Morgunblaðið - 29.11.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.11.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1998 11 Aætlanir ekki gengið eftir flutt var því frestað að endurnýja tölvu- og upplýsingakerfi og búnað- ur úr gömlu verksmiðjunni fluttur í þá nýju. Vegna vandræðanna sem urðu hefur að sögn Benedikts verið lögð mikill áhersla á að setja upp nýtt kerfi og er nú unnið að því. Þjálfa þarf nýtt starfsfólk Ein af ástæðunum fyrir byggingu fiskréttaverksmiðjunnar í Newport News var að rekstrarumhverfið þar er talið vinsamlegt. Fram hefur komið í viðtölum við forráðamenn félagsins að þar eru greidd lægri laun en í Camp Hill og starfsemin ekki háð samningum við verkalýðs- félög. Benedikt segh- það rétt að til- tölulega mikið flæði starfsfólks hafi verið í gegn um verksmiðjuna og það hafí tekið tíma að finna og þjálfa upp réttan kjarna starfsfólks, meðal annars vegna þess hvað atvinnuleysi hafi minnkað mikið á svæðinu frá því ákvörðun um byggingu verk- smiðjunnar var tekin. Hráefniskostnaður er stærsti kostnaðarliðurinn hjá fískréttaverk- smiðjum og væntanlega er launa- kostnaður almennt ekki nema 5-10% framleiðslukostnaðar. Benedikt svarar neitandi spurningu um það hvort það hafí ekki verið mistök að segja upp vönu starfsfólki og byggja verksmiðjuna upp á nýjum stað með nýju starfsfólki í ljósi þeirra erfið- leika sem verið hafa. „Rekstur gömlu verksmiðjunnar gekk illa og því var nauðsynlegt að gera breyt- ingar,“ segir Benedikt. Telur hann að nú sé kominn saman góður kjarni starfsfólks til framtíðar og afköst þess hafi smám saman verið að aukast. Verksmiðjan hafí næga framleiðslugetu og þegar búið sé að komast yfir byrjunarerfiðleikana sé næsta verkefni að auka söluna. Þá segir Benedikt að áætlanir um lækk- un launakostnaðar við flutning milli svæða hafi ræst. Við byrjunarörðugleika í rekstri verksmiðjunnar hafa bæst miklar hækkanir á hráefni, 50-60% að sögn Benedikts. „Ég held að allar at- vinnugreinar sem hefðu fengið þannig hækkanir á sig hefðu lent í vandræðum, þótt ekki hefðu verið aðrir erfiðleikar fyrir hendi,“ segir Benedikt. Ganga varð í málið Hermann Hansson, formaður stjórnar Islenskra sjávarafurða hf., segir að það hafi legið fyrir snemma á þessu ári að það tæki lengri tíma en áætlað var að ná upp fullum af- köstum í nýju fiskréttaverksmiðj- unni. Stjórnendur félaganna og stjórnir hafi metið stöðuna þannig að vinnan væri á eftir áætlun en allt væri þetta að koma. „Þegar kom fram á sumarið sáum við að hluturn- ir voru ekki í lagi og þegar sex mán- aða uppgjörið kom varð ljóst að ganga yrði í málið af meiri krafti," segir Hermann. I upphafi var ákveð- ið að forstjóri ÍS sem jafnframt er stjórnarformaður Ieeland Seafood Corp. gæfí sér sérstaklega mikinn tíma í reksturinn vestra og það gerði hann í ágúst, september og október. Á stjórnarfundi í lok október var síðan ákveðið að Benedikt fengi ótímabundið leyfi frá störfum sem forstjóri IS og tæki við daglegri stjórnun fyrirtækisins í Bandaríkj- unum sem stjórnarformaður í fullu starfi. „Við teljum að það hafi verið algerlega nauðsynlegt til þess að koma fyrirtækinu aftur á sporið,“ segir Hermann. Hal Carper sem verið hefur for- stjóri Iceland Seafood Corp. í nokk- ur ár var færður í söludeildina og starfar nú