Morgunblaðið - 02.12.1998, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 02.12.1998, Qupperneq 24
24 MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Fundur IMF og~ Rússa Ekki gert ráð fyrir árangTÍ Moskvu. Reuters. EKKI var búist við miklum árangri af fundi Michels Camdessus, fram- kvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, IMF, og Jevgenís Príma- kovs, forsætisráðherra Rússlands. Camdessus er nú staddur í Moskvu til tveggja daga viðræðna við rúss- nesk stjórnvöld, sem þrýsta mjög á IMF um að greiða út 4,3 milljarða dala lán, um 300 milljarða ísl. kr. sem Rússum hefur verið heitið. Rússar vonlitlir „Ríkisstjórnin verður að færast nær IMF og IMF verður að nálgast ríkisstjórnina,1' sagði Anatólí Tsjúbajs, fyrrverandi fjármálaráð- herra og einn aðalhöfunda umbóta- stefnunnar svokölluðu, í gær. Heim- ildarmaður innan Kremlar sagði að rússnesk stjórnvöld gerðu sér svo að segja engar vonir um að Príma- kov tækist að telja Camdessus á að gi-eiða Rússum út lánið. Ætlun hans væri hins vegar að tryggja að Cam- dessus gerði sér fyllilega grein fyrir því hvaða vanda Rússar stæðu frammi fyrir. IMF hefur neitað að greiða út lánið fyrr en ríkisstjórnin leggi fram áætlanir um lausn efnahags- vandans sem hagfræðingar sjóðsins telja raunhæfar. Hafa þeir nú þegar varað Rússa við fyrirætlunum þeirra um seðlaprentun og aukin ríkisafskipti. Prímakov hefur hins vegar ekki viljað láta IMF skipa sér fyrir i efnahagsmálum, ekki síst vegna þeirrar tortryggni sem gætir gagnvart IMF hjá kommúnistum og þjóðemissinnum, sem eru í meiri- hluta í dúmunni, neðri deild rúss- neska þingsins. Jeltsín vill útskrifast Til marks um hve alvarlegum augum stjórnvöld líta viðræðurnar við Camdessus, þá fundaði Borís Jeltsín Rússlandsforseti með Prímakov um málið í gærmorgun, fyrir fyrri fund hans og Camdessus. Forsetinn er á sjúkrahúsi með lungnabólgu og mun ekki hitta framkvæmdastjórann. Jeltsín þrýstir hins vegar mjög á um að verða útskrifaður af sjúkra- húsinu. Oleg Sysujev, skrifstofu- stjóri Jeltsíns, sagði lækna forset- ans tæplega geta komið í veg fyrir að hann héldi heim. Jeltsín er sagð- ur við þokkalega heilsu, geta unnið og vera hitalaus. Geta aðstoðar- menn forsetans sér þess til að hann verði útskrifaður í lok vikunnar og mættur til starfa í Kreml nk. mánu- dag. BIODROGA jurtasnyrtivörur c~>íella Bankastræti 3, sími 551 3635. Annan miðl- ar málum í N-Afríku STJÓRNVÖLD í Alsír lofuðu í gær fullum stuðningi við tilraunir Kofis Annans, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, til að binda enda á langvinn átök í Vestur-Sa- hara. Annan hóf í gær sex daga heimsókn til Norður-Afríku og hyggst í för sinni reyna að þrýsta áfram friðarviðræðum milli Marokkó og Alsír. Hafa Marokkó- menn sakað stjórnvöld í Alsír um að styðja við bak Polisario-sam- takanna í baráttu þeirra fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis í Vestur- Sahara, og að þeir hafi þannig skaðað samskipti ríkjanna. Bæði Marokkó og Polisario, sem aðsetur hafa í Alsír, gera kröfu til landsvæðis í Norður-Af- ríku og háðu blóðugt stríð um svæðið á árunum 1976-1991, eða allt þar til Sameinuðu þjóðunum tókst að fá deiluaðila til að sam- þykkja vopnahlé. Blöktu fánar Polisario-samtak- anna við hún í gær í flóttamanna- búðum í Alsír þegar von var á Annan þar í heimsókn. Sagði Ann- an að leiðtogar Polisario hefðu gefið grænt ljós á tillögur hans í málamiðlunarátt. Mesut