Morgunblaðið - 02.12.1998, Side 10

Morgunblaðið - 02.12.1998, Side 10
10 MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg VIÐSKIPTAVINUR ÁTVR virðir fyrir sér það sem í boði var á rým- ingarsölu fyrirtækisins í gær, en alls er á fjói ða tug tegunda í boði. S Rýmingarsala ATVR fór rólega af stað EKKI varð áberandi mikil sala í gær á þeim áfengistegundum sem ÁTVR setti á rýmingarsölu í gær að sögn Höskuldar Jónssonar for- stjóra ÁTVR, en þó var sala mis- mikil eftir sölustöðum. Þannig voru dæmi þess að aðeins 5 flösk- ur væru eftir af tæplega hundrað á einum sölustað á meðan annars staðar var reytingur. „Salan hefur verið sæmileg en það er uppselt á fæstum stöðum og enginn liandagangur í öskj- unni,“ segir Höskuldur. Hann seg- ir ekki hægt að bera viðtökur kaupenda nú við rýmingarsölu fyrirtækisins fyrr á þessu ári, þegar birgðirnar seldust upp nær samstundis, enda hafí bæði af- sláttur og magn verið meira þá. Höskuldur segir að meðalafslátt- ur nú nemi um 15% og séu á fjórða tug tegunda í boði. Hann segir að rýmingarsalan muni halda áfram eins lengi og birgðir endast en formlega ljúki henni 7. desember næst komandi. Rúmlega 3.000 flöskur hafi verið settar á rýmingarsöluna og sé þeim fjölda dreift milli útsölu- staða ÁTVR um land allt. „Við höfurn ekki ráðist í að safna þessum víntegundum saman sérstaklega eða deila þeim jafnt á útsölustaðina, heldur er vínið selt þar sem það er niðurkomið. Magnið er því mismikið eftir verslunum," segir Höskuldur. Á rýmingarsölunni eru á fjórða tug tegunda, allt frá ávaxtalíkjör- um og léttvíni til koníaks og vodka. Verðlækkunin er mismikil eftir tegundum, mest nemur hún 490 krónum á Hennessy V.S. kon- íaki, sem lækkaði úr 3.250 krón- um í 2.760 krónum og minnst nemur hún 100 krónum, á t.d. hálfflösku af Rieskling Hugel sem fer úr 690 krónum niður í 590 krónur. * Framlag Islands til menntamála er minna en hinna Norðurlandanna Island nær ekki meðaltali OECD FRAMLAG íslands til menntamála árið 1995 nam 4,5% af landsframleiðslu, sem er mun minna en hin Norður- löndin verja til menntamála. Frá 1990-1995 jókst framlag til menntamála á Islandi um 8%. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu OECD um menntamál í aðildarlöndum sínum. Að meðaltali verja aðildar- lönd OECD 4,9% af landsfram- leiðslu til menntamála. Island hefur því ekki enn náð þessu meðaltali þrátt fvrir að hafa aukið framlag sitt til mennta- mála um 8% frá 1990 til 1995. Framlag Islands til mennta- mála er miklu minna en hinna Norðurlandanna, en þau verja 6,5-6,8% af sinni landsfram- leiðslu til menntamála. Frá 1990-1995 juku Danir framlög til menntamála um 17%, en Finnar drógu hins vegar úr framlögum til menntamála á þessu tímabili um 4%. Það land sem hefur aukið mest framlög sín til menntamála frá 1990 er Mexíkó eða um 63% og er það komið upp fyrir Island á lista yfír lönd sem mestum fjármun- um verja til menntamála. I skýrslunni kemur fram að um 16% íslensku þjóðarinnar eru á aldrinum 5-14 ára, en þetta hlutfall er með því hæsta sem gerist í Evrópu. Aðeins Ir- land og Pólland eru með hærra hlutfall Evrópuþjóða í þessum aldurshóp. Athyglisvert er að bæði þessi lönd verja hærra hlutfalli af landsframleiðslu til menntamála en Island. Skipting heildarfjárframlaga til menntamála milli skólastiga er mismunandi milli landa. Island er nálægt meðaltali OECD ríkja hvað varðar framlög til grunn- og Opinber framlög til menntunnar (verg landsframleiðsla) 0 1 2 3 4 5 6 7% framhaldsskóla sem hlutfall af landsframleiðslu en nokkuð undir meðaltali í fjárframlögum til há- skóla og þar af leiðandi einnig undir meðaltali í heildarframlög- um til allra skólastiga. Má að hluta til skýra það með því að mjög hátt hlutfall íslenskra há- skólanema sækir framhalds- nám erlendis. Löng skólaganga á íslandi Almennt má segja að mennt- unarstig Islendinga sé hátt í samanburði við önnur OECD ríki. Væntanleg skólaganga 5 ára einstaklings hér á landi var árið 1996 17,5 ár og er Island þar í 6. sæti af 33 samanburð- arlöndum. Það vekur hins veg- ar athygli að þrátt fyrir hátt menntunarstig í árum talið er Island á eftir öðrum löndum í lengd háskólagöngu og er þar í 19. sæti af 24 samanburðar- löndum. Island er með hæsta hlutfall tvítugra í framhaldsskólum af öllum samanburðarlöndunum og hefur einnig frekar hátt hlutfall þátttöku í háskóla- menntun. Islenskum háskóla- nemum virðist þó ganga frem- ur illa að ljúka háskólanámi þar sem hlutfall þeirra sem út- skrifast á venjulegum útskrift- araldri, sem miðað er við hér á landi, er fremur lágt. Mörg börn á