Morgunblaðið - 02.12.1998, Síða 22

Morgunblaðið - 02.12.1998, Síða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1998 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Skíma ehf. býður símtöl til útlanda í gegnum Netið Þjónustan 20-30% ódýrari í mörgum tilvikum Morgunblaðið/Kristinn HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra vígði Net-símann með því að hringja í Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra í Wasliington. Dagný Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Skímu, fylgist með. Samanburður á verði talsímaþjónustu hjá Landssímanum og NETsíma Skímu Kostnaður við 5 mínútna símtal til nokkurra landa Á dagtaxta_______Landssíminn NETsíminn Mismunur Til Danmerkur 168,32 kr. 132,00 kr. 27,5% Til Bandaríkjanna 238,32 kr. 188,00 kr. 26,8% Til Mexíkó 603,32 kr. 456,00 kr. 32,3% Til Indlands 903,32 kr. 657,00 kr. 37,5% Til Kína 778,32 kr. 542,00 kr.43,6% Heimild: Skima SKÍMA ehf., dótturfyrirtæki Lands- símans hf., hóf í gær símaþjónustu um Netið til útlanda. Símnotendum gefst þannig kostur á að velja á milli tveggja kosta þegar þeir hringja milli landa. Þjónustan, sem hefur hlotið nafnið Net-síminn, er töluvert ódýrai-i en þjónusta Landssímans og munar 20-30% í mörgum tilvikum. Tvö einkafyrirtæki, Islandssími og Tal, vinna nú að því að hefja sam- keppni við Landssímann á almenn- um símamarkaði. Halldór Blöndal samgönguráð- herra vígði Net-símann og notaði tækifærið til að hringja í Jón Bald- vin Hannibalsson, sendiherj-a í Washington. Símnotendur geta nýtt sér þjón- ustu Skímu með venjulegu símtæki. I stað 00 er valið 1100 og síðan er- lenda símanúmerið. Símtölin fara öll um Netið með milligöngu Skímu. Notendur þjónustunnar þurfa að skrá sig hjá Skímu og greiða 300 króna stofngjald. Fyrir símtölin sjálf er síðan hægt að velja á milli tveggja greiðsluforma. Hægt er að greiða sjálf símtölin með því að gjaldfæra jafnóðum á greiðslukort en einnig er hægt að kaupa sérstök símakort með inneign hjá Skímu. Kosta slík kort 1.000, 2.000 eða 5.000 krónur. Sambærileg gæði Dagný Halldórsdóttir, fram- kvæmdastjóri Skímu, segir að þótt um talsímaþjónustu en ekki tölvu- þjónustu sé að ræða sé stórt skref stigið í átt til samruna talsíma og tölvunotkunar með þessari nýjung. Hún segir að gæði símtala yfír Net- ið séu að jafnaði sambærileg gæð- um í hefðbundnu talsímakerfí og betri þegar best lætur. Gæðin hafí aukist jafnt og þétt með sérhæfðari og betri búnaði eins og NET-síminn noti. Þegar símtöl fari yfir Netið geti álag, hvar sem er á Netinu, haft áhrif á gæði símtalanna. Aftur á móti megi benda á að afköst Nets- ins hafí batnað mikið og fari sífellt STJÓRN Kaupfélags Eyfirðinga hefur ákveðið að ganga að tilboði sem Brauðgerð Kr. Jónssonar & Co á Akureyri hefur gert í rekstur Brauðgerðar KEA. Brauðgerð Kr. Jónssonar, sem jafnan nefnist Kri- stjánsbakarí, mun taka við rekstr- inum í loka mánaðarins, eða 28. desember næstkomandi. Ulfar Hauksson framkvæmda- stjóri Iðnaðarsviðs KEA sagði að fyrirsjáanlegt hefði verið að leggja hefði þurft í fjárfrekar fram- kvæmdir hefði rekstri Brauðgerðar KEA verið haldið áfram, eða fjár- festingar í vélum, tækjum og öðru fyrir tugi milljóna króna. Að vand- lega íhuguðu máli hefði niðurstaðan orðið sú að selja reksturinn. Tryggir neytendum lægra vöruverð Starfsemi Brauðgerðar KEA hófst árið 1930, en hún hefur verið til húsa í Grófargili frá 1981, í hús- næði sem Akureyrarbær á. Starfs- menn eru rúmlega 20 talsins. Ný- legar kannanir sýna að viðskipta- vinir eru ánægðir með framleiðslu- vörur fyrirtækisins, en vegna vax- batnandi í samræmi við þróunina og kröfur frá