Morgunblaðið - 29.11.1998, Side 55

Morgunblaðið - 29.11.1998, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1998 55 FÓLK í FRÉTTUM SANDRA Bonnaire í Tímaþjófinum, sem byggð er á sögu Steinunnar Sigurðardóttur. CHRIS Rock og Jackie Chan í „Rush Hour“, sem sýnd verður í þremur kvikmyndahúsum í Reykjavík. ráða hann í slík hlutverk en hann er svo heillandi persónuleiki og hlýleg- ur að áhorfandinn trúir því að hann fari á heimsenda að leita ástarinnar sinnar." Tímaþjófur og prins Tímaþjófurinn eftir Steinunni Sigurðardóttur mun eflaust vekja athygli bíógesta um jólin. Hún heit- ir „Voleur de vie“ á frönsku en „Sto- len Life“ upp á ensku og er með tveimur af fremstu leikkonum Prakka í aðalhlutverkum, Emmanu- elle Béart og Sandrine Bonnaire. Leikstjóri er Yves Angelo. Myndin verður frumsýnd 11. desember og munu leikkonan Béart og leikstjór- inn Angelo vera viðstödd frumsýn- inguna. Síðast sáum við Béart á móti Tom Cruise í „Mission: Impossible“ og þar áður í myndinni Kalið hjarta. Bonnaire var í spennu- mynd Claude Chabrol, sem á ensku hét „A Judgement in Stone“ og Há- skólabíó sýndi fyrir nokkru. Bonnaire lýsir persónu sinni í Tíma- þjófinum á þessa leið: „Hún er mjög skynsöm kona en leggur þó líf sitt í rúst gegn vilja sínum vegna þess að hún er sjúk og sjúk- dómurinn leiðir til dauða.“ Eitt af megin- verkefnum Dr- eamWorks fyrirtæk- isins í eigu Steven Spielbergs o.fl. er að gera teiknimyndir sem jafnast á við það besta sem Disney- fyrirtækið sendir frá sér á hverju ári og heitir fyrsta teikni- mynd fyrirtækisins Prinsinn af Egypta- landi eða „The Pr- ince of Egypt“ en hún verður ein af jólamyndum Há- skólabíós. Hún verð- ur sýnd með ís- lensku tali. Myndin segir söguna af Móses og hvemig hann leiddi þjóð sína út úr Egypta- landi. Vandmeðfarið efni nú, þegar í tísku er að mótmæla innihaldi bíó- mynda en höfúð teiknimyndadeildar DreamWorks, Jeffrey Katzenberg, gætti þess vandlega að myndin móðgaði engan. Eitt vandamálið sem vafðist fyrir höfundum myndarinnar var að búa guð til; málamiðlunin var sú að láta Val Kilmer tala fyrir hann í bandarísku talsetningunni. Það tek- ur Móses fjórar mínútur að leiða þjóð sína í gegnum Rauðahafið í myndinni en teiknararnir voru leng- ur að því, alls fóru 318.000 vinnu- stundir í þetta flóknasta atriði mynd- arinnar. Disneyteiknimyndin þetta árið er „Mulan“ en sýningar á henni eru þegar hafnar í Sambíóunum. Hún byggir á kínverskri þjóðsögu og er sýnd með íslensku tali. Þá verður Samningamaðurinn eða „The Negotiator“ með Samuel L. Jackson og Kevin Spacey í jólamánuðinum í Sambíóunum og ein önnur jólamynd heitir „I’ll be Home for Christmas“ og segir frá unglingspilti sem lendir í miklum vandræðum með að koma sér heim klæddur jólasveinabúningi. Galdrafár Nokkuð hefur borið á myndum undanfarin misseri sem dufla við hið yfirnáttúrulega og er jólamynd Sambíóanna, „Practical Magic“, ein af þeim. Hún er með Söndru Bullock og Nicole Kidman en þær leika syst- ur sem eiga í karlavandræðum vegna yfirnáttúrulegra hæfileika sinna; þær eru rammgöldróttar. Myndin er byggð á skáldsögu eftir Alice Hoffman og er sögð ekki síður fjalla um ofureðlilega samkeppni og átök á milli tveggja systra en galdrafár. Þetta er fyrsta mynd Nicole eftir að hún lék fyrir Stanley Kubrick í „Eyes Wide Shut“ og hún segir að munurinn á því að vinna við þessar tvær myndir hafi verið „nokkuð yfirþyi-mandi“. Griffin Dunne er leikstjóri og hafði sér til ráðgjafar nokkra miðla og konur sem sögðust búa yfir nornahæfileik- um. Eitthvað urðu þær óánægðar með kjör sín og „ein þeirra lagði bölvun á myndina sem kom fram fyrsta tökudaginn", er haft eftir Bullock. „Við megum ekki tala um hana en hlutirnir fóru að ganga á afturfótunum og við kenndum henni um.“ Þá munu Sambíóin sýna mynd sem vakti talsverða athygli í Banda- ríkjunum um síðustu jól og heitir „The Ice Storm“ og er með m.a. Sigourney Weaver og Kevin Kline í aðalhlutverkum. Regnboginn hefur á áætlun að sýna nýjustu myndina með Matt Damon, „Rounders", um jólin og í Laugarásbíói verður einnig sýnd framhaldsmyndin „The Odd Couple II“, sem er síðbúið framhald geysilega góðrar gamanmyndar með Walter Matthau og Jack Lemmon. Svokallaðar nýársmyndir verða nokkrar. Sambíóin bjóða uppá nýj- ustu mynd Will Smith, „Enemy of the State“, en Gene Hackman leikur á móti honum undir leikstjórn Tony Scotts. Framleiðandi er Jerry Bruckheimer og Jon Voight kemur einnig fram í myndinni, sem Jerry vill líkja við njósnamyndir á borð við „Three Days of the Condor" og „The Conversation". Regnboginn mun jafnvel frumsýna nýjustu mynd Sharon Stone, „Mighty“, um ára- mótin og Háskólabíó nýju myndina um Elísabetu drottningu, þessa með skrítnu hárgreiðslurnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.