Morgunblaðið - 29.11.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.11.1998, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1998 33 PltrgtnnMuMlt STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR HELZTI veikleikinn í annars góðri stöðu þjóðarbúsins er mikill viðskiptahalli með og ásamt litlum þjóðhagslegum sparnaði. Viðskiptahallinn er talinn verða um 40 milljarðar króna eða 6,6% af landsframleiðslu á líðandi ári. Þjóðhagslegur sparnaður er og alltof lítill miðað við þjóðartekjur og sparnað annarra þjóða. Eitt af því mikilvægasta í hagstjórn næstu missera og ára verður því að stuðla að jöfnuði og helzt tekjuafgangi í rekstri ríkis og sveitarfélaga, lækkun skulda hins opinbera - sem og auknum þjóðhagslegum sparnaði. Af þessum sökum er fagnaðar- efni að ríkissjóður er nú rekinn með tekjuafgangi. A þessu og næsta ári er gert ráð fyrir að greiða niður skuldir ríkisins um 20 milljarða króna, eða um 10%. Harma ber hins vegar að halli á rekstri sveitarfélaga nam 3,5 millj- örðum króna í fyrra (1997), þ.e. 6,3% af tekjum þeirra, en þá er ekki tekið tillit til sölu borgarsjóðs á 828 félagslegum leiguíbúðum. Skuldir sveitarfélaga hafa og auk- izt á nýjan leik. Þær námu um 42 milljörðum króna í árslok 1997 eða 75% af tekjum árins (55% í árslok 1991). Aukin útgjöld árið 1997 miðað við 1996 skýrast að þrem fimmtu hlutum af yfirtöku á grunnskólan- um, að mati Hagstofu Islands. Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenzkra sveitarfélaga, sagði á fjármálaráðstefnu sam- bandsins, að svéitarfélögin hafi undanfarið staðið í umfangsmiklum framkvæmdum, einkum á sviði grunnskóla og leikskóla, auk Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. stórátaks í umhverfismálum. Þróunin í launamálum kennara hafi og aukið á mjög á útgjaldaþung- ann. Grunnskólakostnaðurinn sé nú stærsti útgjaldaliðurinn, taki til sín um 38% af rekstrargjöldunum. Bæði félagsmálaráðherra og fjármálaráðherra gagnrýndu halla- rekstur og skuldasöfnun sveit- arfélaga í ræðum sínum á fjármál- aráðstefnunni. Fjármálaráðherra lagði til að ríki og sveitarfélög tækju upp mun nánara samstarf á sviði efnahagsmála en verið hefði og öxluðu sameiginlega ábyrgð á einu mikilvægasta hagstjórnartæki samfélagsins, rekstrar- og fjár- hagsafkomu hins opinbera. For- maður sambands sveitarfélaga tók vel í þá hugmynd. Hann benti jafn- framt á að taka þyrfti til gagn- gerðrar endurskoðunar rekstrar- umfang og tekjustofna sveit- arfélaga, m.a. í ljósi breyttra aðstæðna. Þá væri tímabært að huga að því hvort og þá hvaða verkefni sveitarfélögin gætu fært yfir til einstaklinga, félagasamtaka og stofnana. Ljóst er að sveitarstjórnir verða að taka sér tak á næstu misserum og árum til að ná niður rekstrar- halla og skuldum. Til þess þarf að beita viðvarandi rekstraraðhaldi, fresta framkvæmdum sem bíða mega og í sumum tilfellum að selja eignir. Þetta þjónar bæði hags- munum sveitarfélaganna sjálfra, til lengri tíma litið, og brýnum þjóðhagslegum markmiðum, þ.e. að ná niður viðskiptahalla við um- heiminn og stuðla að auknum sparnaði í landinu. Nærtæk leið til að koma á fót formlegu samstarfi þessara aðila um efnahagsmál, að mati fjármál- aráðherra, er sameiginleg mark- miðssetning af hálfu ríkisins og Sambands íslenzkra sveitarfélaga, þar sem annars vegar væri stefnt að tilteknum afkomubata og hins vegar að endurskoðun laga og reglna varðandi málefni þar sem um gagnkvæma hagsmuni er að ræða. Að þessu þarf að vinna. Ríki og sveitarfélög þurfa að vera sam- stiga í nauðsynlegum aðgerðum