notendum. Skíma stefnir að því að bjóða not- endum, fyrirtækjum jafnt sem heimilum, eitt samband fyrir öll fjarskipti, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Segir að opnun Net-símans sé áfangi að því marki. „Á næsta ári munum við sjá talsamböndin og tölvusamböndin rugla enn frekar saman reytum og nýja möguleika í samskiptum yfír Netið opnast. Ef litið er til baka yfir söguna, þá hefur tölvutæknin jafnt og þétt aðlagað sig talsímakerfum til fjarskipta. Þetta er eðlilegt þar sem talsímanet hafa átt meiri útbreiðslu að fagna en tölvunet. Nú er þróunin að snú- ast við og er Net-síminn dæmi um það þar sem talsambönd færast yfír á töívunet og munum við sjálfsagt sjá frekari þróun í þá átt á næst- unni.“ Netsambandið tvöfaldað Utlandatenging Landssíma ís- lands hf. við Netið verður tvöfólduð í byrjun næstu viku. Það leiðir til aukins hraða fyrir netnotendur, sem tengjast netþjónustu Lands- símans eða netþjónustufjrirtækj- um, sem leigja millilandasamband, að því er fram kemur í fréttatil- kynningu frá Landssímanum. Fram kemur að Landssíminn muni á kom- andi misserum auka við bandbreidd sína til útlanda eftir þörfum, til að fullnægja eftirspum. Fleiri valkostir væntanlegir Islandssími er nýstofnað fjar- skiptafyi-irtæki, sem hyggst bjóða neytendum símtöl innan lands og til útlanda. Arnar Sigurðsson, mark- aðsstjóri Islandssíma, segir Ijóst að með Net-símanum sé Landssíminn að bregðast við væntanlegri sam- keppni frá fyrirtækinu enda sé Skíma að öllu leyti í eigu Landssím- ans. „Islandssími mun hefja starf- semi í febrúar og bjóða neytendum andi samþjöppunar og kröfu um hagræðingu í greininni þótti áhætta nokkur að leggja í verulegar fjár- festingar í brauðgerðinni. Stjórnendur KEA telja að sam- eining fyrirtækjanna tveggja auki hagkvæmni í framleiðslu á brauði og kökum og muni tryggja neyt- endum lægra vöruverð þegar til lengdar lætur. Þá benti Ulfar á að stjórn félagsins hefði markað þá stefnu að skerpa áherslur í starf- seminni með það að markmiði að efla reksturinn á þeim sviðum þar sem hagkvæmni stærðarinnar nýtt- ist best og væri sala bi'auðgerðar- innar áfangi á þeirri leið. Ulfar sagði að starfsemin yrði með eðlilegum hætti í desember og starfsfólki ekki sagt upp störfum fyrr en 1. janúar næstkomandi. Hann sagði kaupfélagið af heilum hug kappkosta að aðstoða þá sem ekki verða ráðnir við að fínna starf við hæfí. Styrkir samkeppnis- stöðuna Kjartan Snorrason fram- kvæmdastjóri Brauðgerðar Kr. innanbæjar- og millilandasímtöl, bæði í almenna kerfínu og á Netinu. Við ætlum ekki að treysta á Netið til flutnings því að með þeim hætti fara gæðin eftir álaginu hverju sinni. Við munum því leigja sér- staka fastlínutengingu til útlanda en það er grundvallarmunur á þessu tvennu. Með Net-símanum er Landssíminn að bjóða lélegra sam- band á lægra verði en við ætlum Jónssonar sagði að starfsemin yrði fyrst um sinn í núverandi húsnæði í Grófargili en myndi smám saman á nýju ári ílytjast í höfuðstöðvar fyr- irtækisins við Hrísalund þar sem er um 2.000 fermetra húsnæði. Benti Kjartan á að mikil samþjöppun hefði átt sér stað á smásölumark- aðnum á síðustu misserum og jafn- vel enn meiri á brauðgerðarsviðinu. Markmiðið með kaupunum á Brauðgerð KEA væri einfaldlega að ná fram meiri hagi'æðingu í rekstrinum og styrkja samkeppnis- stöðu fyrirtækisins á stærri mark- aði. Markaðssvæðið nær nú yfír Norður- og Austurland en stefnt er að því að stækka það. okkur að bjóða betra samband á lægra verði,“ segir Arnar. Tal hf., sem rekur farsímakei-fí í samkeppni við Landssímann, hyggst auka umsvif sín og bjóða neytendum símtöl til útlanda í gegnum almenna