Morgunblaðið - 29.11.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.11.1998, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Viðskipti með hlutabréf FBA Ágóði 70-640 þúsund FJÖGURRA manna fjölskylda sem skráði sig fyrir hámarksfjárhæð hlutabréfa í Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins og seldi þau fyrir helg- ina hefur hagnast um allt frá rúm- lega 70 þúsund krónum upp í um 640 þúsund krónur, eftir því hvenær hlutabréfunum var komið í verð. „Utboðsgengið var 1,4 og menn gátu keypt fyrir að hámarki 360 þús- und krónur að nafnvirði á hverja kennitölu," segir Tryggvi Tryggva- son, framkvæmdastjóri Kaupþings Norðurlands. „Menn gátu selt strax, áhættulaust án þess að leggja út neitt, á genginu 1,45, og grætt um 18 þúsund krónur á hverja kennitölu. Strax eftir að greiðsluseðlarnir voru sendir út byrjaði fólk að ganga milli verðbréfafyi'irtækja og selja þá og þá hækkaði verðið hratt, úr 1,45 í 1,50 og áfram. Eftir að viðskipti hófust með bréfín á Verðbréfaþing- inu hafa þau enn hækkað í verði og fóru hæst í 1,85 og þá græddu menn 45 punkta, sem er í kringum 160 þús- und krónur.“ Óútgengin hlutabréf gengu kaupum og söluni Tryggvi segist hafa heyrt mörg dæmi um að menn hafí safnað kenni- tölum og haft mikið upp úr viðskipt- um með hlutabréfin. Honum finnst þó rangnefni að kalla þetta viðskipti með kennitölur, því það sem gengið hafí kaupum og sölum hafí verið óút- gefín hlutabréf. „Vonandi hafa sem flestir grætt sem mest á þessu. Ég geri ráð fyrir að einkavæðingin hafí það að markmiði að sem flestir taki þátt og vonandi er ekki meiningin að menn tapi á því. Þetta hvetur eflaust fólk til frekari þátttöku í svona við- skiptum. Það að fólki skyldi standa til boða að innleysa hagnað af þessu strax held ég að sé stór skýring á því hvað þátttakan var mikfl." Gengi hlutabréfa í FBA endaði í 1,82 við lokun Verðbréfaþingsins á fóstudag. Tryggvi segir að verðið geti haldið áfram að sveifiast eftir helgina og jafnvel hækkað meira. BLAÐINU í dag fylgir auglýs- ingablað frá Sjónvarpsmiðstöðinni. BLAÐINU í dag fylgir auglýs- ingabæklingur frá Mebu í Kringl- unni og Ura- og skartgripaverslun Gunna Magg I Hafnarfírði. Bæk- lingnum er dreift á höfúðborgar- svæðinu. FRÉTTIR Morgunblaðið/Júlíus OKUMAÐUR, sem grunaður er um ölvun, ók í fyrrinótt á mann og nokkra kyrrstæða bfla. Ok utan í gangandi veg- faranda og fjóra bila LÖGREGLA veitti aðfaranótt laugardags eftirför ökumanni sem ekki sinnti tilmælum um að stöðva bifreið sína. Ók maðurinn ógæti- lega um miðborg Reykjavíkur og olli tjóni á fjórum bílum. Auk þess ók hann á gangandi vegfaranda sem flytja þurfti á slysadeild. Öku- maðurinn er grunaður um ölvun og var sjálfur skrámaður eftir förina. Aksturslagi mannsins var veitt athygli á Skólavörðustíg og gaf lögregla merki um að ökumaður skyldi stöðva bflinn. Hann sinnti því engu heldur ók áfram, austur Njálsgötu, Frakkastíg til norðurs og austur Hverfísgötu áður en endi var bundinn á aksturinn. A Frakkastíg ók maðurinn utan í tvo kyrrstæða og bfla og aðra tvo á Hverfisgötu til móts við Baróns- stíg. Allir voru bílarnir mannlausir og voru skemmdir á þeim minni en á horfðist. Ki-anabfll var þó fenginn til að fjariægja tvo þeirra af vett- vangi. Á horni Frakkastígs og Lauga- vegar ók maðurinn á gangandi veg- faranda sem fluttur var á slysa- deild. Reyndust meiðsl hans minni en útlit var fyrir. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur og var sjálfur skrámaður eftir förina. Gert var að sárum hans á slysadeild áður en hann var færður í fangageymslu. Yfír 30 manns á stofnfundi Frjálslynda lýðræðisflokksins Bárður G. Halldórs- son kosinn formaður Morgunblaðið/Kristinn BÁRÐUR G. Halldórsson, formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins, í ræðustól á stofnfundi flokksins sem haldinn var í gær. Á ræðustólnum sést merki flokksins, sem gert er eftir gömlu innsigli Islands. RÚMLEGA þrjátíu manns mættu á stofnfund Frjálslynda lýðræðis- flokksins sem haldinn var í félags- heimilinu á Seltjarnarnesi í