Morgunblaðið - 29.11.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.11.1998, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg ANNA Guðný Guðmundsdóttir og Sig'urhjörn Bernharðsson æfa dagskrána með Þorkeli Sigurbjörnssyni. Verk eftir Þorkel í Digraneskirkju SIGURBJÖRN Bernharðsson fiðluleikari og Anna Guðný Guð- mundsdóttir píanóleikari koma fram á tónleikum í Digranes- kirkju mánudagskvöldið 30. nóv- ember kl. 20.30. Þar munu þau flylja verk eftir Þorkel Sigur- björnsson. Sigurbjörn Bernharðsson lauk einleikaraprófí frá Tónlistarskól- anum í Reykjavík 1991, Bachelor of Music gráðu frá Oberlin Conservatory of Music 1995 og Master of Music frá Northem 111- inois University 1998. Sigurbjörn hefiir hlotið fjölmörg verðlaun og styrki á ferli sinum, m.a. Lindar styrkinn 1995. Fyrsti geisladiskur Sigurbjörns var gefínn út á Islandi 1995 og hlaut hann góða dóma. Sigurbjörn hefur komið fram á tónleikum víða um heim og leikið í útvarpi og sjónvarpi bæði í Evr- ópu og Ameríku. Anna Guðný Guðmundsdóttir útskrifaðist frá Tónlistarskólan- um í Reykjavík og stundaði fram- haldsnám við Guildhall School of Music í London. Hún hefur tekið virkan þátt í íslensku tónlistarlífí undanfarin ár við flutning kamm- ertónlistar hvers konar. Hún naut starfslauna úr Lista- sjóði árið 1995-1996. Hún er laus- ráðin við Sinfóníuhljómsveit Is- lands og kennir við Tónlistarskól- ann í Reykjavík. Verð aðgöngumiða er 1.000 kr. og verða þeir seldir við inngang- Tveir vinir og bragðvondur réttur ERLENDAR RÆKUR Spennusaga VONT CHILI - „BAD CHILI“ Joe R. Landsdale. Warner Books. 1998. 245 síður. JOE R. Landsdale heitir banda- rískur spennusagnahöfundm- sem skrifað hefur hitt og þetta á löngum ferli, spennusögur, skáldsögur, unglingasögu og smásagnasöfn auk þess sem hann hefur skrifað í slag- togi með öðrum, bækur sem ekki eru skáldskapur og fjalla um amer- íska vestrið. Hann hefur ritstýrt út- gáfum á vestrasögum og sem skáld- sagnahöfundur hefur hann m.a. skrifað bók sem heitir Týnda ævin- týri Tarzans og tekur fram að Edg- ar Rice Burroughs hafí hjálpað honum með það. Svo áhugamál Landsdales virðast liggja víða. Þeg- ar hann tekur sér spennusagna- pennann í hönd skrifar hann um tvo vini sem heita Hap Collins og Leon- ard Pine en þeir búa í Texas og fást við ýmiskonar óþjóðalýð, í þetta sinn menn sem vinna við að selja klám. Kjaftfor með afbrigðum Þeir Collins og Pine eru aðal- söguhetjurnar í bókunum „Savage Season“, „Mucho Mojo“ og „The Two-Bear Mambo“ en nýjasta sag- an með þeim, sem út hefur komið í vasabroti, heitir Vont chili eða „Bad F2 % ONLISTARFOLK Að morgni næsta dags er risinn nýr tími! SALURINN er staðreynd. Reiðubúinn til áframhaldandi uppbyggingar og eflingar íslensku tónlistarlífi. Þeir sem hafa hug á að nýta sér salinn til tónleikahalds sendi umsókn bréflega til stjórnar Tónlistarhúss Kópavogs. b/t Fræðslu- og menningarsvið - SALURINN Fannborg 2 200 Kópavogur Fax: 554-1995 Nýr framkvæmdastjóri mun veita bréfum viðtöku, hafa samband við viðkomandi og veita nánari upplýsingar. Stjórn Tónlistarhúss Kópavogs. m Chili“. Hún getur verið mjög fyndin því Landsdale hefur ákaflega mik- inn og góðan húmor sem er langt frá því að vera fágaður og smekk- legur. Miklu fremur grófur og ljót- ur og eru persónur hans, konur og karlar, kjaftforar með afbrigðum. Hap Collins er atvinnulaus í augna- blikinu og er að reyna við hjúkrun- arfræðing, hressilega konu á miðj- um aldri jafnvel orðljótari en vinur hans, Leonard Pine. Sá er svertingi og hommi sem passar vel upp á að enginn eigi neitt inni hjá sér. Sam- an mynda þeir ákaflega skemmti- legt par í guðsvoluðum heimi smá- bæjarins LaBorde í austurhluta Texas. Þeir koma upp í hugann báðir við lestur þessarar bókar, Elmore Leonard og Carl Hiaasen, nema Landsdale er miklu mun grimmari en þeir báðir tveir. Húmorinn er litaður blóði og spennan getur orðið ansi raunveru- leg. Sagan hefst á þeim óskunda að Collins er bitinn af íkoma með hundaæði og verður að liggja nokkurn tíma á sjúkrahúsi af þeim sökum. A meðan lendir vinur