Morgunblaðið - 29.11.1998, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 29.11.1998, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ingibjörg Ragn- arsdóttir fædd- ist í Reykjavík 8. apríl 1943. Hún lést á Landspítalanum 22. nóvember síð- astiiðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ragna Jónsdóttir, kennari, f. 15. des- ember 1916, d. 30. desember 1987 og Ragnar Jóhannes- son, skólastjóri, kennari og rithöf- undur, f. 14. maí 1913, d. 16. nóvem- ber 1976. Systkini Ingibjargar eru Ragnar, verkamaður, f. 8. ágúst 1940, og Guðrún, kennari, f. 27. september 1947, gift Árna Birni Jónassyni, verkfræðingi, f. 19. júlí 1946 og eiga þau þrjú börn, Rög^nu, Pál og Jónas. Dóttir Ingibjargar er Ragna Pálsdóttir, háskólanemi, f. 5. september 1978. Faðir hennar er Páll Einarsson, vélsljóri, f. Það var í byrjun árs 1965 að ég kynntist Ingibjörgu mágkonu minni. Ég var að gera hosur mínar gi-ænar fyrir Gunnu systur hennar en fjöl- skyldan bjó þá í Stóragerði 26 í Reykjavík. Imba var fremur lág vexti og ákaflega fíngerð og grönn og með fallegt dökkt hár. Hún sam- svaraði sér vel, en að lunderni var hún frekar dul. Á menningarheimili foreldranna, Rögnu og Ragnars, var margt rætt og ekkert málefni óvið- komandi enda þau hjónin bæði vel að sér og skemmtileg. Ragna hélt uppi miklum myndarbrag á heimil- inu og ég naut í ríkum mæli bóka- safns Ragnars. Sumarið 1966 eign- uðumst við Gunna okkar fyrst barn, Rögnu, og tókust þá frekari kynni með okkur Imbu sem síðar styrkt- ust enn frekar til beinnar vináttu. Hún var vel lesin og sagði skemmti- lega frá því í máli hennar brá oft íyrir kímni og orðaleik. Árin liðu og það var 1975 er við hjónin komum heim frá Danmörku með tvö börn okkar að við dvöld- umst hjá Imbu um stundarsakir á neðstu hæð á Skjólbraut 10 í Kópa- vogi. I upphafi var ætlunin að flytja annað fljótlega en reyndin varð að við leigðum íbúð á efstu hæðinni. Nokkru seinna flutti Ragna amma og Ragnar yngri í íbúðina á miðhæð- inni en Ragnar eldri lá þá veikur á spítala. Ragna Jónsdóttir var ógleymanleg öllum sem einhvern tímann kynntust henni. Þar hófst ákaflega skemmtileg og gefandi sambúð. Árið 1978 eignuðumst við hjónin drenginn Jónas og tæpum mánuði síðar eignaðist Imba dótturina Rögnu. Ólust börnin upp sem systk- in. Faðir Rögnu er Páll Einarsson ættaður frá Selfossi. Ragna er einkabam þeiiTa og þótt þau Imba og Páll byggju aldrei saman ólu þau í samheldni upp barn sitt sem væru þau ein fjölskylda. Ragna var auga- steinn móður sinnar. Eftir tíu ár á Skjólbraut 10 fluttum við hjónin í eigið húsnæði en í sömu götu, aðeins þrjú hús á milli. Morgunkaffi um helgar með Imbu var fastur liður í tilverunni seinni árin. Þetta varð að sérstakri athöfn hjá þeim systrum þar sem málefni líðandi stundar voru rædd. Stríddu þær mér stundum á að ég væri utan- gátta og fylgdist ekki með, en það gat verið strembið að hlusta á þær systur og lesa dagblöðin um leið. Seinni hluta dags eftir vinnu var einnig hist eða spjallað saman. Er Imba veiktist fyrir fjórum árum varð mér fyrst ljóst hve þær systur voru tengdar sterkum böndum. Veikindin rénuðu og var vonað að sigur væri unninn. Ragna dóttir hennar lauk stúdentsprófi og hóf nám í lögfræði. Á heimilið hafði bæst við unnusti Rögnu, Þórmund- ur. En fyrir ári blossuðu veikindin upp aftur