Morgunblaðið - 29.11.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.11.1998, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Endurminningar Mary Robinson Irlandsforseta Upplýst um deilur við Charles Haughey jPfiS*E$ BAKSVIÐ Nýjar upplýsingar um stormasamt sam- starf Mary Robinson Irlandsforseta og forsætisráðherrans Charles Haughey eru meðal þess sem Davíð Logi Sigurðsson segir að komi fram í nýjum _____endurminningum Robinsons._____ MARY Robinson, fyrrver- andi forseti Irlands, þurfti í upphafi forseta- tíðar sinnar að heyja marga hildi við stjórnvöld um þann vilja sinn að víkka út forsetaemb- ættið. Fram kemur í nýrri ævisögu Robinson, sem gerð var í samstaríi við hana, að Charles Haughey, þá- verandi forsætisráðherra írlands, beitti sér mjög gegn tilraunum Robinson í þessa átt. Forsetaembættið á írlandi er að því leytinu til sambærilegt við það íslenska að forsetinn skal vera ópólitískur og hafinn yfir dægur- þras stjórnmálanna. Hann hefur engin formleg völd, ekki frekar en á Islandi, en hverjum forseta er hins vegar nokkuð í sjálfsvald sett hversu mjög hann hefur sig í frammi. Deildi Mary Robinson frá fyrstu stundu við stjórnvöld um hversu langt hún mætti ganga í þessu efni. Eins og fram kemur í bókinni óttuðust margir í upphafi að hún ætti eftir að lenda í deilum við ríkisstjórnir írlands um stjórn- arskrárlega túlkun á starfi forset- ans. Hart deilt um verksvið forsetans I bókinni Marv jRobmson: The Authorised Biography, sem kemur út fyrir þessi jól, byggja höfund- arnir Olivia O'Leary og Helen Bur- ke m.a. á viðtölum við Robinson sjálfa og ýmsa aðra stjórnmála- menn. Er þar varpað nýju Ijósi á æviferil Robinson, en mesta athygli vekur óneitanlega frásögn af sam- skiptum hennar við Haughey. Vek- ur eftirtekt að svo virðist sem Robinson hafi ítrekað Ient í deilum við stjórnvöld, jafnvel eftir tíð Haugheys, um skilning á því hvað henni væri leyfilegt og hvað ekki. Robinson hafði mjög óvænt náð kjöri sem forseti eftir harðvítuga kosningabaráttu árið 1990, fyrstur forseta sem ekki naut stuðnings Fi- anna Fáil-flokksins í kosningum. Ljóst var frá upphafi að hún myndi vilja gera breytingar á embættinu og móta það e.t.v. í svipaðar áttir og Vigdís Finnbogadóttir hafði gert á íslandi. Forsætisráðherrann Charles Haughey kunni hins vegar lítt að meta það markmið Robinson að víkka út forsetaembættið, gera for- setann að andliti írlands út á við og sameiningartákni íra heimafyrir. Forverar hennar í starfi höfðu ekki uppi tilburði í þessa átt og Paddy Hillery, sem var forseti 1976-1990, þótti heldur áhugalaus um starf sitt á seinna sjö ára kjörtímabili sínu. Var embættið reyndar oftast nær álitið ágæt endastöð fyrir gamla leiðtoga Fianna Fáil-flokksins, sem farið hefur með völd á Irlandi lengst af þessari öld, eða flokks- gæðinga hans. Robinson, sem sjálf er virtur lög- fræðingur, taldi ekkert í stjórnar- skránni segja til um að hlutir ættu endilega að vera með þessum hætti, en fór þó varlega í upphafi, enda hefðarreglan sterk. Reyndist sam- starf Éaugheys og Robinson afar stormasamt og augljóst var að Haughey ætlaði ekki að gera for- setanum nýja lífið auðvelt. Tímamótasigur þegar Dalai Lama kom í heimsókn Þess er getið í stjórnarskrá ír- lands að forseti landsins skuli ekki gera neitt sem stangist á við stefnu stjórnvalda, auk þess sem forset- inn skuli hafa samráð við stjórn- völd um verk sín. Þótt Mary Robinson víkkaði út embætti sitt fór hún í raun aldrei út fyrir þann Glerhýsi í stað dómhúss París. The Daily