Morgunblaðið - 29.11.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.11.1998, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 22/11 - 28/11 ►ÞÓRÐUR Friðjónsson, ráðuneytisstjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu, telur að raforkubúskapur hér á landi verði orðinn markaðsvæddur innan 5-10 ára og að skilið verði milli vinnslu, flutnings, dreifingar og sölu. Hann telur jafnframt að útlendingar eigi að taka þátt í áhættu við raforkuvinnslu fyrir stóriðju. Þetta kom fram á ráðstefnu um framtíðarskipan orkumála sem haldin var í vikunni. ►GUÐMUNDUR Bjarnason landbúnaðarráðherra hefur falið stjórn Lánasjóðs Iandbúnaðarins að kanna hvort sjóðurinn geti verið annars staðar en í Reykjavík. Hefur ráðherra óskað eftir að niðurstaða liggi fyrir ekki síðar en í lok janúar. ►HEILBRIGÐIS- og trygginganefnd Alþingis hefur lokið umijöllun um gagnagrunnsfrumvarp ríkisstjómarinnar og Ieggur meðal annars til að ráðherra setji reglugerð um þverfaglega siðanefnd sem hafi eftirlit með að siðferði vísindarannsókna sé virt við notkun á gagnagrunninu m. ►MET var sett í viðskiptum með hlutabréf á _ Verðbréfaþingi íslands á föstudaginn. Námu við- skiptin 368 milljónum króna en fyrra metið var 348 milljónir króna. Jafnframt hafa aldrei áður verið jafnmikil viðskipti með eitt félag á sama degi eins og með bréf FBA í gær, en þau námu 333,7 milljónum. Framleiðslustarfsemi Vífílfells seld EIGENDUR 'Vífílfells efh. hafa undir- ritað viljayfirlýsingu um sölu á öllum hlutabréfum í félaginu til Coca-Gola Nordic Beverages A/S (CCNB) í Dan- mörku, sem er í eigu Carlsberg A/S og Coca-Cola Company í Bandaríkjunum. Velta Vífílfells á síðasta ári, að því er fram kemur í tímaritinu Frjálsri versl- un, var 2.134 milljónir króna. Aukinn hagnaður hjá Flugleiðum HAGNAÐUR af reglulegri starfsemi Flugleiða og dótturfélaga eftir skatta nam 349 milljónum króna fyrstu níu mánuði ársins en var á sama tíma í fyrra 127 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að hagnaður verði af heildarstarf- semi Flugleiða á árinu vegna sölu- hagnaðar af Boeing 737-400 flugvél sem afhent verður nýjum eigendum í desem- ber. Halli sveitarfélaga 3,5 milljarðar HALLi af rekstri sveitarfélaga nam 3,5 milljörðum króna á síðasta ári og var af- koma þeirra verri á árinu en á árunum tveimur þar á undan. Lánsfjárþörf sveitarfélaganna jókst á árinu og var 7 milljarðar króna samanborið við 5 millj- arða árið á undan. Geir H. Haarde fjár- málaráðherra vill að tekið verði upp formlega samstarf sveitarfélaga og ríkis um efnahagsmál. Pinochet ekki friðhelgur DÓMARAR lávarðadeildar brezka þingsins, sem er æðsti áfrýjunardóm- stóll Bretlands, úrskurðuðu á miðviku- dag að Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra Chile, sem handtekinn var í London 16. október sl. vegna fram- salsbeiðni Spánveija, nyti ekki friðhelgi írá saksókn. Þar með var fyrri dómi undiiTéttar hnekkt. Úrskurðurinn byggðist á því að ákvæði brezkra laga um friðhelgi þjóðhöfðingja, sem undir- réttur dæmdi eftir, væru ekki einu lagaákvæðin sem taka þyrfti með í reikninginn, heldur giltu í þessu sam- hengi einnig alþjóðalög um glæpi gegn mannkyni og hryðjuverk. Framhaldið er nú í höndum innanríkisráðherra Bretlands, sem þarf að ákveða hvort leyfa skuli að brezkir dómstólar taki sjálfa framsalskröfuna fyrir, en spænski rannsóknardómarinn Baltasar Garzon, upphafsmaður framsalsbeiðn- arinnar, vinnur nú að formlegri ákæru á hendur Pinochet fyrir meinta glæpi sem hann drýgði á valdatíma sínum. Úrskurðinum var fagnað víða um heim en Chilestjórn berst fyrir því að Pin- ochet verði sleppt. • • Ocalan-deilan óleyst TYRKNESK stjórnvöld drógu á miðvikudag úr kröfum sínum um skil- yrðislaust framsal Kúrdaleiðtogans Abduliahs Öcalans og kváðust reiðu- búin að sætta sig við að réttað yrði í máli hans, t.d. á Italíu eða í Þýzkalandi, og samkvæmt alþjóðalögum um hryðju- verk. Það flækir málið að ríkisstjórn Mesut Yilmaz