en Imbu tókst að nýta þann tíma sem eftir var vel með 26. október 1939. Sambýlismaður Rögnu er Þórmund- ur Sigurjónsson, tækniskólanemi, f. 15. desember 1975. Ingibjörg ólst upp á Akranesi þar sem foreldrar hennar kenndu um árabil. Eftir landspróf 1960 lá ieiðin í Menntaskólann á Akureyri og þaðan lauk Iiún stúdents- próf! 1964 og kenn- araprófi frá Kenn- araskóla Islands vorið eftir. Hún hóf störf við Kársnesskóla í Kópavogi haustið 1965 og átti að baki þrjátíu ára farsælan kennsluferil þegar hún lét af störfum fyrr á þessu ári sökum veikhida. Utför Ingibjargar verður gerð frá Kópavogskirkju á morgun, mánudaginn 30. nóvember, og hefst athöfnin klukkan 15. Rögnu dóttur sinni. Vinkonur Imbu frá menntaskólaárunum voru alltaf nálægar. Far þú í friði. Árni Björn. Það er sárt að kveðja hana Imbu, móðursystur okkar. Á þessari stundu er eina huggun okkar þær góðu minningar sem hún skilur eftir sig. Imba var einstök kona; gi-eind, sterk og kankvís. Við minnumst hennar líka sem hjartahlýrrar konu sem alltaf hafði tíma til að sinna okkur. Við systkinin höfum notið vænt- umþykju hennar og hlýju svo lengi sem við munum eftir okkur. Þær systur, Imba og Gunna, móðir okk- ar, voru óaðskiljanlegar. Við bjugg- um lengi í sama húsi ásamt ömmu Rögnu og Ragga frænda, svo og Rögnu dóttur Imbu, en við höfum aldrei litið á hana öðruvísi en sem eina af systkinahópnum. Imba nostraði við okkur sem værum við hennar eigin börn. Hvert okkar átti sínar stundir með Imbu; föndur, módelsmíðar og bíóferðir svo eitt- hvað sé nefnt. Virtist hún sætta sig við að hanga yfir óþekktarormum systur sinnar endalaust. Einnig höfum við í heiðri öll þau bráð- fyndnu gælunöfn sem hún gaf okk- ur. Imba hjálpaði okkur líka í námi, hlýddi okkur yfir og tók okkur í aukatíma. Það einkenndi Imbu að hún hafði oftar en ekki meiri trú á nemanda sínum en hann sjálfur. Hún lífgaði upp á einkunnirnar og þökkum við henni það. Þegar fyrsta barnið í systkina- hópnum fæddist, Brynhildur, tók Imba henni með opnum örmum. Brynhildur og Imba bundust sterk- um böndum og mun lítil stúlka lenjgi búa að þessum kynnum. I stuttu máli þökkum við Imbu allar ánægjustundirnar. Þær munu veita okkur styrk í framtíðinni. Blessuð sé minning hennar. Ragna Árnadóttir, Páll Árnason, Jónas Árnason. Kenndu mér klökkum aðgráta kynntu mér lífið ísvip Færðu mér friðsæld íhuga fínndu mér leiðir áný Og sjáðu hvar himinn heiður handan við þyngstu ský er dagur sem dugar á ný Veittu mér vonir umdaga vertu mér hlýja ogsól Láttu mig læra af reynslu leyfðu mér áttum að ná Og sjáðu hvar himinn heiður handan við þyngstu ský er dagur sem dugar á ný Gefðu mér gullin í svefni gættu að óskum og þrám Minntu á máttinn ísálu minning er fegurri entár Og sjáðu hvar himinn heiður handan við þyngstu ský er dagur sem dugar á ný. (Sigmundur Ernir Rúnarsson) „Lífið er dans á þyrnum en stöku sinnum rekst maður á rós.