sem sölustjóri. í uppgjöri íslenskra sjávarafurða íyrir fyrstu sex mánuði þessa árs er fært 124 milljóna kr. tap af Iceland Seafood Corp. í viðauka við útboðs- lýsingu kemur fram að tap var einnig mikið í júlímánuði en hefur síðan farið minnkandi. Ljóst er því að mikið tap verður á rekstrinum þegar árið í heild verður gert upp. Stjórnendur ÍS gefa ekki upp hversu mikið tapið af nýju verk- smiðjunni er orðið í heildina. Áhætta tekin íslenskar sjávarafurðir hafa tekið mikla áhættu í rekstri sínum og fjár- festingum. Stjórnendur félagsins hófu kapphlaupið við Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna um frystihúsin ÍSLENSKAR sjávarafurðir hf. eru tiltölulega ungt fyrirtæki, tók til starfa í ársbyrjun 1991 á grunni Sjávarafurðadeildar Sambands ís- lenskra samvinnufélaga. Félagið var rekið með vaxandi hagnaði fyrstu sex árin, þannig skilaði það 160 milljóna króna hagnaði á ár- inu 1996. Eftir það syrti í álinn. Á árinu 1997 nam tap félagsins 310 milljónum kr. sem þýðir að afkom- an versnaði um 470 milljónir kr. milli ára. Var það skýrt með erfið- um rekstri og miklum afskriftum hjá Iceland Seafood Corporation í Bandaríkjunum, einkum vegna flutnings á verksmiðju og aðal- stöðvum fyrirtækisins. Einnig með tapi vegna einhliða slita Rússa á samstarfssamningi við IS og kostn- aði við kaup á franska fyrirtækinu Gelmer. Tekið var fram að búið væri að hreinsa út alla erfiðleika þannig að borðið yrði hreint á ár- inu 1998. Gert var ráð fyrir mikl- um viðsnúningi á árinu þannig að hagnaður yrði aftur svipaður og var 1996, eða um 150 milljónir kr. með þátttöku í kaupum á stórum eignarhlut í Vinnslustöðinni hf. í Vestmannaeyjum. Hafa bæði þessi sölusamtök fjárfest töluvert í fram- leiðendum. IS tók áhættu erlendis með fjárfestingum í Namibíu og ekki síður með samstarfssamningi við Rússa um fiskveiðar frá Kamtsjatka en Rússarnir sögðu þeim samningi síðar fyrirvaralaust upp. Félagið byggði glæsilegt hús- næði yfir höfuðstöðvar sínar í Reykjavík. Hér að framan hefur verið sagt frá uppbyggingu fiskréttaverk- smiðjunnar í Bandaríkjunum en þegar ákvarðanir um hana voru teknar voru margir stórir framleið- endur á þeim markaði ýmist að hætta eða héldu að sér höndum. Um það leyti sem verksmiðjan í Banda- ríkjunum var formlega vlgð var sagt frá kaupum IS á meirihluta franska íyrirtækisins Gelmer SA en það fyr- irtæki rak umfangsmikla starfsemi á sviði fiskvinnslu og sölu sjávaraf- urða, meðal annars fiskréttaverk- smiðju. Hermann Hansson og Benedikt Sveinsson taka undir þau orð að fé- lagið hafi tekið mikla áhættu við út- víkkun starfseminnar en segja að Áætlanir gengu ekki eftir. í ágúst var skýrt frá því að 138 millj- óna króna tap hafi orðið á rekstrin- um fyrstu sex mánuði ársins. Höf- uðástæðan fyrir tapi samstæðunnar var sögð sú að gangsetning nýju verksmiðjunnar í Bandaríkjunum hafi gengið verr en reiknað hafði verið með. Einnig var greint frá tapi á rekstri Gelmer - Iceland Seafood í Frakklandi og vakin at- hygli á miklum hækkunum á hrá- efni til vinnslu, sérstaklega fisk- blokkum, sem komið hafi niður á rekstri dótturfélaganna í Banda- ríkjunum og Frakklandi. I lok október var upplýst að af- koma samstæðunnar yrði mun lak- ari en fram kom í uppgjöri fyrir fyrri helming ársins, vegna mikils taps hjá