Morgunblaðið - 29.11.1998, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 29.11.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1998 41 Á þessari stundu hugsum við til dóttur hennar og annarra ástvina með innilegri samúð og þakklæti fyrir það sem lífið gaf og dauðinn getur aldrei til sín tekið. Angur í huga endurminningar liðinna ára leita á líkt og svipmyndir. Einhvem veginn eru næstu myndir óhugsandi án þín. Ahyggjulaus ár fyrir norðan. Ævistarf uppfræðsla barna í annarra þágu - og dóttirin dýra dýrmætur gimsteinn Ógn steðjaði að A henni var tekið af æðruleysi. Loks kom nóttin með líknandi hönd og lokaði augum. Góðvina er gengin geymi hana faðir í hæstum hæðum. (I.S.) Vinkonur úr MA (FHOTM). Sunnudaginn 22. nóvember barst okkur starfsfólki Kársnesskóla sú harmafregn að Ingibjörg Ragnars- dóttir, kennari við skólann, væri látin. Sl. ár var hún frá vegna erf- iðra veikinda, en hún barðist við veikindin af ró og festu, kvartaði ekki og var ljúf í lund eins og ætíð. Hún heimsótti okkur öðru hverju í skólann. Batavonir virtust góðar og við vonuðum að hún kæmi fljótt aft- ur í kennarahópinn. Það var fyrir þrjátíu og þremur árum, sem Ingi- björg var ráðin að Kársnesskóla og við skólann starfaði hún alla sína tíð. Hún var góður kennari, sem þótti vænt um nemendur sína, var umburðarlynd en samt ákveðin ef þess þurfti. Nemendum hennar var það hlýtt til kennarans að frökk- ustu krakkar fóru að fyrirmælum hennar. Glaðværð Ingibjargar, jafnlyndi, mikil kímnigáfa og sá eig- inleiki að sjá jafnan jákvæðar hliðar á málunum, gerði það að verkum að öllum þótti vænt um hana. Ingi- björg var ekki margmál eða hafði þörf fyrir að láta taka eftir sér, en þegar hún sagði hug sinn var á hana hlustað. Það er ótrúlegt og hörmulegt að Ingibjörg skuli ekki vera lengur á meðal okkar, horfin á braut aðeins 55 ára gömul. Við í Kársnesskóla söknum hennar sár- lega og biðjum Guð að styrkja Rögnu, dóttur hennar, og aðra ætt- ingja í sorg þeirra. Þórir Hallgrímsson skólasljóri. Elsku Ingibjörg. Þungbært er það okkur, samkennurum þínum, að þurfa nú að kveðja þig í upphafi aðventu. Okkur verður orða vant og lái okkur hver sem vill. Þú varst svo hress og kát þegar við hittum þig flest í byrjun október í árlegum haustfagnaði okkar að við leyfðum okkur að vona það besta. En stað- reyndum verður ekki haggað og við skulum reyna að hafa þetta ekki mjög grátklökkt því við vitum að þú þoldir aldrei neitt „samúðarvæl". Og raunar finnst okkur þú enn vera hérna hjá okkur í anda og það er eins og við heyrum þig segja: „Já, greyin mín, reynið nú að drífa þetta af.“ Þú varst nefnilega aldrei marg- orð um hlutina en komst beint að kjarnanum og vildir hafa allt á hreinu - svo við skulum reyna að harka af okkur og brosa í gegnum tárin. Ung varstu gefin Kársnesskóla - eins og ein samkennslukona okkar orðaði það svo fallega um sjálfa sig við annað tækifæri - eða haustið 1965 og eftir það varð það þitt ævi- starf að uppfræða og koma til manns nokkrum hundruðum barna hér í Vesturbæ Kópavogs. Og þeim var ekki í kot vísað, börnunum sem lentu hjá þér í bekk, svona frábær- um íslenskukennara, þér sem vannst allt best með hægðinni, staðfestunni og rólegu andrúmslofti í bekknum. Og spyrði einhver þig um erfiðan eða óþægan nemanda svaraðir þú aðeins stutt og laggott: „Já, hann, ég er með hann í gjör- gæslu en hann er á batavegi." Síðan var það ekki rætt meir. Hjá okkur kennurunum verður skarðið þitt vandfyllt; hver á nú að hanna auglýsingarnar fyrir „menn- ingarmálanefndina" okkar þar sem þú varst æviráðin auglýsingastjóri og „aðstoðarmenningarfulltrúi"? Auglýsinganna, sem báru vand- virkni þinni, hugmyndafluginu og kímnigáfunni svo ljósan vott; þeirra munum við minnast lengi með brosi á vör. Og þú sem varst ómissandi sem einn aðalleikarinn og upplesar- inn í skemmtiatriðunum okkar á jólagleðinni og í sumarbústaðaferð- unum á vorin, hver á nú að fylla það skarð? Þú varst alltaf svo kát og glöð og komst okkur oft til að