til að ná þjóðhagslegum markmiðum, eins og að ná niður viðskiptahalla og auka sparnað. Sama gildir um önnur meginmarkmið, svo sem að tryggja til framtíðar þann stöðug- leika í þjóðarbúskapnum, m.a. í launa- og verðlagsþróun, sem ríkt hefur um nokkurt árabil og telja verður forsendu rekstraröryggis atvinnulífsins og atvinnuöryggis landsmanna, áframhaldandi hag- vaxtar og góðæris. Samstarfstil- laga fjármálaráðherra var gott og tímabært innlegg á fjármálaráð- stefnu sveitarfélaganna. JÓLAGLEÐI OG ÖLYUN- ARAKSTUR O** LVUNARAKSTUR hefur leitt af sér ómældar þjáningar og tjón. Þótt hættan liggi í augum uppi virðist lítið draga úr því þjóðfélagsböli, sem ölvun við akst- ur er. Það er því fagnaðarefni, að tryggingafélögin hafa efnt til sam- vinnu við lögregluna og fleiri aðila, sem láta umferðarmál sig skipta, og hrint af stað sérstöku átaki gegn ölvunarakstri í jólamánuðin- um og reyndar janúarmánuði líka. Kostnaðinn af átakinu, sem er áætlaður sjö milljónir króna, geiða tryggingafélögin. Það nær um land allt og hefur ríkislögreglustjóri beint þeim tilmælum til allra lög- regluembætta að efla eftirlit með ölvunarakstri og þá sérstaklega um helgar í nánd við vinnustaði. Jólin eru hátíð ljóss og friðar - hátíð fjölskyldunnar. Slys, tjón og önnur áföll hellast því yflr fólk með enn meiri þunga um jólin en venju- lega - ekki sízt afleiðingar ölvun- araksturs, sem auðveldlega hefði mátt koma í veg fyrir með því einu að skilja bílinn eftir eftir neyzlu áfengis. Einkunnarorð átaksins nú eru því vel við hæfi: „Endum ekki jólagleðina með ölvunarakstri," HALLI OG SKULDIR SVEITARFÉLAGA 2ÞÝZKA SKÁLD- •ið og heimspek- ingurinn Johann Gottfried Herder varpaði á 18. öld fram kenningunni eða hug- myndinni um að heyra til; eiga saman. Hann var þeirrar skoðunar að fólk þyrfti að heyra til einhverjum hópi eða flokki manna eða samfélagi ekkert síður en það þyrfti að borða og drekka og njóta frelsis og öryggis. Ef það fyndi ekki þá öryggiskennd að heyra til félagsskap sínum yrði það einmana og óhamingjusamt. Það væri beinlínis mennska að eiga einhvers staðar heima með öðrum af sama sauðahúsi. Söknuð- ur eða eftirsjá væri göfugastur alls sársauka einsog mér skilst hann hafi komizt að orði. Sérhver hópur eigi sinn Volkgeist eða Nationalgeist, þ.e. þjóðaranda eða þjóðareinkenni, en Hegel lagði einsog kunngt er einna mest upp- úr einhverskonar ríkisanda sem væri flestu öðru æðri. Þjóðernis- hyggja hefur sótt næringu í þess- ar hugmyndir. Fyrr á 18. öld lagði ítalski heim- spekingurinn Vico grundvöll að umræðu um eðli og einkenni þjóða og hafði mikil áhrif á síðari tíma heimspekinga, en Herder lagði áherzlu á sérkenni þjóða í tungu og bókmenntum og lagði með skrifum sínum grunn að róm- antísku stefnunni í Þýzkalandi og víðar. Þjóðarandi Herders, eða sam- kenndartilfinningin, birtist svo í samheldni tungumálasamfélags, trúarsamfélags eða þjóðfélags með sérstæðum einkennum einsog ég minntist á, en það á þá væntan- lega einsog við ís- lendingar sameigin- lega sögulega reynslu sem aðrir þekkja ekki. Hitler hugðist bræða saman Stórþýskaland meginlandsins úr minni samfélögum, en tókst ekki. Rússneskir kommúnistar ætluðu að búa til Sovétmanninn en hann varð aldrei til þótt við hann væru bundnar miklar framtíðarvonir einsog hann yrði lausn á öllum vandamálum mannlegs lífs. En niðurstaðan var önnur en til var ætlazt; hún varð Armenar, Úkraínumenn, Rússar, Eistlend- ingar, Letter og hvað þær nú heita þessar ólíku þjóðir sem kommúnistar huguðust bræða saman í deiglu sinni. Sovétmaður- inn