féll í vikunni og óljóst um myndun nýrrar stjómar. Italski utan- ríkisráðherrann Lamberto Dini, sagði á fímmtudag að Öcalan ætti ekki að fá hæli á Ítalíu; þar sem Þjóðverjar hefðu gefíð út handtökuskipun á hendur hon- um væri eðlilegt að hann yrði leiddur fyrir rétt þar í landi. Þýzk stjórnvöld staðfestu á föstudag að þau myndu ekki fara fram á framsal hans, og í kjölfar þess sagði vamarmálaráðherra Italíu að til greina kæmi að vísa Öcalan úr landi. ► ÞÚSUNDIR manna, þeirra á meðal þrír fyrrverandi for- sætisráðherrar Rússlands, kvöddu á þriðjudag þing- manninn Galínu Starovojtovu hinztu kveðju í Sankti Pét- ursborg. Hún var myrt við heimili sitt. um sfðustu helgi. Þingmenn og ráðherrar hétu því að dauði hennar myndi ekki draga úr baráttu þeirra fyrir lýðræðisumbótum. ► NORSKU stjórninni var í vikunni bjargað fyrir horn með því að hægrimenn á norska þinginu, í Hægri- flokknum og Framfara- flokknum, féllust á að styðja fjárlagafrumvarp minni- hlutastjórnar miðflokkanna, gegn því að kröfur hægri- manna um breytingar á frumvarpinu yrðu teknar til greina. ► LANDBÚNAÐARRÁÐ- HERRAR Evrópusambands- ins ákváðu á mánudag að banni við útflutningi nauta- kjötsafurða frá Bretlandi, sem staðið hefur frá því í marz 1996, skyldi aflétt með skilyrðum. Var ákvörðuninni fagnað í Brctlandi en mót- mælt m.a. í Þýzkalandi. ► TONY Blair varð á fímmtudag fyrstur forsætis- ráðherra Bretlands til að ávarpa írska þingið. Sagðist hann sannfærður um að hægt yrði að yfírstíga þær hindr- anir sem enn væru í vegi var- aniegs friðar á N-írlandi. ► DOW Jones-verðbréfa- vísitalan á Wall Street hefur aldrei verið hærri en nú í vikunni. Mikil hækkun varð á henni í byrjun vikunnar, en meginorsök hennar var rakin til samruna stórfyrirtækja. Við lokun kauphallarvið- skipta á mánudag var vísital- an í 9.374 stigum, en hæst var hún áður 9.338 stig 17. júlf sl. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir Ljósmyndir af hálendi Islands á sýningu LJÓSMYNDASÝNING Ragnars Axelssonar, ljósmyndara Morg- unblaðsins, stendur nú yfír í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Sýningin var opnuð í flugteríu flugstöðvar Egilsstaða 16. nóvember og flutt í ME í gær, en fyrirhugað er að hafa sýninguna þar uppi í viku. A sýningunni eru sextán ljós- myndir af hálendi Islands, m.a. af Hafrahvammagljúfrum, Eyja- bökkum og Dettifossi, sem allar eiga það sammerkt að verða fyr- ir röskun ef til fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda kemur. Þá er skýringartexti við hveija ljós- mynd, sem gegnir frekara upp- lýsingahlutverki. Ljósmyndirnar tók Ragnar á ferð sinni um landið í sumar fyrir Morgunblaðið, en þær birtust í blaðinu í liaust í greinaflokknum Landið og orkan. Tvær bílveltur en engin slys TVEIR bflar ultu á Suður- landi á föstudag, annar þegar hvellsprakk á framhjóli og hinn fauk útaf. Ekki urðu slys á mönnum. I öðru tilvikinu var um jeppa að ræða sem staddur var á Þingskálavegi skammt frá Heklu. Mjög hvasst var á þessum slóðum fyrir hádegi og fauk jeppinn útaf og valt. Annar bfll valt á Suðurlands- vegi skammt frá Hvolsvelli. Stefnuskrá Frjálslynda flokksins í sjávarútvegsmálum • • Ollum verði heimilt að bjóða í veiðiréttinn FRJÁLSLYNDI FLOKKURINN vill markaðsvæða úthlutun veiði- heimilda að fullu á þann hátt að öll- um landsmönnum verði frjálst að bjóða í veiðirétt. Flokkurinn vill gera ráðstafanir sem tryggja að öll- um afla verði landað. Flokkurinn vill að tvö ár verði tekin í að undir- búa breytinguna og að veiðar verði sem frjálsastar á þeim tímum. Ekki verði þó heimilt að veiða meira en 400 þúsund tonn af slægðum þorski á ári á aðlögunartímanum. Jón Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri, hefur átt mest- an þátt í að móta stefnu Frjálslynda flokksins í sjávarútvegsmálum. Markmið flokksins er að viður- kenndur verði jafn frumburðarrétt- ur allra þegna til fiskveiða. Lögð er áhersla á að hámarka afrakstur af auðlindunum í hafínu í