Yilmaz hvetur ftali til að rétta sjálfír í máli Öcalans ___ •• D’Alema kallar Ocalan „hryðjuverkamann“ Ankara, Róm. Reuters. MESUT Yilmaz, starfandi forsætis- ráðherra Tyrklands, hvatti í gær ítölsk stjórnvöld til að rétta sjálf í máli Kúrdaleiðtogans Abdullahs Oealans íyi’st þau vilja ekki fram- selja hann til Tyrklands. Lagði Yilmaz áherslu á að í öllu falli yrði að refsa Ocalan fyrir glæpi hans, en Tyrkir vilja draga Öcalan til ábyrgð- ar vegna dauða meira en 29.000 manna í fjórtán ára vopnaðri bar- áttu Kúrda fyrir sjálfstæði í suð- austurhluta Tyrklands. ítalir segjast ekki geta sent Öcal- an til Tyrklands þar sem dauðarefs- ing sé þar við lýði og hefur deilan um framsal Öcalans mjög skaðað samskipti Ítalíu og Tyrklands. í gær virtist hins vegar sem þjóðirnar væru að ná saman, í það minnsta gekk Massimo D’AIema, forsætis- ráðherra Italíu, svo langt að kalla Öcalan hi-yðjuverkamann. „Við handtókum umræddan hi’yðjuverka- mann og vinnum nú í því að leiða hann fyrir dómstóla, rétta í máli hans, en það er nokkuð sem enginn hefur hingað til vitað hvernig ætti að gera, eða viljað gera,“ sagði D’Alema í ítalska ríkisútvai-pinu. D’Alema lagði hins vegar ríka áherslu á að Öcalan yrði að fá sann- gjörn réttarhöld, og virtist sem nokkur vafi léki á því í huga hans að Öcalan fengi réttláta meðferð fyrir tyi’kneskum dómstólum. Loforð um að dauða- refsingu verði ekki beitt? Ummæli D’Alemas í gær og und- anfarna daga benda til þess að ólík- legt sé að Öcalan hljóta hæli sem pólitískur flóttamaður á Italíu og mátti ráða af orðum D’Alemas í gær að ítalir myndu e.t.v. sjálfir rétta í máli Öcalans, en einnig hefur verið rætt um að hægt yrði að taka mál hans fyrir hjá alþjóðlegum dómstóli. Yilmaz ýjaði hins vegar að því í gær að Tyrkir myndu sýna sáttfysi ef það gæti orðið til að fá Öcalan framseldan. „Ef ítalska stjórnar- skráin leyfir ekki framsal vegna þess að dauðarefsjng er við lýði í Tyrklandi þá geta ítalir farið fram á loforð frá okkur um að þessari refs- ingu verði ekki beitt.“ Italir hafa sagt að eina ástæðan fyrir því að þeir handtóku Öcalan á flugvelli í Róm 12. nóvember síðast- liðinn hafi verið sú handtökubeiðni sem þýsk stjórnvöld höfðu lagt fram. Gerhard Schröder tilkynnti hins vegar D’Alema á föstudag að Þýskaland hygðist ekki óska fram- sals Öcalans af ótta við óeirðir heima fyrir, milli tyrkneskra og kúrdískra innflytjenda þar. Særðust fjórián í gær þegar kúrdískur uppreisnannaður sprengdi sjálfan sig í loft upp í borg- inni Diyarbakir í suðausturhluta Tyi’klands. Er óttast að fleiri slíkar árásii; fylgi í kjölfarið vegna hand- töku Öcalans. Reuters Þýzkir jafnaðarmenn Deilur um skatta leystar? Bonn. Reuters. BODO Hombach, hægri hönd Ger- hards Schröders í kanzlarahöllinni í Bonn, greindi frá því í gær að ágreiningur milli ráðherra Jafnað- armannaflokksins (SPD) og ann- arra áhrifamanna innan fiokksins um skattbreytingaáform ríkis- stjórnarinnar hefði verið leystur. Hombach sagði í útvai'psviðtali að á sérstökum fundi forystumanna flokksins á mánudag hefði deilan, sem í vaxandi mæli stefndi í að skaða stjórnina, verið lögð til hliðar eftir að Oskar Lafontaine, fjármála- ráðherra og flokksformaður, útilok- aði að gripið yrði til þess að hækka virðisaukaskattsstigið a.m.k. næsta árið. Vísaði Hombach því á bug að stjómin, samsteypustjórn jafnaðar- manna og Græningja, hefði farið illa af stað eftir að hafa tekizt að velta Helmut