varð aldrei annað en hugarór- ar þeirra sem héldu þeir gætu bæði breytt upplagi mannsins og eðli og náttúrunni að öðru leyti ef því var að skipta. Nú blasir við öll- um að þjóðarvitund Rússans er önnur en Azerans og þjóðarandi Serbans reynir að þagga niður í samfélagsanda Króatans. Herder boðaði slzt af öllu nein átök milli ólíkra hópa. Hann hafnaði yfirburðum eins samfélags yfír annað og gat þannig aldrei orðið fyrirmynd nazismans. En hann lagði höfuðáherzlu á sérræktaða menningraarfleifð. Hann hafði tröllatrú á fjölbreyti- leik þjóðmenningar og ólíkra sam- félaga sem að hans dómi gátu þró- azt og þroskazt í góðri sambúð við önnur menningarsamfélög. Menn úr ólíkum áttum eiga æði margt sameiginlegt, og þá ekkisízt mennskuna sjálfa. En hún virðist ekki alltaf duga; enn berjast bræður og berast á banaspjót. Grein sem hefur verð beygð slæst upp með afli, ef henni er sleppt. Og Berlin heldur því fram að þjóðernisstefna, aðminnstakosti á Vesturlöndum, eigi rætur að rekja til ógróinna sára einsog nú blasa við hvarvetna í rústuðu samfélagi sovézka heimsveldisins. Fyrr eða síðar kemur bakslagið. Samfélög sem eru orðin þreytt á því að láta traðka á sér rísa upp, fólk sem hefur verið skyrpt á brettir upp ermarnar. Hví skyldum við þurfa að hlýða þeim? er spurt. Hvaða rétt hafa þeir? Hvað um okkur? Hví getum við ekki...? Alþjóða- hyggja marxismans dugði ekki einu sinni til kúgunar með kjarna- vopnum því að fjölbreytileiki manneskjunnar er í ætt við grasið sem vex meðan bóndinn sefur. Við gætum sagt Stalín það til afbötun- ar hann hafi drepið 40 milljónir manna til að halda þjóðernsandan- um í skefjum og koma í veg fyrir samfélagsátök í víðlendu ríki. En engum dettur þó í hug að bera í bætifláka fyrir hann og stjórn hans. Ríkið var á brauðfótum og það hrundi innan frá. Ástæðan er ekkisízt sú að Stalín tókst ekki að ganga af samfélagsandanum dauð- um. Olík menningarsamfélög, þjóðir með ólíkan arf, ólíkar ræt- ur, ólíka trú og ólík tungumál gera kröfur til sjálfsstjórnar og hrinda okinu af sér. Þegar steininum hafði verið velt frá gröfinni reis andinn upp, óbugaður. Með það í huga vitum við svo sannarlega ekki hvernig Evrópubandalaginu reiðir af og því hyggilegt að bíða átekta. M HELGI spjall REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 28. nóvember Bréf það, SEM ól- afur Ólafsson landlækn- ir skrifaði í síðustu viku til borgarstjórans í Reykjavík um vanda þess fólks sem býr við Miklubraut, milli Rauð- arárstígs og Snorra- brautar, vegna mengunar, bæði hávaða- mengunar, sem mælzt hefur langt umfram viðmiðunarmörk og eins vegna útblásturs frá bifreiðum, sem þar eiga leið um, vekur spumingar um mengunarmálin almennt í Reykjavík og hvernig borgaryfírvöld hafa staðið að því að koma í veg fyrir mengun, sem geti orðið fólki lífshættuleg. Land- læknir bendir á að mælingar hafi sýnt að hávaði við húsvegg hafí farið yfir 70 desibel við Miklubraut, en það em viðmiðunar- mörkin, þar sem allir finni til óþæginda. Ennfremur segir landlæknir að um götuna fari á dag 42.000 bílar á hraða á bilinu 60 til 80 km á klukkustund. Það em orðin æði mörg ár frá því er íbú- ar við Miklubraut byrjuðu að kvarta undan mengun frá umferðinni um götuna og lítið sem ekkert hefur í raun gerzt í þeirra mál- um. Menn hafa sett upp mæla og skrifað skýrslur um vandann, en ekkert hefur í raun gerzt til úrbóta. Landlæknir bendir á þrjár leiðir til úrbóta, hraðatakmarkanir, þrengingu götunnar og byggingu varnarg- arða. Allar þessar aðgerðir eru einungis til þess fallnar að