Morgunblaðið - 29.11.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.11.1998, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ fisksöluviðskiptunum þannig að ÍS kaupi meira af afui-ðum til endursölu í stað hinna hefðbundnu umboðssölu- viðskipta. I þriðja lagi er lögð áhersla á að hlutverk félagsins sé að þjóna hagsmunum eigenda sinna með því að skila hagnaði og greiða arð. I þessari stefnumörkun vekur at- hygli að ÍS vill breyta umboðssölu- kerfínu sem lengi hefur verið ríkj- andi í sjávarafurðasölu hér á landi í það fonn sem félagið hefur kynnst í öðrum viðskiptum á alþjóðlegum sjávarafurðamarkaði. Ljóst er að umboðssölukerfið skilar félaginu ekki miklum tekjum en áhaattan er jafnframt lágmörkuð. Með því að kaupa meira af afurðunum tekur IS rneh-i áhættu en á jafnframt von um aukinn hagnað þegar vel gengur. Breytingar á skipulagi Jafnframt stefnumótunarvinnu hefur verið unnið að undirbúningi skipulagsbreytinga. Hennann segir það eðlilegt vegna þeiiTar breyting- ar sem orðið hefur á uppbyggingu félagsins og tengslum þess við dótt- urfélög og framleiðendur. Fyrir tveimur árum varð sú breyting á eignarhaldi sölufyi-irtækjanna er- lendis, annars Iceland Seafood Corp. í Bandaríkjunum, að Islensk- ar sjávarafurðir eignuðust þau að öllu leyti en áður áttu frystihúsin líka í sölufyrirtækjunum. Líklegt er að skipulagið verði lag- að að þessum staðreyndum, þannig að samstæðan verði ein skipulagsleg heild. Hei-mann Hansson telur ekki tímabært að skýra frá því hvernig stjómskipulagið er hugsað en segir að skýrt verði frá því þegar nauð- synlegar ákvarðanir hafí verið tekn- ar. Eftir að Benedikt tók við stjórn físksölufyrirtækisins í Bandaríkjun- um vakna spurningar um það hvort það sé til marks um að dótturfélög- unum verði í framtíðinni stýrt ineira frá höfuðstöðvunum í Reykjavík. Eðlilega vakna einnig spurningar um það hvort skyndileg vestui-för forstjórans sé byrjun á breytingum á æðstu stjóm samstæðunnar óg Benedikt helgi sig áfram því verk- efni að reka Iceland Seafood Corp. Það fæst ekki upplýst. Spurður um fyrirkomulag fram- kvæmdastjórnar félagsins til fram- tíðar ítrekar Hermann það sem seg- ir í samþykkt stjórna ÍS og ISC, að Benedikt hafí fengið ótímabundið leyfi frá störfum forstjóra ÍS til að taka að sér yfirstjórn fyrirtækisins vestra. Jafnframt er kveðið á um að Hermann muni sem stjórnarfor- maður ÍS taka að sér aukin verkefni hjá félaginu og að núverandi aðstoð- arforstjóri og framkvæmdastjórar muni áfram bera ábyrgð á dagleg- um rekstri þess með svipuðum hætti og verið hefur. Um tímasetn- ingar er það eitt sagt að ráðstafan- irnar muni gilda þar til stjórnir fé- laganna ákveði aðra skipan mála. Hermann tekur það fram að Benedikt njóti trausts stjórnar Is- lenskra sjávarafurða. Við mikinn vanda sé að etja í daglegum rekstri Iceland Seafood Corp. og stjórnin hafi einfaldlega ákveðið að senda þangað sinn besta mann. Benedikt Sveinsson hefur verið „sterki maðurinn“ í íslenskum sjáv- arafurðum. Hann hefur stjórnað uppbyggingu félagsins og útþenslu og flestir nánustu samstarfsmenn hans hjá móðurfélaginu eru félagar hans úr Fiskvinnsluskólanum. Benedikt skilur því eftir sig tóma- rám í höfuðstöðvum félagsins við Sigtún, ekki síst ef mál þróast með þeim hætti að hann taki að sér yfir- stjórn Iceland Seafood Corporation til frambúðar. Þeirri óvissu hlýtur