Morgunblaðið - 29.11.1998, Síða 28
28 SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FULLVELDINU fagnað fyrir framan Stjórnarráðshúsið 1. desember 1918.
Þegar stefna Jóns
Sigurðssonar sigraði
/ x
Attatíu ár eru liðin frá því að Island varð
frjálst og fullvalda ríki hinn 1. desember
nk. Jón Þ. Þór rekur hér aðdragandann að
þessum merka atburði Islandssögunnar,
sem hin síðari ár hefur fallið nokkuð í
skuggann af lýðveldisstofnuninni 1944,
Lýðveldisstofnunin var þó fyrst og fremst
rökrétt framhald af sambandslagasamn-
ingnum og eru fyrir því gild rök að hinn
-----------------7-----------
1. desember 1918 hafí Islendingar unnið
stærsta pólitíska sigur sögu sinnar.
Hinn 1. desember næst-
komandi eru áttatíu ár
liðin frá því ísland varð
frjálst og fullvalda ríki.
Þá var náð því marki, sem forystu-
menn í sjálfstæðisbaráttunni höfðu
stefnt að allt frá dögum Jóns Sig-
urðssonar.
Ekki verður skorið úr um
hvenær sjálfstæðisbarátta Islend-
inga hófst, en löngum hefur verið
miðað við það er Baldvin Einars-
son hóf útgáfu Armanns á alþingi
árið 1829. Víst má þó rekja þræð-
ina enn lengra aftur, jafnvel allt til
síðari hluta 18. aldar. Á 4. og 5.
áratug 19. aldar urðu og ýmsir
merkir atburðir í pólitískri sögu Is-
lendinga og má þar nefna Tilskip-
un Danakonungs frá 28. maí 1831
um stofnun ráðgefandi stéttaþinga
í Danaveldi, stofnun ráðgjafasam-
komu embættismanna í Reykjavík
árið 1838 og loks endurreisn al-
þingis árið 1845. Alla þessa atburði
mætti með nokkrum rökum telja til
upphafsviðburða í sjálfstæðisbar-
áttu Islendinga, og víst skiptu þeir
allir máli. Það var hins vegar ekki
fyrr en árið 1848, þremur árum eft-
ir að endurreist alþingi kom fyrst
saman, að fram vora sett í riti þau
meginmarkmið, sem upp frá því
urðu leiðarljós Islendinga í barátt-
unni fyrir sjálfstæði landsins.
Árið 1848 var ár mikilla viðburða
í danskri sögu. Kristján konungur
VIII. lést að kvöldi 19. janúar og
kom þá til valda sonur hans, Frið-
rik VII. Hinn 28. janúar birti hann
auglýsingu, þar sem hann boðaði
stofnun löggjafarþinga í ríki sínu
og um vorjafndægur afsalaði hann
sér einveldi, tók sér nýja ráðgjafa
og boðaði til stjórnlagaþings. Is-
lendingar gerðu sér ljóst, að hér
voru miklir atburðir að gerast og
að nú riði á að gæta að hvora-
tveggja: að Island yrði ekki njörv-
að við Danmörku og reyrður sá
hnútur, sem erfitt gæti orðið að
leysa, og að tryggja sem best rétt-
indi Islands og Islendinga og helst
af öllu, að alþingi fengi löggjafar-
og fjárveitingarvald og að innlend
stjóm tæki við völdum í landinu.
Jón Sigurðsson fór mjög fyrir
Islendingum í þessum málum öll-
um. Á úthallandanum árið 1848
settist hann niður og ritaði Hug-
vekju til Islendinga, einhveija
gagnorðustu og djúphugsuðustu
stjórnmálaritgerð sem samin hefur
verið á íslenska tungu. I ritgerð-
inni, sem birtist í Nýjum Félagsrit-
um, ræddi Jón fyrst um auglýsingu
konungs frá 28. janúar um væntan-
leg löggjafarþing og fjallaði síðan
um réttarstöðu Islands innan
norska og síðan dansk-norska rík-
isins í aldanna rás. Því næst vék
hann að stöðu Islands í danska rík-
inu er konungur hefði afsalað sér
einveldi. Hann benti á, að íslend-
ingar hefðu viðurkennt veldi hinna
einvöldu konunga, en hvorki Dana,
Þjóðverja né nokkurrar annarrar
þjóðar. Með afnámi einveldisins
væri Gamli sáttmáli í raun kominn
aftur í gildi, en samkvæmt honum
ættu íslendingar að eiga við kon-
ung einan um öll sín mál, en ekki
við ríkisstjóm Danmerkur eða
væntanlegt löggjafarþing Dana.
Vildi konungur í raun og sannleika
efla framfarir á Islandi og bæta
Stjórnarháttu og hag þjóðarinnar,
yrði hann að veita Islendingum
a.m.k. sömu réttindi og þeir hefðu
haft samkvæmt Gamla sáttmála.
