Morgunblaðið - 29.11.1998, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.11.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1998 21 erunni tæmdist stór arfur - fjórði hluti auðæfa Sigurliða Kristjáns- sonar, í Silla og Valda. „Ai'furinn kom svo sannarlega í góðar þarfír og af þessu tilefni efndum við til há- tíðartónleika í Háskólabíói, sem fjöldi manns sótti, og hverjum miða fylgdi stofnfélagaskírteini." inu nýja fyrirtæki var fund- ið heimili í Gamla bíói við Ingólfsstræti. Þangað flutti Óperan starfsemi sína á haustdög- um 1981 og var fyrsta uppfærslan, Sígaunabaróninn eftir Johann Strauss, frumsýnd í janúar 1982. „Það undirstrikaði þöríina fyrir þessa starfsemi að fullt var út úr dyrum á sýningu eftir sýningu. Alls urðu þær 49 talsins. Við fengum strax gífui'legan meðbyr." Ái-in á eftir rak Islenska óperan sig áfram, hver sýningin á fætui- annarri fór á fjalir gamla kvik- myndahússins, tvær til fjórar á vetri, og aðsókn var alltaf góð. „Eins og gengur fór kúfurinn smám saman af eins og alltaf gerist með nýmæli af þessu tagi, sýning- um á hverju verki um sig fækkaði í þrjátíu, eða þar um bil. Grundvöll- urinn var eigi að síður traustur." íslenska óperan tók snemma þann pól í hæðina að láta innlenda söngvara bera uppi sýningamar, hefur sú regla haldist allar götur síðan, með fáeinum undantekning- um. „Við tileinkuðum okkur strax þá stefnu að nýta heimafólk enda af nógu að taka. Eftir því sem Söng- skólanum óx fiskur um hrygg fór fólki þaðan að fjölga í uppfærslun- um, bæði kór- og einsöngvurum. Söngáhugi hefur aukist verulega á íslandi á síðustu árum og þeim fjölgar jafnt og þétt sem leggja list- greinina fyrir sig. Ætli það séu ekki um þrjátíu manns sem lifa af söng erlendis, fyrir utan alla hina sem eru í námi. Margt af þessu fólki hefur farið í gegnum Söngskólann en tónlistarskólamir í landinu hafa líka tekið vel við sér og stofnað söngdeildir sem margar hverjar hafa skilað frábæmm söngvuram. Allt helst þetta í hendur við að byggja upp sönglíf hér á landi en ís- lenskt sönglíf er á mjög háu plani miðað við umhverfi en vegna ein- angranar landsins höfum við lengst af þurft að bera okkur saman við söng á hljómplötum, sem er vita- skuld óraunhæft.“ yrir vikið segir Garðar að hér á landi sé til kjami kröfuharðra óperuunnenda, sem sé prýðilegt, þó menn geri sér nú í auknum mæli grein fyrir því að lifandi flutningur og flutningur á hljómplötum sé aldrei fyllilega sambærilegur. Garðar tengir þenn- an kjarna ekki síst við Tónlistarfé- lagið, félagsskap fólks sem þekkti gjörla til þess besta sem var að ger- ast á sviði tónlistar í heiminum á sokkabandsáram Islensku óper- unnar. „Þetta fólk gerði fyrir vikið miklar kröfur - sem betur fer! Það hefði verið ægilegt að fá ekkert að- hald - hjakka bara í sama farinu.“ Fyrstu misserin tók nýting Óper- unnar á íslensku vinnuafli ekki til listrænna stjómenda. „Skýringin á því er einföld. Hér var enginn sem gat kennt okkur til handverksins - kennt okkur að setja upp óperar. Þess vegna fengum við jafnan til liðs við okkur færa erlenda æfinga- stjóra og hljómsveitarstjóra. Is- lenskir leikstjórar hafa frá upphafi starfað með okkur. Kór íslensku óperannai- er gott dæmi um vel- heppnað starf þessa fólks - ég hef engan kór séð jafn hreyfanlegan á sviði.