Morgunblaðið - 29.11.1998, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 29.11.1998, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1998 37 Hvað varstu að gera um helgina? Annríki fólks um helgar veldur Ellert B. Schram nokkru angri af því að ólíkt öllum öðrum lagaði hann ekkert og fór ekkert, svaf út og las blöðin og las blöðin aftur og tók kannski í bók og labbaði sig út í einveru sjálfs sín, þar sem hann lét sig dreyma og líða um í hugarflugi og ráfa stefnulaust. JÆJA, hvað gerðir þú um helgina? er spurt þegar maður kemur í vinnuna á mánudögum og svo fer fólk að rekja það í smáatriðum hvað það m^^mmm hafi verið duglegt og iðið og gott við börnin eða sjálft sig og það fer í húsdýra- garðinn eða á bilasýningu og hefur málað stofuna eða gert við þvottavélina og sumir lögðu land undir fót og heimsóttu skyldfólk sitt fyrir vestan og skoðuðu Hvalfjarðargöng- in í leiðinni. Margar eru líka frásagnirnar af fjörlegum skemmtunum helgarinnar, þar sem bærinn er tekinn með trompi og þessi var og þessi var og nú er hann með henni og maður stendur eins og þvara og veit ekki neitt. Eg verð að játa að stundum fæ ég móral þegar ég hlusta á þetta annríki samferða- manna minna, vegna þess að þessa sömu HUGSAÐ UPPHÁTT helgi lá ég í leti, oftar en ekki, og gerði ekki neitt. Bara hreint ekki neitt. Eða þannig. Ég lagaði ekkert og _________fór ekkert, svaf út og las blöðin og las blöðin aftur og tók kannski í bók og labbaði mig út í einveru sjálfs mín, þai- sem ég lét mig líða um í hugarflugi og reyndi að ná áttum. Eg hef sem sagt verið að reyna að koma í veg fyrir að ég týndi sjálfum mér. En maður segir ekki frá svona iðjuleysi og skammast sín fyrir það og lýgur einhverju annríki upp í staðinn. ‘ vikunni sem var skrapp ég til útlanda og þegar ég kom í flughöfnina í Kefla- vík var þar allt troðfullt af fólki og ég .þekkti fáa og hélt kannski að þetta væru útlendingar í bið en svo kom í ljós að I! hér voru á ferðinni tveir flugfarmar af ís- lendingum, sem voru á leið til Glasgow og Dublin og aftur dáðist ég að þessari elju og útþrá, því þetta var bara helgarferð og fólkið ætlaði að koma heim aftur í vinnuna á mánu- daginn. Þetta getur ekki gengið svona, hugsaði ég og næstu helgi kom ég mér upp fundi á föstu- dagskvöldinu og á eftir var strikið tekið niður í miðbæ, til að missa ekki af neinu. Maður er alltaf að missa af einhverju, hugsaði ég og var staðráðinn í að láta atburðarásina ekki fram- hjá mér fara. Ekki seinna vænna og einhver kallaði „allir í Kaffi Reykjavík" og ég þangað, þar sem löng biðröðin náði út fyrir homið í Hafnarstræti, svo ekki var ég einn um það, þetta kvöldið, að sækjast eftir tilbreytingu helgarinnar. Samt hafði ég ekki þolinmæði til að bíða eftir því að missa ekki af því sem gerðist inni á Kaffi Reykjavík og lagði leið mína í staðinn á Skuggabarinn og þar var margt fólk við skál og allir kátir og spenntir og áttu alla helgina framundan og þama var ég kominn í hringiðu atburðanna og beið spenntur eins og hinir. Ekki leið á löngu þar til hljómsveitin tók að spila og yfirgnæfa klið- inn í fólkinu en fólkið tók sig til og talaði nokki-um desibelum hærra og svo hrópaði hver á annan, þar sem við stóðum á bamum, félagarnir, og áttum okkur einskis ills von, vegna þess að nú var ballið að byrja og fólkið streymdi inn. Ekki það að ég þekkti marga, frekar en fyrri daginn, en þarna voru nokkrir uppar sem ég hafði séð myndir af í blöðunum og stelpurnar vora sætar