Síðan sagði orðrétt:
„Það er því nauðsyn, að auka
réttindi alþíngis, á sama hátt og í
Danmörku verður gjört, og setja
landstjómarráð á Islandi, sem
standi fyrir stjóm þar á aðra hlið-
ina, en á hinn bógin leiti um öll
stórmæli úrskurðar konúngs. Til
að standa fyrir slíkum málum hér
þarf íslenzkan mann, sem hafi
skrifstofu undir sér, og gegnum
hana ætti öll íslenzk mál að gánga
til konúngs eða annara. Ef menn
vildi haga þessu svo, að í stjómar-
ráðinu væri ávallt fjórir: einn land-
stjóri eða jarl og þrír meðstjóm-
endur, en einn af þessum þremur
væri til skiptis í Kaupmannahöfn,
sem forstöðumaður hinnar íslenzku
skrifstofu, sýnist sem það mætti
allvel fara. Stjómarráðherramir
og jarlinn ætti þá að bera fram fyr-
ir alþíng erindi af konúngs hendi,
og taka við þjóðlegum erindum
þíngsins aptur á móti. Þeir ætti og
að geta gefíð allar þær skýrslur,
sem þíngið hefði rétt á að heimta af
stjórnarinnar hendi, og yfirhöfuð
að tala hafa ábyrgð stjómarinnar á
hendi fyrir þjóðina.
En - er ekki þetta að vilja rífa sig
öldúngis frá Danmörku? - engan-
veginn, heldur er þetta miklu fram-
ar til þess að gjöra sambandið við
Danmörku það fastast sem það
getur orðið, þegar það er byggt á
jöfnum réttindum hvorutveggja."
Þessi orð Jóns Sigurðssonar
urðu eins konar stefnuskrá Islend-
inga í sjálfstæðisbaráttunni næstu
sjö áratugina. Með þeim var mörk-
uð sú stefna, að Islendingar og
Danir skyldu hafa sameiginlegan
konung og konungserfðir, en önnur
mál skyldu ekki vera sameiginleg,
nema þau, sem sérstaklega yrði um
samið. Sú varð einnig niðurstaða
meirihluta nefndar, sem kosin var
á þjóðfundinum 1851, og Jón var í
forsvari fyrir.
Þjóðfundinum var ætlað að
verða stjórnlagaþing íslendinga og
bundu margir vonir við að hann
myndi skila miklum árangri, jafn-
vel sérstakri stjórnarskrá og inn-
lendri stjóm í einhverri mynd. Þær
vonir brugðust með öllu. Fundur-
inn var leystur upp án þess að nið-
urstaða fengist og ekki fékkst
skorið úr um hver væri staða Is-
lands innan danska ríkisins. Á
þann hnút reyndu Danir að höggva
tveimur áratugum síðar, 1871. Þá
settu þeir Stöðulögin svpnefndu, en
þar sagði í 1. grein að Island væri
„óaðskiljanlegur hluti Danaveldis
með sérstökum landsréttindum“.
Með þessu hugðust danskir
ráðamenn skera úr um stöðu ís-
lands innan ríkisheildarinnar en
lagasetningin var eitur í beinum Is-
lendinga. Lögin gengu þvert gegn
óskum þeirra um aukna sjálfstjóm
og viðurkenningu á fomum rétt-
indum landsins og mörgum sveið
að lögin vora valdboðin og sam-
þykkt af danska þinginu. Það eitt
gekk þvert á kröfur og kenningar
Jóns Sigurðssonar um að danska
þingið hefði ekki lögsögu í íslensk-
um málum, íslendingar ættu að
eiga við konung einan um öll sín
mál.
Kristján konungur IX. færði Is-
lendingum stjórnarskrá á þúsund
ára afmæli íslandsbyggðar árið
1874. Samkvæmt henni skyldi al-
þingi hafa löggjafarvald í íslenskum
málum og fjárveitingarvald. íslend-
ingar töldu hins vegar ekki nóg að
gert og hófu á ný baráttuna fyrir
innlendri stjóm. Sú barátta varð
hörð og löng, en allar tillögur, sem
þeir bára fram og samþykktu á
tímabilinu fram til 1904, hvort sem
þær nefndust „bendiska“, „endui--
skoðun“, „rniðlun", „valtýska" eða
eitthvað enn annað, voru sem end-
urtekning eða tilbrigði við tillögur
Jóns Sigurðssonar í Hugvekju til
Islendinga árið 1848.