stjórn ÍS að þurfa að eyða sem fyrst. Gera má ráð fyrir að það ger- ist ekki síðar en þegar nýtt skipurit félagsins verður kynnt. Greinilegt er að sú ákvörðun Is- lenskra sjávarafurða að fela for- stjóra sínum að taka við daglegum rekstri dótturfélagsins í Bandaríkj- unum er gerð til að sýna hluthöfum og lánardrottnum að allt er gert sem unnt er til að snúa þróuninni við. Fyrirtækið í heild á mikið undir því að leiðangurinn heppnist. Einnig Benedikt persónulega því sem stjórnarformaður Iceland Seafood Corporation hlýtur hann að taka ábyrgð á þeim ákvörðunum sem leitt hafa til þeirrar stöðu sem íslenskar sjávarafurðir eru nú komnar í. áhættu sem fylgir kaupum á hluta- bréfum ÍS miðað við þá óvissu sem sé í rekstri félagsins um þessar mundir. Til þess að kaupa hlutabréf á genginu 1,80 við þessar aðstæður þurfi kaupandinn að hafa trú á því að rekstur félagsins lagist fljótt. Þorsteinn spyr hvort ekki hefði verið rétt að Ijúka þeirri endur- skipulagningu og stefnumótunar- vinnu sem nú standi yfir, áður en efnt hefði verið til hlutafjárútboðs. Með þeim hætti hefði verið hægt að draga nokkuð úr óvissu fjárfesta um framtíð fyrirtækisins jafnframt því að gera þeim betur grein fyrir því hvernig fyrirtækið hygðist leysa núverandi rekstrarvanda. Hann veltir því einnig íyrir sér hvort ekki hefði verið heppilegra að birta end- urskoðað níu mánaða uppgjör í ljósi tímasetningar útboðsins. Það hefði gefið fjárfestum gleggri mynd af stöðu IS í dag og þeirri þróun sem átt hefði sér stað frá því félagið birti sex mánaða uppgjör sitt. Hvað sem öðru líður er ljóst að IS hefur þegar selt 80 milljónir til for- kaupsréttarhafa og Landsbanki ís- lands sölutryggir 50 milljónir kr. til viðbótar. Þannig liggur fyrir að fé- lagið fær alltaf 230 milljónir kr. fyr- ir hlutabréfin, jafnvel þótt ekkert seldist í almenna hluta útboðsins. í síðasta hlutafjárútboði ÍS, í maí 1996, voru hlutabréfin seld á geng- inu 2,8. Ef öll hlutabréfin í yfir- standandi útboði seljast, sem þó engan veginn er víst, fá Islenskar sjávarafurðir um 350 milljónir í kassann. Ef hlutabréfin hefðu verið seld strax og hluthafafundur veitt fyrir henni heimild, á genginu 2,5 sem þá var markaðsgengi, hefði fé- lagið fengið 500 milljónir út úr út- boðinu. „Jú vissulega er þetta slæmur tími til að selja, en á móti má segja að tíminn sé góður til að kaupa,“ segir Hermann þegar hann er spurður um tímasetningu útboðsins. Hann segir ekki rétt að miða við þá tíma sem gengið var 2,5 eða jafnvel 5, þá hafi verðið verið spennt upp með spákaupmennsku. Hann lýsir þeirri skoðun sinni að hlutabréf í ís- lenskum sjávarafurðum séu góð fjárfesting íyrir þá sem hafi trú á framtíð sjávarafurðaviðskipta. „Við höfum almennt traust í viðskiptum og markaðskerfi okkar er afar dýr- mætt. Við eigum í tímabundnum erfiðleikum í Bandaríkjunum en höfum sent okkar besta mann þang- Hermann tekur það fram að Benedikt njóti trausts stjórnar íslenskra sjávaraf- urða. Við mikinn vanda sé að etja í daglegum rekstri lceland Seafood Corp. og stjórnin hafi einfaldlega ákveðið að senda þangað sinn besta mann. að. Við erum vissir um að okkur tekst að ná tökum á málinu og telj- um að hlutabréfin séu góð langtíma- fjárfesting.