Morgunblaðið - 29.11.1998, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.11.1998, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1998 29 Fregnir af heimboðinu vöktu sterk viðbrögð meðal Islendinga og á einkabréfum, sem fóru á milli stjórnarandstæðinga veturinn og vorið 1906 má sjá, að ýmsír þeirra vildu hundsa boðið og reyna með því að gera Hannes Hafstein og heimastjói-narmenn tortryggilega í augum bæði Islendinga og Dana. Um þetta varð þó ekki samstaða og niðurstaðan varð sú að langflestir þingmenn þáðu heimboðið og héldu utan. Alþingismenn urðu flestir sam- skipa til Kaupmannahafnar. A leið- inni gafst góður tími til að ræða málin og urðu þingmenn sammála um að bera fram kröfur í fjórum liðum varðandi ríkisréttarleg tengsl íslands og Danmerkur. Kröfurnar vom þessar: 1) Að alþingi og ríkisþingið kysu nefnd til að endurskoða Stöðulögin frá 1871 og yrði niðurstaða hennar háð samþykki beggja þinganna. 2) Að árlegt fjártillag iTkissjóðs Danmerkm- til Islands skyldi falla niður, en Danir ljúka fjárhagsleg- um tengslum landanna með því að gi-eiða Islendingum eina umsamda upphæð í eitt skipti fyrir öll. 3) Að nafn íslands yrði tekið upp í titil konungs á sama hátt og nafn Danmerkur. 4) Að í stað þess að forsætisráð- herra Danmerkur skrifaði undir skipunarbréf ráðherra Islands kæmi undirskrift fráfarandi Is- landsráðherra eða þess, er við embættinu tæki. Þessar kröfur Islendinga vora kynntar dönsku ríkisstjórninni og ríkisþinginu 29. júní, en engar ákvarðanir vora teknar. Friðrik konungur lét hins vegar í ljós við þingmenn ósk um að heimsækja Island og var honum boðið að koma til landsins ásamt 30 ríkis- þingsmönnum árið eftir. Það gekk eftir og 30. júlí árið 1907 skipaði konungur nefnd 13 Dana og 7 Is- lendinga er semja skyldi tillögur að nýrri löggjöf um stöðu Islands í danska ríkinu. Nefndin kom saman til fundar í Kaupmannahöfn 28. febrúar 1908 og sat á rökstólum fram í maí. þá lá niðurstaðan fyrir og var hún í formi „Uppkasts“ að ríkisréttar- legum tengslum landanna. Þar sagði í 1. grein, að Island væri „frjálst og sjálf'stætt jand, sem ekki yrði af hendi látið“. Island og Dan- mörk skyldu vera í sambandi um sameiginlegan konung og þau mál önnur, er sérstaklega vora tekin fram í Uppkastinu. Danir skyldu gi’eiða fslendingum 1,5 milljónir ki-óna og ljúka þannig fjárhagsleg- um skiptum þjóðanna, en sameig- inleg mál, auk konungs, konungs- erfða og konungsmötu skyldu vera: Jón Sigurðsson Hannes Hafstein Valtýr Guðmundsson Skúli Thoroddssen utanríkismál, þar sem þó skyldi bera þau mál er snertu ísland sér- staklega undir alþingi, landvarnir, landhelgisgæsla, ríkisborgararétt- ur, mynt, æðsti dómstóll (uns ís- lendingar afréðu að stofna eiginn hæstarétt) og farfáninn út á við. Lögin mátti taka til endurskoðunar að 25 áram liðnum og eftir 37 ár mátti slíta sambandinu í öllum efn- um öðram en konungssambandi, utanríkis- og landvarnarmálum. Ekki verður um það deilt að með Uppkastinu var komið mjög til móts við óskir íslendinga, enda urðu allir nefndarmenn nema einn sammála um það. Skúh Thorodd- sen greiddi einn atkvæði gegn nið- urstöðunni. Hann bar fram breyt- ingartillögu þar sem þess var krafist að ísland yrði viðurkennt sem fullvalda ríki í konungssam- bandi við Danmörku, að ísland fengi sérstakan farfána út á við og loks að endurskoða mætti sam- komulagið að 20 árum liðnum og slíta öllum sameiginlegum málum, öðrum en konungssambandinu eftir 30 ár. Kröfur Skúla féllu í grýttan jarð- veg í nefndinni, en brátt kom í ljós, að þær áttu mikinn hljómgrann meðal íslendinga. Alþingiskosning- ar fóra fram haustið 1908 og var Uppkastið aðalkosningamálið. Kosningahríðin var einhver hin harðasta og óbilgjamasta sem háð hefur verið hér á landi og er þó langt til jafnað. Urslitin urðu þau að andstæðingar