Morgunblaðið - 29.11.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.11.1998, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ARNA Skúladóttir ásamt lítilli vinkonu sinni á barnadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, Ingibjörgu Lilju Arinbjarnardóttur, 18 mánaða. „Ég lærði hjúkrun til að geta unnið með börnum.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Ei : F erfitt er svæfa barn, það sefur mjög óreglu- lega eða vaknar oft að [næturlagi, er vandinn I skilgreindur sem svefntruflanir. Um árabil hafa börn með alvarlegar svefntruflanir verið lögð inn á sjúkrahús, þar sem þau sofa nokkrar nætur, en eru heima á dag- inn. Nýlega kynntu Arna Skúladóttir hjúkrunarfræðingur og dr. Marga Thome, dósent hjúkrunarfræði, niðurstöður rannsókn sem þær gerðu á árangri meðferðar af þessu tagi. „Svefn- truflanir eru að mati foreldra al- gengasta vandamál ungbarna und- ir eins árs aldri,“ segir Arna Skúla- dóttir, en hún veitir forstöðu nýrri göngudeild á Sjúkrahúsi Reykja- víkur fyrir börn með svefntruflanir og foreldra þeirra. Með henni starfar Ingibjörg Leifsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Arna brautskráðist frá Hjúkrun- arskóla íslands fyrir 20 árum og síðan hefur hún nær eingöngu feng- ist við barnahjúkrun, auk þess sem hún hefur aukið menntun sína á þessu sviði. ,AJlt hófst þetta sem lokaverkefni í sérskipulögðu BS- námi. í því fólst prófun á meðferð fyrir böm með svefnvandamál. PeiiTÍ rannsóknarvinnu héldum við dr. Marga síðan áfram á barnadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur." Hún er nú í mastersnámi undir leiðsögn dr. Mörgu og hluti af námi hennar er uppbygging göngudeild- ar fyrir börn með svefnvandamál og rannsókn á svefntruflunum ungra barna. Hún hefur yndi af börnum og það virðist gagnkvæmt, því þau laðast að henni, brosa blítt og virð- ast bestu börn í heimi í fangi henn- ar. „Pau eru bara að svekkja for- eldra sína með því að vera góð hjá mér,“ segir hún glettnislega, en bætir við að ástæða þess að hún hafi á sínum tíma farið í hjúkrunamám hafí verið sú að hún vildi vinna við barnahjúkrun. „Ég hef raunar líka unnið með öldraðum og á geðdeild, en skemmtilegast finnst mér að vinna á barnadeild." „Pegar smábörn eiga erfítt með að sofna, eða vakna upp í sífellu, verða foreldrar eðlilega áhyggju- fullir. Auk þess sem þeir fá ekki nauðsynlegan svefn, eru þeir flestir sannfærðir um að eitthvað ami að baminu. Bamalæknar og starfsfólk á heilsugæslustöðvum hefur lengi hjálpað foreldrum að glíma við þennan vanda, en samt er vaxandi ásókn í sérhæfða meðferð. Göngu- deildin er í mótun, enda sérsniðin að ocrBÍ bí P^blaka Slæmar svefnvenjur ungbarna geta valdið foreldrum miklum kvíða og áhyggjum, enda telja flestir aðeitthvað hljóti að ama að notast við aðrar aðferðir, en þeir sem leita til mín hafa margir reynt lyfjagjafír án viðunandi árangurs.“ Hvert barn er einstakt Arna segir einstaklingsbundið hversu langan tíma taki að leysa svefnvandamál barna, engar töfra- lausnir séu tii, foreldrar þurfi að gefa sér tíma til að fylgja breyting- unum eftir. -1 hverju felst þjónusta á göngu- deild? „Foreldrar byrja á að koma með barnið í viðtal, þar sem þeir lýsa meðal annars svefnvenjum barns- ins. Fyrsta og mikilvægasta skrefíð sem foreldrar taka er að ákveða að leysa vandann. Öll böm sem komið er með á göngudeild fara í skoðun hjá bamalækni, þar sem kannað er hvort ástæður svefntruflana geti óskaplega að fara úr fangi foreldra í rúmið sitt. Að ekki sé talað um að lítil börn sofí í eigin herbergi. Við virðumst hafa tilhneigingu til að yf- irfæra eigin tilfinningar á börn okk- ar, en höfum ekki alltaf rétt fyrir okkur í því sambandi. Raunar eru sum börn afar næm, það eru verð- andi skáldin okkar,“ segir Arna og verður dreymin á svip. Drykkjuvenjur að nóttu Ama segir að hægt sé að kenna börnum að sofna án þess að gefa þeim brjóst eða pela. „Ef við kenn- um þeim að ekki sé hægt að sofna án þess að fá brjóst eða pela, geta þau ekki heldur sofnað eftir að hafa losað svefn að næturlagi." Lykilatriði er, að hennar mati, að gefa barni kost á að læra að hugga sig sjálft. „Bömum er eðlilegt að vakna nokkrum sinnum á nóttu, en vandamál skapast ef þau geta ekki sofnað sjálf án þess að fá utanað- komandi aðstoð. Böm mótmæla vissulega nýjum reglum og gráta, en þau hafa flest grátið mikið fram að þessu, svo það er ekkert nýtt. For- eldrar eiga að grípa sem minnst inn í meðan bam lærir að róa sig sjálft. Þau sem sofna á brjósti eða með pela í fangi foreldra sinna, þurfa að ramska áður en þau era lögð til svefns í rúmi sínu. Hægt er að stijúka um vanga eða hendi bams- ins, svo það ramski. Þetta finnst sumum foreldram undarlegt í fyrstu og jaðra við vitleysu, en tilgangurinn er að láta bamið vita að nú sé kom- inn svefntími og það eigi að sofa í eigin rúmi. Böm hafa mikla aðlögun- ar- og námshæfileika og læra þetta yfirleitt nokkuð hratt.