Morgunblaðið - 29.11.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.11.1998, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1998 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ Er komin til starfa á hársnyrtistofunni Elítu, Dalvegi 2, Kópavogi, sími 564 5800. Verið velkomin! Inga Einarsdóttir, hárgreiðslumeistari. Ertu búinn að skipta um bensínsíu? Komdu í skoðun TOYOTA Nýbýlavegi 4-8 S. 563 4400 Opið í dag frá kl. 13-16 og á morgun frá kl. 10-18. Lagerútsölunni lýkur á morgun. Mikill afsláttur. PreeMMiz Bæjarhrauni 14, Hafnarfirði HÆSTIRÉTTUR VARÐI EKKI KOSNINGARÉTTINN Erlendur Hörður Hansen Ingimarsson UM ÞESSAR mundir er nú liðið ár síðan að kosningar fóru fram um sameiningu sveitarfélaga í Skaga- firði. Framkvæmd kosninganna varð með þeim hætti, að það leiddi til kæru. Málareksturinn sem fylgdi kosningakærunni varð lengri og flóknari en séð var fyrir í upphafi. Málavextir eru þeir í stuttu máli, að engin kosning fór fram á Sjúkra- húsi Skagfirðinga, þar sem gera mátti ráð f'yrir að 20 - 30 einstak- lingar myndu nýta kosningarétt sinn. Þar á meðal voru fjórir ein- staklingar úr Lýtingstaðahreppi, sem að öllum líkindum hefðu fellt kosninguna í hreppnum, en þar var munurinn aðeins tvö atkvæði. Það hefði leitt til endurtekningar kosn- inganna í hinum sveitarfélögunum, sem hugsanlega hefði leitt til skyn- samlegri sameiningar sveitarfélaga en nú er. I lýðræðisríki er eina leiðin að fara að lögum, ef ná skal fram réttlæti, svo er a.m.k. skoðun margra. Svo er um, þegar kemur að helgasta réttinum, sjálfum kosnin- ingaréttinum, sem er spurningin um grundvallarmannréttindi. Sá réttur sem allur hinn vestræni heimur byggir sína tilveru á. Kosningasvik, misbeiting embættismanna og óvönduð vinnubrögð þar sem til- gangurinn helgar meðalið er bara í öðrum löndum. Löndum utan hins vestræna siðgæðis. En er það svo? Samtrygging og dómskerfið I upphafi kæruferilsins sagði okk- ur ráðhollur maður að vonlaust væri að vinna mál, sem beindust að stjóm- sýslunni. Hún fyndi sér alltaf vöm, hefði innbyggt sjálfvirkt samtrygg- ingarkerfi, og þegar við bættist að tvö stærstu stjórnmálaöfl landsins ættu svo mikilia hagsmuna að gæta, þá væri kæran fyrirfram töpuð. Ráðholli maðurinn sagði að aldrei mætti gleyma því að dóms- kerfið væri 99% byggt upp af tveim stærstu stjórnmálaöflunum, og þau kipptu í spotta sem dygðu til að minna á hagsmuni sína. Þessu er erfitt að kyngja, búandi á íslandi, en ekki í bananalýðveldi eða Rúss- landi. Hæstiréttur var það haldreipi um réttlæti sem við kærendur treystum, er við fórum af stað í upphafi. En svo bregðat krosstré sem önnur tré. Kjörstjóri og „kjörnefnd" Meginþungi kæmnnar beindist að kjörstjóra, sem lét hjá líða að framkvæma kosningu á Sjúkrahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki. Svo gáfulegt sem það er, þurfti að kæra til sýslumanns, sem jafnframt er kjörstjóri, einn og sami maðurinn, sem lét kosninguna ekki fara fram á Sjúkrahúsinu. Sýslumaður skip- aði sérstaka „kjörnefnd" þriggja lögfræðinga á Akureyri, er það skv. kosningalögum. Þar með skipar sýslumaður „kjörnefnd" í sjálfs sín „sök“. Lögin gera greinilega ekki ráð fyrir að kjöstjóri brjóti af sér í starfí. Urskurður kjörnefndarinnar 5. des. 1997 (lögfræðinganna þriggja á Akureyri) voru dæmi- gerðar hártoganir og útúrsnúning- ar sbr. lið 2. og 3. Og niðurstaðan eftir því. Við kærendur höfðum reiknað með þessu og vomm því undir það búnir, að halda áfram með málið. Ríki Páls Péturssonar Kosningalögin gera ráð fyrir að kærur gangi næst til Félagsmála- ráðuneytis, þar sem Páll Pétursson ræður nú ríkjum. Það sjá auðvitað allir, að fyrirfram var vita vonlaust að fá málefnalega umfjöllun hjá þessu ráðuneyti. Félagsmálaráðu- neytið í bullandi pólitík um sameiningu sveit- arfélaga og í þessu til- felli í hjarta kjördæmis