Morgunblaðið - 29.11.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.11.1998, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR s „Saga Islensku óperunnar er saga um ótrúlegan metnað og bjartsýni. Hér hafa átt sér stað hlutir sem ekki eiga að geta gerst. Islenskt sönglíf hefur tekið stakkaskiptum og ég held að engum blandist hugur um að ópera hafí fest sig í sessi hér á landi. Markmiðinu er náð,“ segír Garðar Cortes í samtali við Orra Pál Ormarsson. Vatnaskil verða í nítján ára sögu Islensku óper- unnar - og óperusögu þjóðarinnar - á morgun þegar hann skilar af sér starfi óperustjóra, sem hann hefur gegnt frá upphafí. / I! 'SLENDINGAR ei*u söngelsk þjóð. Það kemur sér vel því . sönglist er alheimsmál sem ekki þarf að þýða. Þar sem hún er talar hver sál við aðra, eins og þýski heimspekingurinn Ludwig Feuerbach komst að orði. Ekki er betur vitað en þjóðin hafí sungið sig í gegnum aldirnar, í harðindum sem hamingju, og fátt bendir til þess að breyting verði þar á. Ekki að undra að hér séu samin falleg- ustu sönglög í heimi, eða svo hafa menn sagt, og æ fleiri Islendingar geri þetta „alheimsmál“ að lifí- brauði sínu - margir hverjir með frábærum ár- angri, hér heima jafnt sem erlendis. Það skýtur því óneitan- lega skökku við að söng- menntun þjóðarinnar hafí lengst af setið á hakanum - hér hafí hver sungið með sínu nefí. Ætluðu ís- lensk ungmenni sér að feta braut söngsins urðu þau að gjöra svo vel að pakka föggum sínum í slq'óðu og sigla suður á bóginn - á vit ævintýra í Evrópu, þar sem ekki er hörgull á neinu, allra síst söngkennurum. Þetta lá einmitt f'yiir ungum manni, Garðai’i Cortes að nafni, haustið 1963. Hann hlýddi kalli sönggyðjunn- ar og sveif til suðurs, fyrst til Englands, þá Austurríkis og loks Ítalíu. „Á þessum árum var hér algjör auðn í sambandi við allt sem laut að söng- menntun. íslendingar áttu reyndar ótrúlega marga góða söngvara en þeir höfðu allir sótt menntun sína til útlanda. Þegar ég ákvað að hefja söngnám gat ég því ekki undirbúið mig á neinn hátt hér heima. Eg hélt því utan.“ A erlendum söngskóla- bekkjum sat Garðar í sex ár uns hann sneri heim, reynslunni ríkari, aðeins til að komast að raun um að allt var í sama farinu - söngmenntun engin. Við svo búið gat hann ekki unað og innan tíðar var Söngskólinn í Reykjavík settur á laggimar. Garðar hafði brugðist við þörf- inni. Tók skólinn til starfa árið 1973. „Söngskólinn var svo sannarlega tíma- SAGA UM METNAÐ uiigmig Gí Morgunblaðið/Golli GARÐAR Cortes fráfarandi óperustjóri kveðst ekki skila vondu búi en ekki heldur búi sem nýr maður geti gengið inn í og rekið án fyrirhafnar. „Islenska óperan er fyrirtæki sem ætlast er til að hrist verði upp í. Það verður verk nýrra manna.“ bært fyrirtæki - hann fylltist á fyrsta degi. Hundrað manns, karlar og konur, skráðu sig til náms og sú tala hefur haldist æ síðan, jafnvel farið upp í 180, með kvöldstarfi og unglingadeildum." arðar segir sláandi, þó hann hafi ekki áttað sig á því í upphafi, hve hár meðalaldur nemenda var. „Þetta voru ekki ung- lingar, 14-17 ára, eins og stærsti hópurinn sem innritast hjá okkur í dag, heldur yfirleitt fólk á þrítugs- aldri og upp úr. Markmiðið var þó að ná aldrinum niður og það tókst jafnt og þétt. Nú fær eng- inn inngöngu í Söngskól- ann nema hann sé undir þrjátíu ára aldri - nema í algjörum undantekning- artilvikum." Söngskólinn óx og dafnaði og varð áður en áratugurinn var úti frymið að stofnun nýs fyr- irtækis á söngsviðinu - Islensku óperunnar. „Sjálfur miða ég alltaf stofnun Islensku óper- unnar við fyrstu sýning- una, II Pagliacci, Trúðinn eftir Leoncavallo, í Há- skólabíói í mars 1979. Við sýndum eftir miðnótt og fylltum salinn fímm sinn- um. Þetta var ógleyman- legt,“ segir Garðar sem var aðalhvatamaðurinn að stofnun Óperunnar. Tók hann við starfi óperu- stjóra. sögn Garðars er stofnun Óperunnar oftar miðuð við árið 1980, þegar forseti íslands staðfesti reglu- gerð um fyrirtækið. ís- lenska óperan verður því tvítug árið 2000. Þuríður Pálsdóttir leik- stýrði II Pagliacci í Há- skólabíói. Einsöngvarar vora Magnús Jónsson, Ólöf Kolbrún Harðardótt- ir, Elín Sigurvinsdóttir, Halldór Vilhelmsson, Friðbjörn G. Jónsson og Hákon Oddgeirsson. Undir lék Sinfóníuhljóm- sveitin í Reykjavík, áhugamannahlj ómsveit sem Garðar hafði komið á fót fjóram áram áður, auk þess sem Kór Söngskól- ans í Reykjavík, sem síðar varð Kór Islensku óper- unnar, tók þátt í sýning- unni. II Pagliacci varð þess valdandi að Islensku óp- syuia. AL 1 JLþó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.