Iceland Seafood í Banda- ríkjunum. Jafnframt var frá því greint að forstjóri IS, Benedikt Sveinsson, sem jafnframt er stjórnarformaður Iceland Seafood, flytti vestur og tæki að sér yfir- stjórn fyrirtækisins sem stjórnar- formaður í fullu starfi. allt gangi efth- áætlun nema rekst- urinn í Bandaríkjunum. Þangað megi rekja alla erfíðleika fyrirtækis- ins. Benedikt segir að samstæðan sé vel á áætlun hvað varðar umsetn- ingu og rekstur, fyrir utan Iceland Seafood Corp. Hann segir að starf- semin á íslandi gangi betur en áætl- anir gerðu ráð fyrir. I hálfsársupp- gjöri á dögunum kom fram að 55 milljóna kr. hagnaður væri á rekstr- inum. Hann hefur sömu sögu að segja um kaupin á Gelmer í Frakklandi, reksturinn gengur samkvæmt áætl- un eða jafnvel betur. Gríðarlegt tap var á fýrirtækinu þegar ÍS tók við því og gerðu stjórnendur ÍS ráð fyr- ir að það tæki tólf til fimmtán mán- uði að snúa tapi í hagnað. Verulegt tap var á rekstrinum þá tvo mánuði sem IS rak Gelmer á síðasta ári og fyrstu sex mánuði þessa árs tapaði Gelmer - Iceland Seafood um 77 milljónum kr. Gert er ráð fyrir tapi á árinu í heild en hagnaði á næsta ári. Ef betur gengur að snúa við rekstrinum en reiknað var með þýð- ir það að fyrirtækið skilar hagnaði síðustu mánuði ársins. Sé það raun- in verður það að teljast nokkurt af- rek miðað við hinn mikla halla sem var á rekstrinum þegar IS tók við að viðbættum þeim miklu hækkunum sem orðið hafa á hráefni verksmiðj- anna á þessu ári. Segir Benedikt að ÍS hafi ávallt vantað vörur til að selja og verði að líta á kaupin í framleiðendum og verkefnin í Rússlandi og Namibíu í því ljósi. Hermann og Benedikt vekja einnig athygli á því að ÍS hafi sloppið vel frá uppsögn Rússa á samstarfssamningnum í Kamtsjatka, náðst hafi að innheimta útistandandi kröfur. Samstarfsslitin hafa þó vafalaust haft ýmsa aðlög- unarerfiðleika í fór með sér og möguleikar á tekjum töpuðust. Þá vekja þeir athygli á því að þótt ÍS hafi selt mikið af fiski til Rússlands sé það ekki með neina fjármuni í hættu þar og hafi ekki tapað neinu á efnahagskreppunni og falli rúblunn- ar. „Við gátum ekki haldið áfram með sama hætti í Camp Hill, verksmiðj- an var orðin gömul og afkoman óvið- unandi. Það þurfti að gera breyting- ar og vissulega var um fleiri en eina leið að velja. Við gerðum okkur grein fyrir því að við værum að taka áhættu með uppbyggingu verk- smiðjunnar í Bandaríkjunum en töldum okkur vera að gera hið rétta. Það veldur hins vegar miklum von- brigðum hvernig reksturinn hefur gengið,“ segir Hermann. „En við verðum að lifa með ákvörðunum okkar og vinna okkur út úr erfiðleik- unum.“ Afkoma dótturfélaga ÍS erlendis hefur ávallt vegið þungt í afkomu fé- lagsins, ekki síst þess stærsta, ISC í Bandaríkjunum, því starfsemin hér heima fer að stærstum hluta fram með umboðssölufyrirkomulagi og þar eru frávikin miklu minni. Nú hefur vægi fyrirtækisins í Banda- ríkjunum minnkað vegna kaupanna á Gelmer og sameiningu þess við sölufyrirtæki ÍS í Frakklandi. Gel- mer hefur verið rekið með halla svo ekki hefur verið hægt að vega upp tapið fyrir vestan með hagnaði í Frakklandi. Miklar skuldir Erfítt er að átta sig nákvæmalega á því hversu mikill vandi IS-sam- stæðunnar er orðinn. Vegna fjár- festinga hafa skuldirnar margfald- ast á nokkrum