leikskólum í skýrslunni kemur fram að 1995 voru 77% allra þriggja ára barna á íslandi í leikskólum og 83% allra fjögurra ára barna. Þetta hlutfall er með því hæsta sem gerist í Evrópu. Aðeins í Frakklandi, Hollandi og Belgíu er þetta hlutfall hærra eða yfír 97%. Kennarar á íslandi virðast vera tiltölulega ung stétt miðað við nágrannalöndin. Arið 1995 var 21,1% kennara á íslandi und- ir þrítugu sem er hæsta hlutfall Evrópuþjóða í OECD. k Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Islands Reynt verði að skuld- binda sveitarfélögin GRETAR Þorsteinsson, forseti Al- þýðusambands íslands, segir það blasa við að hækkun á útsvari í Reykjavík og annars staðar á land- inu síðan kjarasamningar voru síð- ast gerðir kalli á það að gerð verði tilraun til þess við gerð næstu kjarasamninga að skuldbinda sveitarfélögin í tengslum við samn- ingana. Slíkt hafi ekki átt sér stað við gerð síðustu kjarasamninga og þá hefðu einungis átt sér stað sam- skipti með formlegum hætti milli ríkisvaldsins og landssambanda innan ASI. „Mér þykir auðvitað líklegt mið- að við það sem bæði var að gerast hér í Reykjavík og hefur verið að gerast í öðrum sveitarfélögum, m.a. um síðustu áramót, að við munum skoða það af mikiili alvöru við gerð næstu kjarasamninga að gera tilraun tii þess að skuldbinda sveitarfélögin í tengslum við kjara- samninga eins og ríkið. Þetta er auðvitað hluti af forsendunum til þess að það sem menn telja sig vera að semja um skili sér og þær efnahagslegu forsendur standist. Hluti af því er auðvitað að það séu ekki gerðar einhveijar ófyrirséðar breytingar hjá þessum stóru ráð- andi aðilum, hvort heldur við erum að tala um ríkið eða sveitarfélög- in,“ sagði Grétar. Þarf breiða samstöðu beggja vegna börðs Ogmundur Jónasson, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, sagði að þegar gera ætti kjarasamninga sem byggjast á því að tryggja tiltekinn kaupmátt með samspili launa og skatta og ann- arra útgjalda þyrfti að vera breið samstaða meðal launafólks og hið sama ætti við um stjórnvöld og at- vinnurekendur sem stýrðu skött- um og verðlagi. „I síðustu kjarasamningum gerðist hvorugt. Ríkið lofaði kjara- bótum með skattalækkunum án samstarfs eða skuldbindinga af hálfu sveitarfélaga eða atvinnurek- enda yfírleitt, og samtök launa- fólks komu ekki sameinuð að þess- um samningum. Þess vegna fór sem fór, og menn þurfa að læra af þessari reynslu. Ef menn ætla að semja um kaupmátt en ekki mis- munandi kauphækkanir hjá félög- um og hópum þarf það að byggjast á breiðri samstöðu beggja vegna borðs,“ sagði Ögmundur. Hann sagði að hvað varðar skattahækkun Reykjavíkurborgar væri hann mikill fylgismaður fé- lagslegrar þjónustu og fyrir hana yrði að greiða. Hann hefði verið því andvígur að skera niður fé- lagslega þjónustu borgarinnar og hann teldi að slíkt hefði komið nið- ur á launafólki. Því spyrði hann hvernig skattpeningum væri varið áður en hann fordæmdi skatta- hækkanir. Sveitarfélög hafl samráð við launþegasamtök Björk Vilhelmsdóttir, formaður Bandalags háskólamanna, sagði að ríkisstjórnin hefði aldrei komið inn í samninga aðildarfélaga BHM og atvinnurekenda, en þar sem ríkis- Grétar Björk Ögmundur Þorsteinsson Vilhelmsdóttir Jónasson valdið væri fengið sem þriðji aðili inn í launasamninga væri eðlilegt að sveitarstjórnir væru einnig hafðar með í ráðum. „Það er mjög eðlilegt að sveitar- félög hagi vinnu sinni þannig við fjárhagsáætlun og ákvörðun út- svars að það sé tími til að hafa eðli- legt samráð við heildarsamtök launþega því þetta skiptir launa- fólk miklu máli. Ef þau geta ekki hagað vinnu sinni þannig má skoða hvort ekki eigi að lögbinda það að samráð skuli haft við heildarsam- tök launamanna í svona veigamikl- um málum,“ sagði Björk. Hún sagði að BHM hefði ekki séð ástæðu til að mótmæla út- svarshækkuninni í Reykjavík sér- staklega þar sem réttur sveitarfé- laga til að ákveða fjármál sín væri stjórnarskrárbundinn, auk þess sem þetta tengdist ekki þeim kjarasamningum sem BHM hefði L gert. Engu að síður kæmi hækk- | unin auðvitað við pyngju launþega | innan vébanda BHM eins og ann- ® ai'ra launþega. „Hins vegar vil ég benda á það sem félagsráðgjafi hjá Blindrafé- laginu að í nýlegri könnun Félags- vísindastofnunar kom í ljós að mik- ill meirihluti landsmanna vill hækka skatta verði það til þess að auka þjónustu við þá sem minnst mega sín. Þetta finnst mér að megi j taka með inn í umræðuna, en Ji Bandalag háskólamanna er hins I vegar ekki með sérstaka skoðun á þessu,“ sagði Björk.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.