Kohl úr sessi eftir 16 ára valdatíð hans. Deilt um serbneska lögreglustöð í mikilvægum bæ 1 Kosovo Júgóslavíuforseti neitar að flytja lögregluna á brott Malisevo. Reuters. SLOBODAN Milosevic, forseti Jú- góslavíu, hefur neitað að fyi-irskipa serbneskum lögreglumönnum að fara frá eftirlitsstöð í mikilvægum bæ í Kosovo, Malisevo, þrátt fyrir mikinn þrýsting vestrænna stjórn- arerindreka. Lögreglustöðin hefur orðið til þess að albanskir íbúar Malisevo þora ekki að snúa aftur til bæjarins. Frelsisher Kosovo (KLA), sem hefur barist fyrir sjálfstæði héraðs- Ödruvísi vörur Ödruvísi búd Litla sæta búðin, Laugalæk 4, s. 588 5844 ins, var með höfuðstöðvar sínar í Malisevo áður en Serbar náðu bæn- um aftur á sitt vald íyrr á árinu. Vestrænir stjórnarerindrekar sögðu að Milosevic hefði ekkert gert til að flytja sérsveit lögreglunnar úr bænum. „Honum hefur verið sagt: sendu lögreglumennina í burtu því þarna er enginn til að vemda,“ sagði stjórnarerindreki sem starfar í Pristina, höfuðborg Kosovo. „Þarna er mikið lögreglulið, sem var þar ekki áður og engin þörf er fyrir það.“ Lögreglustöðin virðist brot á vopnahléssamningnum, sem náðist í október fyrir milligöngu Richards Holbrookes, sendimanns Banda- ríkjastjórnar. Samkvæmt honum ber Serbum skylda til að fækka ör- yggissveitum sínum í Kosovo og greiða fyrir því að þúsundir al- banskra flóttamanna geti snúið aft- ur til íyrri heimkynna sinna. Bandaríski sendiherrann William Walker, formaður nefndar sem á að meta hvort staðið hafi verið við vopnahléssamninginn, ræddi við Milosevic fyrir hálfum mánuði og lagði fast að honum að flytja lög- reglumennina úr bænum. „Milosevic kvaðst ætla að taka það til athugun- ar,“ sagði vestrænn stjómarerind- reki. „En röksemdir hans eru þær að þörf sé á lögreglumönnunum til að koma í veg fyrir að KLA nái bænum aftur á sitt vald og að Serbar myndu líta á það sem ósigur ef þeir færu.“ Það flækir afstöðu Vesturlanda til Malisevo að bandarískir eftirlits- menn hafa samþykkt að vernda serbnesku lögreglumennina þegar þeir flytja þangað vistir til að koma í veg fyrir að átök blossi upp að nýju. Verndin hófst fyrir þremur vikum þegar tveir serbneskir lögreglu- menn voru drepnir á yfirráðasvæði KLA er þeir voru á leiðinni til Malisevo. Stjórnin í Belgrad hótaði að fjölga lögreglumönnunum á svæðinu til að tryggja að serbneska lögreglan gæti notað vegina. Eftirlitsmenn á vegum Evrópu- sambandsins segja að þessi vernd bandarísku eftirlitsmannanna sé í mótsögn við þá viðleitni stjórnarer- indreka að knýja Milosevic til að flytja lögreglumennina á brott frá Malisevo. KLA ljær máls á tilslökun Utanríkisráðherrar 54 aðildar- ríkja Öryggis- og samvinnustofnun- ar Evrópu koma saman í Ósló í dag til að ræða Kosovo-málið og leiðir til að koma í veg fyrir átök á Balkanskaga. Talsmaður KLA, Adem Demaci, sagði í viðtali við útvarpsstöð í Belgrad á sunnudag að hreyfingin léði máls á því að falla „um sinn“ frá kröfunni um fullt sjálfstæði Kosovo. Paskal Milo, utanríkisráðheiTa Al- baníu, fagnaði þessari yfirlýsingu og sagði hana benda til þess að upp- reisnarherinn væri að breytast í pólitíska hreyfíngu, sem hægt væri að semja við. Albanar hafa tekið þátt í tilraun- um milligöngumanna Bandaríkj- anna og Evrópusambandsins til að fá Kosovo-AIbana til að falla frá kröfunni um algert sjálfstæði og semja við Serba um að héraðið fái sjálfstjórn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.