Telcgraph. STARFSMENN dómhússins í Bordeaux hafa fengið sig fullsadda af þeim óþsegindum og hættum sem þeir segja stafa af glæsilegri nýbyggingu löggjafans þar í borg. Segja þeir að starfs- fólki stafi hætta af fljúgandi gler- brotum úr hliðum og lofti. Hefur nú verið hafin rannsókn á göllum hússins og kann hún að leiða til málshöfðunar. Húsið er hönnun hins þekkta breska arkitekts, Richards Rogers. Er það að stórum hluta úr gleri og kostaði um 50 milljónir punda, um 5,8 milljarða ísl. kr. Mesti vandinn tengist 40 væng- laga póstum sem eiga að styðja við glerhliðar hússins. Póstarnir eru úr hertu gleri og var bygg- ingu hússins ekki lokið er fyrsta sprungan í þeim kom í Ijós. Á einu ári hefur um þriðjungur póstanna sprungið. Póstarnir voru sveipaðir í plast- net en það kom ekki í veg fyrir að glerbrot hryndu úr þeim. Féllst starfsfólkið á að halda áfram vinnu í húsinu eftir að ákveðið var að setja málmpósta í stað hinna úr gleri. „Rétturinn þarf vinnuaðstöðu, ekki listasafn," sagði Josiane Coll, einn starfsmannanna. Hún er afar ósátt við það að vinna fyrir opnum tjöldum sem er óhjákvæmilegt þar sem veggir skrifstofu hennar eru úr gleri. CHARLES Haughey, forsætis- ráðherra frlands þegar Robin- son var kosin forseti árið 1990, var lítt hrifinn af þeirri fyrirætl- un hennar að víkka út embættið. ramma sem stjórnarskráin veitti henni en hún vakti samt sem áður reiði Haugheys strax í upphafi með ýmsum ummælum sínum. Haug- hey leit nefnilega á sjálfan sig sem leiðtoga írsku þjóðarinnar, það var ekki að ástæðulausu sem honum var líkt við Napóleon, og hinn írski Napóleon kærði sig vitaskuld ekki um að forsetinn skyggði á sig. Hér mættust þvi stálin stinn. Sinn mikilvægasta sigur vann Robinson árið 1991 þegar Dalai Lama, trúarleiðtogi Tíbeta, kom í heimsókn til írlands. Robinson hafði sem þingmaður í efri deild írska þingsins tekið upp málstað Tíbeta og átalið Kínverja fyrir mannréttindabrot og hún var því mjög áfram um að hitta Dalai Lama. Haughey vildi hins vegar ekki heyra á það minnst og upphófst hörð deila, sem nú er gerð opinber í fyrsta skipti. Eftir mikil bréfa- skipti og erfið heilabrot í forseta- höllinni gaf Haughey loks eftir á allra síðustu stundu og skundaði Robinson til fundar við Dalai Lama. Var þetta tímamótasigur í huga forsetans. Haughey hafði látið í minni pokann og svo fór reyndar að hann hrökklaðist úr embætti ári síðar. írland yrði aldrei hið sama og áður, ekki aðeins gekk Mary Robinson á lagið og breytti for- setaembættinu verulega heldur er Reuters MARY Robinson í hinu nýja starfi sínu sem framkvæmdastjóri mann- réttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Robinson heinisótti Island í maí 1996, en í nýrri endurminningabók er ekki minnst á fslandsheimsókn hennar eða heimsókn Vigdísar Finnbogadóttur til írlands árið 1991. pólitísk arfleifð Haugheys í dag í rúst, eftir að upp komst að hann þáði á stjórnmálaferli sínum fé frá aiiuðkýfingnum Ben Dunne. „Maður deilir ekki við 92% fylgi" Samskipti Robinson við írsk stjórnvöld bötnuðu mjög eftir að Haughey hvarf á brott. En heim- sóknir hennar til Elísabetar Eng- landsdrottningar 1993 og 1996, sem að vísu eru nú taldar hafa stuðlað mjög að bættum samskipt- um íra og Breta, mættu samt sem áður andstöðu írskra embættis- manna sem tregir voru til að sam- þykkja breytingar á embættinu. Hið sama gerðu einnig ítrekaðar heimsóknir hennar til N-írlands, sem hún réttlætir með því að hún hafi viljað rétta út hönd til kaþ- ólikka þar, ekki síst umdeildur fundur hennar með