hans, Leonai’d, í bragðvondu þegar ást- maður hans, Raul, hverfur ásamt náunga úr einhverri mótor- hjólaklíku, sem síðan fínnst dauður. Brátt finnst Raul þessi einnig dauð- ur og Leonard er grunaður um að hafa myrt þá báða í afbrýðisem- iskasti. Ekki mikill spæjari Collins getur auðvitað ekki legið kyrr á meðan vinur hans er í felum og hvað sem öllum hundaæðis- sprautum líður heldur hann heim á leið og finnur vin sinn og þeir reyna að hafa uppi á morðingjanum eða morðingjunum. Ekki þannig að þeir séu einhverjir sérstakir spæjarar. „Eg er ekki mikill sp£ejari,“ segir Collins um sjálfan sig en hann er sögumaður. „Eg á í nægum vand- ræðum með að finna á mig sam- stæða sokka“. Annað kemur reynd- ar í ljós þegai’ þeir loks hefja rann- sókn sína er leiðir þá á vit óþokka, sem þeii’ gætu vel hugsað sér að pirra ekki of mikið. Einn þeii’ra er gamall glímukappi sem hleður sig með bílarafgeymi. Vont chili er hressilega skrifaður reyfari sem Landsdale tekst að gera bæði fyndinn og spennandi á sinn óheflaða hátt. Aðalpersónur hans, Collins og Pine, eru ólíkir á margan hátt en góðir félagar fyrir bók- menntir eins og þessar og lausir við flestar þær klisjur sem einkenna fé- lagasögumar bæði í bíómyndum og krimmum. Fjöldinn allur af skraut- legu liði verður á vegi þeirra m.a. tvíburabræður svo vitlausir, að ljós- mynd af heila er skarpari en þeir. Það er ekki óskemmtilegt að vera í slagtogi með Collins og Pine um stutta hríð. Arnaldur Indriðason GLEÐIAUKI! TONLIST III jóindiskai' í FÍFLÚLPUM / TJARNARKVARTETTINN Upptökur fóru fram í Reykholts- kirkju dagana 17.-20. október 1998. Upptökur og eftirvinnsla: Hreinn Valdimarsson. Þjálfun og listræn leiðsögn: Guðmundur ÓIi Gunnarsson. Utgefandi: Tjarnar- kvartettinn. STEF. A ÞESSUM nýja hljómdiski Tjamarkvartettsins er óvenju fjölbreytt og skemmtileg söng- skrá, allt íslensk lög, ýmist ný eða í nýlegum útsetningum - þ.á m. vinsælh’ húsgangar og gömul þjóðlög. Útsetningar yfir- leitt snjallar og sumar bráð- skemmtilegar. Auk kvartettsins kemur við sögu heilt gallerí af ágætu tónlistarfólki, allt frá tón- skáldum (Hróðmar Ingi Sigur- bjömsson ku eiga hér stærstan hlut, enda starfað mikið með kvartettinum á síðustu ámm), til manna eins og Guðmundar Ola Gunnarssonar hljómsveitar- stjóra, sem annaðist þjálfun og listræna leiðsögn. Þessi kvartett er, eins og allir vita, að því leyti öðruvísi en aðr- ir „þjóðlegir" kvartettar ís- lenskir að hann er ekki skipaður körlum eingöngu, lagavalið er líka - og hefur ávallt verið - öðruvísi, og vissulega oftast merkilegra og fjölbreyttara. Þó þykjast söngvararnir slá „varnagla“ að þessu sinni með sjálfum titlinum, „í fíflúlpum". Satt að segja þurfti ég að lesa orðið nokkrum sinnum áður en ég áttaði mig á því. „í fíflúlpum eru orð úr ljóði Jónasar Hall- grímssonar og undirstrika sterkan þátt í fari þessa svarf- dælska kvartetts sem er leik- gleðin, enda eiga þau öll sér bæði fortíð, nútíð og vafalaust langa framtíð í leikhúsinu, innan um aðra arftaka hirðfíflanna," stendur í bæklingi - og ég verð að leyfa framhaldinu að fljóta með: „Hirðfíflin unnu það sér til sakar að gera dróttskáldin ís- lensku atvinnulaus og það verður þeim seint fyrirgefið. En hirðfífl- in voru á sinni tíð boðberar nýrra tíma og úlpur þeiiTa voru gjarn- an litskrúðugar eins og hæfir sundurgerðarfólki - hvort sem það leikur sér með liti, stendur á fjölum leikhúsa, blæs í pípur eða syngur okkur hinum til gleði og yndisauka." Tjarnarkvartettinn er þegar búinn að setja sjálfum sér þann „standard" sem er eiginlega út í hött að fjölyrða um, hann er ein- faldlega frábær. „Geisladiskur- inn I fíflúlpum var tekinn upp í fögru haustveðri í Reykholts- kirkju í Borgarfirði. Öll lög sung- in í heilu lagi og ekkert klippt. Við upptökur og úrvinnslu var leitast við að halda náttúrulegu jafnvægi kvartettsins og fallegur hljómur kirkjunnar látinn njóta sín í hvívetna." Og árangurinn eftir því, allt „eykur þetta gleðina í lífinu"! Upptaka og eftirvinnsla í góðum höndum. Oddur Björnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.