Morgunblaðið - 29.11.1998, Side 34

Morgunblaðið - 29.11.1998, Side 34
34 SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ rak vopnaverksmiðju. Hann vissi ekki mikið meira um þetta. Ég var komin með hjartslátt þeg- ar ég lagði símtólið á. Svona langt bjó ég frá miðbænum^ að ég varð ekld vör við átök þar. Ég gekk óró- leg um gólf og reyndi að búa mér skynsamlega skýringu á fjarveru Jenda en djúpt í sálu minni var að búa um sig sannfæring um að þetta væri ekld eðlilegt. Ef eitthvað tafði Jenda var hann vanur að hringja og láta mig vita. Seinna um daginn heyrði ég um- gang fyrir utan og svo var bankað á dyr. Ég þaut til og opnaði fyrir vini okkar hjóna sem kvaðst vera með skilaboð frá Jenda. Ég bauð honum inn og beið óróleg eftir að heyra er- indi hans. Skæruliðar höfðu tekið Jenda höndum og flutt á knattspyrnuvöll- inn í bænum ásamt stórum hópi fólks, líklega 200 manns. Mér brá óskaplega en maðurinn sagði að ég skyldi vera róleg, það ætti að yfirheyra Jenda eftir einn eða tvo daga og síðan yrði honum auðvitað sleppt, ekkert ólöglegt hefði hann gert. Hvort ég vildi vera svo góð að færa Jenda kaffi og sígarett- ur. Svo kvaddi hann og fór. Hendur mínar titruðu þegar ég hellti vatni í ketil og beið eftir suðunni, lagaði sterkt kaffi og setti á brúsa, fór í eldhússkáp og fann síg- arettupakka og setti í tösku mína. Ég hjólaði ótrúlega hratt í bæinn. Vopnaðir skæruliðar við knatt- spyrnuvöllinn Það voru vopnaðir skæruliðar við knattspyrnuvöllinn og margt fólk fyrir utan. Ég tróð mér að hliðinu og náði tali af vopnuðum skæruliða og spurði eftir manninum mínum sem væri haldið þarna þó enginn vissi af hverju. Jan Jedlicka var kallaður upp í gjallarhorni og eftir smástund kom hann að hliðinu. Hann virtist hinn rólegasti, líklega var það svipur sem hann setti upp fyrir mig. Hann sagðist vera hér í ágætum selskap, eðalmenni og menntað fólk væri hér í haldi fyrir einhvern óskaplegan misskilning. „Það eru kanski tveir eða þrír menn hér sem höfðu ein- hverja samvinnu við þjóðverja en við hin þurfum engu að kvíða,“ hvíslaði hann að mér gegn um hliðið og brosti hug- hreystandi. Við rétt náðum að láta fingur okkar mætast stutta stund áður en hann snéri frá hliðinu og hvarf inn í hópinn sem stóð álengdar. Þegar ég hjólaði heim á leið mér ögn betur. Daginn efth fór ég aftur til hans. Hann virtist jafn rólegur og í gær, sagði að hann yrði yfirheyrður alveg á næstunni. ,Komdu aftur á morgun elskan mín, svo fer þessu að ljúka.“ Þegar ég kom daginn eftir voru allir farnir frá fótboltavellinum. Það voru engir fangar á svæðinu, engir varðmenn við hliðið, engii' ættingjar. Völlurinn var þakinn rusli til minnis um fólk sem þar hafði verið. Ég heyrði að fangarnir hefðu ver- ið flutth í hermannaskála ekki langt frá og fór strax þangað. Þar var ég svo heppin að þekkja liðsforingja sem var maður vel menntaður og kurteis. Hann og Jenda höfðu alist upp saman. Liðsforinginn hélt að Jenda yrði sleppt að lokinni yfirheyrslu, hér hlyti að vera um misskilning að ræða, allir vissu að Jan Jedlicka væri trúr Tékki og hefði aldrei tekið þátt í pólitísku starfi eða verið í nokkru sambandi við and-tékkneskar hreyf- ingar, hvað þá unnið fyrir nasista. Liðsforinginn sagði að bráðum ætti að yfirheyi;a alla fangana en það tæki tíma. Ég mætti vera viss um að Jenda kæmi heim strax að lokinni yfirheyrslu. Vanmáttur og máttlaus reiði Fyiir milligöngu liðsforingjans fékk ég að tala við Jenda. Hann var íolur og þreytulegur en brosti hug- hreystandi til mín og sýndist mér hann ókvíðinn. Hann fullvissaði mig um að þegar hann yrði yfirheyrður myndi hann fá að sanna sakleysi sitt. Eftir litla stund var hann leiddur á brott inn í hermannaskálana og mér sagt að ég fengi ekki að sjá hann aft- ur fyrr en að loknum yfirheyrslum. Það var erfitt að hjóla heim, erfitt þá var eins og hann vaknaði, hann leit af mér og á félaga sína sem taut- uðu eitthvað til hans. Síðan hurfu þeir þegjandi á brott. Mér fannst mannaþefur í húsi mínu og opnaði glugga og vonaði að við værum laus við frekari húsleit. Jenda fór á næturvakt um kvöld- ið.