Morgunblaðið - 29.11.1998, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 29.11.1998, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1998 55 FÓLK í FRÉTTUM SANDRA Bonnaire í Tímaþjófinum, sem byggð er á sögu Steinunnar Sigurðardóttur. CHRIS Rock og Jackie Chan í „Rush Hour“, sem sýnd verður í þremur kvikmyndahúsum í Reykjavík. ráða hann í slík hlutverk en hann er svo heillandi persónuleiki og hlýleg- ur að áhorfandinn trúir því að hann fari á heimsenda að leita ástarinnar sinnar." Tímaþjófur og prins Tímaþjófurinn eftir Steinunni Sigurðardóttur mun eflaust vekja athygli bíógesta um jólin. Hún heit- ir „Voleur de vie“ á frönsku en „Sto- len Life“ upp á ensku og er með tveimur af fremstu leikkonum Prakka í aðalhlutverkum, Emmanu- elle Béart og Sandrine Bonnaire. Leikstjóri er Yves Angelo. Myndin verður frumsýnd 11. desember og munu leikkonan Béart og leikstjór- inn Angelo vera viðstödd frumsýn- inguna. Síðast sáum við Béart á móti Tom Cruise í „Mission: Impossible“ og þar áður í myndinni Kalið hjarta. Bonnaire var í spennu- mynd Claude Chabrol, sem á ensku hét „A Judgement in Stone“ og Há- skólabíó sýndi fyrir nokkru. Bonnaire lýsir persónu sinni í Tíma- þjófinum á þessa leið: „Hún er mjög skynsöm kona en leggur þó líf sitt í rúst gegn vilja sínum vegna þess að hún er sjúk og sjúk- dómurinn leiðir til dauða.“ Eitt af megin- verkefnum Dr- eamWorks fyrirtæk- isins í eigu Steven Spielbergs o.fl. er að gera teiknimyndir sem jafnast á við það besta sem Disney- fyrirtækið sendir frá sér á hverju ári og heitir fyrsta teikni- mynd fyrirtækisins Prinsinn af Egypta- landi eða „The Pr- ince of Egypt“ en hún verður ein af jólamyndum Há- skólabíós. Hún verð- ur sýnd með ís- lensku tali. Myndin segir söguna af Móses og hvemig hann leiddi þjóð sína út úr Egypta- landi. Vandmeðfarið efni nú, þegar í tísku er að mótmæla innihaldi bíó- mynda en höfúð teiknimyndadeildar DreamWorks, Jeffrey Katzenberg, gætti þess vandlega að myndin móðgaði engan. Eitt vandamálið sem vafðist fyrir höfundum myndarinnar var að búa guð til; málamiðlunin var sú að láta Val Kilmer tala fyrir hann í bandarísku talsetningunni. Það tek- ur Móses fjórar mínútur að leiða þjóð sína í gegnum Rauðahafið í myndinni en teiknararnir voru leng- ur að því, alls fóru 318.000 vinnu- stundir í þetta flóknasta atriði mynd- arinnar. Disneyteiknimyndin þetta árið er „Mulan“ en sýningar á henni eru þegar hafnar í Sambíóunum. Hún byggir á kínverskri þjóðsögu og er sýnd með íslensku tali. Þá verður Samningamaðurinn eða „The Negotiator“ með Samuel L. Jackson og Kevin Spacey í jólamánuðinum í Sambíóunum og ein önnur jólamynd heitir „I’ll be Home for Christmas“ og segir frá unglingspilti sem lendir í miklum vandræðum með að koma sér heim klæddur jólasveinabúningi. Galdrafár Nokkuð hefur borið á myndum undanfarin misseri sem dufla við hið yfirnáttúrulega og er jólamynd Sambíóanna, „Practical Magic“, ein af þeim. Hún er með Söndru Bullock og Nicole Kidman en þær leika syst- ur sem eiga í karlavandræðum vegna yfirnáttúrulegra hæfileika sinna; þær eru rammgöldróttar. Myndin er byggð á skáldsögu eftir Alice Hoffman og er sögð ekki síður fjalla um ofureðlilega samkeppni og átök á milli tveggja systra en galdrafár. Þetta er fyrsta mynd Nicole eftir að hún lék fyrir Stanley Kubrick í „Eyes Wide Shut“ og hún segir að munurinn á því að vinna við þessar tvær myndir hafi verið „nokkuð yfirþyi-mandi“. Griffin Dunne er leikstjóri og hafði sér til ráðgjafar nokkra miðla og konur sem sögðust búa yfir nornahæfileik- um. Eitthvað urðu þær óánægðar með kjör sín og „ein þeirra lagði bölvun á myndina sem kom fram fyrsta tökudaginn", er haft eftir Bullock. „Við megum ekki tala um hana en hlutirnir fóru að ganga á afturfótunum og við kenndum henni um.“ Þá munu Sambíóin sýna mynd sem vakti talsverða athygli í Banda- ríkjunum um síðustu jól og heitir „The Ice Storm“ og er með m.a. Sigourney Weaver og Kevin Kline í aðalhlutverkum. Regnboginn hefur á áætlun að sýna nýjustu myndina með Matt Damon, „Rounders", um jólin og í Laugarásbíói verður einnig sýnd framhaldsmyndin „The Odd Couple II“, sem er síðbúið framhald geysilega góðrar gamanmyndar með Walter Matthau og Jack Lemmon. Svokallaðar nýársmyndir verða nokkrar. Sambíóin bjóða uppá nýj- ustu mynd Will Smith, „Enemy of the State“, en Gene Hackman leikur á móti honum undir leikstjórn Tony Scotts. Framleiðandi er Jerry Bruckheimer og Jon Voight kemur einnig fram í myndinni, sem Jerry vill líkja við njósnamyndir á borð við „Three Days of the Condor" og „The Conversation". Regnboginn mun jafnvel frumsýna nýjustu mynd Sharon Stone, „Mighty“, um ára- mótin og Háskólabíó nýju myndina um Elísabetu drottningu, þessa með skrítnu hárgreiðslurnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.