árum. Heildarskuldir námu 11,6 milljörðum kr. á miðju yf- irstandandi ári. Sú tala segir raunar ekki mikið því utan við efnahags- reikning eru verulegar skuldbind- ingar, eins og til dæmis vegna fjár- festinga erlendis. Þannig er meiri- hluti fjárfestingarinnar í Bandaríkj- unum, eða um 1,2 milljarðar kr., fjármagnaður með kaupleigufyrir- komulagi og koma þær eignir og skuldir því ekki fram í efnahags- reikningi samstæðunnar. Eins má benda á að þótt IS sé sölusamtök með umboðsfyrirkomulagi þá koma birgðir og þar með skammtíma- skuldir á móti inn í reikningana um áramót. Sem merki um versnandi fjár- hagsstöðu má benda á hækkun yfir- dráttar á bankareikningum, sam- kvæmt reikningsuppgjörum sam- stæðunnar. Skuld á bankareikning- um var 58 milljónir í lok ársins 1996, 820 milljónir í lok ársins 1997 og var komin í 1.295 milljónir á miðju ári 1998. Landsbanki Islands er aðal- viðskiptabanki ÍS og er hætt við að þar hafi einhver átt andvökunætur að undanförnu. Ef eingöngu er litið á heildar- skuldii- að frádregnum veltufjár- munum sést að nettóskuldir voru um mitt ár 3,3 milljarðar kr. Eigið fé var tæplega 1,5 milljarðar kr. og hafði minnkað um fjórðung eða fimmtung á hálfu ári. Með sama áframhaldi myndi ÍS blæða út á fá- um árum. Staðan hefur breyst eitt- hvað síðan vegna áframhaldandi tapreksturs, eignasölu og hlutafjár- útboðs. Hlutabréfin seld á yfirverði Eins og Hermann bendir á er í aðalatriðum þrennt hægt að gera til að bjarga fyiártæki út úr erfiðleik- um sem þessum. I fyrsta lagi að stöðva taprekstur, í öðru lagi að losa það við eignir sem ekki gefa af sér og í þriðja lagi að leita eftir auknu áhættufjáiTnagni. Stjórnendur ÍS hafa unnið að öllum þessum þáttum. Benedikt er fyrir vestan haf að reyna að laga reksturinn þar. Segir hann að unnið sé að margvíslegum aðgerðum, meðal annars með ítar- legri áætlanagerð og fjárhagslegri endurskipulagningu. íslenskar sjávarafurðir hafa nú selt Olíufélaginu hf. hlutabréf sín í Hlutabréfasjóðnum íshafi hf., þar sem IS átti meirihluta, og Vinnslu- stöðinni hf. íshaf var dótturfélag IS, lengst af notað til að kaupa hluti í framleiðendum til að tryggja IS afurðasöluviðskipti þeirra. Söluverð bréfanna var 650 milljónir kr. og að viðbættum hlut IS í skuldum íshafs munu skuldir samstæðunnar lækka um 900-1.000 milljónir kr. við þessi viðskipti. Ljóst er að Olíufélagið keypti bréfín á yfírgengi. Það eignaðist bréfin í Vinnslustöðinni á genginu 2,2, og borgaði fyrir rúmar 260 milljónir kr. að því er fram kom í til- kynningu til Verðbréfaþings ís- lands. Á þeim tíma sem gengið var frá viðskiptunum var gengi hluta- bréfa Vinnslustöðvarinnar á Verð- bréfaþingi 1,76. Út frá þessu má reikna það að Olíufélagið hafi greitt tæpar 390 milljónir fyiár hlutabréf IS í Ishafi hf. Kaupgengið hefur samkvæmt því verið nálægt 1,21 en til samanburðar má geta þess að gengi hlutabréfa Ishafs var 1,15 þann daginn. Hermann Hansson segir að í nýrri stefnumótun ÍS verði meðal annars lögð áhersla á að fjárfesta í markaðsstarfi, bæði hér heima og erlendis, en ekki í framleiðslufyrir- tækjum. Hann segir að það hafi leg- ið fyrir síðan í lok síðasta árs að selja hlut fyrirtækisins 1 þessum tveimur fyrirtækjum og rætt um það hvernig það ætti að gerast. í haust hafi áhugi vaknað fyrir