Páls Péturssonar. Póli- tískir hagsmunir Páls svo miklir, að hann hefði umbúðalaust átt að víkja sæti. Það gerði Páll auðvitað ekki og dró úrskurðinn á langinn svo sem hann frekast gat. Kæruna fékk hann 12. des. 1997. Rétt er að taka það fram að frá kosningun- um er kærufrestur að- eins sjö dagar, jafn- lengdar frestur er frá úrskurði kjörnefndar eða sjö dagar til að áfrýja til Félagsmálaráðu- neytinsins. Almenningur sem gerir athugasemdir við kosningar hefur afmarkaðan tíma, stjórnsýslan skammtai- sér sinn tíma, sem segir sitt. Nýverið felldi Félagsmála- Var Hæstiréttur kannski fyrst og fremst að verja stjórnsýslu- kerfið? spyrja Erlend- ur Hansen og Hörður Ingimarsson. Var tekið í einhverja spotta og mannskapurinn minnt- ur á hver framseldi valdið til þeirra? ráðuneytið úrskurð vegna kosninga á Raufarhöfn tæpum sex mánuðum eftir kosningar!!! Japlið í ráðuneytinu Urskurður Félagsmálaráðuneyt- isins vegna kærunnar hér í Skaga- firði var kveðinn upp 3. feb. 1998. Á bls. 8 og 9 í úrskurðinum kemur fram það sem mestu máli skiptir. Þar japlar „ráðuneytið" á því áliti kjörnefndar að einungis heimilis- fast fólk á Sauðárkróki hefði getað kosið á Sjúkrahúsinu. Lýtingar hefðu verið án kosningaréttar og hefðu þar með ekki getað haft áhrif á kosninguna. Þetta er dæmalaus hártogun á kosningakærunni og sýnir hve „ráðuneytið" leggst lágt. Urskurðurinn er undirritaður af Páli Péturssyni og Sesselju Árna- dóttur. I þeirri stöðu sem Páll Pét- ursson hefur um þessar mundir var vita vonlaust að fá réttláta niður- stöðu. Fyrstu tvö meðferðarstig kærunnar, svo sem sjá má af fram- ansögðu, eru tilgangslaus og ekki til annars en tefja og þæfa málið. Því lengri tími sem líður frá kosn- ingum og kæra kom fram, aukast líkurnar á því að ekki verði kosið aftur. Tvö fyrstu meðferðarstigin verða mótandi fyrir málsmeðferð- ina fyrir dómstólum. Stjómsýslu- þráðurinn hefur verið spunninn og gengur eins og rauður þráður málið á enda. Hæstiréttur okkar von Fyrir Héraðsdómi komu fram margar nýjar upplýsingar við rétt- arhöldin sem undirstrikuðu þvílík handvömm það var, að láta ekki kosningu fara fram á Sjúkrahúsinu. Af ýmsum ástæðum töldum við kærendur litlar líkur á því að vinna málið fyrir Héraðsdómi. Öll okkar von var, að Hæstiréttur virti og verði grundvallarmannréttindi þ.e. réttinn til að kjósa. Fimmtudaginn 14. maí var upp- kveðinn dómur í Hæstarétti í mál- inu nr. 160/1998 þar segir m.a. „Ljóst er að 2. mgr. 63. gr. laga nr. 80/1987 um kosningar til Al- þingis felur í sér heimild en ekki skyldu fyrir kjörstjóra (sýslumann) til að íáta fara fram atkvæða- greiðslu á sjúkrahúsi. Slík ákvörðun er þó ekki háð geð- þótta kjörstjóra hverju sinni, held- ur ber honum að láta kosningu fara fram, ef fram kemur ósk eða vís- bending um að þess sé þörf. Svo var ekki í máli því, sem hér er til úrlausnar." Tveggja tima verk? Hæstiréttur staðfesti forsendur héraðsdóms og staðfesti hann (dóminn). Málflutningur fyrir Hæstarétti fór fram að morgni 14. maí og lauk nokkru fyrir hádegið. Ekki grunaði okkur að dómsupp- kvaðning færi fram fyrir miðjan dag, þennan sama dag. Töldum að Hæstiréttur þyrfti a.m.k. nokkra daga eftir málflutninginn til að komast að niðurstöðu. Að frádregn- um matartíma hefur „rétturinn" gefið sér eina til tvær stundir til að komast að niðurstöðu. Las „réttur- inn“ málsgögnin ? Það er auðvelt að hafa efasemdir um það, að svo hafi verið. Fyrir Héraðsdómi í gögnum og réttarhaldinu er allt löðrandi í vís- bendingum um þörf þess, að kosn- ing færi fram á Sjúkrahúsinu. En í niðurstöðu Hæstaréttar segir, að um enga vísbendingu hafi verið að ræða að kosning skyldi fara fram á Sjúkrahúsinu. Bréf kjörstjóra Til glöggvunar fyrir lesendur skal vitnað í bréf sýslumannsins (kjörstjóra) á Sauðárkróki frá 11. des. 1997. Þar kemur fram að kosið var utan