talsímakerfið. Þórólfur Amason, forstjóri Tals hf., sagði í gær að ver- ið væri að vinna í málinu en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um framgang þess að svo stöddu. „Þetta er mikið byggðamál fyrir okkur Eyfírðinga, við verðum að hafa yfir að ráða öflugum fyrir- tækjum til að geta verið samkeppn- isfærir við höfuðborgarsvæðið. Yið verðum á þessu svæðið að geta boð- ið sambærilegt verð og þjónustu og þar,“ sagði Kjartan. Brauðgerð Kr. Jónssonar var stofnuð árið 1912 og hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá upp- hafí. Um 80 manns starfa hjá fyrir- tækinu nú. „Við erum sífellt að leita leiða til að reka fyrirtækið á sem hagstæðastan hátt, bæði fyrir eig- endur og viðskiptavini," sagði Kjartan. „Við erum staðráðin í því að halda áfram á sömu braut.“ Viðskipti fyiir 1,1 millj- arð á Verðbréfaþingi Hlutabréfa- kaup í FBA fyrir 75 milljónir HEILDARVIÐSKIPTI á Verð- bréfaþingi Islands námu 1,1 millj- arði króna í gær. Mest voru við- skipti með hlutabréf í Fjárfesting- arbanka atvinnulífsins fyrh' 75 milljónir króna. Mikil viðskipti voru með bréf í Eimskipafélaginu, fyrir tæplega 18 milljónir króna, IS fyrir tæpar 17 milljónir króna en bréf í félag- inu hækkuðu um 6,5% í gær. Einnig voru talsverð viðskipti með hlutabréf í Haraldi Böðvarssyni hf., fyrir tæplega 15 milljónir króna. Þá hækkuðu hlutabréf í Eignarhaldsfélagi Alþýðubankans hf. um 3,6%. Urvalsvísitala Aðallista lækkaði um 0,22% í gær. Mest var lækkun á bréfum í Tanga hf., 9,1%, og Trygg- ingamiðstöðvarinnar hf., um 5,6%. Tólf félög voru í gær flutt af Að- allista yfir á Vaxtarlista í samræmi við ákvæði í reglum þingsins um stærð, dreifingu og aldur skráðra félaga. -----+++------ Hlutafjárútboð ÍS 120 m.kr. á almennum markaði ALLT hlutafé Islenskra sjávaraf- urða, sem boðið var út í hlutafjár- aukningu félagsins, seldist upp áð- ur en útboðinu lauk á mánudag, samkvæmt upplýsingum frá Við- skiptastofu Landsbanka íslands sem hafði umsjón með útboðinu. A hluthafafundi, sem haldinn var í desember á síðasta ári, var sam- þykkt að auka hlutafé fyi’irtækisins um allt að 200 milljónir króna á þessu ári. Hlutafjárútboðið hófst í byrjun nóvember. Forkaupsréttar- hafar nýttu sér um 80 milljónir króna að nafnverði á genginu 1,75 en þær 120 milljónir sem eftir stóðu voi-u boðnar út á almennum mai'k- aði á genginu 1,80. -------------- Búnaðarbankinn býður út hlutafé 350 milljónir seldar á genginu 2,15 BANKARÁÐ Búnaðai'banka ís- lands hf. hefur ákveðið að bjóða út hlutabréf í bankanum í almennu út- boði fyrir 350 milljónir ki'óna á tímabilinu 8. til 11. desember nk. Stefnt er að skráningu hlutabréf- anna á Verðbréfaþingi íslands fyrir þann tíma. Er tilgangur útboðsins að styrkja eiginfjárstöðu bankans vegna vaxandi umsvifa í stai'fsemi hans. Heildarhlutafé bankans 4,1 milljarður Getur hver áskrifandi skrifað sig fyrir 500 þúsund krónur að nafn- verði eða 1.075.000 krónur á geng- inu 2,15. Verði áskriftir meiri en sem nemur 350 milljónum króna verður hámarksfjárhæð hluta skert þar til heildarfjárhæðin nemur 350 milljónum króna. Greiðsludagur bréfanna verður 29. desember nk. Að útboði loknu verður heildar- hlutafé Búnaðarbankans 4,1 millj- arður króna að nafnverði og eru 3,5 milljarðar króna í eigu ríkissjóðs, eða um 85%. Kristjánsbakarí kaupir Brauðgerð KEA Hagkvæmni í rekstri og sterkari samkeppnisstaða Morgunblaðið/Kristján BRÆÐURNIR Birgir og Kjartan Snorrasynir við höfuðstöðvar Brauð- gerðar Kr. Jónssonar við Hrísalund, en þangað munu þeir smám sam- an flytja starfsemi Brauðgerðar KEA, sem þeir keyptu í gær.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.