“ „Saga íslensku óperunnar er saga um ótrúlegan metnað og bjartsýni. Hér hafa átt sér stað hlutir sem ekki eiga að geta gerst," segir Garðar þegar hann er spurð- ur hvað beri hæst í sögu fyrirtækis- ins. „Islenskt sönglíf hefur tekið stakkaskiptum og ég held að eng- um blandist hugur um að ópera hafi fest sig í sessi hér á landi. Mark- miðinu er náð!“ arðar var aldrei í vafa um að stofnun og rekstur Islensku óperannar væri vinnandi vegur. En hefur fyrirtækið þroskast með þeim hætti sem hann bjóst við? „Já og nei. Já, það hefur haldið velli, eins og ég átti fastlega von á. Nei, ég vonaðist til að stutt yrði betur við bakið á fyrirtækinu. Reykjavíkurborg hefur þrátt fyrir augljósan menningarlegan ávinning algjörlega firrt sig ábyrgð og áhuga. Það er heimskulegt og sýnir ótrúlegan hroka ráðamanna þar í gegnum tíðina. Þó ber að þakka að síðustu árin hefur borgin stutt okk- ur sem nemur fasteignagjöldum." Islenska óperan hefur alla tíð verið rekin af litlum efnum, enda ópera með afbrigðum dýr listgrein. Þannig kostar meðalsýning í Is- lensku óperanni um 1,2 milljónir ki'óna á kvöldi, að sögn Garðars. Hann dregur því ekki dul á þá stað- reynd að „baslið með peninga“ hafi sett sterkan svip á árin nítján sem hann hefur verið við stjómvölinn. „Til að byrja með komu erlendir listamenn til okkar á niðursettu verði, fyrst vegna áhuga á landinu og vináttu við mig og svo vegna áhuga á Islensku óperanni. Svona lagað gengur ekki til lengdar. Kröf- urnar til okkar hafa aukist veralega á undanfömum áram - sama verð- ur ekki sagt um fjárstreymið." íkið kom fljótlega inn í reksturinn og fyrstu árin var stuðningur þess á bilinu 7-20% af heildarkostnaði, að því er fram kemur hjá Garðari. Nú á hlut- fallið að vera 50% en Garðar segir það ekki vera svo hátt í reynd. „Eigi að síður hefur hvorki mennta- málaráðuneytið né fjármálaráðu- neytið bragðist okkur í gegnum tíð- ina. Bæði ráðuneyti hafa margpft sýnt í verki að þau bera hag Is- lensku óperannar fyrir brjósti.“ Það sem stendur Islensku óper- unni fyrir þrifum á þessum tíma- mótum er, að áliti Garðars, fjár- skortur. „Hér era allir söngvarar á lágmarkslaunum, alveg sama hvað þeir heita, og kórsöngvararnir fá á bilinu 4-5 þúsund krónur á sýn- ingu. A þessum forsendum hefur þetta fyi’irtæki verið rekið um ára- bil - þó margoft hafi verið sýnt fram á að þetta gengur ekki upp - vegna þess að Islenska óperan vill ekki skulda fólki. Hér fá allir sitt! Frekar drögum við úr umsvifum, heldur en eyða um efni fram. Öll peningaumsvif fyrirtækisins era ærleg og opin.“ Garðar fullyrðir að fjármálin spili ekki inn í ákvörðun hans um að draga sig í hlé. „Eg myndi aldrei hlaupast undan merkjum vegna peninga - myndi raunar aldrei hlaupast undan merkjum. Eg er einfaldlega kominn á tíma, er ekki ungur lengur, og vil hleypa nýju fólki að, nýjum sjónarmiðum, áherslum og samböndum. Eg tel mig vera að styrkja málstaðinn." Garðar kveðst ekld skila vondu búi en ekki heldur búi sem nýr maður geti gengið inn í og rekið án fyrirhafnar. „Islenska óperan er fyrirtæki sem ætlast er til að hrist verði upp í. Það verður verk nýrra manna.