Morgunblaðið - 29.11.1998, Blaðsíða 48
,48 SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
*
Smáfólk
►
THI5 15 A PICTURE /1 THINK \
OFAMANWHO 1 YOU'RE
WA5 RAI5ED IN A / ON TO
MALL BV APE5.. ( ^SOMETHIN 6..y
djP r —-V -s. 6x.<!h /0-/2.
Þetta er mynd af manni sem apar Eins og hver? Það Ég breyti því í Þetta er mynd af manni sem apar ólu
ólu upp í frumskóginum ... eins hefur verið gert. verslunarmið- upp í verslunarmiðstöð ... Ég held að
og Tarzan. stöð... þú sért að plata...
>
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Landssíma-
vandræði
Frá Atla Má Jóhannssyni:
ÉG ER að skrifa þetta bréf af illri
nauðsyn, ég lenti í þeirri ömurlegu
lífsreynslu fímmtudaginn 26. nóv-
ember 1998 að þurfa að hringja í
Landssímann. Þessari lífsreynslu
vildi ég helst hafa sleppt.
Að mínu mati er GSM kerfí
Landssímans hrunið. Ég hef undan-
farnar vikur lent í því að 80% sím-
tala í gegnum þetta kerfí slitna eftir
stuttan tíma. í fyrstu hélt ég að sím-
inn minn væri bilaður og hugleiddi
að fara með hann í viðgerð. En fyrst
spurði ég fólk í kringum mig, sem
einnig er með GSM síma tengda við
kerfi Landssímans, hvort það hefði
orðið vart við að símtöl þess slitn-
uðu, og viti menn, allir sem ég hef
talað við kannast við þetta vanda-
mál, það virðist vera sama hvort
maður hringir úr venjulegum síma í
GSM síma, samtölin slitna í flestum
tilvikum. Nú veit ég ekki hvort þetta
er landlægt, en þetta hlýtur að vera
mál sem Landssíminn verður að
kanna til að geta þjónustað við-
skiptavini sína.
Af þessum orsökum hringdi ég í
Landssímann til að í'á einhverjar
skýringar á þessu, í fyrsta símtalinu
mínu var símtalið flutt áfram á ein-
hvern sem átti að vita eitthvað um
málið. Ég beið í dágóða stund þar til
ég gafst upp og hringdi aftur, þá
var símtalið flutt á einhvern annan
aðila, og enn bíð ég, í þetta skipti í 7
mínútur án þess að nokkur svari. í
þriðja sinn hringi ég og fæ þá skýr-
ingu frá skiptiborðinu að þessir aðil-
ar hafí sennilega sent símtöl sín
áfram í annan síma og þess vegna
fór símtalið mitt ekki aftur til
skiptiborðs. Þá er mér gefið sam-
band við þriðja aðila sem, ótrúlegt
en satt, svaraði símanum. Eftir að
hafa skýrt mál mitt fyrir þessum
aðila tjáir hann mér að hann sé ekki
sá sem eigi að fá svona kvartanir og
kannist hann því ekkert við málið
og að þeim orðum sögðum slitnaði
sambandið á milli okkar, og í þetta
sinn var ég ekki að nota GSM síma
heldur venjulegan síma. í fjórða
sinn hringi ég í Landssímann skipti-
borð, og tjái konunni sem svaraði að
sá maður sem hún gaf mér samband
við hefði ekkert með málið að gera
og spurði hvers vegna hún hefði
gefíð mér samband við hann. Ekki
fékk ég þau svör sem ég óskaði eftir
og fauk þá í mig og heimtaði ég þá
þjónustu sem mér ber frá fyrirtæki
sem ég versla við fyrir hundruð
þúsunda á ári, brást þá símadaman
ókvæða við og sagði að hún hefði
engan tíma til að sinna svona mál-
um, ég mætti ekki teppa skiptiborð-
ið með þessum hætti. I framhaldi af
því sagðist hún ætla að gefa mér
samband við þjónustufuiltrúa en þá
var þolinmæði mín á þrotum og
skellti ég á.
Mér er óskiljanlegt að fyrirtæki
sem á í samkeppni geti hagað sér
svona. Fyrirtækið? spyrja kannski
einhverjir, jú, sú manneskja sem
svarar skiptiborðinu fyrir fyrirtæki
er rödd fyrirtækisins út á við, þetta
vita allir sem eitthvað vita um þjón-
ustu. Þama var mér sagt að ég
mætti ekki hringja í fyrirtækið og
teppa símalínur þess, mér var sagt
að enginn væri við til að svara spum-
ingum mínum um þjónustu fyrirtæk-
isins, mér var sagt að ég væri óæski-
legur viðskiptavinur vegna þess að
ég vildi fá þá þjónustu sem ég er að
borga fyrir. Ég krefst þess að
Landssíminn tald sig saman í andlit-
inu og lagi þessi mál, og ég æski
svars við þessum GSM vandamálum,
ég verð greinilega að skrifa svona
bréf í blöðin til að ná athygli þeirra
hjá Landssímanum vegna þess að
það er svo erfítt að ná í þá í síma.
ATLI MÁR JÓHANNSSON,
Lambhaga 15a, Bessastaðahreppi.
Með skærin á lofti
Frá Þorsteini Guðjónssyni:
í SJÓNVARPSÞÆTTI dr. Þor-
valds Gylfasonar um Halldór K.
Laxness (Sjónvarpið 22.11.98) gerði
hann breytingu á texta skáldsins,
með sérstakri niðurfellingu úr því
sem lesið var. Halldór er þar að
nefna í röð nokkra þá menn sem
honum þykja merkilegastir í menn-
ingarframsókn íslendinga um þær
mundir („skýr tákn risavaxinnar
framtíðarmenningarij og eru orð
hans þannig óbreytt, eins og þau
standa í Alþýðubókinni, 1. útg.
(1929):
...ljóð Einars Benediktssonar,
grundvallarlínurnar í heimspeki
Helga Péturss, myndlist Einars
Jónssonar, hið yfirpersónulega í ör-
æfamyndum Asgríms Jónssonar,
hinar dulrænu baksýnir í raunsæis-
myndum Kjarvals, hetjuandi sá er
lýsir sér í meðferð Jóns Leifs á ís-
lenskum tónhugtökum, o.s.frv."
Dr. Þorvaldur lét hinn ágæta
leikara sinn lesa þennan texta
óbreyttan, að öðru leyti en því, að
hann felldi niður nafn eins manns,
dr. Helga Pjeturss. Það nafn virtist
ekki mega heyrast í sjónvarpi -
allra síst í slíku samhengi! Dr. Helgi
var klipptur burt - og hefðu ein-
hvemtíma þótt tíðindi! Og vissulega
eru það ný tíðindi almennt, að text-
ar sem njóta almennrar virðingar
séu þannig leiknir - af virðingar-
mönnum. Varla mundu prófessor-
arnir við þá fínu skóla, sem dr. Þor-
valdur hefur sótt erlendis vera ýkja
hrifnir af slíkum vinnubrögðum.
Ég hringdi í nokkra kunningja
mína til þess að fullvissa mig um, að
við hérna á Rauðalæk 14 hefðum
heyrt rétt, og var það staðfest. Einn
þessara kunningja minna, forn
Birkibeinn í fræðum dr. Helga,
sagði af þessu tilefni, og öðrum:
„Þeir eru eitthvað hræddir við
hann.“ - Ég veit ekki hvað þeir eru
hræddir við, en eitt er víst, að
hræddir eru þeir - með skærin á
lofti.
ÞORSTEINN GUÐJÓNSSON,
Rauðalæk 14, Reykjavík.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt tii að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.