Morgunblaðið - 29.11.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.11.1998, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, INGIGERÐUR HELGADÓTTIR, Garðbraut 49, Garði, lést á Garðvangi í Garði föstudaginn 27. nóv- ember. ÖgmundurJóhannesson, Kristín Ögmundsdóttir, Sigurjón Kristinsson, María Ögmundsdóttir, Sæmundur Einarsson, Alda Ögmundsdóttir, Erlendur Jónsson, Sigurður J. Ögmundsson, Guðrún J. Aradóttir, Jón J. Ögmundsson, Unnur G. Knútsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför BRYNDÍSAR SIGURÐARDÓTTUR, Hrafnistu, Hafnarfirði, verður gerð frá Áskirkju þriðjudaginn 1. des- ember kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Elísabet Erla Gísladóttir, Bragi Jóhannesson, Þuríður Hanna Gisladóttir, Guðjón Tómasson, Sigurður Örn Gíslason, Margrét Margrétardóttir, Svala Lárusdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ÁRNBJÖRG E. CONCORDÍA ÁRNADÓTTIR, (Día), verður jarðsungin miðvikudaginn 2. desember kl. 15.00 frá Dómkirkjunni. Þóra Kristjánsdóttir, Sigríður Sveinbjarnardóttir, Pétur Kristjánsson, Gunnur Samúelsdóttir, Ásta Kristjánsdóttir, Hendrik Berndsen, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA GUNNSTEINSDÓTTIR, Melabraut 19, Seltjarnarnesi, verður jarðsungin frá Neskirkju mánudaginn 30. nóvember kl. 15.00. Sólveig Sigurðardóttir, Ómar Bjarnason, Gunnsteinn Sigurðsson, Guðbjörg Jóna Hermannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t NÚMI SIGURÐSSON, Hrafnistu Hafnarfirði, áður til heimilis í Garðabæ, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 1. desember kl. 13.30. Systkini og fjölskyldur hins látna, Snjólaug Bruun og fjölskylda. t Þökkum öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför sonar okkar, bróður og dóttursonar, BRAGA GUNNARSSONAR, Mururima 4. Ágústa Bragadóttir, Hallur Páll Jónsson, Haukur Hallsson, Gróa Aradóttir, Bragi Einarsson. GUÐMUNDUR KRISTINN HALLDÓRSSON + Guðmundur Kristinn Iiall- dórsson húsgagna- smíðameistari fædd- ist á Gegnishólaparti í Gaul ve rj abæj ar- hreppi í Amessýslu hinn 6. janúar 1908. Hann lézt á Hjúkrun- arheimilinu Skjóli í Reykjavík 19. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Halldór Odd- ur Sigurðsson bóndi og síðar verkstjóri hjá Reylqavíkur- borg, f. 8. september 1872, d. 30. júlí 1950, og Margrét Jónsdóttir húsfreyja, f. 27. ágúst 1872, d. 25. febrúar 1954. Systkini Guðmund- ar voru: 1) Sigurður, f. 11. ágúst 1894, d. 16. mars 1978, kvæntur Marólínu Erlendsdóttur, áttu þau sex börn. 2) Sigurgeir, f. 21. júní 1897, d. 18. júlí 1985, kvæntur Halldóru Guðjónsdóttur, börn þeirra eru sjö. 3) Guðrún, f. 19. september 1901, d. 20. júní 1996, gift Ólafi Jónssyni, börn þeirra eru þijú. 4) Halldór Oddgeir, f. 28. nóvember 1903, d. 5. júh' 1928, ókvæntur. Guðmundur kvæntist hinn 10. júm' 1932 Sigurlaugu Jósefínu Kristjánsdóttur, f. 16. nóvember 1910, d. 15. aprfl 1934. Börn Drottinn vakir, Drottinn vakir daga og nætur yfír þér. Blíðlynd eins og bezta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, - Drottinn vakir daga og nætur yfír þér. Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi, þeirra eru: 1) Gunnar húsgagnasmiður, f. 25. nóvember 1932, kvæntur Thelmu Sig- urgeirsdóttur hús- freyju, f. 5. aprfl 1934. Börn þeirra eru: A) Dagmar Sigurlaug, gift Einar Óskarssyni, böm þeirra íjögur, þijú á lífij og tvö barnaböm. B) Margrét Halldóra, hún á fjóra syni. C) Bryndís Jar- þrúður, gift Þorfiimi Guðnasyni, þau eiga eina dóttur. D) Sigur- laug Guðrún, gift Jónasi Halldórs- syni, þau eiga tvo syni. E) Guð- mundur Gunnar, maki Elva Rún- arsdóttir, þau eiga fjögur börn. F) Sigurgeir Steindór, í sambúð með Margréti Casaro, þau eiga tvö börn. 2) Jósef, f. 15. apríl 1934, d. sama dag. Guðmundur kvæntist öðru sinni hinn 10. júli' 1937 Þóreyju Þorkels- dóttur, f. 15. janúar 1911, d. 8. sept- ember 1968. Dætur þeirra em: 1) Sigrún bankastarfsmaður, f. 27. janúar 1938, giftist Magnúsi M. Brynjólfssyni framkvæmdastjóra, f. 11. febrúar 1936, d. 24. mars 1997. Sonur þeirra er Magnús. 2) Sigurlaug Ragnheiður húsfreyja, f. 10. maí 1945, maki Leó Sveinsson vélstjóri, f. 22. ágúst 1942. Börn himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, - Drottinn vakir dagaognæturyfirþér. (S.Kr. Pétursson.) Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guðþérnúfylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Börnin. þeirra em Gunnar Þorkell, f. 25. október 1964, d. 14. mars 1988; Þórður Guðni, f. 15. okt. 1966, d. 26. október 1966; Þórey f. 13. aprfl 1970, maki Þorgrímur Kri- stjánsson, böm þeirra em þijú; Guðrún, f. 26. júlí 1977, maki Halldór Reynisson, barn ein dótt- ir; Sigrún, f. 10. febrúar 1979. Árið 1974 hóf Guðmundur sam- búð með Helgu Kristjánsdóttur, f. 19. nóvember 1913, d. 27. janúar 1989. Árið 1916 flutti Guðmundur til Reykjavíkur með foreldmm sín- um og hafði faðir hans þá fest kaup á húseigninni Lindargötu 36 sem síðar varð 58. Árið 1926 hóf Guðmundur nám í húsgagna- smfði hjá Eyvindi Árnasyni og vann þar í átján ár. Lengst af ævi sinnar starfaði hann hjá Krisljáni Siggeirssyni. I rúm fjörutíu ár bjó hann á Þórsgötu 10 hér í borg. Sem ungur maður stundaði hann fimleika og m.a. í sýningarflokki á Alþingishátíðinni 1930. Tónlist og þá aðallega söngur átti sterk ítök í hans huga. Söng hann í mörg ár með Karlakór iðnaðar- manna. Árið 1938 gerðist hann félagi í Oddfellow-reglunni og var virkur meðan heilsa leyfði. Útför Guðmundar Kr. Hall- dórssonar fer fram frá Bústaða- kirkju mánudaginn 30. nóvember og hefst athöfnin klukkan 13.30. Kvaddur er í dag elskulegur tengdafaðir minn, Guðmundur Kr. Halldórsson, og mig langar með nokkrum orðum að minnast hans. Eg kynntist honum ung að árum þegar hann kvæntist frænku minni, Þóreyju Þorkelsdóttur, minnist ég þess sérstaklega að á fermingardaginn minn komu Mummi og Eyja, eins og þau voru oftast kölluð, og bauð Mummi mér upp í minn fyrsta dans. Hann var sólbrúnn og fínn, því hann var að koma beint af skíðum eins og hann + Friðrik Lúðvík Guðmundsson fæddist _ á Dverga- steini í Álftafírði 26. júlí 1917. Hann lést 24. nóvember 1998. Foreldrar hans voru Guðbjörg Margrét Friðriksdóttir, f. 16.11. 1896 á Dvergasteini í Álfta- firði, d. 10.7. 1945, og Guðmundur Hall- dórsson, f. 6.4. 1891 á Eyri í Mjóafirði, d. 15.7. 1983. Systkini Friðriks eru: Jóhannes, f. 18.7. 1920, d. 9.12. sama ár; Guðmund- ur L.Þ., f. 4.12. 1921; Salóme Margrét, f. 1.8. 1923; Guðrún, f. 1.11. 1930; Þórdís Halla, f. 24.2. 1934, d. 25.8. sama ár. Friðrik kvæntist 24. desember 1941 Ólöfu J.G. Ólafsdóttur, f. 20.11. 1920 á ísafirði, d. 3.10. 1956 í Danmörku. Foreldrar hennar eru Jóney Sigríður Óla- dóttir, f. 4.7. 1893 á Drangsnesi, d. 2.3. 