“ tarfsfólk Islensku óperannar er fólk sem Garðar gerir ráð fyrir að sakna mikið. „Öll þessi ár höfum við verið alveg ein- staklega heppin með starfsfólk, hér hafa engir gikkir flotið með. Dugn- aður hefur einkennt þetta fólk, um- fram allt, vilji til að vinna. Ég á eft- ir að sakna þess mjög mikið - þetta era ekki bara samstarfsmenn mín- ir, margir hverjir til fjölda ára, heldur líka nánir vinir.“ Óperastjórinn ber félögum sín- um í stjórn Islensku óperannar jafnframt vel söguna. Fyrirtækið hafi alla tíð verið vel rekið. „Stjóm- in hefur staðið að uppbyggingu óp- era í landinu af alhug - enginn dragbítur hefur verið innan hennar. Hún hefur aldrei slakað á, aldrei dregið úr metnaði sínum fyrir hönd sönglífs í landinu. Auðvitað hefur menn greint á endram og sinnum, það er óhjákvæmilegt, en þegar all- ir stefna í sömu átt, jafna menn ágreining sín á milli. Það höíúm við ávallt gert.“ Garðar kveðst hverfa með sökn- uði af vettvangi en vonar að hann beri gæfu til að verða ekki eins og grár köttur í húsakynnum Óper- unnar - „það yrði ægilegt fyrir nýja herra.“ Óperastjórinn fer frá ýmsum verkefnum og nefnir sérstaklega í þvi samhengi ópera sem Atli Heim- ir Sveinsson tónskáld er að semja fyrir íslensku óperana og Kristni- hátíðamefnd í tilefni af árinu 2000. Þorsteinn Gylfason mun semja texta. „Þetta er stórt verkefni sem fjallar um kristnitöku, frá Róm til Þingvalla. Vonandi á það eftir að verða hluti af menningarborgarár- inu í Reykjavík og jafnvel teygja anga sína til hinna menningarborg- anna átta árið 2000. Þá væri gaman að geta sýnt hluta óperannar á Þingvöllum með þátttöku kóra hvaðanæva af landinu." egar Garðar er spurður hvort þetta sé ekki tilvalið verkefni fyrir hann, nú þegar hægjast fer um hjá honum, skellir hann upp úr. „Það hef ég ekki hugleitt.“ Garðar vonar að hann eigi ekki eftir að sakna vinnuálagsins sem fylgir starfi óperastjóra - þó hann óttist að svo verði. „Ég er rosalegur skorpumaður, þrífst á vinnu og spennu. Það er því vel hugsanlegt að ég eigi eftir að sakna álagsins. Það er komið upp í vana að vinna 24 tíma á sólarhring, árið um kring - þetta er einhverskonar ismi,“ segir Garðar og gjóar augunum á skjá- svæfinn á tölvunni á ski'ifstofu óp- erastjóra: „Ég er að vinna þó ég sé ekki hér,“ liðast yfir skjáinn. Þarf frekari vitna við? arðar hefur líka að ýmsu að hverfa. I samtali við Morg- unblaðið síðastliðinn föstu- dag segist hann ætla að freista þess að láta fleiri drauma rætast, auk þess að standa vörð um Söngskól- ann í Reykjavík. „Ég fer beint upp í skóla,“ segir hann af svo mikilli sannfæringu að blaðamaður stend- ur upp til að fylgja honum til dyra, svo að segja. „Söngskólinn er og verður mín fyrsta ást!“ Þá mun Garðar halda áfram sem stjórnandi Kórs Islensku óperann- ar, sem hann stjómaði síðast á sin- fóníutónleikum á föstudagskvöld. En hvað með áhugamál af öðram toga? „Ætli ég byrji ekki í hesta- mennskunni aftur. Svo væri ágætt að létta sig um tuttugu kíló - reyna að verða glæsilegur á ný! Það verð- ur væntanlega fúllt starf,“ segir Garðar og hlær dátt. „Þá langar mig að sækja tónleika í auknum mæli og stunda bömin mín betur.