Morgunblaðið - 29.11.1998, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 29.11.1998, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK ♦ ♦♦ Fjölmenni á fundi um há- lendismálin FJÖLMENNI sótti fund ýmissa úti- vistar- og náttúruvemdarsamtaka í Reykjavík í gær sem haldinn var undir kjörorðunum „Með hálend- inu gegn náttúruspjöllum.“ Flutt voru ávörp, margir tónlistarmenn j^og dansarar komu fram og boðið var upp á skemmtiatriði. Þá var sýnt brot úr heimildamynd Páls Steingrímssonar, Oddaflug. -----♦-♦♦---- Eldsneytis- verð lækkar RÁÐGERÐAR eru lækkanir á verði eldsneytis hjá olíufélögunum um og upp úr mánaðamótunum í kjölfar lækkana á heimsmarkaðsverði und- anfarna mánuði. Hjá Olíufélaginu lækkar verð á morgun, en Geir Magnússon, for- stjóri Olíufélagsins, vildi í gær ekki gefa upp hversu mikil lækkunin verður. Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs, segir að verðbreytingar muni taka gildi um mánaðamótin eða fljótlega eftir það. Ekki náðist í for- ■* ^ksvarsmenn Olís í gær. Samkomulag náðist um þátttöku íslands og Noregs í Schengen-samstarfínu Þátttaka Islendinga á öllum stigum virðist vera tryggð FIMMTU samningalotunni um breytta tilhögun á þátttöku íslands og Noregs í Schengen-vega- bréfasamstarfínu lauk í Brussel á föstudagskvöld með því að langþráð samkomulag náðist. Kom á óvart að takast skyldi að ná niðurstöðu núna, þar sem fyrri samningalotur gáfu frekar tilefni til að ætla að lengri tíma myndi taka að leysa úr þeim ágreiningsmálum sem eftir voru. Aðalvandamálið lá í því hvernig þátttöku Is- lendinga og Norðmanna skyldi háttað í því kerfí ákvarðanatöku um Schengen-mál, sem á að taka við af því sem nú er í gildi þegar Schengen-samn- ingurinn verður sameinaður stofnsáttmála ESB í vor. Schengen-samstarfið felst í sameiginlegum ytri landamærum og vegabréfaeftirliti, samstarfí lögregluyfírvalda þátttökuríkjanna, samstarfí um málefni flóttamanna og fleiri skyld mál. Eina leiðin til að viðhalda norræna vegabréfasam- bandinu eftir að Schengen-samningurinn færist undir ESB var að semja upp á nýtt um þátttöku íslands og Noregs í þessu samstarfí. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að samningamenn ís- lands, undir forystu Gunnars Snorra Gunnars- sonar sendiherra, hefðu á þessum lokasamninga- fundi haft skýr fyrirmæli frá sér og utanríkis- málanefnd Alþingis um það samningsmarkmið að „ná fram betri tryggingum fyrir því að við gæt- um treyst á að þátttaka okkar væri tryggð á öll- um stigum [ákvarðanatöku í málefnum er varða Schengen-samstarfíð]“. Þetta samningsmarkmið sýnist Halldóri hafa náðst, þótt „auðvitað hefðum við kosið að afdrátt- arlausara orðalag um þessi mál hefði komizt inn í samningstextann sjálfan, en svo virðist sem því megi treysta að þátttaka okkar verði á öllum stigum, verði samningurinn staðfestur". Högni Kristjánsson, einn samningamanna ís- lands, segir það sem gert hafí útslagið hafa verið það orðalag sem samningamenn ESB féllust á í samningstextanum; með þessum orðalagsbreyt- ingum frá textanum sem lagður var til grundvall- ar viðræðunum á fyrri samningafundum hefðu fulltrúar ESB komið talsvert til móts við sjónar- mið íslendinga og Norðmanna. Fulltrúar þeirra verði hafðir með í ráðum á öllum stigum, þ.e. allt frá sérfræðingum upp í ráðherra. Málinu ekki lokið En málinu er ekki endanlega lokið. „Við eigum eftir að fjalla um málið í ríkisstjórn og leggja það aftur íýi'ir utanríkismálanefnd í þessum bún- ingi,“ sagði Halldór. Loks þarf Alþingi sjálft að íjalla um og staðfesta