hlæja með þessum hæglátlegu athuga- semdum þínum um menn og mál- efni. En þú áttir svo sannarlega fleiri „gæfur“ í lífinu en þá að fá að kenna með okkur og ala upp Vest- urbæinga Kópavogs. Fyrsta er þá að telja fjölskylduna þína, foreld- rana sem nú eru látin og systkini þín. Samband ykkar systkinanna var svo náið að heimili ykkar allra var á Skjólbrautinni og þar umvefja þau nú hana Rögnu þína sem var áreiðanlega mesta gæfan í lífi þínu. Hún „Ragna mín, þetta elskulega barn,“ eins og þú kallaðir hana svo oft var auðvitað uppalin hjá okkur í Kársnesskóla, ein af þessum „helstu stelpum“, að sjálfsögðu inn- rituð í kórinn strax við fæðingu og hvers manns hugljúfi eins og móð- irin. Við höfum öll fylgst með henni eftir að hún fór frá okkur, vissum hve stolt þú varst af henni og hve ánægð þú varst með hann Þórmund hennar og að þú taldir hana vera þar í góðum höndum. Og við mun- um áreiðanlega fylgjast með henni áfram og vonandi ekki aðeins úr fjarlægð. Enn ein gæfan þín í lífinu var svo saumaklúbburinn þinn, allar þessar eldhressu skólasystur þínar úr Menntaskólanum á Akureyri. Við á kennarastofunni fengum alltaf fréttirnar af öllu því skemmtilega sem þið tókuð ykkur fyrir hendur í gegnum árin. Og við minnumst líka „100 ára afmælisins" ykkar Evu Sóleyjar um árið þegar sauma- klúbburinn sá um allan undirbún- inginn og skemmtiatriðin sem slógu svo rækilega í gegn! Fyrir örfáum vikum, þegar okk- ur varð ljóst að hverju stefndi, heimsóttum við þig á spítalann, nokkrir kennarar í senn. Þú leist svo vel út, nýklippt og fín, og við hlógum og gerðum að gamni okkar eins og alltaf þegar við hittumst. Þetta voru síðustu stundirnar sem við áttum með þér, elsku Ingibjörg. Við erum innilega þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér og starfa með þér öll þessi ár. Rögnu, systkinunum og öðrum ættingjum sendum við samúðar- kveðjur. Fyrir hönd samkennara í Kárs- nesskóla, Hrefna. Það var fyrir meira en þremur áratugum að Ingibjörg Ragnars- dóttir kom til starfa við Kársnes- skólann í Kópavogi. Þetta var ung- ur skóli, þar starfaði fólk á ýmsum aldri, en fleistir voru ungir í anda, atorkusamir, glaðværir og félags- lyndir. Það var gaman að tilheyra þessum hópi, og það var meira gaman eftir að Ingibjörg bættist í hann. Hún hafði sérstaklega góða nærveru, var hæglát og hógvær, en orðheppin og fyndin, oft sá hún málefni frá óvæntu sjónarhorni. Hún var félagslynd í bestu merk- ingu orðsins, var gefandi félagi og auðgaði mannlífið í kringum sig. Bókhneigð var hún, víðlesin og list- ræn. Hún var mjög farsæll kennari og lagin að mynda góð tengsl við nem- endur sína, oft einnig þá sem þóttu vera baldnir. Þar kom til næmur skilningur hennar á mannlegu eðli, vandvirkni og natni við hvert verk- efni, og sá eiginleiki að missa' ekki sjónar á aðalatriðum hvers máls. Síðustu árin háði Ingibjörg bar- áttu við banvænan sjúkdóm af fá- gætu æðruleysi og jafnaðargeði. Hennar er nú sárt saknað úr kenn- arahópnum í Kársnesskólanum, en þar starfaði hún alla sína of stuttu starfsævi. Það er tómlegt að eiga aldrei framar í vændum notalegt spjall við hana á kennarastofunni, vita að ekki muni oftar hanga þar á veggn- um auglýsing um mannfagnað eða dagamun, sem orðin er að litlu listaverki í höndum hennar, vita að hógværi máttarstólpinn í félags- skapnum verður ekki með. Við, samstarfsfólk hennar, flytj- um þakkir að leiðarlokum og send- um aðstandendum hennar innilegar samúðarkveðjur, og þá einkum Rögnu dóttur hennar, sem mest hefur misst. Hanna Dóra Pétursdóttir. Ég sit við logandi kertaljós og reyni að koma hugsunum mínum á blað. Hvernig kveður maður svo einstaka og svo góða konu sem Ingibjörgu? Ég man svo margt gott að ég veit varla hvar á að byrja. Ég velti því oft fyrir mér hvaðan þessi óþrjótandi þolinmæði hafi komið. I öll þessi ár sem ég þekkti Ingi- björgu sá ég hana aldrei skipta skapi, sama hverju við vinkonurnar tókum uppá, þó ég hafi verið inni á heimili þeirra mæðgna daginn út og daginn