Morgunblaðið - 29.11.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.11.1998, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞETTA er nú það svívirðilegasta sem maður hefur heyrt til þess að bjarga sægreifunum frá auðlindaskatti, hæstvirtur ráðherra. Laugavegi 95 -97 simi 55 JDY 7ACQUELINE OE YOUN6 BV VERO MOOA lMý jólasending vikulega ERO MODA Stjörnuspá á Netinu v§> mbl.is y\LLT/Kf= G/TTH\SAÐ fSTÝTT Tónleikar í sérhönnuðum tónleikasölum Messías Hándels vel vid hæfi í dag í tón- fengið KÓR Hafnarfjarð- arkirkju flytur ásamt 15 manna kammersveit atvinnu- hljóðfæraleikara og fjór- um einsöngvurum fyrsta hluta Messíasar eftir G.F. Hándel í tilefni af helgun sérstakra hljóðsogstjalda í sér- hönnuðum safnaðar- og tónleikasölum Strand- bergs, safnaðarheimilis Hafnarfjarðarkirkju við Strandgötu, kl. 16 í dag. Arkitektamir og hjónin Sigríðiu- Magnúsdóttir og Hans Olav Andersen teiknuðu safnaðarheimil- ið og Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Tónlistar- skólinn er samtengdur safnaðarheimilinu. Natalía Chow, stjórn- andi kórsins og organisti Hafnarfjarðarkirkju, segir að hljóðsogstjöldin leikasölum, sem hafa nafnið Hásalir, verði helguð fyr- ir tónleikana í dag. „Hljóðsogs- tjöldin tuttugu er hægt að draga upp og niður eftir þörfum hverju sinni til að hafa áhrif á hljómburðinn. Tjöldin hafa verið myndskreytt af listakonunni Inu Salóme og fegra mjög Há- sali. Þau verða helguð við hátíð- lega athöfn kl. 13 í dag.“ - Getur þú sagt mér svolítið frá tónleikunum? „Kór Hafnarfjarðarkirkju, ásamt 15 manna kammersveit atvinnuhljóðfæraleikara og ein- söngvurum flytur fyrsta hluta Messíasar eftir G.F. Hándel í Hásölum í tilefni af vígslu tjald- anna kl. 16 síðar um daginn. Einsöngvararnir eru Signý Sæ- mundsdóttir, sópran, Alina Du- bik, alt, Garðar Cortes, tenór, og Loftur Erlingsson, bassi. Konsertmeistari er Hlíf Sigur- jónsdóttir. Ekki er ráðist á garðinn þar sem hann er lægst- ur enda er ætlunin að sýna fram á hversu hljómburðurinn í saln- um er góður. Messías er með þekktustu tónverkum allra tíma. Hándel unni sér ekki hvíldar fyrr en hann hafði á 24 dögum lokið við verkið árið 1741. Sagan segir að þegar hann hafi verið að semja Halelúja Chorous, einn þekktasta kafla verksins, hafi hann séð dyr himinsins opnast fyrir sér. Messías var frumfluttur í Du- blin árið 1742. Næst var verkið flutt í Covent Garden árið 1743. Tónskáldið endurskoðaði verkið nokkrum sinnum næstu árin. Eftir að lokaútgáfan lá fyrir árið 1750 stóð hann fyrir __________ flutningi á því við miklar vinsældir á hverju ári þangað til hann lést árið 1759. Ekkert tónskáldanna “““ stóru náði jafn miklum vinsæld- um í lifanda lífi og Hándel." - Um hvað fjallar verkið? „Messías fjallar, eins og nafn- ið gefur til kynna, um Jesú Krist. Verkið er í þremur hlut- um. Fyrsti hlutinn fjallar um komu og fæðingu Jesú Krists, annar um þjáningu og dauða hans og þriðji um upprisuna og eilíft líf. Okkur fannst við hæfi að flytja fyrsta hlutann á fyrsta sunnudegi í aðventu í dag. Fyrsti hlutinn tekur rúman klukkutíma í flutningi. Allt tek- ur verkið um tvo klukkutíma og fímmtán mínútur í flutningi.“ Natalía Chow ► Natalía Chow er fædd 12. nóvember árið 1962 í borg- inni Canton í Kína. Natalía fluttist 10 ára gömul ásamt fjölskyldu sinni til Hong Kong. Hún lauk tónmennta- kennaranámi frá Hong Kong Baptist College árið 1987 og MA-gráðu í sömu grein frá University of Reading í Englandi árið 1989. Natalía fluttist til Húsavík- ur árið 1992. Á Húsavík var Natalía söngkona, söngkenn- ari, kórstjóri og organisti til ársins 1996. Sama ár var hún ráðin organisti við Hafnar- fjarðarkirkju. Natalía hefur stýrt Kór Hafnarfjarðar- kirkju í tvö ár. Eiginmaður Natalíu er Helgi Pétursson, tónlistar- maður og kerfisfræðingur, og eiga þau eina dóttur. Tónlistarmenn hvattir til að koma - Hefur kórinn í hyggju að flytja hina hlutana tvo? „Við höfum ekki tekið ákvörð- un um hvort að af því verði í framtíðinni." - Hvenær hófust æfíngar á verkinu? „Kórinn byrjaði að æfa Mess- ías eftir áramót. Æfingarnar hafa verið reglubundnar þar til farið var í sérstakar æfingabúð- ir í Skálholti til að fínpússa flutninginn um síðustu helgi. Annars hafa kórfélagarnir verið afar áhugasamir að æfa verkið. Ekki hefur heldur skaðað að stór hluti félaganna 40 er að læra söng eða hljófæraleik. Ég raddþjálfa kórinn reglu- lega á æfingum, t.d. í tengslum við öndunartækni og raddbeit- ingu. Slík þjálfun er nayðsynleg þegar jafn erfitt verk og Messías er flutt.“ - Hversu mörgum ......1111,111 er hægt að taka á móti á tónleikana? „Salirnir taka 300 manns í sæti alla jafna og ef mikið liggur við er hægt að bæta við sætum fyrir 50 manns til viðbótar." - Líta Hafnfírðingar svo á að salirnir séu sérstaklega ætlaðir hafnfírsku tónlistarfólki? „Nei, alls ekki. Eins og áður segir eru salimir fyrstu sér- hönnuðu tónleikasalirnir á land- inu. Ég vil því sérstaklega hvetja alla íslenska tónlistar- menn til að kynna sér gæði sal- anna með því að hlýða á kór Hafnarfjarðarkirkju flytja Messías á efth’."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.