29.900 harman/kardon C| OOCn Vandaður fimm diska ■ LOÖUU geislaspilari með fjarstýringu. Kr. 59.900 UBL HEimABÍÓHÁTALARAR 70°o allra kvikmyndahúsa í heiminum nota JBL hatalara. Þu getur treyst fagfólkinu er þú velui hátalara í stofuna þína. • 160 watta framhátalarar • 100 watta miðjuhátalari • 75 watta bakhátalarar , A & TLK600 ílBL TLK300 TLK103 Sjðnvarpsmiðstððin RtVIUAViKURSVÆBIÐ: Hagkaup. Smáiatorgl. Heimskringlan. Kiinglunni.Tónborg. Kógavogi. VESTURLANO: Hliómsýn. Akranesi. Kaupiélag Borgfiröinga, Borgamesi. Blómslurvellir. Hellissaodi. Eoðni Hallgrímsson. Enindartirði.VESTHBÐIfl: Ralbiið Jónasar Þórs, Patreksfirði. Pfillinn. Isafiröi N0R0t)RLAND:KF Steingrímsfjarðar. Hólmavik. KT V Húnvetoinga. Hvammstanga. Kf Húnvetnínga, Blönduósi. Skagftrðingabúð. Sauöárkrðki. KTA, Dalvík. Ljfisgiafinn. Akurevri. Kf Þingeyinga. Húsavík. Urð. Raufaritfifn. AUSTUHLAND: KF Héraðsbúa. Egilssróöum. Verslunin Vík. Neskaugsstað. Kauglún. Vopnalirði. KF Vopnfirðinga. Vopnaiirði. IF Héraösbúa, Sevöisftrði. Turnbræður, SevðisfirðLKf Fáskrúðsfiarðar. Fáskrúðsfirði. KASK. Djúgavngi. KASK. Húfn Hornafirði. SUDUHLANH: Ralmagnsverkstæði KH. Hvolsvelli. MoslelL Hellu. Heimstækni. Selfossi. KÁ. Selfossi. Rás. borláksböln. Brimnes. Vestmannaeyium. HÍYKJANLS: Halborg. Btindavík. Hallagnavínnust. Sig. Ingvarssonar. Earöi. RafmænL Hafnarfirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.