“ En Jenda sneri ekki aftui- að morgni, eins og hann var vanur. Nagandi óvissa tók við meðan Lauf- ey beið mannsins síns. Jenda í haldi á knatt- spyrnu- velli bæjarins „Aftur að morgninum 28. ágúst 1944 á heimili mínu í Ruzomberok. Ég horfði býsna oft á klukkuna sem virtist ekki liggja á að telja mér tímann. Ef Jenda færi ekki að koma yrði kaffið með soðbragði og brauðið hart í körfunni. Jenda kom ekki og síminn þagði. Ég var farin að finna illa fyrir ótt- anum og klukkan um hálf tíu hringdi ég á kaffihús sem við sóttum oft og vissi að þjónamir þekktu manninn minn. Þjónninn sem svaraði hafði ekki séð hann þennan morgun, sem væri kannski ekki óeðlilegt sagði hann, það hefði komið til átaka því að skæruliðar hefðu skyndilega ruðst inn í bæinn og hrakið þýsku her- mennina á brott og væru nú að hand- taka fjölda Þjóðverja sem störfuðu hjá fyrirtækinu Rusomberske, sem LAUFEY Einarsdóttir. „Náðuga frúin“ frá Ruzomberok Jónas Jónasson hefur ritað æviminningar Laufeyjar Einarsdóttur, sem árið 1938 giftist til Tékkóslóvakíu, en lenti undir járnhæl Hitlers og Stalíns, missti mann sinn og þurfti að þola fangabúðavist. LAUFEY Einarsdóttir hefur lifað viðburð- aríka ævi. Hún var í rómuðum fimleika- flokki ÍR sem skömmu lyrir krepp- una miklu sýndi víða um Norðurálfu og vakti mikla athygli. Laufey hélt á Olympíuleikana í Berlín 1936 og fylgdist með af áhorfendapöllum - skammt frá Hitler, sem hún kallaði Hjalta. Á heimleið um borð í Brúar- fossi kynntist hún tékkneskum manni, Jan Jedlicka sem hugðist festa kaup á gömum hjá Garðari Gíslasyni hf. í ársbyrjun 1938 hélt Laufey til bæjarins Ruzomberok í Tékkóslóvakíu og giftist Jan - átti þann draum einan að fá að lifa í friði með manni sínum í hjarta Evrópu. Hún var ávörpuð „náðuga frú“ og af því er titill bókarinnar leiddur. Skömmu eftir að Laufey fluttist til Tékkóslóvakíu skall síðari heims- styrjöldin á, Evrópa stóð í ljósum logum og Tékkóslóvakía lenti undir járnhæl nasista, sem meðal annars hemámu Ruzomberok. Svo kom að stríðsgæfan snérist gegn þjóðverj- um. • Nasistar hraktir frá Ruzomberok I ágúst 1944 sóttu skæruliðar fram í hjarta Tékkóslóvakíu og náðu meðal annars Ruzomberok á sitt vald. Jenda og Laufey höfðu sótt brúðkaup í næsta bæ, Vrútký, þar sem höfðu verið hörð átök - og - byssukúlur flugu yfir höfðum fólks. Þegar þau sném til Ruzomberok ríkti þar ringulreið og ógnaröld: „Við voram varla komin inn til okkar þegar þrír byssuklæddir menn úr herjum skæraliða börðu dyra og raddust inn, tveir þeirra voru óeinkennisklæddir en einn var í einkennisbúningi. Hann sagði að þeir ætluðu að leita að vopnum og ég tók eftir því að Jenda varð mjög órólegur. Mennirnir byrjuðu að leita í skúff- um og skápum en hugsuðu ekkert um að setja allt á sinn stað aftur. Auðvitað fundu þeir engin vopn en ekki leið á löngu þar til þeir fundu tvær áfengisflöskur og báðar myndavélarnar sem við hjón áttum. Gerðu þeir sig líklega til að halda á brott með þetta. Ég var hinsvegar orðin svo reið að ég stillti mér upp fyrir framan þá og spurði: „Vorað þið ekki að leita að vopn- um?“ Þeir störðu undrandi á mig. „Þið hafið ekki leitað í búrinu, ekki á svölunum og ekki heldur sýnt okk- ur leitarheimild!" Þetta sagði ég ekki af neinum hetjuskap, ég var bara orðin ösku- reið og vissi ekki hvernig hernumið fólk átti að haga sér. Hér vora bara einhverjir skæraliðatuddar komnir inn á heimili mitt og búnir að gramsa í eigum okkar. Svona nokkuð gerðist ekki á Islandi, það eitt vissi ég. Mennirnir urðu þannig á svip að ég er viss um að svona hafði aldrei verið talað til þeirra. Höfðu þeir ekki vopnin og völdin? Sá einkennisklæddi sagði hrana- lega: „Vitið þér ekki að ég get skotið yð- ur fyrir að vera svona ófor- skömmuð?" Ég horfði hnarreist á þennan vesl- ings mann sem fann vald sitt gagn- vart konu með byssunni. „Þér getið það án efa, þér eruð með byssu. Ég hef enga.“ Ég er viss um að ef ég hefði brotnað niður og farið að gráta hefði mönnunum þótt það eðlilegri viðbrögð varnarlausrar konu. Skæruliðinn starði á mig og það varð löng þögn. Ég hélt augnaráði hans lengi, án efa hnarreist og óskaplega íslensk en svo gaf annar félaga hans honum olnbogaskot og

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.