1971, og Ólafur Ólafsson, f. 18.8. 1888 á Beijadalsá, d. 3.3. 1957. Friðrik og Ólöf eignuðust þijú börn: 1) stúlka, f. 11.9. 1942, d. 17.9. sama ár. 2) Gylfi Þröstur, f. Ég kveð hér fóðurbróður minn, Friðrik Guðmundsson, með nokkrum orðum. Við kölluðum hann reyndar aldrei annað en Idda frænda. Ég man fyrst eftir honum þegar ég var lítill gutti vestur á Isafírði, en þá var Iddi frændi reyndar fluttur suður vegna veik- inda Lóu, eiginkonu sinnar, sem 10.12. 1944. 3) Guð- björg Margrét, f. 18.12. 1945, gift Ei- ríki Þóroddssyni. Börn þeirra eru Ólöf, f. 1975, og Þór- oddur, f. 1978. Friðrik kvæntist 30. nóvember 1957 Sigríði Sigurðardótt- ur, f. 15.2. 1923 í Reykjavík, d. 17.6. 1995. Foreldrar hennar voru Guðrún Stefánsdóttir, f. 23.7. 1890 á Stokkseyri, d. 6.1. 1992, og Sigurð- ur Árnason, f. 2.5. 1880 í Höfnum á Skaga, d. 10.6. 1959. Sonur Sigríðar er Þórarinn Baldvinsson, f. 15.9. 1944, kvænt- ur Margaret Cameron. Sonur þeirra er Friðrik Óðinn, f. 1973. Friðrik starfaði sem sjómaður og bifreiðastjóri á ísafirði til árs- ins 1947, en fluttist þá til Reykja- víkur og starfaði sem bifreiða- sljóri á BSR í 30 ár, í 10 ár starf- aði hann við sölu fasteigna, en 18 síðustu árin hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Útförin fer fram frá Fossvogs- kirkju mánudaginn 30. nóvember og hefst athöfnin klukkan 15. var berklaveik. Hún lést síðan um aldur fram frá tveimur ungum börnum þeirra og varð þeim öllum harmdauði. Mér fannst alltaf að þessi mikli missir hefði sett mark sitt á Idda frænda þannig að mað- ur skynjaði mikinn trega og vissa bitui’ð hjá honum aUa tíð. Ég man fyrst eftir Idda frænda þegar hann kom í heimsóknir vest- ur á Isafjörð og ég hef líklega verið 4-5 ára. Hann var glæsilegur mað- ur í útliti og fasi. Hann var dökk- hærður og mjög andlitsfríður. Beinn í baki og tígulegur. Þrátt fyrir mikla erfiðleika í lífí sínu hafði hann yfir sér glaðlegt yfir- bragð. Það sem mér fannst þó mest um vert sem barn á þessum tíma var hversu fína bíla hann átti, en Iddi frændi stundaði leigubílaakst- ur hjá BSR um árabil. Mér fannst sem litlum strák að ekki væri hægt að komast hærra í metorðastigan- um. Ég minnist einnig stunda með börnum hans, þeim Guggu og Gylfa, sem dvöldu langdvölum á ísafirði, Gylfí með móðurömmu sinni á Tangagötunni, en Gugga á Grundargötunni hjá ömmusystur okkar, sem við kölluðum Fríðu frænku. Við Gugga vorum oft sam- an hjá honum afa , Guðmundi Hall- dórssyni, á Sólgötu 8, þar sem við lékum okkur saman. Skemmtileg- ustu stundirnar voru þegar afi setti okkur á sitt hvort hné og söng með okkur barnagælur upp úr Vísna- bókinni. Seinna! Eftir að ég flutti til Reykjavíkur áttum við skemmtilegar stundir saman í Barmahlíðinni þar sem Iddi frændi bjó um tíma ásamt börnum sínum og Dollu, seinni konu sinni og syni hennar Þórarni. Ég sakna þess nú að stundirnar með Idda frænda voru alltof fáar gegnum tíðina og ég hefði gjarnan vilja kynnast honum betur. Hann vann ýmis störf eftir að hann kom suður. Lengst af var hann leigubíl- stjóri eins og áður segir, en einnig vann hann við fasteignasölu um tíma og svo síðast hjá Rafrnagns- veitu Reykjavíkur. Ég á Idda frænda það að þakka þegar hann vann við fasteignasöluna að við hjónin fundum fyrstu íbúð okkar þegar við hófum búskap. Mér er FRIÐRIK LUÐVIK GUÐMUNDSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.