hluta- bréfunum og í framhaldi af því borist tvö kauptilboð auk þess sem til boða hafi staðið að sameina íshaf öðrum hlutabréfasjóði. „Við vildum selja, þurftum peningana auk þess sem þessi fjárfesting var ekki hluti af framtíðarstefnu okkar, og tókum einfaldlega hæsta tilboði,“ segir stjórnarformaðurinn. Hermann segist vera sáttur við söluverð bréfanna. Islenskar sjáv- arafurðir hafi ekki tapað á fjárfest- ingum sínum í framleiðendum. Mið- að við framreiknað kaupverð hafi félagið fengið viðunandi raunávöxt- un af hlutabréfunum. Benedikt seg- ir að auk þess hafi Islenskar sjávar- afurðir fengið mikil viðskipti út á fjárfestingar sínar. Hátt gengi í lilutafjárútboði Vegna fjárfestingarinnar í Frakklandi óskaði ÍS eftir og fékk heimild hluthafafundar sem haldinn var í byrjun desember á síðasta ári til að auka hlutafé félagsins um allt að 200 milljónir kr. að nafnvirði. Hermann segir að ætlunin hafi ver- ið að bjóða hlutaféð strax til sölu en það hafi orðið að bíða af ýmsum ástæðum, meðal annars vegna þess að unnið var að ski-áningu félagsins á Verðbréfaþing Islands. Hlutabréfaútboðið hófst í byrjun þessa mánaðar og lýkur á morgun. Forkaupsréttarhafar keyptu hluta- fé fyrir rúmar 80 milljónir kr. á genginu 1,75 og afgangurinn, tæpar 120 milljónir, er nú til sölu á al- mennum markaði á genginu 1,80. Við hlutafjárútboð á árunum 1995 og 1996, samtals 200 milljónir kr., seldust öll hlutabréfin til forkaups- réttarhafa. Gengi hlutabréfa Islenskra sjáv- arafurða hefur verið sveiflukennt á undanförnum árum, fór um tíma alla leið upp í 5,0. Fyrir ári, þegar IS var skráð á Verðbréfaþing, var gengið nálægt 2,50 og sveiflaðist þar í ki’ing, allt fram á síðari hluta sumars að gengið lækkaði niður í um 1,80 við birtingu milliuppgjörs sem sýndi áframhaldandi taprekst- ur. Að undanfömu hefur gengið verið undir útboðsgenginu en lítil viðskipti verið skráð. Kauptilboð eru enn lægri og hafa sést vísbend- ingar um að gengið hafi verið varið frá því að falla enn neðar, en erfitt er að færa sönnur á að svo sé. Þorsteinn Víglundsson, forstöðu- maður gi’einingardeildar Kaup- þings hf., segir mikilvægt fyrir fjár- festa að gera sér grein fyrir þeirri íslenskar sjávarafurðir jan.-júní Rekstrarreikningur Miiijónr kr. 1995 1996 1997 1998 Heildarvelta að frádr. milliveltu 20.185 26.886 25.781 17.338 Rekstrartekjur 2.083 2.621 2.766 1.680 Rekstrargjöld 1.849 2.274 2.816 1.745 Rekstrarhagnaður (haili) 235 347 (50) (65) Fjármunat. og (fjármagnsgj.) (103) (85) (108) (157) Reiknaður skattur (30) (37) 95 81 Hagnaður af reglul. starfsemi 103 225 (64) (141) Aðrar tekjur og (gjöld) (D (66) (239) (3) Hagn. (halli) fyrir minnihluta 102 159 (303) (144) Hagnaöur (halli) tímab. 101 160 (310) (137) Efnahagsreikningur 1995 1996 1997 1998 1 Eipnir: | 31.12. 31.12. 31.12. 30.6. Fastafjármunir Miiijónirkr. 1.636 2.332 4.576 4.783 Veltuf jármunir 5.684 7.085 8.138 8.345 Eignir samtals 7.320 9.417 12.714 13.128 1 Skuldir oa eiaiö fé: Eigið fé Milljónirkr. 1.163 1.884 1.602 1.216 Langtímaskuldir 894 848 2.732 2.709 Skammtímaskuldir 4.933 6.344 8.028 8.928 Skuldir og eigið fé samtals 7.320 9.417 12.714 13.128 Sjóðstreymi 1995 1996 1997 1998 Veltufé frá rekstri Miiijónirkr. 206 313 (157) (154)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.