“ Hún Imba var slík rós, rós sem maður aldrei gleymir en alltaf geymir. Það geislaði af henni hlýjan og góð- mennskan og brosið var ávallt til staðar. Við kynntumst Imbu fyrst þegar hún kenndi okkur í Kársnes- skóla. Það var áberandi hvað hún náði góðu sambandi við nemendur sína og leiðbeindi þeim vel og mun- um við ávallt búa að því. Við kynnt- umst Rögnu dóttur hennar einnig á þessum árum og hefur hún verið okkar kærasta vinkona síðan. Sam- band þeirra mæðgna var einstakt, það einkenndist af ást, virðingu og skilningi. Á öllum þeim árum sem við höfum þekkt þær mæðgur hefur aldrei neitt skyggt á vináttu þeirra. Fyrir um fjói-um ánim kynntist Ragna Þorra sínum og var hann um leið velkominn á þeiiTa heimili. Hann hefur verið stór hluti af þein-a lífi allt frá því. Þegar Guðný og Þór- unn hófu nám ásamt Rögnu í Verzl- unarskólanum og próflestur fór að taka lengri tíma en áður og krafðist meiri þolinmæði foreldra okkar varð heimili þeirra Imbu og Rögnu yfir- leitt fyrir valinu. Á því heimili hefur alltaf verið tekið vel á móti okkur öllum. Það var ekki óalgengt að kall- að væri úr eldhúsinu: Maturinn er tilbúinn, stelpur. Þá var Imba búin að fara út í búð og stilla upp alls kyns kræsingum á borð. Það var sannarlega stolt móðir sem horfði á stúlkuna sína setja upp hvítan koll síðastliðið vor. í stúd- entsveislunni hélt Imba fallega ræðu um litlu stelpuna sína sem hafði náð þessum merka áfanga í lífinu og kom þá enn og aftur í ljós hversu stolt hún var af henni. Maður tekur oft lífinu sem sjálf- sögðum hlut og heldur að allt sé endalaust en svo er víst ekki raunin. Nú er hún Imba farin á stað þar sem við vitum að henni líður vel. Við þökkum Imbu fyrir allt það sem hún gaf okkur í lifanda lífi. Elsku Ragna, Þorri og aðrir ástvinir, megi guð gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Anna Linda, Guðný Helga, Guðrún Ása og Þórunn. Strjál eru laufin í loftsölum trjánna blika, hrapa í haustkaldri ró. Virðist þó skammt síðan við mér skein græn angan af opnu brumi. (Snorri Hjartarson) Það haustaði of snemma í lífi Ingi- bjargar Ragnarsdóttur, sem á morgun verður til moldar borin. Af æðruleysi og sterkri lífslöngun barð- ist hún um fjögurra ára skeið við ill- vígan sjúkdóm sem að lokum hafði betur. Eftir sitjum við hnípnar með sorgina og minningarnar einar. Tæpir fjórir áratugir eru liðnir síðan við hófum nám í MA og kynni okkar við Imbu hófust. Við komum að norðan, hún að sunnan. Allar þrjár hétum við Ingibjörg. Fljótt varð okkur vel til vina og í þrjú ár bjugg- um við saman í heimavistinni ásamt slatta af Guðrúnum svo og ýmsum vinkonum öðrum sem ekki höfðu verið svo heppnar að hljóta framan- greind nöfn. Menntaskólaárin liðu við glaum og gleði, enda mikið „fjollast" og margt brallað. Minningarnar um þau eru hlýjar, gleðiríkar og bjartar. Imba átti stóran hlut í að gera dvöl- ina eftirminnilega og skemmtilega. Þótt hún væri hógvær og lítið fyrir að trana sér fram var hún með af- brigðum hnyttin í svörum og orð- heppin og hafði einstakt lag á að lauma út úr sér gullkornum sem mörg hver eru fleyg innan hópsins okkar enn þann dag í dag. Oft rifjum við upp þessi skemmtilegu ár - og því oftar sem lengra frá líður. Þarna tókum við út þroska unglingsáranna og ólum hver aðra upp að einhverju leyti. Er mál manna að þar hafi ekki illa til tekist - enda þótt seint ætli meðlimum hópsins að lærast að haga sér eins og settlegar frúr á sextugsaldri. Saumaklúbbm-inn okk- ar, sem oftast gengur undir nafninu „Flittige hænder og tavse munde“ (FHOTM) hefur borið gæfu til að halda saman öll þessi ár og treysta vináttuböndin í blíðu og stríðu. Að loknu stúdentsprófi fórum við Ingibjargir í Kennaraskólann og síð- an hófum við allar störf við Kársnes- skóla í Kópavogi. Kennsla