Gerry Adams, leiðtoga Sinn Féin, löngu áður en slíkur fundur var pólitískt skyn- samlegur. En þótt embættismenn væru tregir til að samþykkja þær breyt- ingar sem Robinson gerði á for- setaembættinu með þessu gáfu Al- bert Reynolds, forsætisráðherra írlands 1992-1994, og eftirmenn hans henni lausari tauminn. „Mað- ur deilir ekki við 92% fylgi," lét Reynolds hafa eftir sér og skír- skotaði þar til vinsælda forsetans meðal þjóðar sinnar. Lengi framan af ferli Mary Robinson á opinberum vettvangi, sem hófst er hún var kjörin í efri deild írska þingsins árið 1969, að- eins 24 ára gömul, fannst mönnum hún hins vegar allt of frjálslynd, of sjálfstæð, of framsækin, of róttæk í hinu íhaldssama klerkaveldi sem ríkti á írlandi. Kemur skýrt fram í bók þeirra O'Leary og Burke að Robinson var að mörgu leyti á und- an sinni samtíð í málefnum sem vörðuðu t.d. getnaðarvarnir pg fóstureyðingar, umdeild mál á ír- landi fram til þessa dags, og hafa O'Leary og Burke að sönnu verið gagnrýndar fyrir hetjudýrkun á viðfangsefni sínu. Imynd hins nýja Irlands Höfundum ævisögunnar er hins vegar vorkunn, því í dag virðist augljóst að um þáttaskil hafi verið að ræða í sögu írsku þjóðarinnar er hún kaus Mary Robinson til að gegna forsetaembættinu árið 1990. Margir sjá hana sem „hið nýja Ir- land" holdi klætt, opið, umburðar- lynt og farsælt í stað þess aftur- haldssama, einangraða og fátæka írlands sem Charles Haughey stóð að mörgu leyti fyrir. Er Robinson aukinheldur í sínu nýja starfi sem framkvæmdastjóri mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna smáþjóð til áminningar um að hún getur og hefur látið að sér kveða á alþjóðavettvangi. Patten í framkvæmdastjórnina? Lundúnum. Reuters. CHRIS Patten, fyrrverandi ríkis- stjóri Hong Kong, er nú kominn fram sem líklegt efni til að taka við embætti annars af tveimur fulltrú- um Bretlands í framkvæmda- stjórn Evrópu- sambandsins, ESB, eftir að William Hague, leiðtogi Ihalds- flokksins, gaf til kynna að hann teldi Patten vera vel að embættinu kominn. Patten gaf á fimmtudag í skyn að það kynni að freista hans ef honum stæði staðan í Brussel til boða. „Þetta er athyglisverð hug- mynd," sagði Patten aðspurður um þetta á blaðamannafundi. Patten Talsmaður Hagues sagði fyrir skömmu að óskaði Tony Blair forsætisráðherra eftir því að Patten tæki við af Sir Leon Brittan, fyrrverandi ráðherra fhaldsflokksins sem mun hætta í framkvæmdastjórninni í lok næsta árs, hefði Hagne ekkert á móti því. „Við myndum fagna tilnefningu Pattens," sagði tals- maðurinn. Hefð er fyrir því að stóru flokkarnir tveir í Bretlandi, íhaldsflokkurinn og Verka- mannaflokkurinn, tilnefni hvor sinn fulltrúann í framkvæmda- stjórnina, en í henni sitja sam- tals 20 fulltrúar frá ESB-lönd- u nii iii 15 - tveir frá hverju „stóru" ríkjanna (Bretlandi, Þýzkalandi, Frakklandi, Italíu og Spáni) og einn frá hverju hinna smærri. Goodlad þegar tilnefndur Eins og er sftja í fram- kvæmdastjdminni fyrir Bret- lands hönd þeir Neil Kinnock, fyrrverandi leiðtogi Verka- mannaflokksins, og Sir Leon Brittan. Hague hafði fyrir nokkru til- nefnt Sir Alastair Goodlad sem væntanlegan arftaka Brittans, en hann er fyrrverandi þing- flokksformaður íhaldsflokksins. Goodlad þykir öllu aðsópsminni persónuleiki en Patten, sem jafnvel var orðaður við framboð í leiðtogasæti flokksins. Patten er þekktur fyrir að vera já- kvæðari í garð þátttöku Bret- lands í Efnahags- og mynt- bandalagi Evrópu (EMU) en margir flokksmenn hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.