“ Nóttin speglar daginn „Mikilvægt er að almennar og fastar reglur séu í daglegu lífí ung- bama. Sérstaklega virðast þau böm sem koma á göngudeild vera við- kvæm fyrir óreglu. Daglúrar þurfa að vera á ákveðnum tímum og einnig matartímar. Pá er brýnt að venjur fyrir nætursvefn séu alltaf hinar sömu og einnig vöknunartími á morgnana. Þegar kemur að hátta- tíma þurfa skilaboð foreldra að vera skýr og ákveðin: „Nú er komin nótt og nú átt þú að sofa í rúminu þínu.“„ - Eru börn þá látin gráta sig í svefn? „Nei, ekki ein að minnsta kosti. Foreldrar sitja í herberginu og það hefur sefandi áhrif á bamið. For- að barni sem grætur mikið og sefur óvært. Brynja Tomer ræddi málið við Ornu Skúladóttur hjúkr- unarfræðing, sem segja má að sé sérfræðingur í að svæfa börn. Arna veitir forstöðu nýrri göngudeild á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, fyrir börn með svefn- vandamál og foreldra þeirra. Þar er markmiðið ekki aðeins að börn læri að sofna sjálf, heldur einnig að líðan foreldra batni. aðstæðum á íslandi og engin ná- kvæm fyrirmynd til.“ I bfltúr um miðja nótt „Viðvarandi svefnleysi veldur því að smám saman verður fólk úr- vinda, kvíðið, og jafnvel þunglynt. Þegar þannig er ástatt myndast vítahringur. Foreldrar reyna stöðugt að svæfa barnið, að degi sem nóttu, en bam sem skynjar óöryggi og vanlíðan foreldra sofnar síður. Foreldrar grípa oft til ýmissa örþrifaráða til að koma bami sínu í svefn. Margir fara í bíltúr seint um kvöld eða jafnvel um miðja nótt og leita uppi holótta malarvegi, til að ragga barninu í svefn. Þegar bamið sofnar læðast þeir með það upp í rúm, eins og þjófar um nótt, og gæta þess að það vakni ekki. Aðrir ganga um gólf með barnið klukku- tímum saman. Allt er þetta skiljan- legt og foreldrar barna sem sofa illa eiga alla mína samúð.“ - Er algengt að smábörn fái ró- andilyf við svefnleysi? „Eg veit ekki hversu algengt það er. Til eru nokkrar tegundir lyfja, sem hafa róandi verkun og eru stundum notuð til að rjúfa vítahring- inn. Lyf af þessu tagi era oftast not- uð í mjög stuttan tíma og eru ekki sögð vanabindandi. Sjálf hef ég kosið verið af völdum sjúkdóma. Sé búið að útiloka það hefst meðferð, sem er einstaklingsbundin, en alltaf með sama markmið í huga: að barnið læri að róa sig sjálft í eigin rúmi og það sofi þar samfellt. Einnig að bæta líðan foreldra.“ „Meðferð fer bæði eftir aldri barns og persónuleika. Þriggja mán- aða bam hefur til dæmis aðrar þarfir en ársgamalt eða tveggja ára bam. í meðferð tvíbura sést glögglega hversu ólík úiræði henta hverjum og einum. í meðferð tvíbura getur til dæmis hentað að láta annað bai'nið sofa eitt í herbergi, meðan hinu er nauðsynlegt, vegna persónuleika síns^ að sofa í herbergi með öðram.“ „Eg held að margir foreldrar telji böm sín mun viðkvæmari eða næm- ari en þau eru og að þau kvíði því Morgunblaðið/Ásdís FÁTT er yndislegra að sjá en kornabarn sem sefur vært. eldram finnst eðlilega vont að hlusta á böm sín gráta og grípa því yfirleitt mjög fljótt inn í til að hugga það. Með því móti er hins vegar tekinn af baminu möguleiki á að læra að hugga sig sjálft. Oft hefur fólk áhyggjur af því að bamsgrátur seint á kvöldin og að næturlagi muni vekja systkini eða aðra íbúa hússins og reynir því að stöðva grátinn með öll- um tiltækum ráðurn." „Ungböm skynja líðan foreldra sinna mjög vel, oft betur en við sjálf. Hafi foreldri tekið ákvörðun um að koma reglu á svefn bams síns, skynjar það mjög fljótt að komnir eru breyttir tímar, foreldrar eru allt í einu ákveðnir og hvorki tvístígandi né óöruggir eins og áður. Það virðist styrkja foreldra mikið að hafa ákveðnar leiðbeiningar til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.