Á þessum áram stóðu oft harðar
deilur á milli Islendinga og Dana
og á milli Islendinga innbyrðis, síð-
ustu árin m.a. um það hvar ráð-
hema Islands ætti að vera búsett-
ur. Baráttan bar loks sýnilegan ár-
angur í upphafi nýrrar aldar. Hinn
10. janúar 1902 tilkynnti Kristján
konungur IX., að hann félhst á ósk-
ir Islendinga um að skipa sérstak-
an ráðherra til að fara með íslensk
málefni en Islendingar yi'ðu sjálfir
að skera úr um hvort hann hefði
aðsetur í Reykjavík eða Kaup-
mannahöfn. Árið 1903 samþykkti
alþingi lög um heimastjórn og þar
með að ráðherrann skyldi vera bú-
settur í Reykjavík.
II.
Islendingar fengu heimastjóm
og Hannes Hafstein varð fyrsti
ráðherra Islands með búsetu í
Reykjavík 1. febrúar árið 1904. Þar
með var mikilsverðum áfanga náð.
Framkvæmdavaldið fluttist inn í
landið og ráðherrann bar ábyrgð
fyrir alþingi, sem gat vikið honum
úr embætti með því að lýsa yfir
vantrausti á hann. Við fyrstu sýn
gat svo virst sem stefna Jóns Sig-
urðssonar hefði sigrað árið 1904,
en hér var þó ekki allt sem sýndist.
Margir vora sáróánægðir með
heimastjómarlögin, þótt þeir við-
urkenndu að vísu að þau væru
framför frá fyrri háttum, er ráð-
herra Islandsmála var jafnframt
ráðherra í dönsku ríkisstjóminni,
sat í Danmörku og bar ábyrgð fyrir
danska þinginu, en ekki alþingi.
Að dómi andstæðinga heima-
stjómarlaganna var sá hængur á
þeim, að þau höfðu að geyma
ákvæði um að ráðherra Islands
skyldi fara svo oft sem þurfa þætti
til Danmerkur og bera þar upp fyr-
ir konungi, í ríkisráði, lagafram-
vörp, er alþingi hafði samþykkt.
Þetta töldu andstæðingar heima-
stjómarlaganna að skerti mjög
sjálfstæði íslenskra stjórnvalda. I
ríkisráði sátu konungur, krón-
prinsinn og ráðherrar í dönsku rík-
isstjórninni. Andstæðingar „ríkis-
ráðsfleygsins“, eins og þetta
ákvæði var oft nefnt, héldu því
fram, að með því að mæta í ríkis-
ráðinu með framvörp frá alþingi
viðurkenndi ráðherra Islands, að
hann væri í raun ráðherra í dönsku
ríkisstjórninni. Auk þess gætu
danskir ráðherrar haft áhrif á af-
stöðu konungs til íslenskra laga-
framvarpa. Afgi'eiðsla þeirra kæmi
dönskum stjómvöldum og danska
þinginu hins vegar ekkert við. Það
varð svo til að bæta gi'áu ofan á
svart, að þegar Hannes Hafstein
var skipaður fyrsti ráðherra Is-
lands árið 1904, skrifaði forsætis-
ráðherra Danmerkur undir skipun-
arbréfið ásamt konungi. Það töldu
andstæðingar heimastjórnarlag-
anna dönsk afskipti af íslenskum
málum og sumir óttuðust að at-
höfnin væri merki um það, sem
koma skyldi, að Danir ætluðu sér
ekki að sleppa tökunum.
Harðvítugar deilur um stjórnar-
skrárfrumvarpið frá 1903 (heima-
stjórnarlögin) hófust þannig um
leið og það var samþykkt - og
reyndar fyrr. Andstæðingarnir
vora háværir í gagnrýni sinni en
kjarni málsins var sá, að þótt lögin
um heimastjóm veittu Islending-
um aukið sjálfstæði og sjálfstjóm í
innanlandsmálum, láðist að leysa
um leið deiluna um ríldsréttarleg
tengsl íslands og Danmerkur. Þar
vora Stöðulögin frá 1871 enn í fullu
gildi og þau höfðu Islendingar
aldrei samþykkt. Þar stóð hnífur-
inn í kúnni og smám saman varð
ljóst, að hann yrði að draga úr sár-
inu, þótt það kynni að reynast sárs-
aukafullt.
Nokkur skriður komst á þessi
mál á fyrri hluta ársins 1906. Krist-
ján konungur IX. lést í janúar það
ár og kom þá til valda sonur hans,
Friðrik VIII. Hann hafði lengi haft
meiri áhuga á íslandi og íslenskum
málefnum en flestir aðrir ráða-
menn í Danmörku og vildi gera
hvað hann gæti til að koma sam-
bandi landanna í það horf að báðar
þjóðir teldu sig geta bærilega við
unað. í því skyni beitti konungur
sér fyrir því að alþingismönnum
var boðið til Danmerkur sumarið
1906 og dvöldust þeir þar í boði
konungs og ríkisþingsins.