rýra götuna sem umferð- argötu, en Mlklabrautin er, hvort sem mönnum líkar það betur eða vem, sú gata, sem er aðalumferðaræð milli borgarhluta og lífæð umferðarinnar. Það má því segja að allar tillögur land- læknis hafi í raun það í fór með sér að vandamálið færist til og verði að eins konar umferðarlegum flöskuhálsi í staðinn. Líta verður og á þá staðreynd að Miklabrautin er þjóðvegur, sem liggur í gegnum höfuð- borgina og strangt til tekið má því kannski segja að málið varði einnig Vegagerð ríkis- ins og þar með ríkisvaldið ekki síður en höfuðborgina. Snemma á árinu 1997 var birt skýrsla um nýtt umferðar- og deiliskipulag fyrir Miklu- braut. Þar kom fram að 2.030 manns væru „þjakaðir" af umferðarhávaða og að 261 íbúi byggi við „óásættanleg skilyrði" vegna loftmengunar. Algeng viðmiðun hvað varðar hávaða- mengun er að allir finni til óþæginda ef hávaði fer yfir 70 desibel. Um 50% finna til óþæginda vegna hávaða, sem mælist 66-70 desibel, við 61-65 desibel finna 20% til óþæginda og 5% af völdum hávaða, sem reiknast 56-60 desibel. I nýrri mengunar- varnareglugerð er miðað við 55 desibel við húsvegg. I skýi-slunni, sem unnin var fyrir atbeina borgaryfirvalda í árslok 1996 segir: „Hávaði frá umferð í grennd við Miklu- braut fer víða yfir þessi mörk og því ástæða til að athuga hann sérstaklega. Fjöldi íbúa sem verður fyrir óþægindum frá umferðar- hávaða við Miklubraut, miðað við ofan- greindar forsendur, er metinn með einföldu reiknilíkani. Þannig teljast um 2.030 manns vera þjakaðir af hávaða frá Miklubraut.“ Mengun lofts frá umferð er skipt í tvo flokka, efnamengun og rykmengun, og er af völdum útblásturs frá vél. Mestur hluti loft- mengunar í Reykjavík á rætur að rekja til umferðar. I skýrslunni er stuðzt við leiðbeiningar sænsku vegagerðarinnar um hættumörk og hættumarkalínu út frá um- ferðarþunga við útreikninga. Forsendan er sú að koleinildi sé ráðandi þáttur í mengun- inni og búin til jafna með fjarlægð frá veg- miðju til hættumarkalínu í metrum og meðaltalsfjölda bíla á dag í þúsundum. Miðað við 40.000 bíla umferð telst hættu- markalína 49 metrar. Jafnan eins og hún er sett fram gildir fyrir 1. hæð húsa og kjall- ara en mengun minnkar þegar ofar dregur. Reikna má með að á annarri hæð sé meng- un 85% miðað við fyrstu hæð, 80% á þriðju hæð, o.s.frv. Það eni engir 49 metrar frá miðju Miklu- brautarinnar að húsvegg á götuspottanum milli Rauðarárstígs og Snorrabrautar. Því er ljóst að bæði loftmengun og hljóðmeng- un er langt umfram þau mörk, sem geta tal- izt í lagi. Rætt hefur verið um að setja um- ferðina í neðanjarðarstokk frá Kringlumýr- arbraut að Miklatorgi til þess að koma í veg fyrir mengunina frá umferðinni. Ennfrem- ur á að flytja Hringbraut suður fyrir Um- ferðarmiðstöðina og munu framkvæmdir við þá aðgerð hefjast bráðlega, þar sem gengið hefur verið frá samkomulagi milli ríkisins og Reykjavíkurborgar um það. Eft- ir stendur þá að taka ákvörðun um að leiða umferðina í stokk neðanjarðar. Morgunblaðið hefur lýst þeirri skoðun að til þess að leysa vanda þess fólks, sem býr við Miklubraut og þjáist af öndunar-, harta- og æðasjúkdómum, sé engin önnur lausn til en að Reykjavíkurborg bjóði fólkinu að kaupa af því fasteignir þess, svo að það geti flutzt í borgarhverfi sem henta betur heilsufari þess og líðan. Það er í raun eina leiðin til þess að bjarga þessu fólki frá menguninni, því að allar ráðstafanir til þess að minnka mengun við Miklubraut taka mun lengri tíma en hentar fólkinu. Blómstrandi bókaútgáfa ÞA ER BOKAUT- gáfan komin í