kjörfundar á Sjúkrahúsi Skagfirðinga á vegum sýslumanns (kjörstjóra) vegna Alþingiskosn- inga 1987, forsetakosninga 1988, Alþingiskosninga 1991, vegna kosn- inga um sameiningu sveitarfélaga 1993, vegna sveitarstjórnarkosn- inga 1994, Alþingiskosninga 1995 en þá neyttu 29 einstaklingar kosn- ingaréttar síns, og forsetakosninga 1996, en þá kusu 37 einstaklingar á sjúkrahúsinu. Við sveitarstjórnarkosningar í maí 1998 kusu 17 einstaklingar!!! Þarf frekari vitna við? Gögn um kosningar fyrir 1987 voru komin á safn og ekki í fórum sýslumanns. Á vegum kjörstjórnar Sauðárkrókskaupstaðar var undir- kjördeild á Sjúkrahúsínu við Al- þingiskosningar 1979,1983,1987 og 1991. Við bæjarstjórnarkosningar 1986, 1990 og 1994. Við forsetakosningar 1988. Ekki var undirkjördeild við kosn- ingar um opnun útsölu Á.T.V.R 1983, ekki við sameiningarkosning- ar 1993, ekki við Alþingiskosningar 1995 og við forsetakosningar 1996. 1993, 1995 og 1996 annaðist kjör- stjóri (sýslumaður) utankjörfund- aratkvæðagreiðslu svo sem er áður fram komið. Málflutningur formsatriði? Víkjum á ný að Hæstarétti. Ekki hefur „rétturinn" þurft að eyða tíma sínum í að hlusta á málflutn- inginn að nýju, sem fram fór fyrir hádegið, þvi hann var ekki tekinn upp á band. Það er með ólíkindum að málflutningur fyrir Hæstarétti skuli ekki skjalfestur með upptöku og það í þessu nýja fína húsi sem allt átti að leysa, sérhannað fyrir nútímann og langa framtíð. Er það svo að málflutningurinn sé best gleymdur jafnóðum og hann fer fram eða lítur „rétturinn" svo á að málflutningurinn sé aðeins foi-ms- atriði? Tæplega eru dómarar rétt- arins svo bráðskarpir að muna hann frá orði til orðs. Málflutningur fyrir Héraðsdómi var allur tekinn uppá band og auðsótt mál að fá hann í hendur. Þar er öllu haldið til skila, frá orði til orðs. Hverju er Hæstiréttur að hlífa að geyma ekki munnlegan málflutn- ing? Getur „rétturinn" leyft sér óvandaðri vinnubrögð og veikari dómsniðurstöður? Var Hæstiréttur kannski fyrst og fremst að verja stjórnsýslukerfið? Var tekið í ein- hverja spotta og mannskapurinn minntur á hver framseldi valdið til þeirra? Niðurstaðan liggur fyrir. Hæsti- réttur varði ekki mannréttindi þ.e. réttinn til að kjósa. Hæstiréttur varði stjórnsýsluna. Hundahreinsun réttarkerfís Forsætisráðherra hefur nýverið komið því til skila við þjóðina, hversu áreiðanlegur Hæstiréttur er. Réttarkerfið þarfnist hunda- hreinsunar í einstökum málum. Skyldi svo vera í þessu kosninga- kærumáli? í málinu 160/1998 er niðurstaða Hæstaréttar meira í ætt venjulegrar embættismannaaf- greiðslu fremur en dómur. Dómurinn er svo þversagnar- kenndur. Hæstaréttinn skipuðu Haraldur Henrýsson, Guðrún Er- lendsdóttir, Pétur Hafstein, Hrafn Bragason og Hjörtur Torfason, nefndir í þeirri röð frá vinstri til hægri séð úr réttarsal. Það kom til álita að vísa málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu, en kostnaðarins vegna var það ekki kleift. Að auki er a.m.k. annar kær- andi þeirrar skoðunar að Islending- ar eigi að annast sitt réttarkerfi sjálfir, Jónar á reiðhjólum þurfi ekki að sækja rétt sinn til Evrópu- dómstólsins. ísland án mannréttindabrota? Nýlega hefur íslenskum stjórn- völdum verið hælt alveg sérstak- lega fyrir að vera án mannréttinda- brota. Það er auðvelt að efast um réttmæti slíks hóls, þó margt sé í góðu lagi á Islandi. Niðurstaða þess að kosningarétt- urinn var ekki virtur á Sjúkrahúsi Skagfirðinga Sauðárkróki verður alltaf svartur blettur á sameining- arkosningunum. Það var haft rangt við. Sameiningin mun líða fyrir það um langa framtíð. Þeir sem vilja kynna sér frekari aðdraganda að sameiningarkosn- ingunum og kosningakærunni skal bent á grein í Mbl. 11. febrúar 1998 bls. 36. Höfundar eru tveir fyrrverundi hæj- arfulltníar á Saudárkróki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.