“ Fullnægjandi ráðstafanir? Ef hlutafé Islenskra sjávarafurða selst upp fær félagið um einn millj- arð kr. með útboðinu og sölu hluta- bréfanna til Olíufélagsins. „Þetta eru miklar aðgerðir,“ segir Her- mann Hansson stjórnarformaður spurður að því hvort ráðstafanirnar væru fullnægjandi eða hvort íyrir- hugað væri að selja fleiri eignir. Gerður hefur verið samningur um sölu verksmiðjunnar á Camp Hill. Bendir Hermann á að nettóskuldir samstæðu ÍS hafi verið 3,3 milljarðar kr. á miðju ári en færu að öllum lík- indum niður í um 2 milljarða kr. um áramót ef þessar aðgerðir gengju eftir og hefðu þar með lækkað um 40% á hálfu ári. Tekur reyndar fram að þótt undirritaður hafi verið samningur um sölu gömlu verk- smiðjunnar íyrir vestan muni endanleg staðfesting sölunnar ekki liggja fyrir fyrr en eftir tæpa tvo mánuði. „Þetta er mikill árangur og ég tel að sú breyting á efnahag íyrir- tækisins sem í aðgerðunum felst ætti að vera nægjanleg,“ segir Hennann. Mismunandi hagsmunir í hluthafahópi fslenskra sjávaraf- urða hf. eru bæði framleiðendur sjávarafurða og hreinir fjárfestar. IS hefur til skamms tíma átt í fram- leiðendum sem aftur hafa átt í ÍS, þannig að eignarhaldið hefur einnig verið flókið. Því hefur stundum verið haldið fram að við stjómun félagsins hafi hagsmunir framleiðenda ráðið og það hafi orðið á kostnað fjárfesta sem aðeins gera arðsemiskröfur. í þessu sambandi er nauðsynlegt að rifja upp að íslenskar sjávaraf- Morgunblaðið/Hjörtur Gíslason FRAMHLIÐ hinnar nýju fiskréttaverksmiðju Iceland Seafood Corporation í Newport News í Bandaríkjunum. GAMLA verksmiðjan í Camp Hill í Pennsylvaníu. FRÁ opnun fiskréttaverksmiðjunnar í Newport News, stjórnendurnir og sjávarútvegsráðherra hlaðnir gjöfunr. Þorsteinn Pálsson, Hermann Hansson, Benedikt Sveinsson og Hal Carper. urðir voru stofnaðar á grunni sjáv- arafurðadeildar Sambands ís- lenskra samvinnufélaga og voru í upphafi hrein sölusamtök, þótt Landsbanki íslands ætti einnig stóran hlut. Síðan hefur aukist hlut- m- þeirra fjárfesta sem ekki eru jafnframt framleiðendur. Benedikt Sveinsson, sem verið hefur forstjóri félagsins frá upphafi, lítur svo á að á árinu 1993 þegar fé- lagið var opnað og á síðasta ári, þeg- ar ákveðið var að skráð félagið á al- mennum hlutabréfamarkaði, hafi eðli þess breyst úr því að vera sölu- samtök og í hlutafélag sem stefnir að hámörkun arðsemi hlutabréfa sinna. „Það er síðan spurningin hvernig það gengur að ná þessu markmiði. En eftir að skrefið er stigið höfum við ekki leyfi til að vinna fyrir einn hluthafahóp á kostnað annars,“ segir Benedikt. Hermann Hansson segir að það taki félagið ákveðinn tíma að breyt- ast úr sölusamtökum sem fyrst og fremst þjónuðu framleiðendum í fé- lag sem hefði einnig það hlutverk að greiða eigendum góðan arð. „Félag- ið er að breytast úr framleiðslu- drifnum sölusamtökum í markaðs- drifið alþjóðlegt verslunarfyrirtæki með sjávarafurðir," segir Hermann. Hann bendir hins vegar á að á sex fyrstu rekstrarárum félagsins hafi það greitt út arð og þjónað eigend- um sínum með þeim hætti, árið 1997 væri eina heila rekstrarárið í sög- unni sem eigendurnir hefðu ekki fengið arð. „Það er meginmarkmið okkar að snúa tapi í hagnað til þess að geta haldið áfram að greiða arð,“ segir Hermann. Unnið hefur verið að endurskoðun stefnumörkunar fyrir félagið. Her: mann nefnir þijú áhersluatriði. I íyrsta lagi að félagið fjárfesti ekki í framleiðendum. í öðru lagi að breyta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.