er á margan hátt krefjandi en um leið skapandi starf. I slíku starfi komu kostir Imbu vel í ljós. Hún hafði til að bera listrænt handbragð, smekk- vísi og góð tök á íslensku máli. Hún var víðlesin og ritsnilld hennar var við brugðið þótt ekki væri hún að flíka henni. Ástundun hennar og stundvísi voru einstök og hún bar mikla umhyggju fyrir nemendum sínum og lagði sig fram um að ná til þeirra, skilja þá sem best og hvetja þá til að rækta hæfileika sína. Hún var næm á tilfinningar og líðan þeirra sem hún umgekkst og bjó yfir einhverjum styrk sem við fundum og nutum. Síðar skiptum við tvær um starfsvettvang en Imba hélt tryggð við Kársnesskóla og sat þar sem fastast - „eins og frek hæna á eggi“ - svo notuð séu hennar óbreyttu orð. Hún bjó lengst af á Skjólbraut 10 í Kópavogi í nágrenni við fólkið sitt og tengsl hennar við fjölskylduna voru hlý, skemmtileg og einstök. Rúmlega þrítug eignað- ist hún augasteininn sinn, hana Rögnu, og annaðist hana af fágætri alúð alla tíð. Einkenndist samband þeirra mæðgna af væntumþykju og gagnkvæmri virðingu og er ógleym- anlegt öllum þeim sem til þekktu. Þegar Þórmundur kom inn í líf einkadótturinnar tók Imba honum opnum örmum og mat hann mikils. Þótt vík væri milli vina héldum við alltaf sambandi, þótt stundum væri langt á milli endurfunda. Svo einn góðan veðurdag vorum við allt í einu allar þrjár fluttar í Kópavoginn og börnin komin af höndum. Þá var okkar tími kominn á ný og við hófum að rækta sambandið og vorum fund- vísar á ótrúlegustu uppátæki sem geymd eru í sjóði minninganna. Oft tók Imba bakfóll af hlátri þegar við sögðum hrakfallasögur af okkur sjálfum. Kom hún þá með viðeigandi skot og athugasemdir á háiTéttum stöðum sem krydduðu frásagnirnar og gerðu þær áhrifameiri. Sjálf kunni hún alltaf fótum sínum forráð: Læsti sig aldrei úti, týndi aldrei veskinu sínu, braut aldrei á sér tærnar, tók aldrei innkaupakörfur frá grandalausu fólki í búðum og gleymdi aldrei barni í barnavagni úti í bæ...! En örlögin geta verið grimm og skyndilega dró ský fyrir sólu. Fyrir fáum árum fékk Imba viðvörun um að lífið lifir á veiku skari sem getur slokknað fyrirvaralaust. Það er á slíkum stundum sem fyrst reynir í alvöru á manneskjuna. Hetja er sú sem tekur því sem að höndum ber án þess að kveinka sér. Þannig var Imba til hinstu stundar, sýndi fá- dæma sálarstyrk og tókst á við óblíð örlög af kjarki og djörfung. Baráttu- kraftur hennar og andlegt þrek voru ógleymanleg öllum sem til þekktu og þar setti hún öðrum fagurt for- dæmi. Hún stóð á meðan stætt var og miklu, miklu lengur. Við vottum Rögnu og Þórmundi svo og öðrum ættingjum innilega samúð og kveðjum elskulega nöfnu okkar með söknuði. Hafi hún þakkir fyrir áralanga vináttu og tryggð og verði henni allt til heilla á nýjum brautum. Ingibjörg Möller, Ingibjörg Símonardóttir. INGIBJORG RAGNARSDÓTTIR Ég felli tár, en því ég græt? því heimskingi ég er! þín minning hún er sæl og sæt og sömu leið ég fer. (Kristján Jónsson) Kallið er komið, Imba vinkona er horfin úr hópnum og söknuðurinn er sár. Við vinkonurnar, sem höfum átt samleið með henni í tæpa fjóra áratugi, viljum minnast hennar með fáeinum orðum. Haustið 1960 lágu leiðir okkar saman við upphaf skólagöngu í Menntaskólanum á Akureyri. Imba var einstaklega geðþekk stúlka, lág- vaxin og dökk á brún og