samninginn, og Austurrík- ismenn, sem fara með formennsku í ráðherrai'áði ESB út þetta ár, verða að leggja hann fyrir ríkis- stjórnir allra hinna ESB-ríkjanna. Búast má við því að Spánverjar, sem hafa hindrað EES-samstarfíð til að reyna að knýja Norðmenn og íslendinga til að greiða áfram í þróunarsjóð EFTA, þótt greiðslurnar hefðu sam- kvæmt gildandi samningum átt að hætta um ára- mótin, muni einnig reyna að hindra að hið nýja samkomulag um Sehengen verði samþykkt í ráð- herraráðinu unz deilan um þróunarsjóðinn verð- ur leyst. Ekið á hross í Skagafírði Morgunblaðið/Kristinn EKIÐ var á hross við Syðra- Skörðugil skammt utan við Varma- hlíð í Skagafirði í fyrrakvöld. Dimmt var og vegurinn glerháll enda farið að rigna. Hrossið er talið hafa drepist við höggið en í hlut átti stór flutninga- bíll. Hann kastaðist á kyrrstæðan bíl á veginum og lenti síðan út af. Tók talsverðan tíma að koma flutninga- bílnum upp á veg og í gagnið á ný. Að sögn lögreglunnar á Sauðár- króki hefur verið nokkuð um að bú- fénaður haldist ekki innan girðinga enda þær mikið á kafí í snjó. Teknesíum-99 á * leið til Islands BYRJAÐ verður að mæla geisla- virka efnið teknesíum-99 við ís- landsstrendur á næsta ári. Efnið mældist í verulega auknum mæli við Tromsö í sumar og mikil aukning hefur mælst í Oslófirði sl. tvö ár. Niðurstöður mælinga benda til þess að efnið berist á skemmri tíma með hafstraumum en gert hafði verið ráð fyrir. Aukningu á teknesíum-99 í hafínu má rekja til aukinnar losunar kjarnorku- endurvinnslustöðvarinnar í Sellafield í Englandi en hún 50- faldaði það magn sem hún losaði af efninu í hafíð, árið 1994. Stephen Sharp, yfírmaður end- ui-vinnslustöðvarinnar EARP í Sellafield, segir að eigendur stöðvarinnar vinni að því að minnka losun þess. „Þótt áhrif teknesíum-99 á umhverfíð séu mjög lítilvæg er það af pólitísk- um ástæðum sem við verðum að grípa til aðgerða varðandi losun efnisins,“ segir Sharpe í samtali við Morgunblaðið. ■ Teknesíum/26 Landsvirkjun auglýsir vegna fundar um hálendismál Sjónarmið Landsvirkj- unar fengu ekki inni Frekari auglýsingar ekki ákveðnar enn „LANDSVIRKJUN óskaði eftir því við fundarboðendur að fá að koma sjónarmiðum sínum um náttúruvernd að á fundinum en því var hafnað. Hugmyndin að þessari auglýsingu kviknaði í framhaldi af því,“ segir Jó- hannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar, spurður um heilsíðuauglýsingu frá Landsvirkjun í nokkrum dagblöðum í gær. Er formaðurinn þar að vísa til fundar um hálendismálin sem ýmis náttúru- verndarsamtök héldu í gær í Reykjavík. I auglýsingunni eru myndir af Hágöngulóninu, þ.e. fyrir og eftir tilurð lónsins. í texta er staðhæft að virkjun fallvatna efli þjóðarhag, sagt að tilfmningar skipti líka máli en mikilvægt sé að beita þeim rétt. Spurt er hvort telja megi eðlilegra að taka fremur ákvarðanir um virkjun fallvatna á grundvelli til- fmninga en raka. Jóhannes Geir segir ekki afráðið hvort haldið verður áfram með aug- lýsingar sem þessar, þetta sé til- raun sem ákveðið hafi verið að gera af áðumefndu tilefni. „Landsvirkj- un mun kannski á næstunni breyta aðeins um stíl, hún gegnir sam- kvæmt lögunum veigamiklu hlut- verki í orkuöflun og þarf að kynna sjónarmið sín,“ sagði formaðurinn. Hann segir líka það sjónarmið hafa verið uppi innan Landsvirkjunar að vegna stöðugrar gagnrýni á íyrir- tækið sé nauðsynlegt að svara og það hafi fleiri en einn stjórnarmaður tekið upp. Hann sagði enga frekari áætlun tilbúna umfram þessa tilraun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.