“ öm Garðars era fjögur. Ekki þarf að koma á óvart að öll hafa þau, nema það yngsta, stundað söngnám. Sigrún Björk kennari á Blönduósi, lagði sönginn reyndar ekki fyrir sig en Nanna María og Garðar Thór era bæði í söngnámi, hún hér heima og hann í Kaupmannahöfn. Yngsta bamið, Aron Axel, þrettán ára, sýnir litla söngtilburði enn sem komið er, að sögn föðurins, en er að læra á pí- anó. „Annars er Aron aðallega í íþróttunum, spilar fótbolta og golf. Fór meira að segja holu í höggi í fyrrasumar. Kannski ég skelli mér bara í golfið með honum!“ Má þá slá því fostu að Garðar eigi ekki eftir að stofna fleiri fyrir- tæki á sviði sönglistar á Islandi? „Já, fjandakomið. Ég vona að ég verði ekki svo vitlaus að fara út á þá braut að nýju - maður á bara eitt líf. Ég er fílhraustur, með hjarta og æðakerfi eins og í unglambi, að sögn lækna. Það hyggst ég nýta mér!“ McDermott hlýtur Bandarísku bókmennta- verðlaunin BANDARÍSKA skáldkonan Alice McDermott, höfúndur bókarinnar „Charming Billy“ (Hinn hrífandi Billy), hlaut Bandarísku bók- menntaverðlaunin (National Book Awards) fym í vikunni. Kom útnefn- ing hennar nokkuð á óvart, þar sem flestir höfðu búist við því að landi hennar, Tom Wolfe, myndi hljóta þau fyrir „A Man in Full“ (Maður í fullri lengd). Þá hafði nafn Roberts Stone, höfundar „Damascus Gate“ (Hlið Damaskus) einnig verið nefnt. „Hinn hrífandi Billy“ segir sögu af íram í Bandaríkjunum. Dóm- nefhdin sagði að skáldsaga McDermott hefði „rödd sem er ekki lík neinu sem við höfum áður heyrt. Hún náði okkur. Og hún hljóðnaði ekki.“ McDermott hefur áður verið tilnefnd til bókmenntaverðlaun- anna, það var árið 1987 fyrir bókina „That Night“ (Sú nótt). Verðlaunin fyrir bækur almenns eðlis hlaut Edward Ball fyrir „Sla- ves in the Family". Þá hlaut Gerald Stem verðlaun fyrir ljóðasafn sitt, „This Time: New and Selected Poems“. ------------ Fjórði söngur Guðrúnar Fíngerður vef- ur með falleg- um laglínum GEISLAPLATAN með Fjórða söng Guðrúnar eftir Hauk Tómas- son fær beztu meðmæli í desember- hefti tónlistartímaritsins Gramoph- one og velur gagnrýnandinn Guy Riekards hana sem eina af fimm bestu plötum ársins. Óperan Fjórði söngur Guðrúnar var framflutt í Kaupmannahöfn 1996, flutt hér á landi árið eftir og þá hljóðrituð í Digraneskirkju. Gagnrýnandi Gramophone segir, að Fjórði söngur Guðrúnar sé kammerópera sem fjalli um svipað efni og óperar Wagners. Annað eigi verkið ekki sameiginlegt með óper- um Wagners, ópera Hauks sé fín- gerður vefur með fallegum laglínum í söng og hljóðfæraleik, en megnið sé samt stálslegið. Töfrandi verkið sé þrangið innri birtu, sérstaklega í einsöng Guðrúnar og minni frekar á Judith Weir en Wagner. Upptökuna segir gagnrýnandinn afar fallega og nálgist fullkomnun eins og hægt sé. Að lokum segir gagnrýnandinn, Guy Rickards, að platan fái bestu meðmæli sín. Með áskrift að SÝN í desember tryggir þú fjölskyldunni aðgang að glæsilegri dagskrá. 60 kvikmyndir, 40 þættir og 20 beinar íþróttaútsendingar. Fjöldi knattspyrnuleikja, box í beinni, hinn óútreiknanlegi Jerry Springer og hinir stórkostlegu teiknimyndaþættir „SouthPark“, að ógleymdum íslenskum heimildarþætti um Jón Arnar Magnússon tugþrautarkappa. Láttu það eftir þér íjólafriinu - Fáðu þér SÝN. áskríftarsími 515 6100 auglýsingasími 515 6272
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.