brá, með þykkt jarpt hár og „glimt i ojnene". Hún tranaði sér hvergi fram, þurfti þess ekki, því allir löðuðust að henni. Hún var notaleg í umgengni, hress, kát og orðhnyttin. Gömul bréf frá Imbu eru geislandi af kímnigáfu og ekki var verra þegar hún myndskreytti þau. Slíkar ger- semar geymum við vel og satt að segja eni þær oft dregnar fram til skemmtunar og nú til hugarléttis þegar við eigum um sárt að binda. Já, það eru hugljúfar og skemmtilegar minningar sem koma fram í hugann þegar við sitjum saman og minnumst vinkonu okkar. Hæst ber minningar um árin á Akureyri svo og óteljandi samveru- stundir í saumaklúbbnum okkar sem ber heitið „Flittige hænder og tavse munde“. Imba var aðalritari klúbbsins og í mörg ár sendi hún út fréttabréf um hvað væri á döfinni í starfsemi hans og lagði mikla alúð í að myndskreyta bréfin á sinn sér- staka og listræna hátt. Fyrir nokkrum árum fór klúbburinn sam- an til Parísar, dvaldi þar í vikutíma og málaði borgina rauða. Eitt af uppátækjum formanns var að láta okkur fara í frönsku ópei’una. Við mættum þangað snemma morguns, komum okkur fyrir í tónleikasaln- um og sungum uppáhaldslagið okk- ar: Ég elska hafið æst... en það lag syngum við nær alltaf þegar við hittumst. I einu horni á salnum var kona að þrífa gólf og okkur minnir að hún hafi klappað fyrir okkur. Önnur eftirminnileg ferð er Vest- fjarðaferð klúbbsins sem farin var síðastliðið sumar til þess að skoða æskustöðvar nokkurra okkar og kölluðum við þetta „fortíðarfyll- erí“/“nostralgíu“. Imba lét ekki þverrandi krafta aftra sér frá því að fara með okkur og söng mest, hló innilegast og vakti lengst allra í ferðinni, ákveðin í að njóta sér- hverrar stundar sem gæfist. I júlí tók hún upp á því að heimsækja markvisst allar þær sem áttu barna- börn og höfðu þau hjá sér. Hún sagði að Imba frænka væri í eftir- litsferð til að líta eftir afkomendum saumaklúbbsins og kom með skemmtilegar lýsingar á niðurstöð- um eftirlitsins. Sjálf átti Imba ynd- islega dóttur, Rögnu, sem við höfum fengið að fylgjast með í tuttugu ár og það voru stoltir foreldrar og ánægðar „frænkur" sem horfðu á hana setja upp hvíta kollinn í vor. Imba talaði alltaf um börn sauma- klúbbsins sem sameign, enda hafði hún einstakan áhuga á því sem þau tóku sér fyrir hendur svo og öllu öðru sem að okkur sneri. Við kom- um með myndir til hennar og sögð- um lífsreynslusögur sem hún gerði litríkari með athugasemdum 'sínum. Hún var hins vegar svolítið dul um eigin hagi og ekki mikið fyrir að flíka þeim nema eitthvað skemmti- legt hefði á dagana drifið. En við fengum að fylgjast með Rögnu, Ragga bróður, Gunnu systur og allri hennar fjölskyldu, en þeim var hún tengd traustum böndum og mat þau mikils. Sumar okkar kynntumst foreldrum Imbu, sérstaklega Rögnu, sem lifði mann sinn, og þótti okkur mikið til hennar koma, því hún var mikil mannkostakona og framúrskarandi skemmtileg. Þótt Imba gengi ekki heil til skógar síðustu árin kvartaði hún aldrei heldur hughreysti aðra. Það var svo undarlegt að þegar við heimsóttum hana síðustu daga sjúk- dómslegunnar voru skrefin til henn- ar þung en léttari frá henni; enda átti hún allt til enda þann hæfileika að gefa mikið af sér. Nú kveðjum við Imbu með söknuði en minnumst hennar jafnframt með mikilli gleði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.