há- mark á þessu ári. Þessa dagana streyma hundruð bókatitla út á markaðinn sem menn virðast tráa að taki nánast endalaust við. Sú ánægjulega þróun hefur samt orðið í ís- lenskri bókaútgáfu allra síðustu ár að fleiri bækur koma út fyrri hluta árs. Þar er ekki síst um að ræða fræðibókaútgáfu, útgáfu á bókum almenns efnis, svo sem ýmiss konar fræðslubókum og handbókum, og svo kiljuútgáfu. I samtali bréfritara við for- leggjara kom fram að sala bóka á fyrri hluta árs hafi aukist um 20% frá því í fyrra. Fagurbókmenntir koma að vísu enn að mestu leyti út á haustmánuðum en þetta er þó skref í rétta átt. Ekki kæmi á óvart þó að vormarkaður fyrir fagurbókmenntir myndi glæðast mjög ef útgefendur væru til- búnir til þess að láta á það reyna. Hér eru ef til vill möguleikar ódýrrar kiljuútgáfu ekki að fullu reyndir. Meiri dreifing á út- komu skáldverka myndi vissulega hleypa auknu lífi í bókmenntaumræðu hér á landi en hún afmarkast mjög af jólabókaflóðinu. Greina má ákveðna strauma í útgáfunni þessa dagana. I fyrsta lagi vekur sérstaka athygli hversu lífleg fræðibókaútgáfan er. Það má ekki aðeins vera ljóst að fjöldi fræðibóka er mikill í útgáfunni að þessu sinni heldur má einnig berlega sjá að það er gríðarleg gróska á mörgum fræðasviðum. Einkum er þetta þó áberandi á sviði hugvís- inda þar sem mikil gerjun á sér stað, hefð og nýsköpun vegast á. Einnig stendur barna- og unglingabókaútgáfa með miklum blóma nú. Bréfritara telst til að á sjötta tug íslenskra bóka í þeim flokki sé að koma út um þessi jól og á meðal þeirra eru bækur eftir marga af fremstu höfundum okkar á þessu sviði. Ennfremur koma nú út á sjöunda tug þýddra barna- og unglinga- bóka. Er þetta nokkru meiri útgáfa en und- anfarin ár að sögn útgefenda. Skáldsagnaútgáfa hefur staðið með mikl- um blóma undanfarin ár en er samt ívið meiri nú en oft áður. Það er raunar áber- andi hversu mikið er að koma út af mjög hnýsilegum skáldsögum. Fjöldi nýrra höfunda er að koma fram á sjónarsviðið með sína fyrstu bók sem sýnir að gróskan er mikil. Ennfremur er athyglisvert að smásagan er form sem höfundar sækja meir í nú en mörg undanfarin ár. Á sama tíma og skáldsagan hefur verið að styrkja sig í sessi hafa ævisögurnar og viðtalsbæk- urnar, sem tröllriðu markaðnum fyrir um það bil tíu árum, verið að víkja. Það ánægjulega við þá þróun er fyrst og fremst að þær ævisögur sem koma út nú eru iðu- lega afar vandaðar en á tímabili virtist sem menn teldu að það væri hægt að skrifa slík- ar bækur á einu síðdegi í nóvember, eða því sem næst. Ljóðið stendur föstum fótum í tilverunni, ef þannig má að orði kveða, en samt virðast forlögin ekki mjög áfram um að gefa út ljóðabækur. Ljóðabækur hafa á síðustu ár- um verið að koma meir og meir út í Ljósmynd/Einar Ó. Þorleifsson einkaútgáfu, skáldin sjálf eru að bisast við að koma yrkingum sínum á framfæri. Er þetta athyglisverð þróun og umhugsunar- verð. ■RBBH GERHARD SCHRÖD- Schröder Og er- hinn nýi kanslari T afnntainp Þýskalands’ sætti uarontame gagnrýni fyrh’ það í að- draganda þýsku kosn- inganna fyrr í haust að stefnumál hans væru óljós. Virtist sem fyrst og fremst væri ætlunin að vinna sigur á stjóm Helmuts Kohls með því að bjóða upp á aðra pólitíska ímynd og höfða til þess, að kjósendur væru orðnir þreyttir á Kohl, sem setið hafði við völd í hátt á annan áratug. Lítið fór fyrir skoðanaágreiningi í kosn- ingabaráttunni og virtust deilur stóru flokkanna yfirleitt snúast um áherslur en ekki efnislegan ágreining. Það háði Schröder verulega í kosninga- baráttunni að