inn virtist það aldrei öðru- vísi en ég væri ávallt velkomin, það var jafnvel þannig um tíma að Ingi- björg var farin að kaupa í matinn fyrir þrjá. Ingibjörg og Ragna hafa verið mér mikilvægir mótunaraðilar og stutt mig bæði meðvitað og ómeð- vitað jafnt í námi sem því að verða betri manneskja. Ég er því ævin- lega þakklát fyrir að hafa verið svo lukkuleg að kynnast þessari lífs- glöðu konu. Ég veit að hún mun lifa með mér og öllum þeim sem elsk- uðu hana og virtu. Elsku Ragna mín, láttu bjart Ijós og kærar minningar lýsa leið þína í gegnum þessa erfiðu tíma. Guð blessi og varðveiti Ingi- björgu um alla eilífð. Ástar kveðja. Björg Guðmundsdóttir. Tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, til heimilis á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, áður Háagerði 21, Reykjavík, er látin. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir til starfsfólks Grundar fyrir góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. Sigríður Hjaltalín Jónsdóttir, Ingibjörg Helgadóttir, Eyjólfur Ingimundarson, Pálmi Helgason, Hafdís Sigurðardóttir, Helga Helgadóttir, Henning Andersen, Jóhann Helgason, Halldóra Pétursdóttir, t Alúðarþakkir til allra þeirra sem veittu okkur hjálp og sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför okkar hjartkæra ALFREÐS BJARNA JÖRGENSEN múrara og tamningamanns, og heiðruðu minningu hans. Guð blessi ykkur öll. Freyja Hilmarsdóttir, Guðrún K. Jörgensen, Bent Bjarni Jörgensen, Agnar Bjarni Jörgensen, Sigrún Ólafsdóttir, Per S. Jörgensen, Kristín Halldórsdóttir, systkini og fjölskyldur þeirra. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýju við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÓLÍNU VALGERÐAR SIGVALDADÓTTUR, áður til heimilis á Ásvallagötu 55, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu í Reykjavík. Elsku Ingibjörg mín, nú ert þú horfin úr þessu jarðneska lífi, sökn- uðurinn er sár og mikill, en ég veit að þú átt góða heimkomu. Þú og Ragna dóttir þín munuð alltaf eiga sérstakan sess í hjarta mínu. Minn- ingarnar streyma fram á svona sorgarstundu, ég man eftir öllum góðu stundunum heima hjá ykkur mæðgunum, alltaf var Imba jafn iðin við að búa til eitthvað gott í eldhús- inu, og bamaafmælin hjá henni Rögnu minni voru alltaf jafn glæsi- leg. Ég man líka þegar við Ragna vorum úti að leika fram eftir kvöldi á góðu sumri þegar Imba og faðir minn gengu um allt hverfið í leit að okkur grislingunum. Minningarnar eru svo margar og góðar, sem ég mun alltaf geyma í hjarta mínu. Ingibjörg var kennari að ævistarfi og hafði raunverulegan áhuga á því og er mér óhætt að fullyrða að hún var vel metin af nemendum sínum. Það versta við að eldast er að það deyja svo margir sem manni þykir vænt um. Þessi orð móður minnar og sannleikisgildi þeirra koma æ oft- ar upp í huga mínum. Nú er hún Ingibjörg móðir bestu vinkonu minnar farin yfir móðuna miklu, enn einn hlekkurinn við æskuárin brot- inn. Minning um heillandi og fróða konu sem ávallt gat brosað við manni. Nú sefur þú Ingibjörg, nú sefur þú vært, nú sækir þig enginn kvíði, því ljósið á himnum þér lýsir skært og lokið er sjúkdómsstríði. Nú ástvinir horfnir umvefja kært og engiahópurinn fríði. Elsku Ragna, Þorri, Páll, Ragnar, Gunna og fjölskylda. Guð geymi ykkur í þessari miklu sorg. Berglind. Þráinn Gíslason, Kristín Þ. Gísladóttir, Auðunn Ó. Helgason, Guðrún Gísladóttir, Gunnar Njálsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við and- lát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐNÝJAR NIKULÁSDÓTTUR. Svava Sigríður Gestsdóttir, Trausti Gfslason, Sigurjón Gestsson, Svanborg Guðjónsdóttir, Rósa Guðný Gestsdóttir, Kristján Jón Hafsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartans þökk fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, INGÓLFS ÞORSTEINSSONAR, Vatnsholti 2. Vilborg Vilhjálmsdóttir, Ketill Ingólfsson, Ursula Ingólfsson, Katla, Judith, Miriam og Bera.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.