Uppkastsins unnu mikinn sigur, Hannes Haf- stein sagði af sér er þing kom sam- an sumarið 1909 og Björn Jónsson ritstjóri, einn harðasti andstæðing- ur Uppkastsins tók við ráðherra- dómi. Þegar Uppkastið var lagt fyrir þingið samþykkti það róttæk- ar breytingar á því, sem Danir gátu með engu móti fallist á. Þar með var þessi tilraun til að leysa deiluna um ríkisréttarleg tengsl Islands og Danmerkur farin út um þúfúr. Næstu árin vora ýms- ar tillögur lagðar fram, en hvorki gekk né rak. Skriður komst loks á málið síðla árs 1917 og vorið 1918 tókst samkomulag um að hefja við- ræður um sambandsmálið, eins og það var þá kallað. Alþingi og ríkis- þingið kusu hvort um sig viðræðu- nefnd og kom danska nefndin til íslands í lok júní 1918. Nefndimar sátu á rökstólum fyrstu sautján daga júlímánaðar, en lengi vel leit út fyrir að viðræðurnar yrðu ár- angurslausar. Að kvöldi 17. júlí náðist loks samkomulag um sam- bandslög. Það var að ýmsu leyti keimlíkt Uppkastinu frá 1908 en þó með þeim veigamiklu breytingum að nú var Island viðurkennt sem fullvalda ríki með eigin fána. Auk þess vora uppsagnarákvæði sam- bandsins einfölduð og mátti nú segja öllu samkomulaginu upp að 25 áram liðnum, þ.á m. konungs- sambandinu. Sambandslögin gengu því lengra en kröfumar, sem Skúli Thoroddsen setti fram vorið 1908. III. íslendingar samþykktu sam- bandslögin með yfirgnæfandi meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu haustið 1918 og öðluðust þau gildi 1. desember. En hvers vegna náð- ist samkomulag, sem báðir aðilar gátu sætt sig við, sumarið 1918 en ekki 1908? Hvers vegna vora Danir reiðubúnir að teygja sig svo miklu lengra sumarið 1918 og viðurkenna fullveldi íslands? Nefndirnar sátu á rökstólum fyrstu sautján daga júlímán- aðar, en lengi vel leit út fyrir að viðræðurnar yrðu árangurslausar. Að kvöldi 17. júlí náðist loks samkomulag um sambandslög. Það var að ýmsu leyti keimlíkt Uppkastinu frá 1908 en þó með þeim veiga- miklu breytingum að nú var Island viður- kennt sem fullvalda ríki með eigin fána. Við þessum spurningum gefst ekkert einfalt svar, ástæðurnar vora margar. í fyrsta lagi hafði stjómmálaviðhorfíð í Danmörku breyst veralega. Fylgi íhalds- manna og þeirra, sem ekki gátu hugsað sér að skerða veldi Dana- konungs á nokkurn hátt, hafði minnkað að mun frá því sem var árið 1908. Að sama skapi hafði fylgi við frjálslyndari öfl aukist. Arið 1918 fóra jafnaðarmenn og róttæk- ir vinstrimenn með stjórn í Dan- mörku. Þeir vora mun velviljaðri Islendingum og óskum þeirra en þeir, er sátu á valdastólum í Dana- veldi áratug fyrr. Þá vó það einnig þungt, að konungur lagði mikla áherslu á að sambandi landanna yrði komið í það horf að báðar þjóðirnar gætu við unað. í öðra lagi ber að hafa í huga, að á heimastjórnartímabilinu urðu miklar efnahagslegar framfarir á Islandi og árið 1918 vora Islend- ingar miklu síður háðir Dönum efnahagslega en tíu áram áður. Þá hafði heimsstyrjöldin fyrri einnig mikið að segja. A stríðsáranum urðu efnahagsleg tengsl Islands og Danmerkur miklu minni en áður en viðskipti Islendinga við Breta og Bandaríkjamenn jukust. Kenn- ingar um sjálfsákvörðunarrétt þjóða, sem mjög vora á döfinni á þessum árum, komu Islendingum einnig vel og vera má, að ýmsir þeir atburðir sem urðu á síðari stríðsáranum, ekki síst byltingin í Rússlandi, hafi orðið málstað Is- lendinga til framdráttar þótt erfitt sé að meta slíkt. IV. Með sambandslögunum 1918 var endanlega skorið úr um ríkis- réttarleg tengsl Islands og Dan- merkur. Enginn getur velkst í vafa um, að fyrir Islendinga var full- veldisviðurkenningin mikilvægasti þáttur laganna. Eftir þetta gat engin þjóð litið á ísland sem hluta af Danmörku eða nýlendu Dana, heldur aðeins sem frjálst og full- valda konungsríki, er hefði með frjálsu samþykki gert Danakon- ung