hann var ekki óumdeildur leiðtogi flokksins. Þrátt fyrir að hafa verið valinn kanslaraefni jafnaðarmanna eftir langar og harðar deilur varð hann að búa við að helsti keppinautur hans í flokknum, Oskar Lafontaine, hefði tögl og hagldh' í sjálfu flokkskerfinu. Schröder hefur stund- um verið líkt við Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands. Sá samanburður á hins vegar ekki fyllilega rétt á sér. Innan breska Verkamannaflokksins átti sér stað mikil og hörð hugmyndafræðileg barátta á meðan flokkurinn var í stjórnar- andstöðu og stóð sú barátta í mörg ár. Hófst hún þegar í tíð Neils Kinnocks, og hélt áfram þann tíma er John Smith var leiðtogi flokksins. Við fráfall hans var Tony Blair valinn til forystu en jafnvel þá átti hann nokkuð í land með að knýja fram breytingar á stefnu flokksins. Þeim baráttu var hins vegar lokið er kom að kosningum og Blair og stuðningsmenn hans gátu gengið til orrustu með skýra stefnu og sameinaðan flokk. Þýski Jafnaðarmannaflokkurinn á hins vegar enn eftir að ganga í gegnum innri endurnýjun af þessu tagi. Þau sextán ár sem flokkurinn sat í stjórnarandstöðu voru ekki notuð til að móta þá stefnu er fylgt yrði, þegar flokkurinn kæmist til valda. Ljóst er af deilum undanfarinna vikna innan stjórnarinnar að það er farið að há stjórninni verulega að innra uppgjöri um menn og málefni hefur sífellt verið skotið á frest. Flest þau vandamál er upp hafa komið hefur mátt rekja til innbyrðis deilna í Jafn- aðarmannaflokknum en ekki skoðanaágrein- ings milli jafnaðarmanna og Græningja. Ekki voni hðnh' margir dagar frá kosn- ingum þegar bera fór á deilum milli Schröders og Lafontaines. Urðu þær m.a. tU þess að ungur kaupsýslumaður, Jost Stollmann, sem nefndur hafði verið sem næsti efnahagsmálaráðherra, hafnaði boði um ráðherrastól. Þess í stað knúði Lafontaine í gegn að aukin völd yrðu færð til fjármálaráðuneytisins áður en hann tæki við því. Þetta hefur mælst illa fyiir í þýsku viðskiptalífi, sem batt vonir við Schröder en treysth- ekki Lafontaine, sem þykir eiga meira skylt við franska sósíalista en breska Verkamannaflokkinn í núverandi mynd. Ekki varð það til að efla tiltrá á samstöðu innan stjórnarinnar þegar í ljós kom að þreifingar höfðu átt sér stað meðal Þjóðverja og Frakka um það hvort hugsan- legt væri að Lafontaine tæki við embætti forseta framkvæmdastjómar Evrópusam- bandsins. Við þetta bætist að stjórn Schröders hef- ur átt erfitt með að móta skýra stefnu í mörgum málum. Misvísandi yfii-lýsingar hafa t.d. verið gefnar út um skattamál og lítið fer fyrir þeirri „nýju miðju“, sem hamrað var á i kosningabaráttunni. Stjórn- arliðar hafa einnig átt í hörðum deilum um innflytjendamál og ístöðuleysið hefur einnig haft áhrif á samskipti Þjóðverja við önnur ríki. Það vakti til dæmis gremju Itala er Þjóðverjar neituðu að taka við Kúrda- leiðtoganum Öcalan þrátt fyrir að hann hafi verið handtekinn á grundvelli þýskrar handtökutilskipunar. Þá segir í bandaríska blaðinu Washington Post að farið sé að gæta óróleika meðal bandamanna Þjóðverja í Bandaríkjunum og Evrópu vegna forystukreppunnar í þýska jafnaðar- mannaflokknum. Þjóðverjar eru öflugasta efnahagsveldi Vestur-Evrópu og hafa forystu á fjölmörg- um sviðum. Það er öðrum Evrópuríkjum mikið hagsmunamál að sem fyrst takist að leysa hnútana í Bonn. * „A sama tíma og skáldsagan hefur verið að styrkja sig í sessi hafa ævisögurnar og viðtalsbækurnar, sem tröllriðu markaðnum fyrir um það bil tíu árum, verið að víkja.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.