og þetta var kynslóðin á markaðn- um og markaðstorgið er eins og prófkosning- ar þar sem valið stendur um að gera upp á milli þeirra sem era í framboði. Strax. Og engan moðreyk. Kynnast fólkinu, hrópa dálít- ið upp í kokið á því milli sopanna, tala út með- an hinir tala suður, brosa, spígspora, gjóa augunum, vera á varðbergi til að missa ekki af neinu. En ekkert skeði, nema það að fleira fólk streymdi inn, hávaðinn jókst og samræðumar tóku á sig þá mynd, að allir sýndust heyrnar- lausir. Sem skipti í rauninni ekki máli, því enginn sagði neitt, þótt allir væru að tala. Þetta var ein samfelld háspenna og allt í einu stóð ég fyrir framan tvær ungar og fónguleg- ar stúlkur sem virtust, með öllum mjalla og mér tókst að heilsa þeim og kynna mig og þær gátu sagt mér að þær ættu pabba, sem ég þekkti og var nokkram áram yngri en ég. Svo heyrði ég kallað til mín: pabbi, pabbi, þú hérna! Þá fór ég heim. Þetta var ekki mín kyn- slóð. Daginn eftir rann laugardagurinn upp og enn hafði ég móral yfir því að nú væri helgin komin og ekkert á dagskrá hjá mér, sem heitið gæti og til að gera eitthvað af viti, lagði ég leið mína inn á skrifstofuna í Laugardalnum til að ná í nokkra pappíra til að vinna í um helg- ina. Taka vinnuna með sér heim. Það gera menn sem era í öngum sínum yfir iðjuleysi helgarinnar. Þegar ég nálgaðist Laugardal- inn hélt ég fyrst að stórslys hefði átt sér stað. Svo miklu umferðaröngþveiti man ég ekki eftir síðan þjóðhátíðin var haldin á Þingvöllum sællar minningar, þegar þjóðin hélt upp á fimmtíu ára lýðveldisafmæli í bíl- um sínum á þjóðveginum. Nei, slys var það ekki og heldur ekki þjóðhátíð. Reykvíkingar voru að fjölmenna á jólasýningu í íþrótta- höllinni. Múgur og margmenni og biðröðin var jafnvel lengri heldur en við Kaffi Reykjavík. Það er ekki að spyrja að dugnaðinum og eljuseminni hjá mörlandanum og þarna vora bamafjölskyldumar mættar í heilu lagi og þó var ennþá hálfur annar mánuður til jóla og mér varð aftur hugsað til þeirrar skyldu, sem á mann er lögð að „gera eitthvað um helgina“. Mikið lifandis skelfingar ósköp er það lítil- mótlegur fjölskyldufaðir sem sér ekki sóma sinn í því að sækja þær skemmtanir og þær sýningar sem eru á boðstólum um helgar og mikið verð ég feginn þegar búið verður að dulkóða mig í gagnagranninum, svo enginn sjái hvað mér hefur farið aftur. En fólkið í biðröðinni á jólasýninguna var heldur ekki mín kynslóð og þó er ég ennþá að eiga börn eins og það, og ég lít undrandi í kringum mig í samfélaginu og spyr hvað orðið hafi af minni týndu kynslóð. Er hún kannski endan- lega sokkin í stólana fyrir framan sjónvarpið eða hvar felur hún sig? Ekki var hún á fram- sóknarþinginu og er þar þó margt um mið- aldra fólk eins og vera ber hjá virðulegum flokki sem ekki velur ungt og óreynt fólk til forystustarfa. Gat það hugsanlega verið að fleira fólk af mínu sauðahúsi væri hætt að eltast við það um helgar að missa ekki af neinu? Af því að það veit að það missir ekki af neinu? Nema þvi að týna sjálfu sér? Hver er að hririaia? Nú fæst símanúmeraskrá Simans hjá verslunum Símans og öllum afgreiðslustöðum Póstsins um land allt. AfgreiðslustaðirIslandspósts um land allt Armúli 27, sími: 550 7800 * Kringlan, simi: 550 6690 • Landssímahúsið við Austurvöll, sími: 550 6670 Þjónustuver Simans, sími: 800 7000 • Síminn InterneL sími: 800 7575 • Akureyri, sími: 460 6710 • Sauðárkrókur, sími: 4551000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.