að þjóðhöfðingja sínum. Öðr- um málum réðu Islendingar sjálf- ir, eða gátu tekið stjórn þeirra í eigin hendur þegar þeir sjálfir kysu. Hinn 1. desember 1918 hafði sú stefna, sem Jón Sigurðsson mótaði á vordögum árið 1848, loks unnið endanlegan sigur. Islendingar höfðu endurheimt fullveldi sitt eftir að hafa búið öldum saman við er- lend yfirráð. Jafnframt var brautin rudd til enn frekara sjálfstæðis. Margar þjóðir halda í heiðri minn- inguna um minni viðburði í sögu sinni. Af einhverjum ástæðum virð- ast flestir Islendingar þó hafa gleymt 1. desember og sögulegri þýðingu dagsins. A síðari árum hefur hann fallið í skuggann af lýð- veldisstofnuninni 17. júní 1944. Engan dag ársins ætti þó í raun fremur að helga minningu Jóns Sigurðssonar og baráttu hans. Hinn 1. desember 1918 sigraði póli- tísk stefna Jóns að lokum og þá unnu íslendingar stærsta pólitíska sigur sögu sinnar. Lýðveldisstofn- unin árið 1944 var í raun aðeins rökrétt framhald sambandslaga- samningsins og án hans hefði hún ekki verið möguleg. Af þeim sökum er 1. desember 1918 að mörgu leyti merkari dagur í þjóðarsögunni en 17. júní 1944. Höfundur er sagnfræðingur. Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands Nám samhliða sfarfi - tveggja til þriggja anna nám - hefst í janúar og febrúar. Umsóknarfrestur er til 7. desember. Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðublöðum sem fást á skrifstofu Endurmenntunarstofiiunar, Dunhaga 7. Nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 525 4232. Rekstur og stjórnun í matvælaiðnaði - NYTT Sjávarútvegur - mjólkuriðnaður - kjötvinnsla Þriggja anna nám. Hefst í janúar 1999. Ætlað sérfræðingum og stjórnendum í íslenskum matvælaiðnaði. Námsgreinar: Rekstrarhagfræði, eðlis- og efnaeiginleikar matvæla, fjármálastjórn, vinnslutækni matvæla, gæðastjórnun, markaðsfræði, framleiðslustjórnun, rekstrar- umhverfi, auðlinda- og umhverfisfræði, stefnumótun, stjórnun og starfsmannahald. Kennarar: Kristján Jóhannsson lektor við HÍ, Guðmundur Stefánsson matvæla- fræðingur, Kristberg Kristbergsson dósent, Páll Jensson prófessor, Ágúst Einarsson prófessor og alþingismaður, Svava Grönfeldt MSc lektor við HÍ o.fl. Stjórn námsins: Ágúst Einarsson prófessor og alþingismaður, Sigurjón Arason Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og Valdimar K. Jónsson prófessor. Kennslutími: Alls 300 klst. Kennslan verður í 3ja daga lotum á 3ja vikna fresti. Verð: 210.000 kr. Nám í opinberri stjórnsýslu og stjórnun - Þrjár annir í samstarfi við Hagsýslu ríkisins og Samband ísl. sveitarfélaga. Hefst febrúar 1999. Námsgreinar: Skipulag opinberrar stjórnsýslu og löggjöf um hana. Almenn stjór- nunarfræði og starfsmannastjórn. Hagnýt og fræðileg hagfræði. Fjármálastjórn í opinberum rekstri. Áætlanagerð og reikningsskil. Upplýsingatækni. Gæðastjórnun. Verkefnastjórnun. Árangursstjórnun. Stefnumótun og breytingar í opinberum rekstri. Stjórn: Andrea Jóhannsdóttir frá BHMR, Björn Friðfinnsson ráðuneytisstjóri, Gunnar Helgi Kristinsson prófessor, Haukur Ingibergsson forstöðumaður Hagsýslu ríkisins, Ingimundur Sigurpálsson bæjarstjóri í Garðabæ, Kristín Jónsdóttir endurmenntunar- stjóri HÍ og Þórður Skúlason framkvæmdastjóri Samb. (sl. sveitarfélaga. Kennslutími: Alls 300 klst. Verð: 210.000. Markaðs- og útflutningsfræði - Tvær annir Hefst í lok janúar 1999. Inntökuskilyrði: Stúdentspróf eða sambærileg menntun, auk starfsreynslu. Námsgreinar: Rekstrarhagfræði. Stjórnun og stefnumótun. Markaðsfræði. Sölu- og samningatækni. Upplýsingaöflun, markaðsrannsóknir og hagnýt tölfræði. Fjármál milliríkjaviðskipta og gerð viðskiptasamninga. Flutningafræði. Utanríkisverslun, hagræn landafræði og áhrif menningar á viðskiptavenjur. Kennslutími: 260 klst. Verð: 160.000 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.