þágu allrar þjóðarinnar. Jafnframt er lögð áhersla á markvissa þekkingarleit með rannsóknum á haíinu, lífríki þess, stofnvistfræði tegunda og áhrifum umhverfisþátta. Markmiðið er sömuleiðis að allt sjávarfang, sem veitt er á skip, verði flutt í land. Verðlitlum afla skipt milli rannsókna, útgerðar og áhafnar „Til þess að fullnægja kröfum of- angreindra markmiða til úthlutunar heimilda til veiða í íslensku físk- veiðilögsögunni, og í leiðinni fullnægja kröfum um viðunandi jafnrétti og réttlæti í aðgengi þegn- anna að auðlindunum í hafínu, - „sameign þjóðarinnar“, virðist sú leið vera nærtækust að markaðsvæða úthlutunina til fulls. Þetta yrði að gera með þeim hætti, að öllum þegnunum væri jafnfrjálst að bjóða í veiðirétt til leigu, magn og verð, sem hver treystir sér að greiða, á opinberum uppboðum, sem nánari reglur yrðu settar um. Til þess að tryggja, að allur afli skipa sé fluttur til lands, - sjá um að það verði hagur útgerðar og sjó- manna, en ekki til vandræða og tjóns, eins og nú er, verði verðlitlum afla eftir nánari reglum landað utan veiðiréttar gegn sérstökum hluta- skiptum andvirðisins, t.d. að helm- ingur þess renni til rannsókna, en hinn helmingurinn skiptist að jöfnu milli útgerðar og áhafnar," segir í stefnuskrá Frjálslynda flokksins. í stefnuski’ánni segir að leig- uréttur, sem hefur verið seldur með framangreindum hætti og greiddur, þurfi að geta gengið kaupum og söl- um á eftirmarkaði. Með því sé ein- stökum útgerðum gert kleift að laga keyptan veiðirétt að ófyrirséðum afla. Tekið er fram að með þessu sé ekki verið að opna nýjar leiðir til brasks með veiðirétt. Með þessum hætti myndi falla til árleg leiga af auðlindinni til þjóðarinnar, -leiga sem ákveðin væri með markaðsað- ferðum í opinni samkeppni, án for- gjafar til nokkurs aðila. „Frjálsar" veiðar í tvö ár „Þau tvö ár, sem ætla mætti að tæki að undirbúa og vélvæða fram- kvæmd útboða og skráningar- og eftirlitskerfi í samræmi við framan- greint framtíðarskipulag, yrðu veið- ar við landið gerðar eins frjálsar og frekast þætti kostur án þess að of- bjóða fiskstofnum að marki. Veiðar bátaflotans með handfæri og línu væru alls staðar heimilar allan tí- mann. Veiðar bátaflotans með net- um og dragnót, yrðu sömuleiðis frjálsar á grunnslóð, á þeim svæð- um, sem ekki væru sérstaklega lokuð af fiskverndarástæðum. Að- ferðum við innfjarðaveiði á rækju og skel yrði ekki breytt á aðlögun- artímabilinu. Togskipum af öllum stærðum, sem gerð eru út undir íslenskum fánum og eru í íslenskri eigu við setningu laga um þetta efni, skal vera frjáls veiði innan íslensku fisk- tjj veiðilögsögunnar, en utan 30 sjómílna frá grunnlínum. Einu frávikin frá þessum mörkum, sem kann að vera sanngjarnt að leyfa, eru vasar innan 30 mílna, þar sem er hefðbundin ýsu- og ufsaslóð tog- ara.“ í stefnuski-ánni er lagt til að á þessu tveggja ára aðlögunartímabili verði ákveðið að heildarafli þorsks í g fiskveiðilögsögunni megi ekki fara yfir 400 þúsund tonn af slægðum Jjj afla á ári, að lágverðsafla meðtöld- H um. Þegar þeim afla er náð er lagt til að togveiðar, dragnóta- og neta- veiðar verði óðara stöðvaðar með viku íyrirvara til loka fiskveiðiárs- ins. Veiðar með handfærum og línu, með að hámarki 4 bjóð á mann í áhöfn, verði áfram heimilar. I stefnuskránni segir að búast megi við að agnúar komi upp þegar p j: gerðar eru svo róttækar kerfis- breytingar á sjávarútvegsstefnunni. || Þess vegna er lagt til að sjávarút- O vegsráðuneytið skipi nefnd, skipuð- um óháðum aðilum sem hafi frum- kvæðisskyldu um eftirlit með þróun og framkvæmd fiskveiðistjórnarinn- ar. í greinargerð með tillögunum segir að tillögur Frjálslynda flokks- ins feli í sér afdráttarlausa andstöðu við auðlindaskatt af því tagi sem jgj verið hafí uppi í opinberri umræðu. „Slík gjaldtaka væri til þess eins fallin, ef ekki ætluð, að festa úthlut- ii un kvótans til útvalinna í sessi.“ i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.