gær. Á fundinum var Bárður G. Halldórs- son kosinn fonnaður flokksins, Lúð- vík Kaaber varaformaður, Valdimar Jóhannesson ritari og Sigurður Kristjánsson var kosinn gjaldkeri. Bárður G. Halldórsson sagði m.a. við setningu stofnfundarins að oft hefðu flokkar orðið til upp úr mikl- um átökum og erjum, en sjaldan kannski úr eins miklum vandræða- skap og síðustu vikurnar. Menn hefðu staðið frammi fyrir því hvort þeir ættu að framselja einum manni, þ.e. Sverri Hermannssyni, frelsi og sjálfstæði, eða byggja upp lýðræðislegan flokk. Seinni kostur- inn hefði verið tekinn. „Það er sjálfsagt mál að hér eru færri nú en ella hefði orðið vegna þessara atburða og við því er ekkert að gera. Nú skulum við kasta þessu aftur fyrir okkur sem liðið er og hætta að hugsa um það sem gerðist. Sverrir Hermannsson tilheyrir sög- unni. Hann er á bakvið okkur, hætt- um að elta ólar við hann og við skul- um ekki svara stóryrðum hans. Menn dæma sig sjálfír af slíkum stóryrðum," sagði Bárður. Pólitískur armur Samtaka um þjóðareign Hann sagði að stofnun Frjáls- lynda lýðræðisflokksins væri fyrst og fremst vegna þess að þeim sem að honum stæðu hefði misboðið misnýting á aðalauðlind þjóðarinnar og allt það óréttlæti sem það hefði skapað. Sagði hann að kvótakerfið væri á góðri leið með að búa til tvær þjóðir í landinu, lénsherra og leigu- liða. Hann gat þess að í Samtökum um þjóðareign væru félagar 2.300- 2.400 talsins og hlutverk samtak- anna væri nú að beita sér fyrir und- irskriftasöfnun um allt land gegn kvótakerfinu. „Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn hlýtur á sama hátt að verða pólitísk- ur armur þessarar sömu hreyfing- ar, og hann hlýtur að líta á það sem meginmarkmið sitt í komandi kosn- ingum að umbylta þessu kerí'i,“ sagði Bárður. Þegar kom að kosningu fjármála- stjóra Frjálslynda lýðræðisflokksins var stungið upp á nokkrum fundar- manna í það embætti en þeir báðust allir undan kjöri. Var þá samþykkt dagskrártillaga þess efnis að kjöri fjármálastjóra yrði frestað þar til miðstjórn flokksins hefði verið kosin síðdegis í gær og hún fjallað um málið. Nokkra athygli vakti á stofnfundi flokksins að Gunnþórunn Jónsdóttir mætti þar ekki, en hún hafði auglýst opinberlega að hún væri í framboði til forystu fyrir Frjálslynda flokkinn ásamt Bárði G. Halldórssyni áður en ljóst varð að Sverrir Hemannsson og fleiri stofnuðu flokk með því nafni. Blæðandi sár í Bandaríkjunum ► Taprekstur Iceland Seafood Corporation í Bandaríkjunum veldui- íslenskum sjávarafurðum hf. miklum vandræðum. /10 Meirihluti kjósenda andvígur aðskilnaði ► Flest bendir til að aðskilnaðar- sinnar sigi-i í kosningum til fylkis- þingsins í Quebec. /14 Bí, bí og blaka ► Slæmar svefnvenjur ungbarna geta valdið foreldrum miklum kvíða og áhyggjum, en til eni ráð sem virðast gefast vel. /24 Stóriðja yrði vítamínsprauta ► í Viðskiptum/Atvinnulífí á sunnudegi er rætt við Theodór Blöndal, framkvæmdastjóra Vélsmiðjunnar Stáls á Seyðis- fírði. /30 ►l-28 Mörg er matarholan ►Þau ei-u fjölmörg viðfangsefni ábúendanna í Engidal í Bái’ðardal. /1&12-15 Er kominn á kortið ►Vogun vinnur og vogun tapar. Það hefur leikarinn og leikstjórinn Bjarni Haukur Þórsson fengið að reyna. /6 Hjartadrottningin ► Margrét Ki-istín Blöndal, sem flestir kalla bara Möggu Stínu, kynnir nýja plötu á tónleikum í Bretlandi í kvöld. /14 c FERÐALÖG ► l-4 Rivedal ►Á heimaslóðum Ingólfs Arnar- sonar. /2 Náttúruundrið sem fannst fyrir tilviljun ► Dýrðlegir dropasteinar í ítölsku fjalli. /4 D BILAR ► l-4 BMW 318i ►Aksturseiginleikar af bestu gerð. /2 Reynsluakstur ►Voldugur Ford-pallbíll í mörgum útfærslum. /4 E ATVINNA/ RAÐ/SMÁ ► l-20 Gámaþjónustan ►Velur Axapta viðskiptahugbúnað. /1 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/8/bak Leiðari 32 Helgispjall 32 Reykjavíkurbréf 32 Skoðun 36 Minningar 38 Myndasögur 48 Bréf til blaðsins 48 í dag 50 Brids 50 Stjörnuspá 50 Skák 50 Fólk í fréttum 54 Útv/sjónv. 52,62 Dagbók/veður 63 Mannl.str. 22b Dægurtónl. 24b INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.